Tíminn - 01.10.1960, Page 8
8
TÍMINN, laugardaginn 1. október 1960.
Um leið og ferðamaður stíg-
ur fæti sínum út úr lestinni í
brautarstöðinni í Leopoldville
kemur til hans sjálfskikkaður
burðarmaður sem hrifsar far-
angurinn og hverfur með
hann á augabragði. Við gáfum
leigubílstjóra merki um að við
þyrftum á flutningi að halda
en hinn æruverðugi burðar-
maður hafði þá, því miður,
troðið honum í annan bíl.
Með fullum rétti förum við þess
á leit að pjönkunum sé kippt yfir
til bílstjórans sem við höfum rætt
við, smá viðvik, sem ekki ætti að
kosta mikið þref, en með þessu
bárum við eld að nokkurs konar
ihugarfarslegu sprengiefni því fer-
legt rifrildi upphefst í sama bili
og við komumst að því, að rótgróið
ættar'hatur milli þessara burðar-
manna hefur fengið kærkomið til-
efni útrásar. Að lokum var stig-
inn stríðsdans á brautarpallinum
og við stórkostlegar formælingar
og válega tilburði misstum við
andlitin — og hundrað nýlendu-
fr’anfca til hvors bílstjóra, og þótt-
umst sleppa vel.
Myrkrið skellur á nákvæmlega
klukkan sex. Við erum staddir í
uplpjómaðri stórborg mitt í hinni
svörtu Afríku, borg úr stáli og
steini og skýjakljúfar þar sem áður'
var framskógur og haf neonljósa
meðfram endalausum breiðgötum.
Kaffisölurnar á gamgstéttunum
eru með Parísarsniði, klæðnaður
gestanna sá minnsti, sem hægt er
að komast af með en mjög þokka-
legur. Innfæddir þjónar svo færir
og frjálsir að maður freistast til
að halda að þeir hafi margra kyn-
slóða starfsreynslu að baki, og
það hafa þeir að vissu leyti sem
undirtyllur hvíta mannsins. Árið
1948 var hér eitt einasta hús meira
en einnar hæðar, hér hefur þró-
unin farið fram með eldlegum
hraða. En bakvið þetta skín í
dökka mynd þjóðar, sem enn sem
komið er, veit betri skil á mann-
áti en lýðræði.
Við göngum á markað innfæddra
og troðumst um í þúsundföldum
skara kaupenda og seljenda. Ein-
stöku láta sig það varða að við
erum þeir einu í mannfjöldanum,
sem berum ljósan hörundslit,
benda á okkur eins og þeim þætti
klæðaburði okkar ábótavant, og
aðrir senda okkur tóninn á mál-
um, sem við skiljum ekki.
LEOPOLDVILLE
Lýsing og teikningar eftir Alex Secher
Hér eru flestar hugsanlegar
vörutegundir til sölu, en ekkert
fast verð, því hér geldur heiður
manns að selja og plata náungann
eins og framast er unnt. Hér er
þjarkað um rauðan pipar og svart-
ar baunir og hvítt maíokmél og
hér er prúttað um töfralyf. Bútar
af klókódílaskinni, apaskottum og
fuglaklóm eða tennur leóparda eru
til sölu í miklu úrvali, töfralæknum
til nota og afhendingar. Frum-
skógarþroskinn er borinn á torg
og seldur á þessum nýtízka risa-
markaði, en kaupendur máttarins
sem vörunni fylgir gegn hinum
og þessum plágum og djöfulsins
spilverki, eru líka vel tölufróðir
bankamenn, innfæddir eða nýbak-
aðir stúdentar. Dulmagnaðir helgi
siðir og villimannlegar venjur
blandast hinni svokölluðu menn-
ingu og renna saman í slagæðum
stórborgarinnar um skýjakljúfa,
stræti og torg.
Tjáningin í andli'tsdráttum þessa
fólks er djúp en gefur sjaldan
neitt til kynna, sem liggur' milli
hinna tveggja skauta, ánægju og
óánægju. Ef Afríkumenn brosa
ekki, eru þeir reiðilegir á svip;
líkt og þeir beri þjáningarfulla
hrukku milli augabrúnanna, er
svigna í myrkri ásjónanna. Bi'os
þeirra er breitt og reiðin eldsum-
brot, sem slítur allt helsi. Allt,
sem þar er á milli, kemur fram
í djúpum ennishrukkum, og það
á sér sínar orsakir hér í Kongó.
Akureyringar kjósa innan
skanuns á milli þriggja presta
Svo sem kunnugf er af frétt-
um, hefur annaS prestsemb-
ættið á Akureyri verið auglýst
iaust til umsóknar. og rann
umsóknarfrestur út 20. þ. m.
Umsækjendur voru upphaf-
lega fjórir, en einn umsækj-
enda, Jón Hnefill Aðalsteins-
son, cand. theol., dró umsókn
sína til baka.
Ekki er enn rá'ðið, hvenær
prestskosning fer fram, og er
beðig ákvörðunar biskpus um
það. Sóknarnefnd Akureyrar
vinnur ag kappi að undirbún
ingi kosningarinnar, m.a. með
samningu kjörskrár og prent
un annarra kjörgagna.
Umsækjendur um embættil
sóknarprests á Akureyri eru
allir tiltölulega ungir menn,
en eiga þó að baki nokura
ára starf hver í þjónnstu
kirkjunnar.
Elztur umsækjenda er sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson
á Hálsi í Fnjóskadal. Sr Sig-
urður er 33 ára gamall, sonur
hins kunna garðyrkjubónda
Guðjóns Sigurðssonar í Gufu
dal og kov.u hans, Þórunnar
Guðmundsdóttur. Hann tók
gagnfræðapróf vig Mennta-
skólann á Akureyri, en stúd-
entsprófi lauk hann í Reykja
vík vorið 1950. Að loknu stúd
entsprófi gerðist hann bóndi
í Gljúfurholti og bjó þar í
eitt ár, þar til hann hóf nám
í guðfræðideild háskólans.
Sr. Sigurður Haukur GuSjónsson
Hann lauk embættisprófi í
janúar 1954, var síðan um eins
árs skeið skrifstofumaður hjá
SÍS í Reykjavík, en vígðist
til Hálsprestakalls í Fnjóska
Akureyrarbréf
mmmmmmmmsmm
8
1
(
1
Sr. Bjartmar Kristjánsson
Bjartmar Kristjánsson á
Mælifelli í Skagafirði, 45 ára
að aldri. Sr. Bjartmar er bor
inn og barnfæddur Eyfirðing
ur, sonur hónanna Fanneyj
ar Friðriksdóttur og Kristj-
áns H. Benjaminssonar, hrepp
stjóra á Ytri-Tjömum. Hann
tók stúdentspróf við M.A. vor
ið 1941 og lauk embættis-
prófi í guðfræði árið 1946.
Sama ár gerðist hann prest
ur á Mælifelli og hefur þjón
að þar samfleytt síðan, eða
í 14 ár. Sr. Bjartmar er
kvæntur Hrefnu Magnúsdótt
ur, járnsmíðameistara á Ak-
ureyri, Árnasonar. Eiga þau
nokkur börn.
Annar umsækjandi er sr.
Sr. Birgir Snæbjörnsson
dal vorið 1955 og hefur setið
þar síðan. Kona hans er Krist
ín Sigríður Gunnlaugsdóttir,
og eiga þau nokkur börn.
Yngsti umsækjandihn er
sr. Birgir Snæbjörnsson í Lauf
ási, 31 árs að aldri, fæddur
á Akureyri 20. ágúst 1929, son
ur hjónanna Jóhönnu Þor-
valdsdóttur og Snæbjörns Þor
leifssonar, bifreiðaeftirlits-
manns. Sr. Birgir ólst upp
með foreldrum sínum á Akur
eyri, gekk þar í skóla op lauk
stúdentsprófi við M.A. vorið
1949. í janúar 1953 lauk hann
guðfræðiprófi og vígðist nokkr
um vikum síðar til Æsustaða
prestakalls í A-Hún., og þjón
aði þar til 1959, er hann fékk
veitingu fyrir T/vufási. Sr.
Birgir er ókvæntur.
I.G.
40—50 þúsund sekkir
Þykkvabæ, 29. sept. — Lokið
er nú að fullu við að taka upp
kartöflur og hefur uppskeran
verið mjög góð. Búizt við að
uppskeran nemi milli 40 og
50 þúsund sekkjum, en um 5
þúsund sekkjum af útsæði var
plantað í vor. Slátrun stend-
nú yfir og mun verða slátrað
um 10 þúsundum fjár. Dilkar
eru í meðallagi.