Tíminn - 01.10.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1960, Blaðsíða 9
 9 Orðið er frjálst Enn um Hest- eyrarkirkju „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns‘ Biskup landsins hefur talaS. Álit hans á þeirri ráðstöfun iað rífa Hesteyrarkirkju og flytja til Súðavíkur við ísa- fjarðardjúp er nú orðið opin- bert. í grein biskups í Morgun- blaðinu 20. sept. kemur í Ijós, að ekkert samráð var haft við nokkurn þeirra, er hlut áttu að máli. [ Engrar afsökunar er beðizt á slíku fljótræði. Álit prófasfsins á ísafirði, sr. Sigurðar Kristjánsson- ar, var eitt látið nægja. Þess þótti i ekki þörf að kynna sér málið betur. * Þeir beita alræðisvaldi sínu — [ prófastur og biskup — og við fyrr- verandi og núverandi Sléttu- hreppingar hljótum að fyllast lotningu og þakklátssemi, þegar við hugsum um björgunarstarfsemi þessara mætu manna. Tilfinningar þeirra, sem komnir eru á gamals aldur og eiga þá ósk heitasta að fá að hvíla í kirkju- garði meðal ættingja og vina eru fótum troðnar og ítrekaðar óskir þeirra einskis virtar. Og svo segir biskup orðrétt í grein sinni: „Ég skil það vel, að íæktarsömum mönnum, sem eiga helgar minningar bundnar við þessa kirkju á sínum fyrri stað, sé þetta viðkvæmt mál.“ Hér er talað um helgar minningar. Er það þá skoðun biskups, að til þessara helgu minnirga eigi ekki að taka rokkurt minnsta tilli't? Er það í samræmi við Guðs lög? Biskup talar um þau ömurlegu afdrif, sem kirkjunni hefðu verið búin á Hesteyri. Hér er talað lítt af kunnugleika, enda hefur biskup aldrei þangað komið og heimildar- iraður hans sennilega sami og áður. Á hverju sumri hefur verið litið eftir kirkjunni og það lagfært, sem þurfa þótti. Auk þess ber og að geta þess, að kirkjan var mjög vel járnvarin og efniviður í alla staði hinn bezti og ófúinn, svo að engin hætta var á hinum ömur- legu afdrifum í náinni framtíð. Það er mál flestra, að áfthaga- tryggð hafi fremur aukizt heldur en hitt. Fjölmennt „Átthagafélag Sléttuhrepps" er starfandi hér í Eeykjavík. Þar hafði komið til tals m. a. að fara til Hesteyrar og mála kirkjuna upp að nýju. En við erum látin losna við þá fyrir- höfn af einskærri góðvild, til þess að annað byggðarlag geti á ódýran hátt notfært sér handaverk ann- aTra, komið sér upp kirkju á ann- ?rra kostnað og með því móti losn- að að miklu leyti við þann kostn- að, sem önnur byggðarlög verða fvrir við smíði kirkjubygginga. — Siiðvíkingar geta hrósað happi yfir því, að eiga svo góða samverka- menn —. Á hverju ári er hárri upphæð varið til kirkna á landi okkar. Hversu há skyldi upphæðin vera t d. til Skálholtskirkju? Það mætti gjarnan hugleiða það, hvort nyt- semin sé í samræmi við þá fjár- upphæð, sem t.il hennar hefur ver- ið varið. Biskup hefur staðið fram- arlega í hópi þeirra manna, sem barizt hafa fyrir endurreisn henn- sr sem vegiegs minnismerkis á « hinum þjóðhelga stað, — og er það vel. En minnisvarði okkar Sléttu- hreppinga, sem fengið hefur að vera í friði í 61 ár, handaverk fyrrirrennara og okkar sjálfra, er rifinn til grunna, til þess að annað byggðarlag megi góðs af njóta. Eða er það ef til vill ætlun for- stöðumanna verksins að láta rífa kirkjuna á Hesteyri, líkt og í Skál- holti, til þess að beita sér fyrir smíði annarrar og glæsilegri stein- kirkju, er fái staðið um aldur og ævi. — Það er betra að taka lamb fá- tæka mannsins en þess ríka, og það er betra að hafa ekki of hátt um það. Kirkjan á Hesteyri var byggð árið 1899. Hún var mjög stór á þeirra tíma mælikvarða og rúmaði rumlega 100 manns. Norðmenn sáu um útvegun á völdu efni til kirkju- byggingarinnar. Árið 1928 fóru fram gagngerar endurbætur yzt sem innst, og kirkjan var sannar- lega sómi sveitar sinnar. Hún var að öllu leyti eign safnaðarins án nokkuira opinberra styrkja. Biskup vísar til laga til að rétt- læta málstað sinn. En við þekkjum þess svo mörg dæmi, að lög eru ekki einhlít. Lagabreytingar eiga sér stað á hverjum tíma og sum lög eru jafnvel orðin úrelt, áður en þau koma til framkvæmda. Það gæti þess vegna verið, að lagabók- stafurinn, sem biskup vísar til, sé ekki hið eina rétta í þessu máli. f upphafi greinar sinnar um Hesteyrarkirkju getur biskup þess, að nokkurs misskilnings gæti í greinum tveggja Hesteyringa, sem höfðu um málið skrifað. Þennan misskilning segist hann vilja reyna að leiðrétta. Það skyldi ekki vera, að misskilningurinn væri hjá öðrum aðilum? Hvaðan hefur biskup upplýsingar sínar? Hann tílar um sveitina, sem verið hefur í eyði í háifan annan áratug. Er hér rétt með farið? Lítum á stað- reyndir. Síðasti ábúandinn á Hest- eyri, Sölvi Betúelsson fluttist til Bolungavíkur 1. nóvember 1952. Samkvæmt okkar útreikningi verða það átta ár hinn 1. nóvember n k. Þetta skyldi biskup athuga, áður en hann reynir að leiðrétta misskilning annarra. Aðeins átta árum eftir að byggð hefur flutzt frá Hesteyrí er kirkjan með velþóknun viðkomandi aðila svipt af grunni til brottflutn- mgs. Slíks munu fá eða engin dæmi. Engin vissa er heldur fyrir því, að byggð eigi ekki eftir að færast aftur í Sléttuhrepp innan t'-ðar. Ef svo yrði, myndi þá biskup og prófastur verða forgöngumenn um að rífa kirkjuna á nýjan leik. Að þessu sinni í Súðavík, tU þess að flytja hana aftur til Hesteyrar til sinna réttu og einu eigenda? fslendingar líta á handritin sem sína eign, þctt þau eitt sinn hafi verið flutt til Danmerkur. Á sama bátt lítum v:ð sóknarbörn Hest- eyrarkirkju á þennan helgidóm sem okkar lögmætu eign, þrátt ívrir flutning hennar til hins hrörnandi Súðavíkurþorps, þar sem íbúum hefur fækkað. eins og viða annars staðar. En Súðvíkingum er nokkur vcrkunn. Þeir vita, að allt efni til Tómatar Sumarið 1960 hefur verið eitt hið veðursælasta í manna minnum víðast hvar um land ið. Spretta með ágætum. Ó- venju mikið af káli hefur kom ið á markaðinn og fer neyzla þess mjög vaxandi, enda er það fyrirtaks matur bæði hrátt og soðið. Er t.d. saxað eða rifið hvítkál, blandað rúsínum og sítrónusafa mesta ljúfmeti. — Gulrætur eru mat argóðar og auðugar af A fjör- efni. Per ræktun þeirra vax andi og er sérlega mikið rækt að í Grafarbakkahverfinu í Hrunamannahreppi, á Eyrar bakka og í Gaulverjabæjar- hverfi. — Vart hefur orðið gulrótarmaðks a.m.k. í Reykja vík. Verður þvi þörf varnar- aðgerða að vori. En varnar- ráðin eru að miklu leyti hin sömu og gegn kálmaðki. Gul- rótin tilheyrir sveipjurtaætt inni og á þá ætt leggst gul- rótarmaðkurinn, t.d. á stein- selju og fleira. Gætið vel að í haust hvort vart verður maðka í gulrótum. — — — Gulrófnauppskeran verður sennilega allmijiil. Gulrófurn ar mega kallast sítrónur okk ar íslendinga, auðugar af C fjörefni, sem geymist furðu vel í þeim langt fram eftir vetri. „Éttu tannburstann þinn“ er orðtak Vesturheims tannlækna. Það er, þeir ráð- legga að borða hráa ávexti gulrætur eða gulrófur tönn- unum til hollustu og hreins unar og segja það jafnvel betra en nokkurn tannbursa. — Gróðurhúsin hafa líka notið góðs af hinu mikla sól- fari. f ágúst mun hafa komið á markaðinn tvöfallt magn af gúrkum, samanborið við undanfarin ár. Tómatupp- skeran er einnig mikil. Var t.d. óvenju mikil sala í júní. Hefur neyzla tómata aukizt verulega hin síðari ár. Nota húsmæður þá mikið með kjöti og fiski. Nokkuð af tómötum fer í vihnslu og er aðallega framleidd tómatsósa, sem mik ið er notuð með fiski. Nú eru grænir tómatar að koma á markaðinn, en þá sjóða hús- mæður niður til vetrarins. Sölufélag garðyrkjumanna er að bæta nýrri álmu — 350 þar sem mikið ber á vörtu- kláða. Nota súran áburð. — Óvenu mikið ber á ryð&vepp um í sumar á birki og fjall- dropa og einnig í grasi, t. d. á sumum stofnum háliða- grass og fleiri grasa.----- Skógræktarstöðin í Foss- vogi var opin almenningi um helgina 24. og 25 september og voru starfsmenn stöðvar innar þar til leiðbeiningar. Munu á sjötta hundrað gest ir hafa notað tækifærið og skoðað stöðina. Voru sýndir uppeldisreitir trjáplantna, skjólbelti, ýmsar trjátegundir og runnar o. s. frv. Aðallega eru aldar upp barrplöntur. Mörgum þótti skjólbeltin ný stárleg, enda ekki mikið um þau hér á landi enn þá. Þarna er hávaxið álm-belti og lægri limgerði úr ýmsum viðarteg undum og runnum, Virðist t.d. lagleg víðitegund með all breið blöð og dökkleitar grein ar, álitleg í gerði eða skjól- belti. Heitir hún viðja og er frá Norður-Noregi. Byrjað er að safna allmörgum tegund um garðrunna og merkja þá, svo fólk geti séð og valið í garða sína síðar meir. — Bærinn ætti að láta merkja fermetrum við húsnæðii skrautjurtirnar í bæjargörð- GRÓÐUR og GARÐAR INGÓLFUR DAVÍÐSSON Uppskerufréttir og gróSurspjalI sitt. Hefur m.a. flokkun tóm atanna farið fram í hinum nýju húsakynnum í sumar, þótt ekki sé byggingin full- gerð. — Blóm hafa vaxið vel úti og inni. Barst t.d. óvenju mikið magn af gróðurhúsa- rósum á markaðinn í júlí. f hinum fjölskrúðuga garði Ólafs lyfjafræðings, Langa- gerði 9 Reykjavík urðu rauð Georginublóm (körfur) 29 cm. í Þvermál. Margar körf urnar 24 cm. — Kartöfluuppskera mun víð ast hvar góð, nema kannski í sumum sandgörðum sunn- anlands, sem urðu of þurrir. Ber mikið á kláðahrúðri á kartöflum og sérlega mikið á vörtukláða sunnanlands. Eru vörtukláðakartöflur mjög ljótar, þaktar dökkum blett- um með dökk-brúnu dufti í og með vörtukenndum bólum eða smá æxlum. Á sumum eru stór, svört sár. Mest ber á þessu í kalkbornum (bras- iskum) jarðvegi, en lítið í súrri mold. Rétt er að skifta um útsæði, og jafnvel garð, um Reykjavíkur í sama til- gangi. Það getur orðið vísir að grasgarði, en á það mál ætti að fara að komast ein- hver skriður. Það hefur nógu lengi dregist. Akureyringar hafa þegar hafizt handa nyrðra, fyrir forgöngu Jóns Rögnvaldssonar garðy r k j u - ráðunauts og komið á fót grasgarðsdæld í Lystigarðin- um. — Fuglalíf er talsvert í Fossvogsstöðinni. Þegar dimm ir á kvöldin safnast þangað hópum saman þrestir úr Reykjavík til næturdvalar í trágróðrinum. Fljúga flestlr í bæinn aftur á morgnana og lifa góðu lifi á reyniberjum o. fl. góðgæti. Slðustu tvö haust hafa nokkur hundruð þrestir verið merktir í Foss- vogi, til þess að afla vitneskju um ferðir þeirra. Hafa nokkr ir náðst aftur langt suður í löndum, jafnvel á Spáni og í Portúgal. Hafa þeir ferðast furðu langt til vetrardvalar. En sumir halda hér kyrru fyrir allan veturinn, einkum í trjágróðrinum. bygginga heíur stórlega hækkað undanfarið — en er víst, að gleðin yfir lambi fátæka mannsins verði óskipt? Þess ber að geta, að fyrir nokkr- um árum var þess farið á leit við viðkomandi kirkjuyfirvöld þ.e.a.s. prófast og biskup, að kirkjan fengi að standa. Þessu til sfaðfestingar eru bréf dagsett 14. október 1952 og 27. september 1953 Svar núver- andi biskups við þessari málaleit- un hefur nú fengizt á mjög svo skýran hátt í samráði við prófast- inn á ísafirði, sr. Sigurð Krist- jánsson. Níunda boðorðið er á þessa leið: ,,Þú skalt eigi girnast hús náunga þ>ns.“ Hvað er það? Svar: „Vér eigum að ójttast og elska Guð, svo að vér eigi sækjumst eftir arfi eða húsi náunga vors með vélum, né a’ögum oss það með yfirvarpi réttinda, heldur styðjum hann og slyrkjum að halda því.“ Á þennan hátt eru skýringar Lúthers á níunda boðorðínu. Hér eru það lög guðs sem tala ekki manna lög. Viðkomandi aðilar rnættu gjarnan' athuga bað, áður en næsta björgunarafrek verður unnið. Að lokum tvær spurningar til prófasts og biskups. Er það rétt, að altaristaflan úr Hesteyrarkirkju, sem flutt var til ísafjarðar, hafi stórlega skemmzt vegna vanhirðu og trassaskapar? Er það ætiun kirkjuyfirvaldanna að veita af enn meiri rausn með því að gefa Súðvíkingum eignir Hesteyrarkirkju, þ. e. kirkjugripi og peninga í sjóði? Við mótmælum allir í nafni í óknarbarna Hesteyrarkirkj u. Birgir G. Albertsson, Bjarni Guðmundsson, Eiríkur Benjamíns- son, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur J. Guðmndsson, Guðni Jónsson, Hans Hilaríusson, Hilari- us Haraldsson. Hjálmar Gíslason, Jón S. Guðjónsson, Jón Guðnason, Kristinn Gíslason, Sigurjón Hilar- íusson, Reid&r G. Albertsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.