Tíminn - 06.11.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.11.1960, Blaðsíða 1
t- Pij-'L -3 r u |HBíæ$y ■ Prófessorar bera kistuna frá Háskólanum. Útgerðin segir upp samningum Undirbúningur að samningum útvegs- manna við ríkisstjórnina Landsamband ísl. útvegs- manna hefur sagt upp öllum kjarasamningum við sjóm.- félögin og falla samningarnir úr gildi um áramótin. Flest sjómannafélög í landinu hafa þegar sagt upp samningum. Útgerðarmannafélög víðs vegar um landið hafa tekið ákvörðun um þetta og falið LÍÚ að tilkynna þeim sjó- mannafélögum, sem ekki höfðu sagt upp kjarasamning um. Meðal þeirra félaga, sem ekki höfðu sagt upp kjara- samningum voru sjómannafé- lögin í Reykjavík og Hafnar- firði. Samningar við ríkisstjórnina Ástæðan fyrir þvi að út- gerðarmenn segja upp samn- ingum mun vera sú, að fyrir dyrum eru samningar útgerð arinnar við ríkisstjórnina, en eins og kunnugt er hefur út- gerðin komizt á heljarþröm vegna efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar. Virðast útgerð (Framhald á 2. síðu). Mikið fjölmenni við útför dr. Þorkels Jóhannessonar frá Neskirkju í gær Úfför dr. Þorkels Jóhannes- sonar háskólarektors var gerð Algert lönd- unarbann Samband fiskkaupmanna í Hull hefur nú ákveðið að hætta að kaupa íslenzkan fisk þar til náðst hefur sam- komulag í fiskveiðideilu Breta og íslendinga, segir brezka blaðið Fishing News sl. föstu- dag. (Framhald á 2. síðu). frá Neskirkju í Reykjavík í gær að viðstöddu mikíu fjöl- menni. Klukkan hálftíu hófst kveðjuathöfn í anddyri Há- skólans, en útförin í kirkjunni kl. 11 árd. Líkfylgdin hafði viðkomu í háskólanum á leið til kirkj- unnar. Var kistan borin inn 1 anddyrið; þar sem stúdentar og prófessorar voru saman komnir. Karlakór stúdenta söng sálm. Ólafur Björnsson prófessor, vararektor mælti kveðjuorð og ræddi um starf dr. Þorkels í þágu háskólans. Inn í háskólann báru stúdent- ar kistuna en kennarar heim- spekideildar út. Stúdentar gengu í farar-, broddi undir fána og merki| Stúdentafélags Reykjavíkur á- leiðis til kirkju. Inn í kirkjuna bar háskóla- iáð, menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins kistuna. Séra Jón Thorarensen flutti minningarræðuna í kirkjunni og jarðsöng. Úr kirkju báru nokkrir vinir og samherjar dr. Þorkels kistuna. Forseta- hjónin voru viðstödd athöfn- ina í háskólanum og kirkjunni. Hin stóra Neskirkja var þétt- skipuð fólki Stúdentar standa heiðursvörð í anddyri Háskólans. Fisksölumálin bls. 3 IOÍ>IÍIMSBaÉÉiÉMÍÍtÍtÍtÉÍÍÉÍ^tfÍÚÍÍÍÍÍl!ÍÉrtiÍ(ÍáÉÍ^^'ÍÍMLrjgie^aáBBMMáÉÍÍÍÍMfcaiÉUgÍ /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.