Tíminn - 06.11.1960, Blaðsíða 12
12
T f MIN N, sunnudaginn 6. nóvember 1960.
Agætur handknattleikur tékk-
nesku meistaranna gegn Víkingi
Tékknesku meistararnir í
handknattleik Gottwaldov,
'éku sinn fyrsta leik í fyrra-
kvöld gegn gestgjöfunum Vík-
ing, sem styrktu lið sitt með
þremur mónnum úr öðrum fé-
lögum. Leíkurinn var mjög
skemmtilegur fyrir áhorfend-
ur lengi vel þvi Víkingum
tókst vel upp í byrjun og
héldu þeir lengi vei í Tékkana,
en þegar liða tók a leikinn fór
betri æfing Tékkarna að segja
til sín og þeir skoruðu þá
hvert markið á fætur öðru en
Víkingum tókst aðeins að
svara af og til.
Það fer ekki á milli mála, að
þetta tékkneska lið er eitt hið
bezta í heiminum og í síðari hálf-
leik sýndi liðið glæsilegan hand-
knattleik, með hröðum skiptingum
og markvissu spili á línu, sem
varð til þess að Víkingsvörnin, sem
allan fyrri hálfleikinn var mjög
traust, varð að lúta í lægra haldi.
Þegar Tékkarnir höfðu náð nokkr
um mörkum yfir, varð leikur liðs
ins allur miklu léttari og samleik-
urinn árahgufsríkari, en það tók
liðið talsvert langan tíma að venj-
ast hinum erfiðu aðstæðum að Há-
logalandi, en leikvöllurinn þar er
sem kunnugt er alltof lítill.
Víkingur byrjaði vel
Það kom fljótt í ljós, að láns-
mennirnir í Víkingsliðinu, Sól-
mundur Jónsson, Val, í mar'kinu,
Karl Jóhannsson, KR, og Pétur
Antonsson, FH í framlínunni, féllu
vel inn í liðið og Víkingur náði
mjög árangursríkum leik til að
byrja með. Karl Jóhannsson var
bezti maðurinn á vellinum allan
fyrri hálfleikinn, og tókst Tékkum
seint að finna vörn gegn tilbreyt-
ingaríkum leik hans. Svo fór að
Víkingur skoraði þrjú mörk í leik-
byrjun, án þess Tékkum tækist að
svara fyrir sig. Karl skoraði fyrsta
markið, Pétur annað og Karl þriðja
og þegar um 10 mín. voru af leik
skoraði Pétur fjórða markið, og
enn höfðu Tékkarnir ekki komizt á
blað.
Á þessu tímabiii lék Víkings-
vörnin taktískan varnarleik, með
Pétur Bjarnason og Björn Krist-
jánsson sem beztu menn, og þau
tvö eða þrjú skot, sem komust
í gegnum vörina, varði Sólmund-
ur vel í markinu.
En síðan fóru Tékkarnir að átta
sig á hinum litla leikvelli og mörk
in fóru að koma. Fyrsta mark
þeixra skoraði Dolesal og strax á
eftir bættu Bolos og Kostik tveim-
ur mörkum við. Staðan var því 4—3
fyrir Víking. Kari Jóhannsson skor
aði með stuttu millibili tvö mörk,
svo að aftur varð þriggja marka
munur. En fyrirliðinn og leikmað-
urinn heimsfrægi, Riisa, skoraði
nú tvö mörk og Sladek það þriðja
og staðan var jöfn 6—6. En hann
skoraði Karl fyrir Víking, en
Kukla jafnaði fyrir' Tékka rétt
fyrir hléið.
YfirburSirnir koma í ijós
Björn Kristjánsson skoraði
fyrsta markið í síðari hálfleik en
síðan náðu Tékkarnií álgerri yfir-
hönd í leiknum og skoruðu átta
mörk í röð án þess Víkingum tæk-
ist að svara.
Á þessu tímabili var leikur
tékkneska liðsins mjög skemmti-
legur á að horfa. Leikmennirnir
juku mjög hraðann, án þess það
hefði nokkur áhrif á samleikinn,
og grip leikmanna voru ekki síð-
ur örugg, þótt knötturinn gengi
með ofsahr.aða milli leikmanna.
Snögg upphlaup Tékkanna hvað
eftir annað skildi Víkingsvörnina
alveg eftir. Staðan var nú 15—8
fyrir Gottwaldov.
Sigurður Bjarnason skoraði ann-
að mark Víkings í hálfleiknum en
mótstaða Víkings var þó að mestu
búin. Knötturinn hafnaði með
nokkuð jöfnu millibili í Víkings-
markinu, en undir lokin bættu
Karl og Pétur nokkuð markatöl-
una með því að skora sín tvö mörk-
in hvor.
í Víkingsliðinu báru tveir menn
mjög af, Karl Jóhannsson gaf
Tékkunum ekkert eftir hvað knatt
leikni og skothæfni snerti og hann
var vissulega skemmtilegasti leik-
maðurinn á vellinum. Karl nýtur
(Framhaid á 15 síðui
Björn Kristjánsson er kominn inn fyrir vörn Tékkanna og skorar fyrsta markið í síðari hálfleik.
■ii/l' /.rv'' ’ b'M'j ■ ’ ■ '.-■■■ •' 1 W" ’J ••:■-■
Kaupfélög og kaupmenn úti á landi
Munið að gera jólapantanir yðar sem fyrst
SINALCO
SÓDAVATN
APPELSÍN
GRAPE FRUIT
KJARNADRYKKIR
PILSNER
MALTÖL
HVÍTÖL
SPUR COLA
GINGER ALE
HI-SPOT
LÍMONAÐI
QUININE WATER
ANANAS
H. F. OLGERÐIN
EGILL SKALLAS
I