Tíminn - 06.11.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.11.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, sunnudaginn 6. nóvember 1960. 3 > Ríkisstjórnin hefur viö- ræður við fulltrúa ASÍ Nú mun reyna á „stefnu Morgunblaðsins” í launamálum: Kjarabætur án verkfalla Ríkisstjórnin hefur nú hafið viðræður /íð verkaiýðssamtök- in um ráðstafanir til að draga úr kjaraskerðingunni. Er rík- isstjórninni loks að verða Ijóst, að hin mikla kjaraskerð- ing launþega er ekki með nokkru móti réttlætanleg og fær ekki staðizt til lengdar. Ber að fagna því að ríkis- stjórnin hefjj viðræður við verkalýðsfélögin um málið. þessar viðræður ríkisstjórnar- innar eru þvert ofan í yfir- lýsta stefnu hennar í launa- málum, en hún var sú, að rík- isvaldið skyldi alls ekki hafa afskipti af kjaramálum, þau væru eingöngu mál atvinnu- rekenda og verkalýðsfélaga. Virðisf sf jórnin þv( að vitkast. 20. okt. síðastl. samþykkti stjórn Alþýðusamb. íslands að fara þess á leit við ríkisstjórn ina að hún ræddi við fulltrúa verkalýðssamtakanna um ráð stafanir til að draga úr kjara skerðingunni. Nú hálfum mán uði síðar fór fyrsti viðtals- fundurinn fram. Stjórn Alþýðusambandsins leggur áherzlu á eftirfarandi ráðstafanir til að mæta kröf- um verkalýðssamtakanna um bætt kjör: Stokkseyri, 3. nóvember. — Kartöflurækt hefur lengi verið Stokkseyringum veruleg búbót. Nú hefur hnúðormur- inn hins vegar tekið að herja 1. Almenn lækkun á vöru- verði, m.a. með niðurfellingu viðaukasöluskatts í tolli (8,8%), lækkun aðflutnings gjalda og ströngum verðlags ákvæðum. 2. Lækkun útsvara af al- mennum launatekjum. 3. Almenn lækkun útláns vaxta. 4. Afnám ákvæðis laga, er bannar að kaupgjaldssamn- ingarnir séu tengdir verð- lagi. Aðrar ráðstafanir sem verkalýðsfélögin kunna að (Framhald á 2. síðu). á kartöfluakrana og veldur stórtjóni. Er útlit fyrir að þorpsbúar verði neyddir til að nema ný lönd fyrir kartöflur sínar og reyna á þann hátt að hlunnfara hnúðorminn. Hnúðormurinn aðsópsmikiEI r ---------------- Morgunbl. fordæmir frjálsa samkeppni Telur lækkun milliliÖakostnaÖarins glæpsamlega! Morgunblaðið hefur nú fylgt eftir árás Alþýðublaðsins á Samband ísl. samvinnufélaga og starfsemi þess í Bandaríkjunum. Gieypir blaðið hráar fullyrðingar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um „undirboð" SÍS á mörkuðum S.H. í Bandarikjunum. Sýna viðbrögð Mbl. gjörla hve iaus er i reipunum hugsjón Sjálfstæðismanna um hina frjálsu samkeppni. SÍS hefur selt fiskafurðir sínar í Bandarikjunum í vaxandi mæli og með góðum árangri. SÍS hefur tekizt að vinna nýja markaði með , góðri skipulagningu á dreifingu og með lækkun reksturskosfnaðar. Á þann hátt tekst að seija fiskinn á lægra verði. Er þessi árangur SÍS lofsverður en ekki fordæmanlegur. Með lægra verði eykst markaðurinn og okkur er mikii nauðsyn að geta aflað okkur öruggs og hagkvæms markaðar í Bandaríkjunum. Samkeppnin við eriend fyrirtæki á Bandaríkjamarkaði veldur því að SÍS hefur Iagt ríka áherzlu á að gera dreifingarkerfi sitf sem hagkvæmast og lækka reksturskostnað á allan hátt. Þannig birtast kostir hinnar frjálsu samkeppni, markaðsverð verður með sem lægstri álagningu neytandanum í hag. í hlnni hörðu samkeppni leitast fyrirtækin við að auka framleiðslu sína, lækka kostnaðar- liði og gera dreifinguna sem ódýrasta. Á þann hátt er unnt að lækka verðið, án þess að gæði minnki og hagnaður framleiðandans skerð- ist og jafnframt sfórauka markaðinn. Framleiðandinn getur með auknum markaði selt fleiri framleiðslueiningar og þannig raunveru- lega aukið hagnað sinn. — Þetta eru kostir hinnar frjálsu samkeppni og neytandanum er hún ómetanleg. Morgunblaðið hefur sagf Sjálf- stæðisflokkinn eina stjórnmálaflokkinn, sem viljað hefur stuðla að frjáisri samkeppni. Það situr því illa á aðalmálgagni flokksins að gera svo hatrammar árásir á þessa höfuðhugsjón sína. Afhjúpar blaðið þar, hvað gæðingasjónarmlðið stendur miklu ofar en stefnan, því að 1. SÍS greiðir sjómönnum sama verð fyrir fiskinn og Söiumið- stöðin. 2. SÍS skilar jafn miklum gjaldeyri tii bankanna, ef ekki meiri fyrir hvert útflutt fiskkíló og Sölumiðstöðin. 3. Gæði þess fisks, er SÍS selur í Bandarikjunum eru sizt minni en hjá Sölumiðstöðinni. 4. SÍS hefur aukið og bætt markað fyrir íslenzkan fisk í Banda- ríkjunum. Að þessum atriðum athuguðum ætti Mbl. að sjá, að það er að kasta hugsjónum sínum fyrlr róða og verður uppvíst að dæmafáu ofstæki, ef það heldur áfram árásum á fisksölu SÍS í Bandarikj- unum. —t. Fremur illa horfir hér með kartöfluræktina, sem annars hefur verið allveruleg. Hnúð- ormurinn hefur lagt undir sig gömlu garðlöndin og verður varla undan því vikizt að brjóta ný lönd til kartöflu- ræktarinnar, eigi hún ekki að leggjast niður. Rófurnar skepnufóður Gulrófnauppskera var á- gæt hér í haust en sölutregða þjarmar nú mjög að þeirri ræktun og er ekki útlit fyrir annað en mikið af rófunum verði notað til skepnufóðurs. Til skamms tíma ráku flestar eða allar fjölskyldur hér einhvern smábúskap og hefur verið reynt að stuðla að því að það gæti haldist. Nú hefur hins vegar sú starfsemi dregist saman hjá almenn- ingi því niðurgreiðslurnar gera það að verkum, að betur borgar sig að kaupa landbún- aðarafurðir en framleiða þær sjálfur. Skortir fjölbreytni Héðan rær nú einn bátur með línu. Má kalla að hann afli sæmilega eða frá 3—6 tonnum í róðri. Skapar verk- un aflans töluverða atvinnu við hraðfrystihúsið auk þess sem þar er nú unnið að hum arnum frá sumarvertíðinni. Þá hefur og verið unnið að endurbótum á bryggjunni og var orðin á því brýn þörf. Enn má nefna að nokkuð hefur verið starfað að holræsagerð í þorpinu og er það verk unn ið í áföngum eftir því, sem aðstæður leyfa. Þrátt fyrir allt er útlit fyrir að ativinna verði hér naumast næg fram að vertíð eða næstu (Framhald á 2. síðu). Cæ'c SF/i S. I. föstudagskvöld frumsýndi Þjóðleikhúsið gleðileikinn Georg Dandin eftir Moliére. Sýningin fór vel fram og voru leikendur og leikstjóri hylltir í leikslok. Leikstjórn Hans Dahlin er mjög listræn í alla staði. Mikið er af léttum dönsum og söngvum, sem falla vel inn í heildarsvip leiksins. — Næsta sýning verður í kvöld. Myndin er af Bessa Bjarnasyni (i hinum fótfima þjóni) og Rósu Sigurðardóttur í þjónustustúlkunni. Víðtækar varúöarreglur í umferöinni á Keflavíkurvelli MeS þaS fyrir augum a3 forSa slysum og bjarga martns- lífum eru nú gerSar víStækar ráSstafanir á Keflavíkurflug- velli meS tilliti ti! þess aS nú fer sá tími í hönd, þegar myrk- ur og hálka geta gert alla um- ferS háskalegri en ella Þeir Benjamín Willis for- ingi varnarliðsins hér og Björn Ingvarsson löreglustj. á Keflavíkurflugvelli vinna að framkvæmd þessara ráðstaf ana. Bifreiðar munu verða skoð- aðar og sömuleiðis munu öku- menn gangast undir nákvæma skoðun. Athugun fer fram á ástandi veganna og fjallað verður um íslenzk umferðar- lög. Sérstakar ráðstafanir verða gerðar við skóla og ann ars staðar, þar sem börn eru á ferð. Þeir Willis og Björn hafa báðir kornið fram í sjón varpi á Keflavíkurflugvelli og hvatt jafnt íslenzka sem bandaríska ökumenn að vera virkir þátttakendur í þessum ráðstöfunum svo að þær megi takast sem bezt. Slys eru því miður alls stað ar þekkt fyrirbæri, sagði Will is. Bæði í bandarískum og ís- lenzkum umferðarlögum er gert ráð fyrir hámarkshraða svo og öðrum takmörkunum við vissar aðstæður. Algerlega er bannað að aka undir áhrif um áfengis. Öllum þessum reglum verður nú stranglega fylgt eftir. Björn sagði í ræðu sinni, að ökumenn á Keflavíkurflug- velli hefðu yfirleitt sýnt mikla aðgæzlu við akstur en aldrei væri góð vísa of oft kveðin og aldrei væri varúðarinnar meiri þörf en einmitt yfir vet urinn. Björn sagði öll umferða lög að því miðuð, að umferðin gæti gengið þannig fyrir sig, að ekki hlytust slys af. Hér væri enginn grudvallarmunur eftir löndum. Björn hvatti, sem Willis, alla ökumenn til þess að ger ast virkir þátttakendur 1 þess um ráðstöfunum, enda gæti það orðið til þess að koma i veg fyrir þá hræðilegu atburði sem því miður gerast of oft á vegunum. Pampichler stjórnar Sinfóniuhljómsveitinni Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í ÞjóSleikhús- inu á þriðjudagskvöld 8- þ m. kl. 20.30. Stjórnardi á hljóm- leikunum verður Paul Pamp- ichler, en sinleikari rússneski fiðlusnillingurinn Rafael Sob- olevsky. Á efnisskránni verður svita' nr. 4 fyrir kammerhljómsveit eftir Stravinsky, fiðlukonsert eftir Katchaturinan og sin- I fónía nr. 4 í b-dúr eftir Beet- |hoven. Páll Pampichler hefur dval izt erlendis sl. ár og fullnum- að sig í hljómsveitarstjórn á tónlistarháskólanum í Ham- borg. Kennari hans þar var Wilhelm Buckner-Ruggeberg, en hann hefur dvalizt hér og fært upp tónverk. í bréfi til Jóns Þórarinssonar, framkv.- stjóra Sinfóníuhljómsveitar- innar, hefur Bukner-Rugge- berg borið mikið lof á Pamp ichler og talið hann hafa mikla hæfileika til hljómsv.- stjórnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.