Tíminn - 06.11.1960, Side 4
4
T í M IN N, sunmidaginn 6. nóvember 1960.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR ■"*"""""?
Nóvember er mánuöur
mikilla og heilagra minn-
inga .fremur en flesta grun
ar nú. Enda er það von, að
fáir hugsi um það, því að
kirkjan hefur lítt hirt um
að halda við hegi þeirra
daga, sem nú mættu þó
hvetja fólk til kirkjugöngu
og helgra tíða öðrum tím-
um fremur.
Fyrsti nóvember er allra
heiagra messa. Þá skyldi
minnzt þeirra, sem skarað
hafa fram úr fyrr eða síð-
ar í vitnisburði sínum fyrir
Drottins hönd. Stundum
höfðu þeir fórnað tíma,
kröftum og gáfum til efl-
ingar Guðs riki, stundum
höfðu þeir eða þær, sem þó
var minnzt talið líf sitt sem
heilagir píslarvottar fyrir
málefni kristins dóms og
boðskapar Jesú.
Þarna er mikill minn-
árlega, ef að væri unnið
með hjarta, hug og hönd.
Á allra sálna messu var
einnig mikið um heimsókn
ir í kirkjugarða og að leið-
um látinna ástvina. Þar
þarf líka að koma og vissu-
lega ætti oftar en gjört er
að minna á þessa helgu
reiti þjóðarinnar, bæði í
kirkjunni og utan. Þar ættu
allir að skynja handtak
himins og jarðar, faðmlag
lífs og dauða, finna og
heyra fótatak Drottins i
kvöldblæ minninga og
morgunblæ eilífðarvona. En
sannarlega vantar oft sorg
lega mikið á ræktarsemi
kynslóðanna gagnvart þess
um hljóðu, heilögu stöðum,
sem geyma hjúp þeirra jarð
neskan, sem einu sinni voru
og vildu bezt, og áttu hiarta
sem sló heitt af ástúð og
umhyggju.
Allra heilagra messa
ingaauður, sem ekki væri
vanþörf á að rifja upp við
og við til umhugsunar og
eftirbreytni. Þótt mótmæl
endakirkjur hafi ekki dýr-
linga, þá mættu þó
prestar þeirra og söfnuöir
sannarlega helga vissar
stundir hetjum Drottins til
dýrðar, og syngja um hinn
sigrandi skara hvítkiæddra
himneskra anda, sem hafa
sigrað hið illa og fyigjasfe
nú ósýnilegir með baráttu
og sigrum kynslóðanna.
Og sannarlega mætti þessi
öld margt af sögu þeirra
læra í krafti trúar og kær
leika. Þetta voru manneskj
ur, freistað á allan hátt eins
og vor, en þá hetjur Krists.
Ekki höfðu þeir önnur né
meiri hjálpargögn en sam-
band sitt við anda hans og
almætti.
Þá var annar nóvember
allra sálna messa. Þá
skyldi minnzt sérstaklega
þeirra, sem nýlega höfðu
verið kallaðir brott af þess
um heimi. Hið heilaga og
fagra í orðum þeirra og at-
höfnum skyldi þá enn eign
ast kraft við ljúfar, angur-
blíðar saknaðarkveðjur.
Þeim var helguð stund með
bæn og upplestri nafna,
söng og hugleiðslu. Er sagt,
að þetta sé eða geti verið
ein hin áhrifaríkasta guðs
þjónusta. Harmsár þökk,
söknuður og angurblíð til-
beiðsla fléttuðust þar í eitt
til að helga guðsþjónustuna
þennan dag.
Stundum runnu minning
ar og helgihald þessara
tveggja daga mjög saman
í eitt, og var það að vonum.
En samt mun af nægu að
taka í tvæt guðsþjónustur
Gleymið ekki að varð-
veita minningu þeirra með
sæmd og þokka. Allir hafa
gott af lítilli'hugleiðsiu og
bænarstund við lágt leiði
þeirra, sem „voru það sem
við erum nú, og eru það,
sem við munum verða"' eins
og einhver spekingur komst
að orði.
Og svo heldur nóvember'
áfram að liða. Hinn 6 nóv,
var helgaður minningu
Gustavs Adolfs hins mikla
sigurvegara mótmæienda.
Hinn 10 nóv. var dagur
Lúthers hrautryðjanda og
föður siðaskiptanna. Og
margs er þar að minrast.
í helgihaldi þessa mán-
aðar var konum ekki held-
ur gleymt, Þær voru þrjár,
sem áttu heiðurssæti 1 helgi
haldinu.
Fyrst var heilög Elísabet,
sem var verndari góðeerða
starfseminnar og fögur fyr
irmynd í fórnarlund sinni
og hjartagæzku.
Þá var heilög Cesilia, sem
var verndari kirkjutónlistar
innar og hafði fyrir störf
sín á sviði hljómanna liðið
píslarvættisdauða, Og hin
þriðja var Katrín helga,
sem var verndari vísind-
anna og spekinnar.
Það þarf ekki að nefna
fleira af þessu ágæta fólki
til að sýna, að hér er mikið
af andlegu ljósi, hulið bak
við rökkurhjúp gleymskunn
ar. Sú birta væri sannarlega
vel fallin til að hrekja brott
skammdegismyrkrið og
vekja gróandi líf a.ndans
heilaga í sálum núlifandi
fólks og þoka kynslóðum
heimsstyrjaldanna til sam
starfs, friðar og bræðra-
lags.
Árelíus Nlelsson.
Bílskúr
Lægsta verö
bifreiða sambærilegrar stærðar Afgr. með skipum
seinni hluta nóv. og í byrjun desember.
Frímerkjasafnarar
Evrópumerkin 1960 frá 19
löndum tyrirhggjandi.
(Jtvegum emnig eldri Evr-
ópumerki.
J. Agnars
Frímerkjaverzlun s/f,
Box 356, Reykjavík
L
wm
POLYTEX-málningin
er í fjölbreyttum og fögrum litum,
drjúg í notkun og endingargóð.
VERÐIÐ HAGSTÆTT.
til leigu 20 m2 bílskúr til leigu í Norðurmýri Til-
boð sendist blaðinu strax merxt „Bílskúr“.
POSTSENDUM
.*v*v*v»v»v»v*v*v*v*v»v»v*v
.»VV*V»V«VV*V*V*V*VV*VW*VVV»V>.«W>»>