Tíminn - 06.11.1960, Side 7

Tíminn - 06.11.1960, Side 7
TÍMINN, sunnudaginn 6, nóvember 1960. 7 — SKRiFAÐ OG SKRAFAÐ — Vetrarfarsblíía en óáran af manna völdum - Öngþveiti tilbúinnar kreppn - Lausn Fram- sóknarflokksins var hafnað - Glæsilegu framfaratímabili snúið í samdrátt - Jafnvægi fá- tæktarinnar eSa jafnvægi velmegunar - Hefur ríkisstjórnin boðið Bretum inn að 6 mílum? - Vetrarfarsbliðan bætir blessun í hverjum reit gjörvöll kreikar af kæti •kvik og fjörvana sveit. Það var árið 1812, sem Svein björn Egilsson orti þetta stef, og má af því ráða, að árgæzk an hafi verið eitthvað svipuð því, sem nú er. Hins vegar er varla hægt að segja um mannfólkið núna: „Gjörvöll kreikar af | kæti, kvik og fjörvana sveit“. ■ En það er ekki árferðinu um að kenna, heldur óáran af manna völdum. Menn eru svartsýnir á lífsafkomuna og skal varla láð það, því að myndin, sem við blasir er ekki glæsileg. Slíkt öngþveiti af völdum óstjórnar í land- inu hefur ekki blasað við síð an ísland varð fullvalda. j Brostinn grundvöllur Pyrir einu missiri voru gerð ar róttækar ráðstafanir, sem í orði kveðnu áttu að leggja nýjan og traustan grundvöll En svo tókst til, að nú er auð séð að við þetta fálm hefur grundvöllurinn brostið alger lega í fyrsta sinn, svo að nú er ekki um annað að ræða en reyna að snúa við og reyna að krafsa sig upp úr feninu. Út gerðin er í slíku öngþveiti, að stjórnarblöðin flytja annan hvern dag fregnir um það, að allur bátaflotinn sé að fara á uppboð. Útvegurinn stynur undir okurvöxtunum, og rík- isstjórnin sér það ráð helzt að taka erlent lán til þess að lána útveginum sem kreppulán til að borga okur- vextina. í landbúnaðinum er þann ig ástatt að öll uppbygging er svo að segja stöðvuð þegar i stað. Bændur þola ekki ok- urvextina heldur. Þar blasir við samdráttur, uppgjöf og flótti. Launþegar geta ekki heldur látið endana ná sam an, og þeir telja sig verða að fá 20—30% kauphækkun til þess að fá jöfnuð við dýrtíð- ina og kjaraskerðinguna, sem orðið hefur í tíð núv. ríkis- stjórnar. Aldrað fólk telur sinn hlut ekki heldur betri. Ellilaunahækkun er étin upp og meira en það af hækkuðu vöruverði, og ætti það spari- fé var hver króna þess minnk uð um þriðjung með ráðstöf- unum núverandi ríkisstjórn- ar. Vaxtahækkun munar litlu til að vinna á móti þeim ósköp um. Mestu eyðslu- e • r I •• • fjarlogm Ríkið sjálft græðir ekki heldur. Fjárlög hafa hækkað am nær helming í tíð núv. stjórnarsamsteypu en fram- Þessir haustdagar eru fagrir, mildir og bjartir. Þó sést haustsvipur landsins vel, fjöll hvítna og á Norðurlandi gránaði f byggð í fyrradag. Frost eru nú sumar nætur nokkur. Myndin er tekin yfir Reykjavíkurhöfn og sér yfir haustlygnan sjó til Esju og Skarðsheiðar. Næst er togarabryggjan, en þar liggja nú engir togarar en lönd- unarkranarnir bíða starfs. lög til opinberra framkvæmda þó raunverulega minnkað um þriðjung. Þar af leiðandi eru þetta mestu eyðslufjárlög en minnstu framkvæmdafjárlög, sem þjóðin hefur nokkurn tíma séð. Ríkisstjómin hefur tekið 4—500 milljóvir að eyðsluláni erlendis til 2—3 ára — hengingarvíxla. Spari- fé vex svo að segja ekkert og hefur raunar stórminnkað í tíð stjómarinnar þegar tillit er tekið til framkvæmda- máttar þess. Þannig mætti lengi halda áfram. Alls staðar blasir við sama eymdarmynd tilbúinn- ar kreppu. Fullyrða má, að svona ömurlega hafi þjóðin aldrei verið stödd eftir 1925 að minnsta kosti, og jafnmik ið st j órnarf arslegt gerræði hefur aldrei verið unnið á jafnskömmum tíma. Það blasir nú við þjóðinni, að hér hefur engin „við.reisn“ átt sér stað, heldur „sporðreisn" ein. Bentu á sínar leiðir Þegar efnahagsráðstafanir þessar voru til umræðu á þingi í fyrravetur andmæltu þingmenn Framsóknarflokks ins þeim harðlega og bentu á hverjar afleiðingarnar mundu verða, eins og nú er fram komið. Þeir bentu líka glögglega á sínar leiðir, það sem þeir teldu að gera ætti. í fjárlagaumræðunum á dög- nnum lýsti Eysteinn Jóns- son þessu glögglega í útvarps ræöu sinni, og fer hér á eftir kafli úr henni um þetta atriði: „Framsóknarfl. sagði I fyrra vetur greinilega hvern- ig hann vildi leysa vandann. Flokkurinn lagði höfuð- áherzlu á að halda áfram og draga hvergi úr þeim stuðn- ingi, sem veittur hefði verið á undanförnum árum til uppbyggingar framleiðslu og atvinnulífi og þeirra fram- kvæmda, sem mesta þýðingu hafa fyrir atvinnulífið og al- menning í landinu. Auknar þjóðartekjur - bætt íífskjör l Dæmdist þá fjárfesting of mikil í heild, vildi flokkurinn láta velja úr þær framkvæmd- ir, sem helzt mættu bíða frá almennu sjónarmiði skoðað, og ; fresta þeim. En flokkurinn hefur ætíð verið andvígur þeirri leið að takmarka fjár- íestingu með því að gera j framkvæmdir svo dýrar og draga um leið þannig úr stuðningi við þær, að engir nema þeir, sem hefðu fullar hendur eigin fjár, gætu komið sér upp sjálfstæðri framleiðslu eða þaki yfir höfuðið. Flokkurinn vildi jafna þann skakka, sem var í efnahags- kerfinu með því að hækka hóflega yfirfærslugjaldið og stíga þannig enn skref í fram- haldi af því, sem gert var 1958, til þess að draga úr upp- bótarkerfinu, því að jafna yf- irfærslugjaldið var spor áleið- is út úr uppbótarkerfinu. Flokkurinn vildi skattleggja eyðsluna einnig í því sam- bandi, í stað þess að nú færist skattabyrði landsmanna í auknum mæli yfir á brýnustu daglegar nauösynjar. Flokk- urinn vildi skattleggja eyðsl- una einnig í því sambandi, í stað þess aö nú færist skatta- byrði landsmanna í auknum mæli yfir á brýnustu daglegar nauðsynjar. Flokkurinn vildi halda áfram að taka lán er- lendis til arðgæfra fram- kvæmda jafnóðum og niður væru borgaðar eldri skuldir. Framsóknarmenn eru sann- færðir um, að uppbyggingar- stefna þeirra, sem miðuð er við að leysa sem allra flest öfl úr læðingi til aukningar á framleiðslu og framleiðni og gera sem flesta efnalega sjálf- stæða, mundi auka þjóðar- tekjurnar og bæta lífskjörin, eins og reynslan sýnir að orðið hefur síðustu áratugina. En þeir áratugir eru glæsilegasta framfaratímabilið í sögu landsins. Allt það tímabil hef- ur Framsóknarflokkurinn ver- ið eitt sterkasta þjóðfélagsafl- ið. Jafnvægi velmegunar Núvex-andi stjórnarflokkar sjá enga aðra leið til að keppa að jafnvægi í þjóðarbúskapn- um en samdrátt, meiri og meiri samdrátt og meiri þving unarráðstafanir, sem kreppa að mönnum meira og meira. Ef þeir næðu jafnvægi með þessu móti um stundarsakir, en lengur yrði það aldrei, þá yrði það jafnvægi fátæktar- | innar. j Þessum hugsunarhætti hafn : ar Fi'amsóknarfokkurinn ! algerlega. Hann er boðberi þeirrar stefnu að auka fram- •leiðslu og framleiðni og ná jafnvægi velmegunarinnar. Það eru engir draumórar eða slagorð. Það nægir að vísa til þess, sem hér hefur skeð á síð- ustu áratugum. Þeir, sem ekkert vilja nú sjá annað en hinar nýju þvingun- arráðstafanir og enga mögu- leika aðra eygja en samdrátt- inn, hafa gert það að herópi sínu, að íslendingar hafi lengi undanfarið lifað um efni fram. Hvernig fer fyrir þeim, sem lifir um efni fram? Hann verð ur fátækari og fátækari. Haldi menn efnum sínum eða auki þau, lifa þeir ekki um efni fram. Hver vill bera sér það í munn, að íslenzka þjóð- in sé ver efnum búin nú en hún var fyrir nokkrum árum. Áreiðanlega enginn. Efnahag- urinn hefur batnað ár frá ári. En þetta sýnir, að þessar staðhæfingar eru marklaus áróður þeirra manna, sem berjast um á hæl og hnakka og vilja fá þjóðina til að sætta sig við að leitað sé jafnvægis fátæktarinnar. Þjóðin hefur glögga reynslu fyrir því, að það er ekki sú leið, sem fara á, heldur hin að keppa áfram eins og gert var, þangað til blaðinu var snúið við, — keppa áfram að JAFNVÆGI VELMEGUNAR- INNAR. Það er leið, sem farin hefur verið með glæsilegum árangri, og þjóðin mun ekki una við, að snúið sé til baka á þeirri braut enda engin ástæða til þess.“ Boðið inn að 6 mílum Bjami Benediktsson, dóms málaráðherra, hefur verið á fundahöldum á Vestfjörðum og Norðurlandi til þess að freista þess að sætta flokks menn sina við undanhald i landhelgismálinu og fá þá til að fallast á samninga við Breta og hleypa þeim inn að sex mílum næstu 3—5 árin. Þetta hafa verið flokksfund ir, en eftir því sem til hefur frétzt, hafa undirtektir ver- ið harla daufar. Á þremur fundum, ísafirði, Sauðár- króki og Akureyri fékkst eng inn heimamaður til þess að taka undir málstað Bjarna, menn þögðu yfirleitt. Dagnr á Akureyri ræddi lítillega um fundinn á Akureyri. Lét Bjarni ummælt m. a. á þessa leið í ræðu sinni: „Eg veit ekki hvort samningar takast við Breta. Hafni þeir samn- ingnm um 3—5 ára fríðindi inn að sex mílum, þá þeir um það“. Um ræðuna segir Dág- ur m. a.: „Þótt fátt sé nefnt úr ræðu Bjarna Benediktssonar, næg- j ir það til að svipta hulu frá j angum þeirra, sem trúað hafa já heilindi Sjálfstæðisflokks- j ins í landhelgismálinu. Aug- ljóst' virðist vera, samkvæmt (Framhaid á 10. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.