Tíminn - 06.11.1960, Síða 9
TÍMINN, sunnudaginn 6. nóvember 1960,
Uppi i sýningarsalnum, sem áSur var vinnustofa Ásgrims. Yfir uppgöngunni stór mynd úr Húsafellsskógi.
stúfum. Ásgrímur hafði slíkt I takmarkað, og því eru síð-
jafnan við hendi og teiknaði
oft í rúminu, eða gerði frum-
drög mynda, sem í hugann
sóttu. Þarna liggur líka mynda
bók er sýnir myndir Paul
Cézanne. í stofunni er aðeins
ein mannamynd. Hún er af
Busch-kvartettinum, tekin í
stofu Ásmundar. Busch kom
aldrei svo til íslands að hann
heimsækti ekki Ásgrím, og
með þeim var vinátta góð.
Við vegginn gegnt rúminu er
orgel, lítið en gott hljóðfæri,
og nótnaverk eftir Mozart og
Bach. Til hliðar við þaö er forn
fálegur ferðagrammófónn.
Hann hafði Ásgrímur jafnan
með sér á ferðalögum ásamt
nokkrum plötum með úrvals-
verkum.
Ásgrímur unni hljómlist mjög
og þegar hann hlýddi á hana,
krafðist hann hljóðs af öll-
um. Yrði einhver nærstaddur
til þess að raska því, varð til
lit hans hvasst.
Á miðju gólfi er traustlegt,
kringlótt borð með grárri mar
maraplötu, sem ekki hefur lát
ið á sjá.
Ásgrímur hafði ætíð fáar
myndir á veggjum — sjaldan
fleiri en þrjár þarna í stofun-
um. Nú hefur þeim verið fjölg
að.
í stofunum eru nú aðeins
vatnslitamyndir. Yfir orgel-
inu er stór mynd af Kerlingar
fjöllum og á næsta vegg sér-
kennileg hugmynd frá 1904.
Yfir höfðalagi rúmsins er
falleg mynd sem heitir Morg-
unn í Reykjavík og sér inn
eftir Hverfisgötu árið 1909.
í þessari stofu er nú líka
myndin, sem Ásgrímur gerði
fjórum dögum áður en hann
lézt. Ásgrímur vann á bana-
sænginni, en hann gat ekki
haft þar liti um hönd nema
ustu myndir hans teikningar,
flestar úr þjóðsögunum. Þessi
mynd er um efni úr ævintýr-
inu um Sigurð kóngsson, þrótt
mikil og dráttsterk mynd.
Ef gengið er í innri stofuna
er til hægri allstór og viðamik
ill skápur. Á honum stendur
nú höfuðlíkan af Ásgrími úr
gipsi gert af Sigurjóni Ólafs-
syni, ágætt verk. Þarna vekja
athygli nokkrir gamlir munir,
sem Ásgrímur hafði stundum
að fyrirmyndum, svo sem
málmker eitt eða tvö. Þarna
eru líka tvær gamlar fjalir
með útskurði.
í horni vinstra megin er
bókaskápur Ásgríms. í efstu
hillu eru íslendingasögurnar í
útgáfu Sigurðar Kristjánsson
ar, óbundnar og lesnar í blöð
flestar. Ásgrímur fór varla í
ferðalag, svo hann hefði ekki
með sér þjóðsögur Jóns Árna
sonar og einhverjar íslendniga
sögur. Á vegg gegnt dyrum er
mynd frá Þingvöllum, gerð
1950. Til hliðar við gluggann
er firnafögur mynd af Barna-
fossum í Hvítá, gerð 1904. Sú
mynd á sér nokkra ferðasögu.
Fyrir nokkrum árum bárust
hingað til lands þrjár myndir
efir Ásgrím komnar frá Tékkó
slóvakíu. Kona, sem þar var
gift, hafði átt þær. Svo lentu
þær hér á málverkauppboði,
og Ásgrímur lét bjóða í þær.
Barnafossmyndin er ein
þeirra. Þarna er líka mynd af
Hoffellsjökli frá 1910 — sér
kennilega fögur lita- og birtu
brigði.
Húsmunir þarna inni eru
eins og Ásgrímur skildi við þá
og eins er líka umhorfs i litla
blámálaða eldhúsinu.
Það vekur sérstaka athygli
gestsins, hve haganlega og vel
málverkageymslunni er fyrir
komið í litla húsinu hans Ás-
gríms. Þar hefur arkitekt kom
ið upp grindum, þar sem mál-
verkunum er raðað þannig að
loft leiki á milli þeirra. Allar
myndirnar hafa verið númer-
aðar og er þar hægt að ganga
að þeim eftir tilvísan skrár-
innar, sem gerð hefur verið.
í þeirri skrá er tilgreint heiti
verksins, ártal, eftir því sem
næst verður komizt og stærð
myndarinnar. Langflest verk
in hafa verið sett í umgerðir
og sum undir gler. Hitalögn
hefur verið sett í allt húsið
og loftræsting ágæt í mál-
verkageymslunni, og er þarna
alveg óvenjulega vel fyrir öllu
séð og lítið húsrúm notað af
mikilli hagsýni.
Vinnuborð Asgríms með lit-
um, penslum og öðrum áhöld-
um hefur að sinni verið borið
niður í kjallara, en þar stend
ur það með sömu ummerkj-
um og hann skildi við það. Þar j
er nú líka stafli ófullgerðra og
skemmdra málverka, og eru
flest þeirra stór. Mun síðar
verða hugað að þeim myndum
og jafnvel sumar þeirra sýnd-
ar.
Þarna í kjallaranum getur
einnig aö líta stóra ferðatösku
sem þakin er þykku litalagi,
og á henni eru penslar og hálf
ar litapylsur. Á þessari ferða
tösku málaði Ásgrímur síðast
eftir að hann hafði ekki þol
til að standa við málaragrind.
Þarna er líka hnakkur Ás-
gríms og klifsöðull, svo og önn
ur ferðatæki.
Þetta er lítið og lauslegt yfir
lit um það, sem sjá má í húsi
Ásgríms um þessar mundir.
Ásgrímur hefur ekki safnað
um sig skrautmunum. Þarna
eru aðeins þeir fábreyttu mun
ir einir, er honum voru nauð-
synlegir til fábreyttustu dag-
þurfta og einföldustu áhöld til
að mála og teikna — ekkert
um fram það.
Ráðgert er, að Asgrímushús
verði opið nokkra stund dag
hvern í framtíðinni. Með nokk
urra mánaða millibili verður
skipt um myndir á veggjum,
- w
og af nógu er að taka, því ekki
er hægt að hafa uppi nema
30—40 myndir í einu. Með því
að koma þangað nokkrum sinn
um á ári getur fólk kynnzt list
Ásgríms smátt og smátt, séð
þar jafnan eitthvað nýtt í
hverri heimsókn. Sviðið verður
þó æ hið sama eins og maður
inn, sem á bak við verkin
stendur.
Þau frændsystkynin þrjú,
sem mest og bezt hafa að því
unnið að nú er hægt að opna
Ásgrímshús með þessum
hætti, hafa leyst af höndum ó
metanlegt starf, enda auðséð,
að þar er að unnið með
ást og umhyggju og án þess
að telja vinnustundir. Þau
Jón og frú Bjarnveig munu
annast safnið, og Bjarnveig
verða þar til leiðbeiningar oft
ast þegar safnið er opið. Er
það ómetanlegt, að hér skuli
hafa notið við fólks, sem var
svo nákunnugt Ásgrími, til
þess að búa gjöf hans í hendur
þjóðinni. Verður það seint full
þakkað.
- Eg vona aðeins, að þessi
mikla gjöf geti orðið til þess,
að hafin verði bygging full-
komins listasafns ríkisins, þar
sem fleiri verk Ásgríms, en hér
er hægt að sýna, verði á veggj
um, sagði frú Bjarnveig, er
hún fylgdi gestum til dyra. —
Það er einlæg von okkar, sem
að þessu höfum unnið. Þá
verða hér í Ásgrímshúsi aðeins
sýndar hálfgerðar myndir og
vinnustofa hans uppi á loft-
inu á ný færð í sama horf og
hann skildi við hana.
—ak.
Svona er málverkunum komið fyrir í „rekki"
kvæmu málverkageymslu í húsi Ásgríms.
hentugu