Tíminn - 06.11.1960, Side 11

Tíminn - 06.11.1960, Side 11
Þjóðverjar kenndu henni að fara með hesta — og hún kenndi þeim. Rosemarie Þorleifsdóttir tii starfa með Fáki og hestamönnum nyrðra ROSHMARIE — vil koma með eitthvað nýtt Hestamannafélagið Fákur og hestamenn i Skagafirði eru nú að leita hófanna við unga stúlku, Rosemarie Þor- leifsdóttur, að fá hana til að kenna ýmsar listir reið- mennskunnar sem eru ís- lendingum framandi. Rose- marie sem er dóttir Þorleifs Þórðarsonar, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, 19 ára að aldri, er nýlega kom- in heim frá Þýzkalandi. en þar hefur hún dvalizt á ann- að ár, gengið þar í reiðskóla og einnig kennt Þjóðverjum að fara með íslenzka hesta. Blaðið náði tali af Rose- marie í gær og spurðist fyrir um Þýzkalandsdvöl hennar og framtíðaráætlanir. — Hvenær fórst þú utan, Rosemarie? — Um miðjan marz í fyrra. — Hvernig atvikaðist það að þú lagðir í þetta ævin- týri? — Það var Ursulu Bruns að þakka. Hún kom hingað og þá ferðaðist ég með henni um landið. Hún vildi svo endilega koma mér á reið- skóla í Þýzkalandi, það var líka vegna íslenzku hest- anna sem hún vildi fá mig. — Ursulu hefur litizt vel á handtökin hjá þér við klár ana? — Eg veit ekki, eitthvað hlýtur það að hafa verið. — Ert þú ekki fædd og uppalin hér í Reykjavík? — Jú, en ég hef alltaf haft kynni af hestum, frá því að ég fyrst man eftir mér. Eg var í sveit, alltaf á hverju sumri þegar ég var lítil, fyrst á Skriðufelli í Þjórsárdal og svo á Steindórs stöðum í Borgarfirði. — Og hafðir fljótt gaman af klárunum? — Alveg veik af hrossa- dellu. Eg var oft með Hösk- uldi á Hofsstöðum, hann er frægur hestamaður. Var að reyna að herma eftir honum og kíkja á hvernig hann fór að. Pabbi hefur lika verið með hesta hér í Reykjavík í 7—8 ár. — Þú hefur þá ekki verið neinn viðvaningur þegar þú fórst út. — Nei, ekki við hestana hér. — Hvert fórstu fyrst? — Fyrst fór ég á hótel skammt frá Bonn og var þar í fjóra mánuði. Þar var mikið af íslenzkum hestum og hótelgestir fengu þá leigða. Eg var að segja þeim til og temja islenzka hesta því þeir voru margir þarna ótamdir. — Hvernig líkar Þjóðverj- unum við ísl. hestana? — Þeir eru mjög hrifnir af þeim. — Eru þeir ekki skilnings sljóir á gangkostina, töltið og skeiðið? — Þeir eru það, fyrst. En margir komast furðufljótt upp á lagið. Þeir sem ekki hafa verið á stóru hestunum eru fljótari að átta sig á kostum ísl. hestsins. Lærðir reiðmenn eru lengur að átta sig heldur en þeir sem mega kallast viðvaningar. Hinir vilja byrja strax með ein- hverjar kúnstir sem þeir nota við sína hesta en það hentar ekki alltaf. Klárarnir verða þrjóskir og kunna ekki við þessu að taka. Þarna hafa menn allt aðra ásetu og taumhald en það sem hér tíðkast. Taumurinn er til dæmis ekki notaður til ann- ars en stjórna hraða og stefnu, þeir stjórna meira með hælunum. — Nota kannski spora? — Já, en ekki við okkar hesta. Það er heldur ekki fyrir hvern sem er að nota sporana. Þeir geta verið hættulegir. — Þú hefur kennt þeim að taka tölt? — Já. (Rosemarie hlær of- urlítið.) — Hvernig gekk það^ — Þeir voru dálítið skrítn- ir yfir þessu til að byrja með, Þjóðverjarnir. Sumir sögðu að töltið væri valhopp með framfótunum og brokk með afturfótunum. Eg var stund- um að láta þá hlusta á takt- inn með því að ríða á mal- biki. Það voru þessir frægu reiðkennarar sem fussuðu alltaf yfir því. Aðrir komust svo fljótt upp á lagið og vildu þá ekkert nema tölt- ara, bara töltara og panta töltara frá íslandi eins og skot. — Hvert fórstu síðan? — Eg ætlaði nú að fara heim, en fór svo til fólks sem bróðir minn hefur verið hjá, það var rétt hjá Hannover. Þar var ég í hálft ár og lærði handvefnað. • — Komstu þá nokkuð í snertingu við hesta? — Já, það var einmitt þangað sem fyrsti ísl. hest- urinn kom sem fluttur var til Þýzkalands. Það var um 1905 að nokkrir íslendingar gengu á dýralæknaháskól- ann þarna í Hannóver. Þeir kynntust þá fjölskyldunni sem ég dvaldi hjá og sendu hehni íslenzkan hest að gjöf. Afi húsmóðurinnar sem nú er, var þá einmitt að leita að litlum hesti til að vinna með. Hesturinn reyndist svo vel að þetta varð upphaf að hrossaút- flutningi héðan til Þýzka- lands. — Hvenær byrjaðir þú á reiðskólanum? — Það var í apríl s.l. — Nokkrir íslenzkir hest- ar þar? — N’ei, bara stórir, kallaðir Hannovarar og hálfblóðs Arabar. • — Hvernig líkaði bér við þessa hesta? — Eg var hrædd við þá fyrst. Okkar hestar hafa svo stuttar og snöggar hreyfing- ar, en þessir taka svo stór skref, hreyfingarnar eru svo langar að maður veit ekki hvar þeir koma niður. Mér fannst þeir ætluðu að fara að slá mig þegar þeir hreyfðu sig í boxunum í hesthúsunum meðan ég var að kemba þeim. En svo vand ist ég þeim fljótt og þótti afskaplega gaman að þeim. Vildi helzt koma með einn heim. Þetta voru yfirleitt gamlir hestar, þarna á reiðskólan- um. Þeir skilja alveg viss orð sem reiðkennarinn segir, stoppa og fara af stað þeg- ar þeim er sagt. Eg var líka stundum spurð hvernig ætti að tala við íslenzku hestana. Fólk sagði að þeir skildu ekki þýzku! En þarna er tamning miklu meiri en hjá okkur. Það tekur um tvö ár að temja hest. — Heldurðu að það sé erfiðara að temja þessa hesta heldur en okkar? — Eg er ekki viss um það. Okkar hstar geta verið svo erfiðir. En ef maður er ekki strangur við svona hest, strax frá byrjun og sýnir honum hver er húsbóndinn, þá getur hann eiginlega farið með mann eins og honum sýnist. Þeir eru svo stórir og aflmiklir. — Þú tókst þarna próf? — Já, ég fékk bronsað reiðmerki, það er fyrsta stig af þremur, brons, silfur og gull. Gullmerki fá ekki aðrir en þeir sem hafa unnið á kappreiðum eða getið sér sérstakan orðstír. — Eru þetta erfið próf? — Já, þau eru nokkuð erfið. Reiðmennskan er aðal- íþróttin þarna, að minnsta kosti sú dýrasta. Það er mikið lagt upp úr því að fá þessi merki. Prófið er mjög strangt og krefst a. m. k. þriggja mánaða undirbún- ings. — Hvað fannst þér mest gaman að æfa? — Hindrunarreiðin er langskemmtilegust. — Heldurðu að það megi ekki þjálfa okkar nesta í þessu? — Jú, þeir geta stokkið mjög hátt, a. m. k. 1,30 m, ef ekki er mjög'þungur mað- ur á baki. — En hvað geta þeir stokk ið þessir stóru hestar? — Þeir hafa komizt yfir 2,05—2,10 m. — Og nú feröu að kenna hérna við tamningastöðv- arnar? —Þeir vilja fá mig, hesta mannafélagið í Skagafirð- inum og Fákur hérna í Reykjavík. Eg hef hvorug- um neitað, það er svo vont að neita, en ég er að hugsa um að byrja hjá Fáki og reyna svo að fara í Skaga- fjörðinn. — Til að kenna reið- mennsku? — Það verður nú aldrei farið að kenna fslendingum reiðmennsku. Okkar reið- mennska er svo sérstök, þekkist hvergi annars stað- ar í heiminum, og hún verð- ur að haldast. — Þú hefifr þá engan á- huga fyrir að breyta henni? — Nei, ég vil bara koma með eitthvað nýtt til viðbót- ar, sýningaratriði sem ég hef lært, vel fallin sem til- breyting á kappreiðum. Til dæmis hringleikur með hest sem hleypur við sjö metra langan taum meðan krakkar hlaupa á bak hon- um og af honum, krjúpa á kné og standa á honum, jafn vel á höfðinu og öxlunum þegar þeir eru orðnir flinkir. Þetta hef ég lært úti og langar mjög mikið að koma því að hér. Eg vona að þetta verði vinsælt og ég verð hissa ef krakkar verða ekki hrifnir af þessu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.