Tíminn - 06.11.1960, Side 14
14
T í MI N N, laugaxdaginn 5. nóvember 1960.
Oft hafði hún óskað sér
þess, að hún væri horuð og
ljót með rytjulegt hár eins og
Emmelee Moss. En jafnvel
Emmelee hafði ekki sloppið.
Hún eignaðist barn, og enginn
vissi hver faðirinn var. Hún
hafði verið að heiman tvo sól-
arhringa, þegar hún fannst
meðvitundarlaus í rjóðri einu.
Emmelee var ekki „með öllum
mjalla“, eins og fólk sagði, og
enginn gat láð henni það, sem
komið hafði fyrir.
Kate gáði til sólar og gizk-
aði á hvað tímanum liði. Hún
varð kvíðafull, þegar hún varð
þess áskynja, hve framorðið
var og greikkaði sporið. Auð-
vitað mundi Matt Carew vinna
í sögunarmyllunni fram yfir
sólsetur, en hann vissi, að
bókabíllinn var á ferð í Pine
Knob um þetta leyti og að ekk-
ert gat haldið aftur af henni
nema einhver ósköp dyndu
yfir. Það var ekki nema ein
leið heim í byggðarlagið og ef
honum tækist að króa hana af
einhvers staðar á fáförnum
parti hennar ... Það fór hroll-
ur um hana og hún gleymdi
Heard gamla við tilhugsunina
um þá hættu, sem henni stóð
af Matt Carew.
Hún vissi þó, að hún myndi
geta komizt undan honum,
og hún vissi líka hvað hann
vildi henni. En honum skyldj
aldrei verða að ósk sinni. Fyrr
skyldi hún drepa hann — eða
sjálfa sig. Hún hafði neitað aö
giftast honum, enda þótt faðir
hennar hefði viljað það, og
nú gekk Matt með það í huga
að fara eins með hana og farið
hafði verið með Emmelee
Moss. En það skyldi aldrei
verða, sagði hún áköf við
sjálfa sig, og fögur augu henn-
ar skutu gneistum.
Kate var nú komin þangað
sem vegurinn lá hæst. Þaðan
lá hann snarbrattur og krók-
óttur niður í dalinn, sem lá
spektarlega milli hárra fjall-
anna.
Jafnvel þótt hún væri
hrædd við Matt, gat hún ekki
látið vera að stanza og virða
fyrir sér fagurt útsýnið. Stór-
brotin fjöllin bar við himin og
langt í burtu sá hún freyðandi
foss sem bar í dökka fjalls-
hlíðina hinum megin árinnar.
Þetta var fagurt land, hennar
land, og hún elskaði það. Hún
hafði aldrei átt heima annars
staðar og óskaði sér einskis
annars.
Hún sveigði höfuðið aftur á
bak, svo að gljáandi, eirrautt
hár hennar féll niður um
herðar og hélt áfram niður af
fjallinu. Þegar hún hafði lagt
fyrstu beygjuna að baki sér,
hrökk hún allt í einu við og
snarstanzaði, en þá varð henni
ljóst, að vagninn, sem var fyr-
ir framan hana var ekki bíll
Matts Carews, heldur jeppi.
Hún hafði séð þess háttar
farartæki tilsýndar áður. þeg-
ar hún hafði verið í Pine
Knob. Þessi jeppi virtist gam-
all og illa farinn, og það var
ershverfi. Hefur þú heyrt um
það? Ég fyrir mitt leyti held,
að það hafi aldrei verið til.
— Auðvitað hef ég heyrt um
það, sagði Kate. — Ég heiti
Kate Harper og á þar heima.
Hvaða erindi eigið þér þang-
að?
Hann brosti kankvíslega og
horfði fast á hana.
— Úr því að þú átt heima
þar, gæti ég hugsað mér að
PEGGY GADDYS: 2
r—DALA-------1
stúlkan
greinilega eitthvað að honum,
úr því að hann stóð þarna á
miðjum vegi. Þegar hún kom
nær og virti hann fyrir sér
með sakleysislegri forvitni,
reisti sig maður upp hinum
megin við vélarhlífina og
horfði á hana.
Það leið drykklöng stund
áður en þau yrtu hvort á ann-
að. Augu mannsins — óvenju-
lega blá — fluttu sig ofan frá
eirrauðu hári hennar niður
eftir ungum líkama hennar,
sem ekki fékk leynt fegurð-
inni, sem geymd var bak við
heimasaumaðan vaðmálskjól-
inn. Nærvera hennar sló bliki
í augu hans, sem hún var of
hrædd til að veita eftirtekt.
Sjálf starði hún á ungan,
laglegan og hávaxinn mann
með undarlega blá augu,
þykkt og dökkt hár, klæddan
nýjum fötum úr ódýru efni.
— Það finnst þá lifandi fólk
hérna, sagði líann að lokum og
gekk fram fyrir bílinn til
hennar.
Ósjálfrátt forðaði Kate sér
undan, og hann stanzaði,
undrandi á háttalagi hennar.
— Þér eruð láglendismaður,
sagði Kate ásakandi.
— Það hljómar næstum eins
og skammaryrði, svaraði hann
brosandi og sperrti brýnnar.
— Ég — ég á við, að þér er-
uð ekki héðan úr dölunum.
— Það er hverju orði sann-
ara og þess vegna er ég hálf-
villtur hérna. Annars er ég að
leita að stað, sem heitir Harp-
gera sitt af hverju. En áður en
hún hafði almennilega skilið
hvað hann átti við, hélt hann
áfram:
— Ég heiti Clay Judson, nýi
kennarinn í Harpershverfi.
Kate greip andann á lofti,
og honum beinlínis brá við að
sjá þá óstjórnlegu gleði, sem
breytti óvissum andlitsdrátt-
um hennar í geislandi fegurð.
— Nýi kennarinn, endurtók
hún með lotningarfullum
hreim. — Eigum við virkilega
að fá kennara aftur?
— Já, svo sannarlega, mælti
hann og kinkaði kolli. — Það
er verst, að þú skulir ekki
verða einn af nemendum mín-
um.
Hún eldroðnaði, en þó tókst
henni að horfast beint í augu
við hann.
— Ég gekk bara fimm vetur
í skóla viðurkenndi hún, — og
ég hef því verið að vonast til
að geta haldið áfram, ef við
fengjum kennara aftur.
— Svo þið hafið þá haft
kennara hér áður?
— Já, en ekki síðustu þrjú
árin. Þetta er svo fjarlæg
sveit, og launin eru víst léleg,
svo að það hefur verið erfitt
að fá kennara. Svo eru börnin
erfið.
— Glæsilegt, svaraði Clay
og beit saman tönnunum. —
Þau eru kannske af þeirri teg-
undinni, sem finna upp á að
berja kennara sinn?
Það fór ekki milli inála, að
henni var sárt að þurfa að
segja sannleikann, en hún
vildi ekki skrökva.
— Það hefur komið fyrir, en
fólk verður svo glatt yfir því
að fá nýjan kennara núna, að
það heldur aftur af stærstu
strákunum.
— Ég held ég þurfi ekki á
vernd að halda, sagði hann og
brosti.
— Hafið þér — hafið þér
berkla? spurði hún og leit
flóttalega til hans.
Hann varð harður á svip og
svaraði hranalega:
— Nei!
— Ég hélt kannske þér vær-
uð veikur, anzaði hún til út-
skýringa, steinhissa á við-
brögðum hans við saklausri
spurnjngu.
— Ég er samt mjög veikur,
svaraði hann milli samanbit-
inna tanna, — en vertu ó-
hrædd. Það er ekki smitandi.
Það mátti heyra á rödd
hans, að honum var misboðið,
en hún gat ekki skilið hvers
vegna.
— Ég átti bara við það, að
fólk af láglendinu sezt hér
sjaldan að nema eitthvað sé
að því fyrir brjósti, sagði hún.
— Annars er það fallega gert
af manni eins og yður að vilja
reka skóla hérna.
— Ég hef mínar ástæður,
góða Kate, svaraði hann, —
en þeim verð ég að halda
leyndum.
— Það er ekki um að villast,
sagði hún og vóg bækurnar í
hendi sér. — Jæja, en þarna
sjáið þér yfir sveitina.
Hún benti niður í dalbotn-
inn, og þaðan sem þau voru
stödd var eins og að horft væri
niður í hyldýpi. Clay Judson
leit hikandi á hana.
— Það getur ekki verið,
sagði hann. — Jeppi kemst
þetta ekki nema á vængjum.
— Við höfum þó veginn,
svaraði Kate. — Matt Carew
fer þetta auðveldlega á sínum
bíl. /
— Það hlýtur að vera heli-
kopter, gegndi Clay.
— Nei, það er Chevrolet,
svaraði hún grandalaus.
— Jæja, vippaðu þér upp í,
Kate, sagði hann eftir að hafa
horft rannsakandi á hana. —
Svo skulum við sjá hvort
garmurinn minn hefur það af.
Hún hikaði andartak og
virti fyrir sér bílinn.
— Ég þakka fyrir, ef þér
hafið ekki of mikið fyrir mér.
Hann horfði á hana frá
hvirfli til ilja, og nú sá hún í
augum hans ýmislegt af því
sama, sem hún hafði séð í
augum nnnarra karlmanna, er
VARPID
Sunnudagur 6. nóvember:
' 9,00 Fréttir.
9,20 Vikan framundan.
9,35 Morguntónleikar.
11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest
ur: Séra Jakob Jónsson. Organ
leikari: Páll Halldórsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.10 Afmæliserindi útvarpsins um
náttúru íslands; II: Móbergs-
myndunin (Guðmundur Kjart-
ansson jarðfr.).
14,00 Miðdegistónleikar: Ný tónlist
frá Norðurlöndunum fimm
(hljóðritað á kammertónleik-
um í Stokkhólmi 11. sept.).
15.20 Endurtekið efni: Björn Th.
Björnsson listfr. talar við Ás-
mund Sveinsson myndhöggv-
ara (Áður útv. 16. 3. s. 1.).
15,45 Kaffitíminn: Þorvaldur Stein-
grimsson og félagar hans leika
16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ.
Gíslason útvarpsstjóri).
17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir)
18.30 Þetta vil ég heyra: Guðmund-
ur W. Vilhjálmsson lögfir. val-
ur sér hljómplötur.
19.10 Tilkynningar.
19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20,00 Musterin miklu í Angkor; HI.
erindi: Gullöld Guð-konunga
(Rannveig Tómasdóttir).
20,25 Musica sacra: Frá tónleikum
í Dómkirkjunni 10. okt. —
Fl'ytjendur: Þuríður Pálsdóttir,
Einar Sveinbjörnsson, Ingvar
Jónsson, Pétur Þorvaldsson og
Ragnar Björnsson.
20,55 Spurt og spjallað í útvarpssal.
Þátttakendur: Ásgeir Péturs-
son deildarstj., Benedikt Grön-
dal alþm., Magnús Torfi Ólafs-
son blaðam. og Þoirvarður
Örnólfsson kennari. — Sigurð-
ur Magnússon fltr. stjórnar
umræðum.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,05 Danslög: Heiðar Ástvaldsson
danskennari velur lögin.
Mánudagur 7. nóv.
13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns
son ritstjóri fer með hljóðnem
ann að Miklhol'tslielli í Flóa.
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Fyrir unga hlustendur: „For-
spil“, bernskuminningar lista-
konunnar Eileen Joyce; III.
(Rannveig Löve).
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18,50 Tilkynningar. — 19J30 Fréttir.
20,00 Um daginn og veginn (Þór
Vilhjálmsson lögfr.).
20.20 Einsöngur: Guðmundur Jóns-
son syngur lög eftir Edvard
Grieg; Fritz Weisshappel leik-
ur undir.
20,40 Leikhúspistill (Sveinn Einars-
son).
21.10 Tónleikar: Isolde Ahlgrimm
l'eikur á harpsikord prelúdíur
og fúgur eftir Bach.
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn
Lúkas“ eftir Taylor Caldwell;
VI. (Ragnheiðu.r Hafstein).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLl
og
FÓRN
SVÍÞJÓÐS
60
iion.o
Sjóræningjarnir halda til eyjar-
innar, þegar þeir Ragnar og Eirík-
ur hafa kvaðzt, og Eiríkur segir við
Vínónu: — Ég er stoltur af því að
geta kallað þennan mann vin minn.
Pum-Pum kemur nú me' Hr«A;
litla. Honum finnst nú of mikið
talað um sjóræningja og of lítið
hugsað um barnið.
Vínóna brosir við dverginum: —
Hvað gætum við eiginlega ef við
befðum ekki ’ -m-Pum! Hún
tekur Hrólf í arma sína og segir
við mann sinn: — Þessu barni hef
ur verið spáð mikil framtíð.......
foreldrar þess og Svíþjóður gengu
í dauðann fyrir það og með þess-
ari fórn barg Svíþjóður okkur öll-
um. Þau hor’fa yfir hafið, sem um-
lykur þau Guðlindu og Svíþjóð.
Dauðinn sameinaði þau og gaf það
sem lífið hafði meinað.
—, ENDIR —