Tíminn - 13.11.1960, Blaðsíða 8
8
T f M I N N, sunnudaginn 13. nóvember 1960.
Maðurinn, sem
varð að fiski
Kínversk smásaga frá 9. öld
★
Shei var maður á íimm-
tugsaldri; hann var skrif-
stofustjóri við dómstólinn i
Sínséng í Sesúan-héraði.
Dómarinn sjálfur hét Tsú,
en meðdómendur hans tveir
Lei og Pei.
Haustið 758 varð Shei
hættulega veikur. Hann fékk
háan hita, og þótt fjölskylda
hans leitaði margra lækna
kom það fyrir ekki. Á
7. degi missti hann meðvit-
und og lá þannig á sig kom-
inn dögum saman. Fjöl-
skyldu hans og vinum iá við
að gefa upp alla von um
hann. í fyrstu. var hann
þyrstur og gat þá beðið um
vatn sem hann drakk ótæpi
lega, en að lokum var hann
fallinn í algeran dvala og
gat einskis neytt. Hann svaf
þar til á tuttugasta degi;
þá geispaði hann stórum og
reis upp við dogg.
' — Hef ég sofið lengi?,
spurði hann konu sína.
— Næstum þrjár vikur.
— Já, þetta hélt ég líka.
— Farðu nú fyrir mig til
starfsbræðra minna og
segðu þeim að ég sé orðinn
hress. Gáðu að hvort þeir
urriða þessa stundina.
Sé svo, verða þeir að
hætta máltiðinni þegar
í stað, ég þarf að tala
við þá. Láttu Sjang þjón
koma með þeim hingað, ég
þarf að segja orð við hann.
Þjónn var sendur til dóm-
stólslns. Þegar hann kom
þangað, var starfsfólkið
rejmdar að snæða miðdegis-
verð, — steiktan urriða.
Þjónninn flutti skilaboðin,
og mennirnir fóru heim til
Sheis, harla fegnir að hann
skyldi vera að ná sér.
— Senduð þið Sjang þjón
út til að kaupa fisk? spuðui
Shei.
— Já, við gerðum það.
Shei sneri sér að Sjang
og sagði við hann:
— Þú fórst til Sjaó Kaó
fisksala, en hann vildi ekki
selja þér stóra fiskinn.
Gríptu ekki fram í fyrir
mér. Þú fannst stóran urr-
iða falinn í lítilli tjörn úti
í horni. Þann fsk keyptirðu,
en þú varst reiður fisksal-
anum fyrir að hann ætlaði
að hlunnfara þig, og þess
vegna sagðirðu honum að
koma með þér. Er þú komst
að dómhúsinu sat fulltrúi
skattstofunnar austur af
dyrunum en undirmenn
hans vestur áf þeim og spil-
uðu marías. Er þetta ekki
rétt? Síðan fórstu upp i
dómstólinn og þar sátu þeir
Tsú dómari og Lei varadóm-
ari og spiluðu rússa, en Pei
stóð og horfði á þá og var
að naga peru. Þú sagðir þeim
upp alla söguna um fisksal-
ann, og Pei sparkaði í rass-
inn á honum svo að hann
endasentist út í garð. Síðan
fórstú með fiskinn fram í
eldhús, og Vang Sílíang,
kokkur fór að matbúa. Er
sagan ekki rétt orði til orðs?
Þeir spurðu Sjang spjör-
unum úr, báru saman bæk-
ur sínar og komust að þeirri
niðurstöðu að Shei hefði
sagt nákvæmlega og rétt
frá atburðum morgunsins.
Furðu lostnir spurðu þeir
Shei hvernig hann vissi allt
þetta, og hann sagði þeim
þá svo hljóðandi sögu:
— Þegar ég veiktist, fékk
ég, eins og þið vitið, brenn-
andi hita, og varð að lokum
meövitundarlaus. Samt sem
áður fann ég til hitans ag
velti þvi fyrir mér lengi,
hvað ég gæti gert mér til
svölunar. Loks kom mér í
hug að fá mér göngu á fljóts
bakkanum, náði mér í staf
og héUt af stað. Það var
mun svalara þegar komið
var út fyrir bæinn, og mér
leið strax betur. Ég sá hita-
mökkinn stíga upp af hús-
þökunum og var feginn að
vera sloppinn burt. En ég
var þyrstur og vildi komast
að vatninu. Ég fór þvi stíg-
inn áleiðis þangað sem fljót
ið fellur i Austurvatn.
Þegar þangað kom, tyllti
ég mér niður undir pílviðar-
tré. Vatnið var blátt og
freistandi. Goja gáraði vatn
ið eins og fiskhreistur, allt
var stillt og kyrrt. Allt í
einu langaði mig að fá mér
bað. Ég var syndur sem
drengur, en nú var langt síð
an ég hafði synt í vatninu.
Ég fór úr fötunum og stakk
mér út í, og það var dýrleg
svölun að finna vatnið lykja
um limi mína. Ég kafaði
margsinnis og leið ósegjan-
lega vel. Það eina sem ég
man er, að ég sagði við sjálf
an mig: aumingja Pei og
Lei og Tsú vinir minir, að
þurfa að sitja í svitakófi á
skrifstofunni allan dagnn.
Ég vildi bara óska að ég
gæti orðið fiskur um tíma
og þyrfti ekki lengur að
sýsla við stimpla og innsigli
og skjöl og skilríki. Hvað ég
væri hamingjusamur ef ég
gæti bara orðið fiskur og
synt dag og nótt, lifað í
vatni og engu öðru en vatni.
— Það er ekki mikill
vandi, sagði fiskur, sem
skaut upp kollinum við hlið
mér. Þú getur orðið fiskur
ævilangt alveg eins og ég, ef
þig langar til þess. Á ég að
koma því í kring?
— Ég væri þér þakklátur
fyrir það, ef þú vilt gera svo
vel. Nafn mitt er Shei Vei,
skrifstofustjóri úr bænum.
Segðu þínu fólki að ég vilji
gjarnan skipta stöðu við
hvern þeirra sem er. Bara
að ég fái að synda, synda
,og synda!
Fiskurinn synti sína leið.
Hann kom fljótlega ril baka
í fylgd með manni með fisk
haus, ríðandi á vava, — þið
kannizt við skepnuna, hún
hefur fjóra fætur og lifir í
vatni en getur klifrað upp í
tré og veinar eins og barn
ef hún er gripin eða drepin.
Ásamt þessum manni með
fiskhausinn kom tylft út-
valdra fiska með yfirlýsingu
frá fljótsguðinum. Hún var
skrifuð í bezta kansellístíl
og var svo hljóðandi:
Maðurinn, vera fædd á
þurru landi, temur sér aðra
siði en íbúar hafsins. Meðan
hann heldur líkamslagi sínu
á hann erfitt um hreyfingar
í vatni. Shei Vei skrifstofu-
stjórí. er þunglyndur og leit-
ar sér huggunar og hress-
inga!' í frjálsu lífi. Óánægð-
ur, leiður og þreyttur á fá-
nýti daglegra skrifstofu-
starfa þráir hann svöl djúp
vatna og fljóta, frjálsræði
til skemmtunar og leikja í
vatnaríki voru. Ósk hans um
að gerast meðlimur fiska-
kynsins er hér með uppfyllt.
Hann verður gerður að urr-
iða og fær aðsetur í Austur-
vatni.
En margar freistingar og
hættur verða á vegi vatna-
og fljótabúans. Sumir verða
fyrir árásum óvina, og aðrir,
sem ekki hafa næga reynslu
og sjálfstjórn til að bera,
ganga í ýmsar gildrur sem
maðurnn finnur upp á.
Hvergi er sannara en hér í
vatninu, að varúð er bezta
leiðin til langlífis. Megir þú
hegða þér viturlega og heið-
arlega svo að þú sért sam-
boðinn kyni því sem þér hef-
ur leyfzt að sameinast.
Vertu góður fiskur!
Meðan ég hlýddi á yfir-
lýsinguna, hafði ég breytzt
í fisk og líkami minn var
prýddur skínandi hreistri.
Nú gat ég synt léttilega, ég
skauzt upp á yfirborðið eða
kafaði til botns með því einu
að bæra uggana lítillega. Ég
synti eftir fljótinu og kann-
aði allar smugur og holur
við bakka þess, alla læki og
ár sem í það féllu, en ég
sneri ævinlega aftur til
vatnsins að kvöldi. En einn
daginn varð ég skelfing
svangur og gat ekki fundið
mér neitt til snæðings. Eg
sá Sjaó Kaó kasta út færi
sínu og bíða þess að ég biti
á. Beitan var mjög freist-
andi, svo að vatn hljóp
allar götur fram í tálkn á
mér. Ég vissi vel, að öngull-
inn var háskagripur, sem
ekki mátti snerta, en mér
fannsí; þessi maðkur ein-
mitt vera það sem ég þurfti
með, og gat ekki hugsað
mér neitt þvílíkt hnossgæti
annað. Svo mundi ég að
mér bar að vera varkár og
synti burt með mikilli sjálfs
stjórn.
En sulturinn nagaði mig
innan, ég gat ekki lengur
staðið gegn honum. Ég sagði
við sjálfan mig: Ég þekki
Sjaó Kaó og hann þekkir
mig. Hann þorir aldrei að
drepa mig. Ef hann veiðir
mig bið ég hann bara að
fara með mig til dómhússins.
Ég sneri til baka og gleypti
orminn með öngli og öllu
saman. Og hvernig cem ég
spriklaði og barðist á móti,
dró Sjaó Kaó mig á land.
Ég hrópaði til hans: Sjaó
Kaó, Sjaó Kaó, hlustaðu á
mig. Ég er Shei Vei skrif-
stofustjóri, og þér skal verða
refsað fyrir þetta! En Sjaó
Kaó heyrði ekki til mín.
Hann þræddi snúru gegnum
kinnarnar á mér og fleygði
niér niður í litla tjörn.
Þarna lá ég og beið.
Skömmu síðar kom Sjang
frá dömhúsinu. Ég heyrði
hvernig Sj aó Kaó neitaði að
selja honum stóra fiskinti.
Engu að síður fann hann
mig og tók mig upp úr tjörn
inni, og þarna dinglaði ég 1
snúrunni og gat enga björg
mér veitt.
— Sjang, hvað vogarðu
þér! Eg er yfirmaður þinn, ég
er Shei Vei skrifstofustjóri,
bara dulbúinn sem fiskur.
Komdu hér og hneigðu þig
fyrir mér!
En Sjang heyrði heldur
ekki til mín, eða þá hann
þóttist ekkert heyra. Ég
hrópaði eins hátt og ég gat
og spriklaði fram og aftur,
en allt kom fyrir ekki.
Þegar við komum að dyr-
unum, sá ég skrifstofumenn
ina að spila rétt hjá, og
ég kallaði til þeirra og sagði
hver ég var. En enginn
skipti sér af mér, nema
einn sagði:
— Drottinn minn, en sá
fiskur! Hann hlýtur að vera
hálft fjórða pund.
Uppi í salnum sá ég ykk-
ur eins og ég sagði áðan.
Sjang sagði frá því að Sjaó
Kaó hefðii ekki viljað selja
stóra fiskinn heldur bara
lítinn fisk, og Pei varð svo
reiður, að hann sparkaði
honum á dyr. Þið voruð
allir í sjöunda himni yfir
mér.
— Farðu með hann til
kokksins — ég held það hafi
verið Pei sem sagði þetta —
og biddu hann að steikja
fiskinn með lauk, sveppum
og ofurlitlu víni.
— Bíðið augnablik, kæru
vinir, sagði ég við ykkur.
Þetta er allt misskilningur.
Ég er Shei. Þið ættuð að
þekkja mig. Þið getið ekki
drepið mig, svo grimmir get
ið þið ekki verið. Ég mót-
mælti eins og ég gat.
Það rann upp fyrir mér
að þetta var vonlaust, þið
hlutuð allir að vera heyrn-
arlausir. Ég horfði á ykkur
bænaraugum, opnaði munn-
inn og bað um náð.
Laukur, sveppar og ofur-
lítið vín! Hvernig gátu
þessir þorparar komið svona
fram við vin sinn, hugsaði
ég með sjálfum mér. En ég
gat ekkert gert, Sjang fór
með mig fram í eldhús.
Kokkurinn glennti upp aug
un þegar hann sá mig og
fór að brýna hnífinn.
— Vang Sílíang, þú ert
kokkurinn minn! Dreptu
mig ekki! Ég biö þig! Vang
Sílíang greip um mig miðj-
an, ég sá blika á hnífinn.
Splask! Nú kom hann, —
og í sama bili vaknaði ég.
Vinir Sheis hlustuðu
snortnir á sögu hans, furðu
lostnir, vegna þess að hún
var rétt í minnstu smáatr-
iðum. Sumir sögðust hafa
séð munn fisksins hreyfast,
en enginn hafði heyrt nokk-
urt hljóð.
Shei komst nú aftur til
fullrar heilsu, og vinir hans
borðuðu ekki urriða það sem
þeir áttu ólifað.