Tíminn - 13.11.1960, Blaðsíða 9
T f MIN N, sunnudaginn 13.' nóvember 1960.
9
U4T?
Áz/aána
mrr
Þegar við litum út um glugg-
ann sáum við að loftið var skýj-
að um morguninn, norðaustan
andvari og ekki útlit fyrir sól-
skin. Þó var að mestu leyti fjalla .
bjart. Við hefðum kosið það
betra.
Við vorum staddir á Sunnu-
hvoli á Djúpavogi í þeim erind-
um, að Eðvarð Sigurgeirsson ljós
myndari var að byrja að taka
kvikmynd af Austurlandi fyrir
Austfirðingafélagið á Akureyri, ’
og átti ég að heita leiðsögumað- j
ur hans í ferðinni, sökum kunnug;
leika á þessum slóðum. Við höfð-1
um fengið glampandi sólskin við ;
myndatökuna í Breiðdal daginn
áður ,og næstu daga vorum við
einnig heppnir með veður. Aust
urland brosti sinu fegursta
brosi, og Austfjarðaþotían lét
lítið á sér bera.
Við ferðafélagarnir gengum
niður í þorpið frá Sunnuhvoli
og bárum myndavélarnar. Á
kirkjuaurunum staðnæmdumst
við og þar voru teknar myndir
af kirkjunni og nokkrum fleiri
húsum. Þarna blasti við okkur i
gamla prestsetrið Hraun, sem
stendur þarna í fögrum hvammi
undir einu klettabeltinu. Þarna
bjó séra Jón Finnsson meðan
hann var prestur á Djúpavogi.
Og þarna ólust uy p tveir bræð-
ur á tveimur fyrjtu áratugum
aldarinnar, sem síðar urðu báð
ir þjóðkunnir menn fyrir gáfur
og aðra hæfileika. Þessir bræður
eru þeir Eysteinn Jónsson, fyrr-
verandi ráðherra og séra Jakob
Jónssorr í Hallgrimssókn.
Neðar á aurnum stendur gamli
barnaskólinn eitt af elztu stein-
húsum á Austurlandi frá árun-
um 1911—1912. Hann er lágreist
ur í samanburði við skólahúsin
núna. Ég minnist þess nú, að
í þessu litla húsi hóf ég mína
skólagöngu. Þá var þar kennari
Bjarni Eiríksson, síðar kaup-
maður í Bolungavík, nú nýlega
látinn. — Minningarnar streyma
að á þessum slóðum, en fátt af
þeim verður hér sagt, enda ekki
allt erindi til almennings, sem
bærist í hugarheimi einstaklings
ins.
Við félagar héldum leið okk-
ar áfram gegnum þorpið fram
hjá Gamla Hótelinu, sem nú er
orðið hrörlegt, en var byggt afl
miklum myndarskap á sínum
tíma. Við héldum áfram fram
hjá Framtíðinni, nýja barna-
skólanum og upp að Bónda-
vörðu. En það er gömul, stór
insiglingavarða á háum kletti
laustan við þorpið. Þaðan er
mjög víðsýnt. Vogurinn fagur
og lygn blasir við okkur, en
hinum megin við hann eru verzl
unarhús kaupfélagsins, bryggj-j
urnar cg hraðfrystihúsið. Sér- i
kennilegast af þessum húsum er í
Langabúðin, tvö hundruð ára j
gamalt bjálkahús. Ef til vill j
minnist ég á hana siðar.
Frá Bóndavörðunni sézt yfiri
allt þorpið og sérkenni þess. Ekk
ert þorp er líkt Djúpavogi. íbúð-
arhúsin eru dreifð í hvömmum
milli klettabeltanna. Tún er í
kringum hvert hús. Einhver bú-
skapur er á hverju heimili, þó
að fiskiveiðarnar séu aðalat-
vinnugreinin.
Svona leikur efnishyggjan á
okkur. Ég er farinn að tala um
atvinnuvegi, afkomu, nytsemi,
en ætlaði þó að tala um ailt
annað. Víkjum aftur að útsýn-
inu. Það er skemmtilegra.
Héðan frá Bóndavörðunni sézt
Papey í austri — ævintýraeyjan,
sem Paparnir gerðu að bústað
sínum. 1 suðri er Álftafjörður
fjöllum krýndur. Sjaldan er þess
minnzt, að þarna voru þeir Ing-
ólfur og Leifur hinn fyrsta vetur
Austfirzki piramídinn
við voginn fagra
á íslandi, og sá vetur var svo
mildur og góður, að þeir ákváðu
að flytja hingað. — og þarna
er tíðarfarið enn milt og gott.
Næstur Álftafirðinum er Ham-
arsfjörður með reglubundnari
klettabeltum en ég hef annars
staðar séð. Skammt innan með
Hamarsfirðinum er bærinn
Strýta. En þar ólust þeir upp
listamennirnir kunnu Ríkarður
Jónsson myndhöggvari og Finn-
ur Jónsson, listmálari. — Háls-
þinghá á sína listamenn enda er
umhverfið sérkennilegt og vel
til þe?s fallið að vekja blund-
andi listhneigð.
1 vestri gnæfir Búlandstind-
ur yfir þorpið eins og egypzkur
pýramídi, eitthvert fegursta
fjall á Austurlandi. Og í norðri
er Berufjarðarströndin með
brosandi bændabýlum.
Hér er góður sjónarhóll til
myndatöku. Eðvarð tekur mynd
ir í allar áttir. En flestar mynd-
ir tekur hann þó af Búlands-
tindi. Þessi tindur heillar hann
með fegurð sinni. Og Eðvarð
kann vel að meta fegurðina,
hvar sem hún birtist.
Síðar í ferðinni fengum við
tækifæri að ná mynd af Bú-
landstindi í sólskini og njóta
þessa dýrðlega útsýnis við frið-!
sæla síödegissól. Því er ekki
hægt að lýsa.
Þegar ég lít yfir þetta þorp,
minnist ég þess, að þetta er
eitt af elztu verzlunarstöðum á
Austfjörðum. Hér hefur verið
ríkmannlegt heimilishald kaup-
manna og sýslumanna og héð-
an hefur margur fátæklingur-
inn farið hryggur í huga, þegar
hann fékk ekki úttekt vegna
skulda. — Gaman væri að geta
skyggnzt inn í sögu þessa stað-
ar? Hvaða fólk hefur búið hér
á liðnum öldum? Ofe héðan frá
Bóndavörðunni sé ég ekki leng-
ur Djúpavog eins og hann er
í dag, heldur eins og hann hefur
verið á liðnum öldum með verzl
unarhúsum úr timbri sunnan
við voginn og litlum ibúðarkof-
um úr torfi og grjóti inn á milli
klettanna.
Og mér verður litið út á sjó-
inn. Þar hefur gerzt mörg harm-
saga. Þarna eru Papeyjarálar,
sem eru þekktir fyrir straum-
hörku og úfinn sjó. Og mynd-
irnar þyrpast fram í huga mér.
— Þarna drukknaði Jón Þor-
varðsson eldri í Papey á heim-
leið frá Djúpavogi. — Þarna
fórst báturinn með Þorstein
Melstein trésmið, en hann var
að flytja trjávið í Papeyjar-
kirkju. — Og hér í Papeyjar-
Eiríkur Sigurðsson, skólastióri á Akureyri,
bregtiur upp gömlum svipmyndum frá Djúpavogi
álnum drukknaði séra Eiríkur
Höskuldsson, sem áður hafði ver-
ið prestur að Hálsi í Hamars-
firði, en var þá bóndi i Papey.
Og þannig mætti lengi telja. En
sú upptalning hefur ekki gildi
nema einnig fylgi eitthvað úr
sögu þessa fólks.
Og enn sé ég fyrir mér at-
burð einn, þegar ég lít út í
Hlífólfsskerið. Sagt verður hér
frá honum í stuttu máli.
Þetta gerðist miðvikudaginn
27. marz frostaveturinn 1918. —
Þá geysaði norðan stórhríð hér
á þessum slóðum. Tveir vélbátar
frá Norðfirði, Sæbjörg og Sæ-
farinn, eru á leið til lands úrj
róðri. Sæbjörg komst upp í
Bóndavörðulágina. En þegar
Sæfarinn kemur inn að Svarta
skeri þraut olían. og rak svo
bátinn upp í Hlífólfsskerið. All-
ir mennirnir fjórir björguðust
upp í skerið. En þar var köld
vist, því að særokið gengur stöð-
ugt yfir þá og hver dropi frýs
á þeim. En ofurlítið lægði veðr-
ið um það leytið sem slysið
vildi til og gerði það björgunina
auðveldari.
En Djúpavogsmenn hafa hrað j
ar hendur, þegar þeir sjá slysið,
því að þeir höfðu auga með
bátunum. Þeir setja lítinn bát
yfir tangann frá Vognum aust-
ur í Bóndavörðulágina, þar sem
Sæbjörg var. Með henni fóru
þeir út að skerinu, lægðu sjóinn
með olíu, og með því tókst þeim
að láta bátinn reka á taug út
að skerinu og bjarga mönnun-
um, sem voru mjög þrekaðir,
enda höfðu þeir verið í skerinu
4—5 stundir. Má segja, að þeim
væri bjargað úr bráðum háska.
Einn af þeim, sem stóð að þess-
ari vasklegu björgun var Lúðvík
Hansson, hinn góðkunni skip-
stjóri á Djúpavogi. Það er
ánægjulegt að rifja upp þessa
manndáð sjómannanna á Djúpa
vogi. Þannig er björgunin úr
Hlífólfsskeri í stuttu máli sögð.
Rétt innan við Djúpavog er
jörðin Búlandsnes. Sennilega er
það landnámsjörð. Þar var eitt
sinn sýslumannssetur. Þar bjó
Marteinn Tvede sýslumaður.
Hann fluttist til Reykjavíkur
1938 og lézt skömmu síðar. En
ekkja hans fluttist aftur til
Djúpavogs, og elzta dóttir hans
varð kaupmannsfrú á Djúpa-
vogi um tugi ára Þetta fólk
hefur því komið mjög við sögu
Djúpavogs.
EIRIKUR SIGURÐSSON,
skólastjóri.
Búlandsnes var einnig læknis-
setur í mörg ár. Þar bjó hinn
vinsæli læknir þeirra Berfirð-
inga, Ólafur Thorlacius. Synir
hans eru margir þjóðkunnir
menn: Sigurður, skólastjóri
Austurbæjarskólans (látinn), —
Birgir ráðuneytisstjóri og Krist
ján ráðuneytisfulltrúi. Barnabæk
ur Sigurðar Thorlacius „Um
loftin blá“ og „Sumardagar“
gerast einmitt á þessum slóðum.
En nú er Búlandsnes í eyði
og ósköp ömurlegt að líta þang
að heim fyrir þá, sem notið hafa
gestrisni þeirra læknishjónanna
í hlýjum og vistlegum salarkynn
um.
Saga fólksins og landið er
samofið í eina heild. Saga Djúpa
vogs er það umhverfi, sem þar
ríkir, með fögrum fjölíum og
bláum sundum, en jafnframt líf
fólksins, sem þar hefur lifað
í sorg og gleði. En saga þessa
fólks verður alltaf að mestu
leyti óskráð. Við vitum aðeins
um nokkra einstaklinga, helzt
þá er einhver mannaforráð
höfðu. Hér bjuggu valdamiklir
kaupmenn og eitt sinn var hér
sýslumannssetur, eins og áður
hefur verið drepið á. Hér vil
ég segja ofurlítið frá nokkrum
atburðum, sem gerzt hafa á
Djúpavogi, — valdsviði Djúpa-
vogsverzlunar og tveimur verzl-
unarstjórum hennar.
Djúpivogur er einn af þeim
stöðum hér á landi, sem varð
fyrir Tyrkjaráninu 1627. Tvö
ræningjaskip komu þar inn og
lögðust gegnt Berunesi rétt á
móti Djúpavogi. Fóru ræningj-
arnir þaðan á þremur bátum
yfir fjörðinn. Þetta var síðari
hluta nætur. Danskt kaupskip
lá á höfninni. Tóku þeir allt
fólk í kaupskipinu og verzlunar
húsunum í svefni, alls 15 manns.
Á Búlandsnesi og Búlandsnes-
hjáleigu handtóku þeir 17
manns, þar á meðal 6 vergangs-
menn, en Búlandsnes var þá
kristfjárjörð. Bóndinn á Bú-
landsnesi, Guttormur Hallsson,
skrifaði hingað úr útlegðinni,
en ekki auðnaðist honum að kom
ast hingað aftur.
Ýmis örnefni eru þarna frá
þessum tímum. Má þar nefna
Álfheiðarskúta ofan við Búlands
nes. Sagnir segja að í þessum
skúta hafi kona með þessu nafni
bjargast undan Tyrkjum.
Ekki verður hér farið lengra
út í þetta mál eða lýst hátterni
Tyrkjanna í nágrenni Djúpa-
vogs.
Annar einstæður atburður
gerðist á Djúpavogi árið 1670.
Danskur verzlunarmaður, Her-
Hermann Kock, lenti í einhverj
um orðahnippingum við Þorstein
Guðmundsson frá Melrakkanesi
i búðinni á Djúpavogi. Lauk þeim
orðaskiptum með því, að Her-
mann skaut Þorstein til bana.
En það sem merkilegra virðist
er það, að Hermann virðist
aldrei hafa fengið neinn dóm
fyrir morðið.
Önnur eldri skipahöfn er þó
við Berufjörð en Djúpivogur. —
Það er Gautavík á Berufjarðar-
strönd, nokkuð löngu innar vest
an við fjörðinn. Þar virðist hafa
verið ein aðalhöfn á Austfjörð-
um á söguöld, og er hennar
víða getið í fornsögum. Þar kom
að landi Þangbrandur prestur
svo sem kunnugt er.
Síðar fluttist höfnin frá Gauta
vík til Djúpavogs. Á einokunar-
tímunum voru þrjár löggiltar
verzlunarhafnir á Austurlandi:
Vopnafjörður, Reyðarfjörður og
Berufjörður. Verzlunarstaðurinn
við Berufjörð var á Djúpavogi
að minnsta kosti frá 1602 og
sennilega fyrr. Þar voru góð
hafnarskilyrði. Verzlunarsvæðið
var frá Gvendarnesi til Skeið-
arár, og tók þannig yfir suður-
hluta Suður-Múlasýslu og alla
Austur-Skaftafellssýslu. Þannig
hélzt þetta einnig fram eftir
19. öldinni. Má af þessu ráða,
hver miðstöð Djúpivogur var á
Suðausturlandi allan þennan
tíma.
Verzlunin á Djúpavogi minnk
ar fyrst verulega, þegar verzlun
hófst á Papós í Hornafirði 1863.
Síðar fluttist sú verzlun á Höfn
1897. Það var Ottó Tuliníus kaup
maður, sem fyrstur hóf verzlun
á Höfn. Ekki verður hér rakin
verzlunarsaga Djúpavogs, en að-
eins minnst lítillega tveggja
verzlunarstj óranna.
Danska verzlunarfélagið Örum
& Wulf hafði verzlun á Djúpa-
vogi eftir að einokunin hætti
fram á þessa öld, er Kaupfélag
Berufjarðar var stofnað. Voru
verzlunarstjórarnir því oft
danskir menn og misjafnlega vin
sælir. Þóttu þeir gera manna-
mun og vera oft harðir við fá-
tæklinga í viðskiptum. Þessir
menn voru valdamiklir, en höfðu
þó sína húsbændur yfir sér.
Um aldamótin 1800 var ís-
lenzkur maður verzlunarstjóri á
Cjúpavogi. Hét hann Jón Stefáns
son og var frá Ormsstöðum í
Breiðdal. Kona hans, Elín Katrín
var af dönskum ættum. Hann
var verzlunarstjóri til dauða-
dags 19. nóv. 1818, þá 51 árs
að aldri. Jón var mikill bóka-
maður og stofnaði lestrarfélag
á Djúpavogi. Hann sendi einnig
handrit til Bókmenntafélagsins
í Kaupmannahöfn Hann var
j hagmæltur og eru Ijóð hans
(Frambald á 12. síðu).