Tíminn - 13.11.1960, Blaðsíða 14
14
T f MI N N, sunnudaginn 13. nóvember 1960.
hana nauðuga, en þá ættl
hún einskis annars úrkosta.
Bn ef Kate giftist ekki, voru
litlar líkur til þess að hún
sjálf fengi Buck Harper sem
eiginmann.
Einstöku sinum gramd-
ist henni við sjálfa sig þeg-
ar hún hugsaði til þeirrar
áköfu löngunar sinnar að
giftast Buck, þessum fádæma
hrakfallabálki, en hún von-
aðist til að geta komið hon-
um til manns, og hún skyldi
a.m.k. sjá til þess að rolling-
arnir hans fengju sómasam-
legt uppeldi.
5. kafli.
Clay gekk upp stíginn, sem
var varla sjáanlegur og hon-
um fannst eins og hann mundi
kafna ef hann losnaði ekki
út úr rakanum og einmana-
kenndinni í þessum af-
skekkta dal. Það var eins og
að sitja i einsmannsklefa!
Honum hryllti við, og kaldur
sviti spratt fram á enni hans,
er hann hratt frá sér hugs-
uninni.
Stígurinn var tæplega fet
á breidd. Beggja vegna stigs-
ins uxu háir runnar, sem
hann þekkti ekki nöfn á, en
íbúar dalsins höfðu rutt sér
brautir um fyrir óra löngu.
Hann stanzaði og horfði um
öjl, og í fyrsta sinn uppgötvaði
hann, að útsýnið þaðan sem
hann stóð, var eitt hið feg-
ursta, sem hann gat hugsað
sér. Hvítfyssandi elfurin, litlu
húsin og fjólubláar hæðir i
bakgrunni var áhrifamikil
mynd, sem orkaði heillandi á
hug hans.
Eftir stutta viðdvöl hélt
hann göngunni áfram og kom
loks að rjóðri einu. Hann rak
í rogastanz, því að beint fyr-
ir framan hann lá hún á
hnjánum með stóra körfu sér
við hlið og tíndi uppí hana
jurtarætur, sem hún gróf var-
lega upp úr jörðinni. Hann
virti líkama hennar fyrir sér
í nýju Ijósi, og hin hreínskiln-
islegu orð ekkjunnar rifjuðust
upp fyrir honum.
Hún var falleg, um það var
ekki að villast. Þótt hún væri
moldug um hendur og i and-
liti, þótt kjóllinn hennar væri
óásjálegur, skórnir klossaðir
og hárið úfið, þá var Kate tví-
mælalaust fallegasta kona,
sem hann hafði séð. En það
var ekki fegurð hennar ein,
sem fékk hjarta hans til að
slá hraðar. Kate var sjálf
freistingin holdi klædd, mun-
aður, sem vakti girndarhug
hvers manns, sem 4 hana
horfði. Aðdráttarafl hennar
lá ekki í fegurðinni einni né
né heldur þvl hve fáklædd
hún var. Sem hann stóð þarna
og góndi á stúlkuna, hálf-
bogna, svo að kjóllinn féll
þétt að líkama hennar, virti
fyrir sér ávalar lendar henn-
ar og hvíta húðina, varð hann
gripinn æðislegri löngun til
þess að hlaupa að henni og
láta undan þeim villtu hvöt-
um, sem loguðu í skapi hans;
— og skeyta engu um afleið- i
PEGGY GADDYS:
—Ekki allir, Kate! Eg hef
átt í smábrösum við hann og
veit, hvernig tökum á a.ð taka
hann.
— Þú — og Matt? spurði
hún og trúði ekki sínum eigin
eyrum og horfði vandlega á
hann til þess að leita ein-
hverra merkja um áflog á
grönnum líkama hans.
— Han'h Votn ekki við mig,
Kate!, mæiti hann hlæjandi,
8
• ☆
DALA -
stúlk
an
ingarnar...
Allt i einu fann hún á sér,
að hún var ekki ein. Glæst
eins og hind stóð hún upp og
sneri sér að honum og lyfti
beittum hnífnum líkt og til
varnar.
Hún galopnaði augun og
mátti sjá, að hún hafði föln-
að þrátt fyrir sólbrunann í
andlitinu. Þegar hún háfði
gert sér ljóst, að það var
hann, lét hún hnífinn síga
og slakaði á herptum vöðvum
líkamans.
— Clay, þú gerðir mig
dauðhrædda! sagði hún og
hló, en titraði dálítið.
— Hélztu það væri Matt?
spurði hann.
— Já, hann reynir svo oft
að læðast aftan að mér.
— Hvað mundi ske, ef hon-
um tækist það?
— Þá yrði ég að giftast
honum, ef ég lifði það af,
svaraði hún einlægri röddu.
Clay fann hversu bræðin svall
í brjósti hans, og hann varð
að bíða stundarkorn, áður
hann gæti svarað.
— En — veit faðir þinn ...
— Já, honum finnst
heimskulegt af mér að vilja
ekki giftast Matt, sagði hún
og varð niðurlút. — Auk þess
mundi Matt drepa hann, ef
hann skipti sér af því.
— Ég hefði ekki trúað, að
nokkuð þessu líkt gæti att sér
stað í heiminum í dag, mælti
Clay.
— En þú ættir þó að vita,
að allir eru hræddir við Matt
hérna.
— en mér veittist sú ánægja
að henda honum út um dyrn-
ar og út á götu. Þú getur ekki
ímyndað þér hvað það var
gaman!
Hann vissi, að hann virkaði
á hana eins og montinn hani,
en hann kærði sig kollöttan.
— Gerðir þú það? spurði
hún.
— Þetta er alls ekki til að
hrósa sér af, Kate, en ég skal
segja þér frá leyndarmálinu,
sagði hann. — Það er til
nokkuð sem heitir júdó, og
sá, serm kann að beita því,
hefur í fullu tré við karla
eins og Matt, jafnvel þótt
hann sé ekki nema meðal-
maður að kröftum. Jafnvel þú
gætir ráðið við hann, ef þú
kynnir júdó, og ég er fús til
að kenna þér undirstöðuatr-
iðin. Eftir tveggja mánaða
þjálfun myndir þú ekki þurfa
hníf þér til varnar, ef hann
gerðist nærgöngull við þig.
Hann talaði hratt og sann-
færandi, en svo virtist sem
hún hefði ekki tekiö eftír
neinu öðru en þvi, að hann
hafði fleygt Matt á dyr.
— Var nokkur áhorfandi
að þessu?
— Já, við höfðum nokkra
þakkláta áhorfendur, sagði
Clay brosandi.
— Þú hefur sem sagt hrætt
hann í burtu. Þá á hann milli
þess að velja að flytjast úr
byggðinni eða drepa þig,
mælti hún.
— Hann hlýtur að hafa
haft í frammi ósvikna ógnar-
stjórn gagnvart fólki?
— Hann er stór og sterkuri
og enginn kærir sig um að
komast í kast við hann.
Kate leit aftur til hans,
eins og hún gæti ekki skilið
neitt af því, sem hún hafði
heyrt.
— Hann er stór og sterkur
og heimskur, ságði Clay. —
Kannast þú við söguna af
Davíð og Golíat?
— Fólk á eftir að talá um
þetta í allri sveitinni, sagði
hún lágt, — og hann á eftir
að sleppa sér af reiði og hatri.
Hann fær enga uppreisn nema
með því að drepa þig með ber-
um hnefunum.
— Ó, minn guð! Mikið er
ég hræddur! sagði Clay hlæj-
andi. — En eigum við ekki að
tala um eitthvað annað. Hvað
ertu að gera?
— Ég er að tína grös. Þau
eru notuð í meðul, en ég veit
ekki hvernig eru notuð.
Allt í einu horfði hún fram-
an i hann og það voru tár í
augum hennar.
— Ó, Clay, það er svo margt
sem ég veit ekíti!
Hann lagði handlegginn ut-
an um hana og þrýsti henni
laust að sér. Hann fór með
hana eins og barn, sn strax
og hann snerti hana varð
hann að hafa hemil á tilfinn-
ingum sínum, ef hann átti
ekki að missa vitið/
— Vertu róleg, Kate, sagði
hann með skjálfandi röddu.
Vitrustu menn eru fjarri því
að vita allt, sem vitað verður.
Fínar borgarfrúr mundu ekki
þekkja muninn á eitruðum
svepp og lyfjagrasi.
— En þú veizt svo afskap-
lega mikið Clay, sagði hún og
horfði til hans með þakklæti.
— Nei, hættu nú!, sagði
hann og hló. — Ég er nú tví-
mælalaust einn af heimsk-
ustu mönnum, sem þú hefur
komizt í kynni' við/ En nú
skulum við gera samning. Ef
þú vilt kenna mér það, sem
þú veizt um þessi grös, þá
skal ég kenna þér það, sem
stendur í bókunum. Sam-
þykkt?
Hún kinkaði kolli til sam-
þykkis, og þau gengu saman
UTVARPIÐ
Sunnudagur 13. nóvember:
8.40 Fjörleg músik í morgunsárið.
9.00 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
9.20 Vikan framundan.
9.35 Morguntónleikar.
11.00 Messa I Dómkirkjunni (Prest-
ur: Séra Friðrik A. Friðriksson
próf á Húsavík. Organl.: Dr.
Páll ísólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.10 Afmæliserindi útvarpsins um
íslenzka náttúru; III. Hraun og
eldstöðvar (Dr. Sigurður Þór-
arinsson jarðfr.).
14.00 Miðdegistónleikar: Ný tónlist
frá Norðurlöndunum fimm
(hljóðr. á kirkjutónl. í Stokk-
hólmi 10. sept. s.lá.
15.30 Endurtekið efni: „Örvænting",
einleiksþáttur eftir Steingerði
Guðmundsdóttur, fluttur af
höfundi.
15.45 Kaffitíminn: Jósef Felzmann
Rúdólfsson og félagar hans
leika.
16.00 Veðurfregnir.
16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. Þ.
Gíslason útvarpsstjóri).
17.30 Barnatimi (Skeggi Ásbjarnar-
son kennari).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þetta vil ég heyra: Anna Sig-
ríður Björnsdóttir velur sér
hljómplötur.
19.30 Fréttir og íþróttaspjall'.
20.00 Musterin miklu í Angkor; IV.
Hversdagssaga nútímans (Rann
veig Tómasdóttir).
20.30 Kórsöngur: Kvennakór Slysa-
varnafélagsins og Karlakór
Keflavíkur syngja. Söngstjóri:
Herbert Hriberschek. Einsöngv
arar: Snæbjörg Snæbjairnar-
dóttir og Jón Sigurbjörnsson.
Píanóleikari: Ásgeir Beinteins-
son.
21.00 Á förnum vegi (Stefán Jónsson
fréttamaður og Jón Sigur-
björnsson magnaravörður sjá
um þáttinn).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög, valin af Heiðari Ást-
valdssyni danskennara.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 14. nóvember:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Rödd úr sveit-
inni Þórarinn Helgason í
Þykkvabæ).
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp.
18.00 Fyrir unga hlustendur: „For-
spil“, bernskuminningar lista-
konunnar Eileen Joyce; TV.
(Rannveig Löve).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
19.30 Fréttir.
20.00 Um dáginn og veginn (Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur).
20.20 Einsöngur: Magnús Jónsson
syngur ítalskar óperuairlur eft-
ir Donizetti, Puccini og Leon-
cavallo; Fritz Weisshappel leik-
ur undir á píanó.
20.40 Úr heimi myndlistarinnar (Hjör
leifur Sigurðsson listmálari).
21.00 Tónleikar.
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk
as “ eftir Taylor Caldwell; IX.
(Rgnheiður Hafstein).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómpl'ötusafnið (Gunnar Guð
mundsson).
23.00 Dagskrárlok.
EíRÍKUR
YÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
6
Fjöldi mótsgesta er saman kom-
inn á völlunum kringum Vogrums
kastala. Verið er að mæla út keppn
isstaðinn þar sem Danir og Norð-
menn eiga að keppa.
Eiríkur víðförli gengur um kring
og heilsar gestum.
— Velkominn, Knútur, sýndu nú
að við Norðmenn getum farið með
boga eins og á tíð Einars Þambar-
skelfis.
Úlfstan, (oriiigi kyr.nir
sig. Það or ris* mikiil og aJtki vin-
gajrniogur ‘Uiits.