Tíminn - 20.11.1960, Side 4
— ^miksll og skemmfiiegur sigur
ffyrir skáld. —
Áhrif beztu kvæðanna í Sóidögg minna
á fjölærar jurtir Þær koma aftur í leit-
irnar þeirra er ailtaf von. — Hér er
ekki um að villast Guðmundur Inígi er
orðinn eitt af okkar beztu skáldum“
Helgi Sæmundss. Alþbl
146 bls.
Ilnnb. kr. 95.00
BOKAUTGAFAN
NOIffiiV
>WWWWWWWWBtB>B>B>B>BlB>B>B>B>B>fe>B)WB>B>B>B>B>BtBlMWWWWM»WWWWWWa>>»
T í MI N N, sunnudagimi 20. nóvember 1960
Í
J
%
y
I
I
1
|
1
i
k
i
I
I
1
Gæti verið helgari hug-
sjóa til, dýrðlegra tak-
mark til að keppa að, en
það, að vera í sannleika
kristinn fslendngur, fylgja
áminningunni alvarlegu,
sem Kristur gaf forðum
stj órnmálamönnum sinnar
þjóðar og tíma, um að
gjalda keisaranum, það er
valdhöfum og fósturlandi
það sem þeim ber, en
gleyma ekki að gefa Guöi
það, sem honum ber.
Við syngjum af eldhuga
á hátíðisdögum: „Hver á
sér fegra föðurland?" Og
innst inni brennur vafa-
laust ósk um að vera
allri þessari fegurð trúr.
En samtímis kvörtum við
og kveinum yfir sköttum
og skyldum viö þetta land
— þessa þjóð. Og oft virð
ist svo sem slíkar kvart-
'anir séu á fullum rökum
reistar.
En eru það ekki einmitt
skattar og skyldur við
þetta fagra föðurland, —
þessa friðelskandi þjóð,
sem fleyta henni áfram,
gera hana frjálsa og fagn
andi, veita þeim sem örlög
in gera að olbogabörnum
ofurlítið af gleði lífsins og
skapa hér blæ menningar,
samtaka og hagsældar?
Jú, svo sannarlega, ef
rétt er á haldið og vel með
féð farið, hlýtur svarið að
verða.
Og er það ekki einnig
okkar sem skattborgara í
okkar kæra landi að velja
rétt þá menn, sem m^ð
Þátíur
kirkjunnar
völdin og fjárráðin fara
hverju sinni? Og getum við
ekki í sannleika verið glöð
og hreykin yfir öllu því
sem áunnizt hefur á ör-
stuttu tímabili til þæginda
og farsældar flestum, og
hefur það ekki einmitt
komið af því að lagðir
voru fram sameiginlega
peningar eða skattar úr
vösum þegnanna?
Er spurnihgin enn svona
brennandi, sem fæddist á
vörum Fariseanna: „Á að
greiða eða ekki að greiða?"
’ Nei, við hljótum að verða
að greiða í sameiginlegan
samstarfssjóð þjóðarinnar,
með einhverjum ráðum og
einhverjum aðferðum. Og
viö ættum að geta fagnað
þeim greiðslum hverju
sinni. Þær eiga það tak-
mark að gjöra qkkur sem
heild farsæl, frjáls og fram
sækin við veg kynslóð-
anna.
En það getur samt allt
misheppnast ef viö gleym-
um einu, og það er að helga
þessi gjöld Guði, gefa hon
um það sem hans er. Sé
gullið, peningarnir, skatt-
arnir, honum helgað, verð
ur útkoman alltaf góð, hve
há sem útgjöldin annars
yrðu.
„En hver er sá Guð, að
ég megi þjóna honum?“
var einu sinni spurt. Og
svo mun enn. En þetta er
Guð kærleikans, sem vill
sinn hagur, hvað sem öll-
um sérstökum vasapening
um líður.
Og þett-F, er Guö sannleik
ans, sem ætlast til fullrar
trúmennsku og heilinda af
hverjum einstaklingi. Sé
honum gefið það sem hans
er, hverfa öll skattsvik og
tollsvik, þá finnst ekkert
smygl, engar sjóðþurrðir,
vegn-a eyðslu í eigin vasa,
ekki svikn skuldabréf, eng
ir okurvextir, engar van-
goldnar skuldir, engin
brigð og blekkingar, sem
nefnast einu nafni svindl
og svik. Ekki verður held-
ur stolið og rænt, sé honum
veitt tilbeiðsla og lotning.
Kristinn íslendingur
krefjast þess, að þú fórnir
fyrir annarra hag, heild-
inni tll farsældar og fram
fara. Guð kærleikans, sem
ætlast til að þú elskir þessa
þjóð, þetta land, eins og
gott barn heimili sitt. Og
helgasta, kærasta skylda
barns gagnvart heimili er
að vinna fyrir það, veita
því allt sem unnt er og
finna að þess hagur er
Guð sannleikans er um
leið andi trúmennskunnar
og dyggðanna, sem segir:
„Hvorki mun.ég á þessu
níðast né nokkru öðru,
sem mér er trúað til.“
Og sá Guð, sem ekki má
gleymast er einnig andi
lífs ,og ljóss, andi fegurðar
og dýrðar. Hvort mundi
honum þjónað með því að
helga auð sinn og aura,,
—----------------
sinn skattpening svalli -og
sællífi, aðgjörðarleysi og
alls konar vellyst, sem tær
ir líkamann og eyðileggur
sálina, hrindir heimilum
til falls og tætir sundur
hamingjuvoð hinna nngu
og skapar hjörtum elsk-
enda óbærilega kvöl. Þetta
gerist allt á íslandi nútím
ans, af því að,þaö gleymist
að gefa Guði fegurðar og
hreysti, Guð lífsns, það
sem honum ber. Og svo er
kvartað og kvelnað yfir
allsleysi og eymd, þar sem
ófrýniieiki nautnatízkunn-
ar hefur sezt í öndvegi.
En sannur Íslendingur
gefur með gleði þjóð sinni
það sem henni ber, en
gleymir ekki að gefa Guði
sínum dýrð síns eigin
manngildis og þroska. —
Hann er þess minnugur að
innsta og helgasta tákn ís
lenzka fánans er merki
krossins. Og undir því
merki einu munum við
halda velli sem þjóð á
framaleiö meðal þjóðánna,
frjáls og sjálfstæö, en að-
eins undir því merki.
Gleymist það, þýðir hvorki
aö leita austurs eða vest-
urs sér til ásjár. Sú leit
mun frekar snúast til böls
og vanza. Leitum því Guðs
(Framliald á 5: síðu).
1
i
I
L
1
1
I
1
ö
I
i