Tíminn - 20.11.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 20.11.1960, Qupperneq 14
M T f MIN N, sunnudaginn 20. þess að grípa til alveg sér- staks ráðs. — Það var ekki vúdú, Anze, svaraði Clay. — Eg er enginn galdramaður. Eg lærði þetta bragð í menntaskólanum. Að ferðin er einfaldlega sú, að beita viti sínu gegn hamslaus um kröftum .... Hann hætti frekari útskýr- ingum, því að hann skynjaði að það var aðeins til þess að gera illt verra að koma með skýringar, sem maðurinn botn aði ekkert í. Gestirnir tíndust burt, og síðust komu Bill og Emma til þess að kveðja hann og lof uðu að sjá til þess að Kate kæmist heilu og höldnu heim. Hún sneri sér við og veifaði til hans, áður en hún hvarf fyrir brekkubrúnina. Hann staldraði við stundar korn úti og naut kvöldkyrrð arinnar áður en hann gekk inn í húsið. Það var vissulega notalegt að geta starað up í himininn án þess að horfa á hann út um rimlaglugga. Og nú gat hann gengið frjáls út og inn án þess að hafa varð- menn á hælum sér. Þegar sólroðinn slokknaði á Hungurtindi sneri hann aft ur inn í húsið. Honum var það gleði að geta lokað á eft ir sér án þess að þurfa að skella í lás, og síðan gekk hann að borðinu og kveikti á litlum olíulampa. Þegar hann hafði skrúfað kveikinn hæfi lega hátt upp, setti hann rós málaða kúpulinn á lampann. Er hann hafði búið þannig um ljósfærið, varð honum lit ið af tilviljun í áttina að ein- um glugganum næst dyrun- um. Eitt andartak stóð hann stífur af undrun, því að manns andlit lá alveg klesst upp að glugganum, og eins og greypt i umgerð tveggja dýrslegra handa, sem bornar voru upp að augum, er skimuðu um her bergið og virtust taka eftir hverju smáatriði. Andlitið var þess háttar, sem menn sjá í illum draum um, — langt, togið, sólbrennt andlit og svo visið, að það minnti á skorpinn ávöxt. Munnurinn var innfallinn milli tannlausra góma, nefið hátt og bogið svo að nærri nam við hökuna, sem skag- aði upp á móti því, Á höfð- inu bar þessi mannsmynd gamaldágs hettu, sem bundin var undir kverk og undir gat að líta tjásulegar hárlufs ur. Fyrst varð honum á að hugsa, að ef til vill væri þetta missýning, en þegar hann sá augun hvika og þegar hann starði í þau eitt andartak, þá vissi hann að þetta var raun veruleiki. Allt í einu hvarf andlitið af glugganum. Clay náði dyrunum í tveim um skrefum og reif hurðina upp á gátt. Úti í myrkrinu heyrði hann fótatak hlaup- andi manns, og svo var ein- hver sem hló gaggandi og ó- hugnanlega inni í kjarrinu. PEGGY GADDYS: j manna vitorði, höfðu stóru strákarnir í skólanum látið ; sér skiljast, að betra væri að hafa sig hæga, ef þeir áttu j ekki að hafa verra af því. Þeir urðu að láta sér nægja ' innbyrðis áflog, sem Clay tókst yfirleitt að stöðva áður en þau höfðu haft illt í för með sér. Kate var hægri hönd j h~n?? '' "tarfinu, og smám j saman tók hún að sér kennslu 14 ☆ DALA stúlk an Síðan varð allt dauðahljótt. Hann stóð um stund í dyra gættinni og var að velta því j fyrir sér, hvort hann ætti að veita eftirför, en síðan varð honum ljóst, að það myndi ekki vera til neins að ætla sér að finna þennan gluggagægi í myrkrinu, þar sem hann var heldur ekki nógu kunnugur umhverfinu. Hann hefði get að átt á hættu að hlaupa ein hvers staðar fram af kletti og stórskaða sig. Hann hló gremjulega um leið og hann læsti á eftir sér. — Nú verður þú að taka á honum stóra þinum, Clay Jud son, sagði hann við sjálfan sig. — Draugar fara ekki um með ærslum, þótt þeir hlauþi og þar að auki trúir þú ekki á drauga! Það skaltu muna, karl minn! Hann var ekki í minnsta vafa um, að það var einhver mannvera, sem gægzt hafði inn til hans, en hver gat haft hag af því að njósna um hann? 9. kafli Clay var svo önnum kafinn við kennsluna og vandamál skólans, að hann veitti því ekki athygli að tíminn leið mjög hratt. Dagarnir styttust og næturnar gerðust æ kald ari. Fólk var farið að hraða sér meira en á.ður. Suma dag- ana fór allt frám með friði og og spekt í skólanum, en aðra daga átti hann erfitt með að stilla sig. En eftir að viður- eign hans við Matt var á al- minnstu barnanna. Einn fagran sunnudag í okt óber klöngruðust þau Kate og Clay upp götuna fyrir of- an fjallakofann. Þau stönz- uöu ekki fyrr en þau voru komin næstum alla leið upp á fjallstírún, þar sem vindur og vatn höfðu sorfið allmikið skarð í fjallið. Jafnvel þótt golan væri bitur höfðu þau bæði svitnað nokkuð á göng- unni og nú köstuðu þau sér niður til þess að hvílast um stund. Langt fyrir neðan þau lá dalurinn skreyttur fögrum' haustlitum með ána, sem liðaðist um hann eins og silf urgrár borði, ætlaður til skrauts. Kate tók af sér mislitan höfuðklút, sem hún hafði bor ið á leiðinni uppeftir og lét hárið flaksast í bylgjum nið ur um herðar sér. Hún varp öndinni létt og feginsamlega. Clay varð litið á andlit henn ar. Fagursköpuð brjóstin hóf ust og hnigu í samræmi við andardrátt hennar, og enn fann hann, hvernig girndin svall í brjósti hans. Þrá hans til hennar var svo sterk, að hann vissi ekki, hvað hún var að segja, þegar hún mælti til hans, og hann varö að taka á öllu sem hann átti til að gæta sín. Sennilega hafði hún lagt einhverja spurningu fyrir hann, því að hún sneri sér snögglega að honum og horfði á hann, þegar hún fékk ekk ert svar. Eitt andartak sat hún og horfði fast á hann, svo hvarf henni allur roði af kinnum, en biossaði síðan upp aftur sterkari en áður. — Ó, Clay! sagði hún svo lágt, að varla heyrðist. Svo sveigði hún líkama sinn í áttina til hans, og hand leggir hans, sem svo lengi höfðu þráð að finna kven- hörund, læstust fast um mitti hennar svo að hún gat varla náð andanum. Hún laut að honum, og þeg ar hann fór að strjúka hana með höndunum, teymdur af hamslausri löngun og girnd, sem blindaði hann, flutti hún sig af fúsum vilja nær hon- um og lét hann óátalið fara höndum um sig. Hún gaf sig á vald hans. blygðunarlaus og ófeimin og með slíku örlæti að það var eins og hún fyndi ekki til neinnar sektaj. I^ann varð gripinn svo ofsalegri á- stríðu, að hann hafði aldrei búizt við að neitt slíkt væri til. Þessi einstaka löngun til að gefa sig, opinskátt og án allrar blygðunar, náði há- marki í lostafullum unaði, sem næstum var óskiljanleg ur. Hún var eins og glæsilegt kvendýr, sem varð við kalli náttúrunnar, sem og hverjum öðrum sjálfsögðum hlut í fyll ingu tímans, hiklaust og ær lega, og hann lét hrífast með í þessum straumi sælunnar. Sem þau síðan lágu hlið við hlið þarna uppi á fjallinu, þegar öllu var lokið, datt hvor ugu í hug að saurga samvist ir þeirra með því að tala ó- nauðsynleg orð. Þetta hafði verið fullkomið. Clay huldi andlitið i mjúku hári hennar, og þegar hann lét varirnar liða niður eftir mjúkum hálsi hennar, lyfti hún höndunum og strauk hon um í framan. Síðan leituðu mjúkar varir hennar upp eft ir vörum hans. Þegar hann loks lyfti höfði sínu svo mikið, að hann gat séð inn í augu hennar, var hann altekinn af kvíða. — Kate, ég hefði ekki átt að gera þetta! sagði hann lágt. — Hvers vegna ekki? spurði hún. — Úr því þú vissir, að ég vildi, að þú gerðir það. — Gerðir þú það, Kate? Hlátur hennar var sem ástaratlot, og hún dró hann að sér aftur. — Auðvitað, svaraði hún, og það var eins og söngur í hlýrri rödd hennar. — Eg hef óskað mér þess alla stund síðan þú komst í Harpers- Sunnudasur 20. nóv. 8,30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9,00 Fréttir. 9,20 Vikan framundan. 9,35 Morguntóníeikar. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (Prest ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfs- son). 13.10 Afmœliserindi útvarpsins um náttúru íslands; IV: Stein- gervingajatrðlögin (Jóhannes Ásikelsson jarðfræðingur). 14,00 Miðdegistónleikar: Ný tón- l'ist frá Norðurlöndum (Hljóð ritað á kammertónleikum í Stokkhólmi 9. sept. s. 1.). 15,25 Endurtekið efni: Björn Jó- hannesson frá Veturhúsum lýsir baráttunni við byljina (Áðu.r útv. 22. f. m.). 15,45 Kaffitíminn: Magnús Péturs- son og félagar hans leika. 16.15 Á bókaanarkaðinum (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 18.30 Þetta vil ég heyra: Haukur Gröndal framkvæmdastjóri velur sér hljómplötur. 19.30 F.róttir og íþróttaspjall. 20,00 Hljómsveit Rikisútvarpsiins ieikur. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. 20.30 Erindi: Bjarni Pálsson land- læknir (Steindór Steindórs- son yfirkennari). 20,55 Einsöngur: Elsa Sigfúss syng ur létt lög við undirleik Carls Billichs. 21.20 Á fömum vegi (Stefán Jóns son fréttamaður og Jón Sig- björnsson magnaravörður sjá um þáttinn). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög, valin af Heiðari Ástvaldssyni danskennara. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 21. nóv.: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþálttur: Sauðfjárbaö- anir (Páll A. Pálsson yfirdýra iæknir). 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Fyrir unga hlustendur: „For spil“, bemskuminningar lista konunnar Eileen Joyee; V. (Rannveig Löve). 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18,50 Tiiikynningar. 19.30 Ftréttir. 20,00 Um daginn og veginn (Páll Bergþórsson veðurfræðingur) 20.20 Einsöngur: Ingilbjörg Stein- grimsdóttir syngur lög eftir Franz Schubert; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. 20,40 Leikhúspistill (Sveinn Einars son fil. kand.). 21,00 Tónleikar. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúkas“ eftir Taylor Cal'dwell (Ragnheiður Hafstein). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23,00 Dagskrárlok. EÍRTKUR VÍÐFÖRLI Merki Jómsvíkinga 12 Nýr keppandi er mættur til leiks, ungur maður brosmildur, klæddur geitar'skinnum. — Hvert er nafn þitt? spyr Eiríkur. — Ég heiti Axel, segir drengur- inn, ég kem úr skóginum. — Axel? . . hvað meira? — Ég heiti bara Axel! Vulfstan nálgast þennan nýja keþpanda og heilsar honum. — Fæ ég kannske að r'eyna við þennan meistara? spyr hann háðslega. .Axel eru færðar örvar, en hann segist helzt vilja nota sínar eigin. — Nei, segir konungurinn strang ur í bragði, — þú verður að fara að leikreglunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.