Tíminn - 22.11.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.11.1960, Blaðsíða 1
Ályktun Alþýðusambandsþings um kjaramálin: Breytt efnahagsstefna undir- staða raunhæfra kjarabóta Þingið álítur kauphækkanir óhjákvæmi- legar en telur jafnframt sjálfsagt að meta til jafns við beinar launahækkanir þær umbætur á efnahagslöggjöfinni, sem boðnar kynnu fram Hin nýkjörna stjórn Alþý'öusambandsins, talið frá vinstri: Sitjandi: Sveinn Gamaiíelsson, Kópavogi, Margrét Auöunsdóttir, Reykjavik, Eðvarð Sigurðsson, Reykjavík, Hannibal Vaidimarsson, Reykjavik, Jón Snorri Þorleifs- son, Reykjavík, Herdís Óiafsdóttir, Akranesi, Valdimar Sigtryggsson, Dalvík. Standandi: Sigfinnur Karlsson, Norð firði, Snorri Jónsson, Reykjavík, Björn Jónsson, Akureyri, Heigi S. Guðmundsson, Hafnarfirði, Óðinn Rögn- valdsson, Reykjavík, Einar Ögmundsson, Reykjavík, Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri (varamaöur), Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði. Á myndina vantar Karvel Pálmason, Bolungarvík, Jón Magnússon, ísafirði og Sigurð Stefánsson, Vestmannaeyjum. Frá þingi B.S.R.B.: Krefjast samningsréttar til jafns viö aðrar launastéttir Þing Bandalags sfarfsmanna ikis og bœja var sett í Mela- •kólanum s. I. laugardag kl. 17.30. Fulltrúar annarrai itéttasamtaka, eða Stéttasam- )ands bænda. Landssambands sl. verzlunarmanna, Far- nanna- og fiskímannasam- ?andsins, Iðnnemasambands slands og Landssambands ísl. tankamanna, voru viðstaddir ietninguna og ávörpuðu jingið. Þinginu átti að ljúka í nótt 23. þingi A.S.Í lauk á sunnudagsmorgun. Launa- og kjaramálin voru eitt aðal við- fangsefni Alþýðusambands- þings. Fer hér á eftir ályktun sú, er þingið gerði um launa- mál og samþykki var með miklum meiri hluta atkvæða: i „Á þeim tveimur árum, sem lið- in eru frá því, er 26. þing Alþýðu- sambands íslands var háð, hafa orðið hin geigvænlegustu umskipti í launamálum íslenzkrar alþýðu. Með tvennum stór’aðgerðum í efna hagsmálum hefur löggjafarvaldinu verið beitt af fullkomnu tillitsleysi og í algerri andstöðu við alþýðu- samtökin til þess að knýja fram stórfelldar Iaunalækkanir og jafn framt til að skerða hefðbundin og lagaleg réttindi launamanna. Með hinum svokölluðu „lögum um niðurfærslu verðlags og launa“ í ársbyrjun 1959 var samningsbund ið kaup lækkað um 13,4% og raun veruleg laun samkvæmt mæli- kvarða vísitölu lækkuð um 10 vísi tölustig eða 6%. Ðýrtíðarflóðið Enn var svo höggvið í sama kné runn með gengisfellmgarlögunum í byrjun þessa árs og fjölmörgum hliðarráðstöfunum, sem í kjölfar þeirra fylgdu. Með gengisfelling- unni var verð alls erlends gjald- eyris hækkað um 50—79% og nýju dýrtíðarflóði þannig hleypt af stað, en jafnframt voru launa- stéttirnar sviptar þeirri vernd gagnvart hækkuðu verðlagi, sem fólst í samningum þeirra um verð- lagsuppbætur og þannig fyrir því séð, að allar hinar miklu verðhækk anir jafngiltu beinni kauplækkun. 50% hækkun vaxta Jafnhliða gengisfellingunni og lögbundnu afnámi verðlagsuppbóta á laun, voru útlánavextir banka og allra fjárfestingarsjóða hækkaðir um allt að 50% og eru þeir nú hærri en í nokkru öðru landi ver- aldar. Hefur þessi taumlausa vaxta hækkun síðan verkað sem átumein í atvinnulífinu, en jafnframt falið í sér stórfelída launaskerðingu mjög mikils hluta launafólks og þó einkum þess, sem brotizt hefur í því að leysa húsnæðismál sín. Skattlagning neyzlunnar í skatta- og útsvarsmálum hefur orðið gagnger breyting í þá átt að stórauka óbeina skattlagningu á neyzluvörur og hækka nefskatta, en lækka mjög skattlagningu á há- tekjur. Á þennan hátt hefurhlutur hátekjumanna verið bæltur á kostnað hinna -lægra launuðu. Á hverju stigi þeirra kjarasker'ð- ingaraðgerða, sem hinar tvær síð- ustu ríkisstjórnir hafa beitt sér (Framhald á 2. síðu). Björn L. Jónsson var kjör- inn forseti þingsins og vara- forsetar þeir Hannes Jónsson og Kristján Benediktsson. Formaður, Sigurður Ingi- mundarson, alþingism., flutti (Framhald á 2. síðu). Þessi mynd var tekln á þingi BSRB í gærdag. (Ljósm.: TÍMINN KM).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.