Tíminn - 22.11.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1960, Blaðsíða 11
TÍMIN N, þrigjMdaginn 22. nóvember 1960. 11 [ BÆKLIR ♦ BÆKUR * BÆKUR BÆKUR * BÆKlTr Bók um tíu þúsund manneskjur Séra Björn Magnússon, pró- fessor hefur tekið saman geysi mikið rit um áfkomendur tveggja mikilla ættfeðra, þeirra Jóns prófasts Stein- grímssonar á Prestbakka og Páls prófasts Pálssonar í Hörgsdal. Nefnist ritið ÆTT- IR SÍÐUPRESTA. Norðri gef- ur bókina út. Þ-etta er ekkert smákver, fullar 600 bls. aS stærð í stóru broti og síður þéttprentaðar. Segir höfandur í formála, áð einnig sé þarna getið niðja flestra þeirra Síðupresta, sem á eftix Jóni Stemgrímssyni hafi setið þar að brauði, því að þeir, hafi annað hvort ver ið komnir af þeim Páli og Jóni, eða kvæntir niðjum þerrra. Nær niðjatalið allt fram að 1950, en þó ekki ýtarlegt nema til 1930, að því er höf- undur segir. Hér er um alveg sérstæða bók að ræða og eitt hvert mesta ættfræðirit, sem gefið hefur verið út hér á landi. Bókin hefst sem fyrr segir á formála höfundar, en síðan skiptist hún í tvo meginkafla, og er hinn fyrri Jónsætt, og er hann öllu viðameiri en hinn síðari hlutinn — Páls- Frú Ragnheiður Jónsdóttir hefur sent frá sér nýja barna- og unglinga bók og heitir hún Katla vinnur sigur. Þessi saga er framhald af Katla gerir uppreisn. Segir þarna frá því, er Katla er komin í gagn- fræðaskóla og ný viðfangsefni kalla að. Frú Ragnheðiur er meðal vinsælustu barnabókahöfunda okk ar og sést það m. a. af útlánum bókasafna. Kápa þessarar bókar er einstaklega smekkleg og miklu list- rænni en títt er um kápur þeirra Löt stelpa og nízkur hani Heimskringla gefur út tvær myndarlegar smábarnabækur mjög fagurlega litprentaðar, prentaðar í Tékkóslóvakíu. Önnur heitir Lata stelpan og er það ævintýri eftir tékknesku kvikmyndinni „Lenora“. Textinn er eftir Emil Ludvik en Hallfreður Örn Eiríks- son hefur þýtt hann. Myndskreyt- ing er eftir Zdenék Miler. Hin bókin heitir Sagan um nízka hanann, og er það ævintýri eftir tékkneskri teiknimynd. Höfundar texta, teikninga og þýðingar eru hinir sömu og í hinni bókinni. Bækur þessar eru í stóru broti með þykkum pappaspjöldum og hinar glæsilegustu að öllum bún- aði. Björn Magnússon ætt. Loks er svo nafnaregist- ur, og eru þar í stafrófsröð nöfn allra þeirra manna, sem getið er i ættartölunum. Er nafnaskráin rúmar hundrað blaðsíður. Eru um hundrað SVIFFLJGMAÐURINN heit ir drengjabók sem bókaútgáf- barnabóka, sem hér koma út um þessar mundir. Kápuna hefur frú Sigrún Guðjónsdóttir, dóttir skáld konunnar, gert, svo og margar’ skemmtilegar myndir, sem bókina prýða. fsafoldarprentsmiðja gefur bókina út. Tvær Bjössa-bækur ísafoldarprentsmiðja gefur út í haust tvær Bjössa-bækur, en á dönsku heita bækur þessar Bo bögerne. Þetta eru bækur handa drengjum, og er þar sagt frá ýms- um ævintýrum í ýmsum löndum. Höfundurinn heitir Flemming B. Muus og er kunnur í Danmörku fyrir dugmikla þátttöku í frelsis- baráttu Dana á stríðsárunum. Fyrri Bjössa-bókin í ár heitir Bjössi í Ameríku. Segir þar frá för Bjössa þangað og ýmsu er á da,ga hans dr'ífur þar. Hin bókin heitir Bjössi á ísla.ndi og vildi þa svo til, að Bjössa gefst fær á að þiggja boð Loftleiða um að dvelja viku á íslandi, og auð- vitað flýgur hann með Loftleiða- flugvél hingað frá Ameríku og eftir vikuna heim til Danmerkur. Kemur ýmislegt sögulegt fyrir, einkum við Geysi. Þótt aðalsöguhetjan sé hin sama í öllum Bjössa-bókunum og erki- óvinurinn Karamzinzkijov einnig hinn sami, er hver þerra algerlega sjálfstæð saga. Hersteinn Pálsson þýðir Bjössa-bækurnar. nöfn á hverri blaðsíðu, svo að af því má ráða, að rúm- lega tíu þúsund manns sé getið í bókinni — og þó lík- lega rúmlega það. Sézt af því hvílíkt stórvirki þetba ætt- fræðirit er. Stigið á sjálfs sín hönd Heimskringla hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Halldór Stef- ánsson og heitir hún Sagan af manninum, sem steig ofan á hönd- ina á sér. Á titilblaði stendur: „At- burðir og fólk í þessari sögu eru án raunverulegra fyrirmynda. Þetta er stutt skáldsaga í tólf köfl- um. Síðasta bók Halldórs var Fjögra manna póker, sem út kom í fyrra, og var' það líka skáldsaga. Áður hefur Halldór einkum verið kunn | ur fyrir smásögur sínar. an Fróði hefur sent frá sér. Hún er eftir Gustev Lindwall og segiij.iícá svifflugsævintýr- um sænskra drengja, en um leið er betta nokkur tilsögn um helztu lögmát svifflugs- ins. Þar segir fyrst frá svifflugu drengs á fermingaraldri og keppni hans í módelflugi. Síðan liggur leiðin á svifflug námskeið, og skeður þar margt skemmtilegt. Er þar t.d. sagt frá næturflugi og er það talin nokkuð nákvæm lýsing á fyrsta nætursvifflugi Karl Erik Övgaard, sænska svifflugkappans heimskunna en hann hefur dvalizt hér á landi sem gestur íslenzkra svifflugmanna. Agnar Kofoed-Hansen flug málastjóri, ritar formála að þessari bók og hvetur íslenzka drengi til þess að iðka þá glæsilegu íþrótt, sem svifflug (Framhald á 15. síðu). i Skemmtileg og f ræðandi | drengjabók um svifflug Ragnheiður Jónsdóttir sendir unglingunum nýja Kötlu-bók Andrea Doria að sökkva. Tvær skáldsögur og tvær ferðabækur frá Skuggsjá Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnarfiroi, en framkvæmda- stjóri hennar er Oliver Steinn, hefur nýlega sent frá sér fjór- ar bækur, tvær skaldsögur og tvær ferðabækur. Skáldsög- urnar eru SKÝ YFIR HELLU- BÆ eftir Margit Söderholm og MILLI TVEGGJA ELDA eftir Theresu Charles. Hinar bækurnar eru ULU — HEILL- ANDI HEIMUR eftir Jörgen Bitsch og SKIPIÐ SEKKUR eftir Alvin Moscow. Skáldsagan Ský yfir Hellubæ er fr'amhald skáldsagnanna: Hátíð á Hellubæ og Sumar á Hellubæ, sem komu út hér í fyrra og hitteðfyrra. Skúli Jensen hefur þýtt þessa sögu sem hinar fyrri. Þó er hver þessara skáldsagna sjálfstæð að efni, þótt sama sögusvið og persónur tengi þær saman að nokkru. Þessi síðasta saga segir frá ungri stúiku, sem kemur til Hellubæjar nýtrúlofuð, en dregst þar inn í nýja og örlagaríkaatburðarás. Þessi sagnabálkur hinnar sænsku skáldkonu hefur orðið ’ vinsællí bæði hér og annars staðar. Skáldsagan Milli tveggja elda eftir Theresu Charles, fjallar um unga túlku og tvo br'æður. Hún elskaði annan þeirra, en hataði hinn, en þó dró eitthvert ómót- stæðilegt afl hana að honum. Og honum giftist hún — en elskaði hún bróður manns síns? Það var hin örlagaríka spurning, og hún var sem milli tveggja elda. Þessi saga er spennandi og vel rituð eins og hinar fyiri bækur þessarar skáldkonu, sem hér hafa komið út hjá sama forlagi Falinn eldur og Sárt er að unna. — Andrés Krist- jánsson hefur þýtt bókina. ULU — heillandi heimur eftir eftir Jörgen Bitsch fjallar um para dís á jörðu á eyjum suðurhafa eins og hin fyrri bók hans, sem út kom í fyrra. Sú bók hét Gull og grænir skógar. í þessar'i bók segir höfund- ur frá mikilli frumskógaför um fljótaleiðir Borneó, dvöl með frum stæðri dvergþjóð, hættuferðum um straumhörð fljót og kynnum sínum af hausaveiður'um og fögrum skóg- ardísum. Bókin er prýdd mörgum mjög vel gerðum litmyndum og mjög vel úr garði gerð að búningi öllum. Sigvaldi hjálmarsson hefur þýtt bókina. Skipið sekkur er sorgarsagan um afdrif ítalska risaskipsins, Andrea Doria, þegar stórskipið Stockholm rakst á það fyrir nokkrum árum. Er sagan þar rakin nákvæmlega eftir réttarskjölum, skipsbókum og frásögn einstakra manna. Er þetta í senn mjög nákvæm og trú- verðug saga og stórbrotin, eins og efni standa til, og þessi frásögn er svo liðlega fram sett, að engu er líkar en góðri skáldsögu. Marg- ar ágætar myndir, prentaðar á myndapappír, eru í bókinni. Þetta er hörmungasaga en um leið sig- ursaga vasklegrar björgunar, þar sem nútímatækni kom að góðu liði til þess að bjarga mannslífum. Iíersteinn Pálsson hefur þýtt þessa bók. VINNUBORÐ ÁSGRÍMS JÓNSS0NAR Margir leggja leið sína I Ásgrímshús um þessar mundir til þess að njóta þeirrar gjafar, sem Ásgrímur Jónsson gaf þeim. Þar má t. d. sjá vinnuborð Ásgríms með þelm lltum, penslum og áhöldum, sem hann skildi við á þvi, er hann yfirgaf vinnustofu sína í síðasta slnn. — Hér sést vinnuborðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.