Tíminn - 23.11.1960, Qupperneq 1
Í65. tW. — 44. árgangur.
Miðvikudagur 23. nóvember 1960.
Drjúgar dag-
tekjur stráka
Fyrir nokkru kom móðir
með 8—9 ára scn sinn til
rannsóknarlögreglunnar í
Reykjavík, vegna þess að hún
nafði fundið ógrynni af alls
kyns ritföngum í fórum hans.
Var þar um að ræða sjálfblek-
unga, kúlupenna, blýanta,
yddara, strokleður o. s. frv.,
verðmæti alls rúmar 2000.00
kr.
Piltungur var tekinn til yfir-
heyrslu, og kom í Ijós, að hann
hafði ásamt jafngömlum félaga
sínum gengið eina dagstund í 4—5
(Framhald á 2. síðu).
200 hámer-
ar til Ítalíu
Patreksf jarðarbátar halda
áfram að fá hámeri, og er
þetta mikil uppgripaveiði að
verðmæti. Einn daginn komu
3—4 bátar með samtals 26 há-
merar, tveir voru með smar
níu hvor.
Þar hafa nú borizi á land sam-
tals 230 hámerar 200 þeirra verða
r.ú á næstunni sendar til ftalíu á
markað. Hver einstakur fiskur
gtrir til sjómanna um 1000 krón-
ur og er því hér um ekki lítið
verðmæti að ræða í fiski, sem
löngum hefur verið talinn hinn
versti ódráttur. S. J.
Þessir piltar hér á myndinni eru byrjaSlr að safna sér í áramótabrennu
og hlaða köst sinn á túninu vestan Kaplaskjólsvegar. Myndin var tekin
í fyrradag, en síðan er okkur tjáð, að óvinveittir flokkar úr öðrum götum
hafi skorið upp herör og ráðizt að kestinum og leikið hann grátt, en vér
trúum ekki öðru en Vesturbæingar hafi fleiri gamla siði i heiðri og láti
þessa ekki óhefnt. (Ljósm.: TÍMINN KM).
Sögulegur bæjarstjórnarfundur á Akranesi:
Gamla óreiðustefnan komin
í öndvegi á Akranesi aftur
í fyrrakvöld var haldinn bæjarstjórnarfundur s Akranesi
og varð hann allsögulegur og stóð í níu klukkustundir. Bæjar-
stjórnarfundur hefur ekki verið haldinn þar í rúmar sjö vik-
ur, þrátt fyrir ákvæði um mánaðarlega fundi. Á fundi þess-
um fór bæjarstjórnarmeirihlutinn hinar mestu hrakfarir.
Samþykkfi hann að svipta Daníel Ágústínusson, bæjarstjóra,
launum frá uppsagnardegi — Einnig var rætt um fjármál
bæjarins, gatnagerð, bæjarúfgerðina, launamál bæjarstjóra
og loks var kjörinn bæjarstjóri.
Fjármál
Upplýst var á fundinum, að öll
lán Akraneshafnar, sem fallið
höfðu í gjalddaga eftir 1. sept. s. 1.
níu talsins, væru öll komin í van-
skil, þar af eitt við Habag í Þýzka-
landi. Er hér um mjög alvarlegan
álitshnekki að ræða fyrir bæinn í
Kristján Thorlacíus
kosinn form. BSRB
Þingi Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja lauk kl.
4 í fyrrinótt Á síðasta fundin-
um var m. a. afgreidd ályktun
um launamál opinberra starfs-
manna og loks fór fram stjórn-
srkosning. Var Kristján Thor-
lacius kjörinn formaður
Banaslys
í Eyjum
Síðdegis í gær varð það
sorglega slys í Vestmannaeyj-
um, að stúlkubarn á þriðja
ári, Ingibjörg Guðmundsdóttir
að nafni, drukknaði í tjörn
skammt frá heimih sínu
Nánari atvik voru þau, að mað
ur að nafni Guðjón Björnsson átti
leið framhjá Vilpu, sem er tjarn-
arpollur, fornt vatnsból Eyja-
skeggja, sem nýlega hefur verið
gerð hleðsla í kr'ingum til að varð
veita staðinn, sem talinn er merk-
ur i sögu Eyjanna. Hann sá barnið
við tjörnina og skipaði því heim
til sín. Eftir stundarfjórðung átti
Guðjón aftur leið hjá. Kom hann
þá auga á eitthvað í tjörninni, og
fann þar barnið meðvitundarlaust
á grúfu í vatninu. Náði hann þeg-
ar í bíl og var stúlkan flutt í
sjúkrahús á örskammri stund. Lífg
unartilraunir í fjórar klukkustund-
ir báru ekki árangur. Foreldrar
barnsins eru Laufey Sigurðardótt-
ir og Guðmundur Jóelsson, Háa-
garði í Eyjum. Tjörnin Vilpa er
rétt hjá Vilboi'garstöðum, sem er
forn bústaður, að því er sagnir
herma.
Krlstján Thorlacius
Bandalagsins fyrir næsta
kjörtímabil,
Efnahagsóstj órn ríkisstjórnarinn
ar hefur að sjálfsögðu krenkt mjög
kosti opinberra starfsmanna, sem
flestra annarra landsmanna. Taldi
þingið að ekki yrði hjá því komizt
að opinberir starfsmenn færu fram
á allverulegar launahækkanir og
er talið líklegt að þær geti ekki
numið minna en 20—25%. Fól
þingið stjórn Bandalagsins að láta
fara fram athugun á því, hversu
miklu næmi sú kjararýrnun, sem
launþegar hefðu orðið fyrir að und
anförnu og byggja síðan á þeirri
athugun kröfur um launabætur.
Stjórnarkosning
Stjórnarkosning fór þannig, að
formaður, sem kosinn var sérstak
lega, var kjörinn Kr'istján Thor-
iacius en aðrir í stjórn eru: Júlíus
Björnsson, varaform., Andrés
Þormar, Eyjólfur Jónsson, Guðjón
B. Baldvinsson, Magnús Eggerts-
son, sr. Gunnar Árnason, Teitur
Þorleifsson og Sigurður Ingimund
arson.
Varastjórn skipa: Einar Ólafs-
son, Jón Kárason, Þorsteinn Ósk-
arsson og Haraldur Steinþórsson.
mörgum lánsstofnunum og láns-
traust bæjarins í yfirvofandi hættu.
Samþykkt var að taka -700 þús.
kr. amerískt vörukaupalán. Jafn-
framt var lýst yfir, að stærstu lán
unum yrði velt yfir á ríkissjóð, en
hann er í ábyi’gð fyrir sumum
þeirra. Var það sérstaklega harm-
að, að ríkissjóður skyldi ekki vera
í ábyrgð fyrir öllum lánum hafn-
arinnar og hægt að velta sem mestu
yfir á hann, og hælt sér af því.
Hins vegar kom það fram, að
til 1. sept. hefðu ellefu lán verið
gjaldfallin og öll greidd skilvís-
(Framhald á 2. síðu).
Sementsverksmiðjan lánar sement
til 15 ára með 6% vöxtum
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í fyrrakvöld skýrði Hálfdán
Sveinsson, bæjarstjóri, frá því að Sementsverksmiðja ríkisins
hefði lofað Akranesbæ sementi tSl gatnagerðar, sem greitt yrði
á 15 árum með 6% vöxtnm með gjalddaga í júní.
Sennilega hcfur stjóm Sementsverksmiðjunnar farið út í
þessa lánastarfsemi vegna þess samdráttar, sem nú hefur orðið
á sementsmarkaðnum vegna „viðreísnar" ríkisstjórnarinnar
Vafalaust munu aðrir viðskiptamenn verksmiðjunnar hyggja
gott til þess og óska eftir því að notfæra sér þessa góðu greiðslu-
skiimála og hagstæðu vaxtakjör. Einkum munu menn telja vaxta-
kjörin góð miðað við þær vaxtagreiðslur, sem menn verða nú
að inna af hendi af viðskipta- eða byggingalánum.
æiSSBErosnzXSQKMSS]!
, bls. 7