Tíminn - 23.11.1960, Side 7

Tíminn - 23.11.1960, Side 7
TIMIN N, miðvikudaginn 23. nóvember 1960. Uppbygging í stað stöðvunar Ályktun Alþýðusambandsþings um atvinnumál Meðal þeirra mála, er ný- afstaSi'ð Alþýðusambandsþing ræddi ýtarlega og gerði álykt anir um, voru atvinnumálin. Fer ályktun þingsins um þau hér á eftir: 27. þing ASÍ telur að skipu lögð uppbygging atvinnuvega landsins með fullkomnum framleiðslutækjum sé eitt af frumskilyrðum góðra lífs- kjara vinnustéttanna. Það hefur því verið frá þvi fyrsta eitt af mestu áhugamálum verkalýðssamtakanna að geta haft áhrif í þá átt, að aðal atvinnuvegir landsins séu búnir sem beztum framleiðslu tækjum, og að stjórn þeirra væri hagaö í sem nánustu sam ræmi við hagsmuni þjóðar- heildarinnar. Þessi stefna samtakanna, aö keypt væru ný og fullkomin atvinnutæki hverju sinni, hef ur jafnframt verið barátta gegn hinum gamalþekkta og landlæga sjúkdómi þjóðfélags okkar, atvinnuleysinu. Hægfara uppbygging Frá því að 26. þing ASÍ var haldið haustið 1958, má heita að atvinnuástand hafi verið sæmilega gott víða um land, enda hefur meiri fiskafli bor izt á land bæði þessi ár en áður hefur þekk$t hér. Þó hef ur atvinna verið stopul í ein stöku byggðum á þessu tíma- bili. Áframhald um uppbyggingu atvinnuveganna hefur verið hægfara á nær öllum sviðum að öðru leyti en því, að haldið var áfram með kaup á all- mörgum nýjum fiskibátum og fimm nýir togarar hafa verið kevptir til landsins. Á sviði fiskiðnaðarins hefur verið sem næst alger kyrr- staða og svipað er að segja um aðra iðnaöarstarfsemi. Ekkert meiriháttar iðnaðarfyrirtæki hefur verið í uppbyggingu. — Vatnsvirkj anaf ramkvæmdir “hafa ekki verið aðrar en þær, að lokið var við byggingu afl- stöðvarinnar við Efra-Sog. Hættuleg þróun Á yfirstandandi hausti hef- ur útflutningur á ísfiski með togurum og öðrum fiskiskip- um verið aukinn frá því, sem verið hefur frá árinu 1952, að löndunarbann á íslenzkan fisk var sett á í Bretlandi. Af þessu hefur leitt, að nokkur stærstu frystihúsin hafa stað ið lítið eða ekkert notuð í 2 —3 mánuði, og margt af því verkafólki, sem við þau hefur unnið undanfarin ár, orðið at vinnulaust. Þetta hefur einnig leitt af sér, að þau fiskiskip, sem sigla með aflann — oft hálffermi eða minna — afla minna en ella vegna siglinga- tímans. Verði framhald á því. að rekstri togaranna og hinna stærstu fiskibáta verði hagað þannig, að siglt sé á þeim með fiskinn óunninn til sölu er- lendis, mun leiða af því at- vinnuleysi margs verkafólks, jafnhliða mikilli rýrnun á gjaldeyristekjum af rekstri þessara skipa fyrir þjóðarbú- ið. Með því að auka nú sölu á óunnum fiskafla á erlendan markað, er verið að grafa und an starfsmöguleikum margra verðmætra fiskiðjuvera, og um leið atvinnu þess verka- fólks, sem við þau hefur starf að. Er þar með boðið heim að nýju í nokkrum bæjum og kauptúnum versta vágesti verkamannaheimilanna — at vinnuleysinu — sem um skeið hafði að mestu verið útrækur. Er á þennan hátt að birtast verkalýðnum ein af afleiðing um hinnar nýju efnahags- stefnu stjórnárvaldanna. Þingið lýsir sig í eindreginni andstöðu við þessa þróun í sölu sjávaraflans, en krefst þess, að áfram verði haldið á þeirri braut, að fiskaflinn veröi unnin i landinu og þann ig gerður að sem verðmæt- astri vöru fyrir þjóðarbbúið. Vítaverð óstjórn Framleiðsluvörur landsins hafa selzt greiðlega nema fiski- og síldarmjöl, sem ekki stenzt verðsamkeppni á mark aðnum. Þrátt fyrir það var mestur hluti síldaraflans s. 1. sumar unninn í verksmiðjum, en fyrirfram gerðir samning- ar um sölu saltsíldar ekki hag nýttir til fulls. S.l. tvö ár hef- ur sumarsíldveiði verið langt yfir meðallagi síðastliðinna 16 ára. Þó var á þessu ári að- eins 1/7 hluti sumarsíldarafl- ans saltaður og af þeim sök- um ekki fullnægt nema um það bil þriðja hluta af fyrir- fram umsaminni sölu á salt- síld. Hefur í þessu efni verið um vítaverða óstj órn að ræða, sem skaðað hefur landið um milljónatugi, og launatekjur verkafólks þar af leiðandi orð- ið miklu minni. Þingið væntir þess, að slíkt ráðslag verði ekki látið líðast framvegis um meðferð og hag nýtingu síldaraflans. Sjávarútvegsmál Síðastl. tvö ár hafa fiskveið arnar náð þeim mikla árangri að skila afla á land, sem svar ar um 100 lestum af fiski að meðaltali hvort ár á hvern sjó mann, sem að veiðunum hefur starfað. Árangurinn af út- færslu fiskveiðilandhelginnar birtist nú betur og betur meö hverju misseri sem líður, og hefur nú hvað bezt lýst sér í óvenjulega góðum afla fjölda fiskibáta við Vestur-, Austur- og Norðurland á yfirstandandi hausti. Þingið telur, eins og fyrri þing hafa gert, að fiskveiðarn ar og fiskiðnaðurinn sé og verði í náinni framtíð sá érundvöllur, sem lífskjör al- mennings öllu fremur verði að byggja á, og einnig verði að mestu á gengi sjávarútvegsins að grundvalla aðrar atvinnu- greinar í landinu. Þingið ítrekar því kröfur fyrri þinga um, að stöðugt verði haldið áfram að endur- nýja og auka' fiskiskipastól landsins með nýjum og góðum skipum, stórum og smáum, eft ir því sem bezt hentar á hverj um stað. Fiskiðnaðurinn verði stöðugt endurbættur og fjöl- breytni framleiðsluvaranna aukin. Hafnirnar verði stór- bættar og viðskiptamálum sjávarútvegsins komið í svo gott horf sem kostur er á. 2ja ára áætlun Þingið leggur ríka áherzlu á, að eftirtaldar aðgerðir verði framkvæmdar á næstu tveim árum til eflingar sjávarútveg inum: 1. AÐ áfram verði haldið að endurnýja og auka fiski- skipastól landsins með ekki færri en 25 til 30 nýjum vélbátum árlega, og togara flotinn verði stöðugt endur nýjaður með ekki færri en 2—3 nýjum togurum ár- lega. Verði byggt á nýjustu reynslu, innlendri og er- lendri, um gerð skipa og búnað hverju sinni. 2. AÐ mikið átak verði gert um skipulagða uppbyggingu hafnanna. Verði að því stefnt, að á næstu 10 ár- um verði allar hafnir, sem mikið gildi hafa fyrir fisk- veiðar og samgöngur lands- ins gerðar vel öruggar fyrir báta: og skip. Útvegað vérði erlent lánsfé með svo hagstæðum kj örum sem kostur er á til hafnarfram kvæmdanna. 3. AÐ gerðar verði sérstakar opinberar ráðstafanir til aukinnar vöruvöndunar og meiri fjölbreytni í fram- leiðslunni, m.a. með því að veitt verði hagstæð lán til uppbyggingar og eflingar niðursuðu sjávarafurða, og til að byggja upp síldar- söltunarstöðvarnar. Lagt verði kapp á að salta svo mikið af síldaraflanum sem fært er, og að allur salt- fiskur verði fullverkaður í landinu. 4. AÐ vísinda- og tæknirann- sóknir vegna fiskveiða og fiskiðnaðar verði auknar mikið frá því sem nú er, m.a. með auknum fjárfram lögum frá ríkinu. Verði öll starfsemi á því sviði sam- einuð hjá einni stofnun á vegum ríkisins. Byggt verði þegar á næsta ári fullkom ið fiski- og hafrannsóknar skip og því haldið stöðugt út við rannsóknir í þágu fiskveiðanna. 5. AÐ leitað verði til hlítar or sakanna fyrir hinu óeðli- lega lága fiskverði, sem Vinnslustöðvarnar greiða, og gerðar ráðstafanir til að nema á burt óeðlilegan milliliðagróða, vaxtaokur, hvers konar óstjórn og aðr ar viðráðanlegar ástæður, sem hlut eiga í hinu óhæfi lega lága fiskverði. AÐ ríkið taki í sínar hend- ur alla verzlun með olíu, smurningsolíur og báta- og skipavélar. Verði útvegin- um seldar þessar nauð- synjavörur við sannvirði. (Framhald á 2. síðu). Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- máium er and hagsmunum vinnandi fólks Ályktun Alþýíusambands Islands um efnahagsmál Verkalýðs- og atvinnumála nefnd Alþýðusambandsþings varð ekki sammála um af- greiðslu ályktunar um efna- hagsmál. Fer hér á eftir álykt un meiri hluta nefndarinnar, þcirra Eðvarðs Sigurðssonar, Hermanns Jónssonar, Bene- dikts Davíðssonar, Tryggva Helgasonar, Þorgerðar Þórðar dóttur og Aðalbjörns Arngríms sonar: Þingið telur, að stefna sú í efnahaCTs- og atvinnumálum, sem núverandi ríkisstjórn hef ur markað, sé andstæð hags- munum vinnandi fólks í land- inu. Afleiðing hinnár nýju efna- hagsmálastefnu er samdrátt- ur í atvinnulífinu og skert lífs kjör vinnustéttanna. Þingið telur, að dýrkeypt reynsla verkalýðssamtakanna af stjórnarstefnu siðastliðinna tveggja ára sanni, að eitt þýð ingarmesta atriðið í hagsmunn baráttu verkalýðsins sé. að geta treyst á öruggt samstarf við ríkisstjórn í landinu um i framkvæmd á efnahags- og at vinnumálastefnu, sem sé í sam | ræmi við hagsmuni vinnustétt janna í landinu. I Til þess að geta komið slíku samstarfi á, leggur þingið á- herzlu á að auka sem mest samstöðu verkafólks, bænda og fiskimanna. Breyta þarf um í 3 stefnu Þingið telur, að breyta verði um stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar í grundvallarat- riðum frá því sem nú er, og bendir m. a. á eftirfarandi: 1. í stað skipulagsleysis, sem nú ríkir í þjóðarbúskapn- um, og algjörs handahófs um framkvæmdir komi: Þjóðarbúskapur miðaður ’’ið fvrirfram gerða áæt!- un, þar sem sérstök á- herzla er lögð á fram- kvæmdaáætlun megin verkefna. í stað samdráttar, sem nú er í atvinnulífinu, komi: Markviss uppbygging at- vinnulífsins um allt land. í stað þess að láta einka- hagsmuni heildsala og ann arra innflytjenda ráða inn kaupum til landsins og binda þar með útflutning- inn við óhagkvæma mark- aði, komi: Viðskipti við aðrar þjóðir, sem fyrst og fremst tryggi örugga og havstæða mark aði og jafnframt vöruinn- kaup. í stað þess að hafa alla út- fiutningsverzlun lands- manna í höndum auðhringa og einstaklinga, komi: Útflutningsverzlun á veg- um ríkisins, eða undir ströngu eftirliti ríkisins. í stað þess að láta nokkra auðhringa og heildsala hafa með höndum allan innflutning á ýmsum þýð- ingarmestu vörutegundum, svo sem olíu, benzíni, bygg ingarvörum o.fl., komi: Ríkisverzlun með slíkar vörur. 6. í stað vaxtaokursins, sem nú rikir, komi: Stórfelld vaxtalækkun og þó mest á lánum, sem veitt eru til útflutnings- framleiðslunnar, til land búnaðarins, til íbúðarhús næðis. 7. í staö þess mikla milliliða- kostíiaðar, sem nú á sér | stað í ýmsum efnum, komi: Ráðstafanir til þess að draga úr slíkum gróða t.d. í flutningsgjöldum, vá- tryggingargjöldum, um- boðslaunum, gróða af einkasölu o.fl. þess hátt- ar. Það er krafa þingsins, að unnið verði á framangreind- an hátt með breyttri stefnu í efnahagsmálum að því að tryggja rekstur framleiðsluat- vinnuveganna og þar með batnandi lífskjör vinnustétt- anna oog hagsæld þjóðarinnar í heild.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.