Tíminn - 23.11.1960, Qupperneq 8
8
„Vetur 1 garð á grænum
klæðum, gengur brosandi þetta
sinn“. Enn eru grasblettir víða
gr'ænir 5 vikum fyrir jól. Við
sjóinn suðvestanlands sjást
bæði' nýútsprungnir fíflar og
biðukollur — jafnvel sóleyjar
móti sól. Garðar grænka af
arfa. Varpasveifgras, hátíða-
gras, vallarfagr’as o. fl. grös
standa með nýjum puntskífum.
Á rósum sjást blómhnappar. í
skjólgóðum görðum getur að
líta útsprungin sumarblóm, t.d.
bellis, morgunfrú, stjúpublóm
o.fl. Menn sækja óskemmt hvít-
kál út í garðana.
17. nóv. sá ég 25 tegundir
jurta með blómum í og við
garða í Reykjavík. Ber lang-
mest á stjúpublómunum. Stjúp-
urnar eru kynbættar fjólur
eins og kunnugt er, en fjólur
hafa verið ræktaðar um afar-
langan aldur. Til er fjöldi fjólu-
INGÓLFUR DAVÍÐSSON
GRÓÐUR og GARÐAR
Fjólu-króna
fjólunum að vori“. Skáldið
Goethe bar ætíð fjólufræ á
r;ér og sáði þeim víða við
Weimar'. Þetta eru Goethe-fjól
ur, segja menn þar enn í dag.
— íslendingar hafa miklar mæt
ur á þrenningarfjólunni og
hafa ort fagurlega um hana.
Farið var að kynbæta þr'enning-
arfjóluna snemma á 19. öld
og eru hin litauðugu stjúpu-
blóm árangurinn — einhver al
gengustu sumarblóm á íslandi
nú á dögum. — Aðfaranótt 18.
nóvember varð jörð hvít af
hélu, endurnar á Reykjavíkui'-
tjörn löbbuðu á ísskæni um
morguninn. Síðbúinn garðeig-
andi setti niður blómlauka eftir
hádegið. Hoppuðu þrestir í
kring um hann og hirtu síð-
Blóm í görðum 17. nóvember
tegunda víða um heim, allt frá
Grænlandi og suður til Eldlands
og Ástralíu. Líklega hefur ilm-
fjólan (marzfjólan) verið rækt-
uð lengst. Gátu duglegir garð-
yrkjumenn Forn-Grikkja látið
hana blómgast allt árið og hún
var seld á torgum Aþenu á vet-
urna. Var gyðjan Pallas Aþena
o.fl. sýnd með fjólukrans um
höfuðið á listaverkum, og borg-
in var í skáldskap kölluð hin
„fjólugirta" vegna fjólugarð-
anna umhverfis. Altari húsgoð-
anna voru skreytt fjólum. Fjól-
ur prýddu brúðarsængina, fjól-
ur og páskaliljur voru lagðar á
grafirnar. Á vorin voru þriggja
ára gömul böm krýnd fjólum
— ákveðinn dag — í Aþenu til
forna. Múhameðstrúarmenn
höfðu fjóluna í hávegum. „Fjól-
an er dýrðlegust blóma, eins og
múhameðstrú er öllum trúar-
brögðum æðri“ sagði spámaður-
inn. Tyr’kir notuðu líka fjólur
í þjóðardrykk sinn, og á miðöld-
um lögðu sumir fjólusveig um
höfuð sér til varnar höfuðverk
og timburmönnum! Margt bröll
uðu þeir gömlu! Þeir hafa lík-
lega sungið: „indæla fjólan
mín fríða“ þeirr’a tíma.
„Fjólusykur var notaður
gegn hósta. Enn eru fjólublóm
notuð til ilmefnagerðar í Suður
Frakklandi. — „Parmafjólan"
þótti mjög dýrmæt á dögum
Napóleons og Jósefínu. Englend
ingur éinn á þeim tíma reidd-
ist heiftai’lega matsveini sínum,
varpaði honum út um gluggann
út í garðinn, en baðaði svo út
höndunum og æpti: „Drottinn
minn, ég gleymdi fjólubeðinu
mínu“. Margar konur hafa fyrr
og síðar haft dálæti á fjólum
vegna ilmsins. Jósefína hafði
fjólukrans á höfði er hún mætti
Napóleon í fyrsta sinn, og fjól-
ur bar hún síðar’ í brúðarvendi
sínum. Sagt er að Napóleon
hafi jafnan sent henni fjólur
brúðkaupsafmælisdaginn. Haft
er eftir Napóleon, er hann fór
til Elbu: „Eg kem aftur með
ustu reyniberin. Reklar á birki
sitja enn fullir af fræjum, sýn-
ir það stillurnar og góðviðrin.
— Á kvöldin hafa dimmrauð
norðurljós kvikað á lofti óvenju
roðafögur. Segja stjörnuspakir
þetta stafa af sólgosum. „Blas-
ir’ við borgin mín, blikándi mán
inn skín, norðurljós leiftrandi
loga. Löngum þitt Ijósatraf —
lýsir um dimmblátt haf, fann-
ir og friðsæla voga“. — Svo var
eitt sinn kveðið. En nú er Esja
auð upp á efstu brúnir. — Það
sér á að sumarið var gott.
Jochum Eggertsson kom nýlega
með marga og vöxtulega ber-
serkjasveppi vestan frá Bjarka-
lundi. Líklega hafa þeir vaxið
lengi í landinu, en áraskipti að
því hvenær mikið ber á þeim.
Jochum kom líka með undarlegt
grænkál úr garði Meinholts í
Mosfellssveit. Blöð þessa gr’æn-
káls voru snjóhvít öðru megin
blaðstrengs, en eðlilega græn
hinu megin. Margt er undarlegt
í náttúrunnar ríki.
Fræði- og skemmtiiestur
Þorvaldur Thoroddsen: Ferða-
bók. IV. bindi. Snæbjörn Jóns-
son & Co. h.f., Reykjavík. 1960.
Með bindi þessu er lokið útgáfu
Ferðabókar Þorvaldar Thorodd-
sens, er Jón Eyþórsson hefur búið
til prentunar. í bindi þessu er nýr
ferðasögukafli, sem ekki var í frum
útgáfunni. Er hann Rannsóknarför
til íslands með Fr. Johnstrup pró-
fessor sumarið 1876. Höfundur var
þá aðeins 21 árs gamall er hann fór
rannsóknarför þessa með hinum
danska prófessor. Hafði hann þá
verið aðeins einn vetur í háskól-
anum í Höfn. Var þetta árið eftir
hið mikla Dyngjufjallagos, gos í
Ódáðahrauni og Sveinagjá. Telur
Þ. Th., að hann hafi haft mikið
gagn af för þessari með því að
sjá eldgosamenjar í stórum stíl
og kynnast jarðfræði íslands og al-
mennum rannsóknaraðferðum. Þá
eru og í þessu bindi, Ferðir á Norð
urlandi sumurin 1896 og 1897 og
Rannsóknir á heiðalöndum vestan
Langjökuls sumarið 1898. Með
þessum ferðasögum er ferðasögum
höf. lokið. Hófust r’annsóknarferðir
hans sem áður getur 1876, en svo
kemur hlé þar til 1882, er hann
hóf á ný rannsóknarferðir sínar
um landið og hélt þeim áfram á
sumrin nær óslitið til 1898. í síðari
hluta IV. bindis Ferðabókarinnar
eru kaflarnir: Hæðamælingar, Yfir
lit yfir hinn vísindalega árangur
rannsóknanna og skrá yfir Ritgerð-
Þorvaldur Thoroddsen
ir eftir Þorvald Thoroddsen pr’ent-
aðar á árunum 1875—1914 og 1915
—1925.
Enginn maður, hvorki fyrr né
síðar, hefur þekkt ísland eins vel
og Þorvaldur Thoroddsen. Og eng-
inn hefur lagt fram eins mikinn
skerf til aukinnar þekkingar á
landinu sem hann. Hann hefur
frætt landa sína um land þeirra
og borið út um víða veröld þekk-
ingu á landinu til vísindamanna
og fræðimanna, sem um það vilja
vita. Hann leiðr’étti margar villur,
sem áður voru á íslandskorti, og
fyllti þar út ýmsar eyður á svæð-
um á hálendinu, sem hann hafði
kannað en áður voru lítt kunn.
Hann gerði fjölda uppdrátta af ein-
stökum hlutum landsins og land-
inu í heild, þar á meðal jarðfræði-
kort.
Jafnframt þvl sem Þorvaldur
Thoroddsen var nafnfrægur land-
könnuður og jarðfræðingur, er
hann meðal allra afkastamestu rit-
höfunda og fræðimanna þjóðar
vorr’ar. Ritskrá hans sýnir hin risa-
vöxnu afköst hans sem rithöf-
undar.
Ferðabók Þ. Th. er ekki aðeins
vísindarit, heldur einnig alþýðleg
bók, sem hver lesandi íslendingur
getur notið sem fræðilesturs og
skemmtilesturs.
Bókaverzlun Snæbjamar Jóns-
sonar & Co. hefur’ unnið þjóðnytja
yerk með útgáfu Ferðabókarinnar.
Útgáfan er mjög smekkleg eins og
þær bækur eru jafnan, sem þessi
bókaverzlun gefur út. Er hún
skreytt svipmyndum eftir Halldór
Pétursson yfir kaflafyrirsögnum.
Mikil bókarprýði er að myndum
þessum.
Fjórða bindinu lýkur með r’eg-
istri fyrir öll bindin yfir samheiti
og atriðisorð, jurta- og dýraheiti.
Hafi þeir þökk, sem unnið hafa
að útgáfu þessarar sígildu merkis-
bókar. Þ.M.J.
TÍMINN, mfðvikndaginn 23. nóvember 196%
t*''. *
Bragl Ásgeirsson við eitt mályerk sitt.
Málverkasýnlng
Braga Ásgeirssonar
Síðast liðinn föstadag opnaði
Bragi Ásgeirsson, listmálari, sýn-
ingu í Listamannaskálanum. Þótt
listamaðurinn sé enn innan við
þrítugt, er þetta fjórtánda sýning-
ia sem hann heldur eða tekur
þátt í. Myndirnar, sem Bragi sýnir
að þessu sínni eru ir.álverk, stein-
þrykk, litografíur, raderingar og
aquatint, sáldþrykk, gouache
tempera o. fl.
Þessi sýnmg Braga er að mínu
viti sú bezta sinnar tegundar, sem
hér hefur verið haldin fram til
þessa. Þetta virðast stór orð, en
undir þau munu margir taka eftir
að hafa séð sýninguna.
Bragi Ásgeirsson hefur gífur-
legan hæfileika sem málari. Hann
leggur alla sál sína í listaverk
sír. og þau bera vitm um óvenju-
legt tilfinninganæmi og öruggan
smekk. Myndir hans eru nær allar
sterkar í byggingu og búa yfir
sapiræmdri fegurð í meðferð
forms og lita.
Þessi listamaður hefur vaxið
með hverri sýningu og þessi síð-
asta tekur af öll tvímæli um að
Bragi Ásgeirsson er orðinn beztur
íslenzkra abstraktmáiara, þótt Jó-
hannes Jóhannesson sé honum að
viru skæður keppinautur. — Sum-
ir kunna að fordæma þessi verk
vegna þess að þau eru abstrakt.
Þetta sjónarmið á engan rétt á
sér. íslenzkri myndlist er mikil
nauðsyn, að ólíkar liststefnur fái
að þróast óárerttar hlið við hlið,
— því fjölbreytilegri sem listin er
þeim mun betra. — Þeir sem sí-
fellt eru að krefjast dauðadóms
yfir ágætum listamönnum, sem
r ála íslenzka náttúra og þjóðlífs-
mvndir, eru listinni jafn óþarfir
og þeir, sem skera vilja allar
r-ýjar tilraunir niður við trog Það
eUt skiptir máli að vera sannur
og góður listamaður og hafa kunn
áttu, — en ekki hit: hvaoa lista-
stefnu er fylgt. En þetta jákvæða
sjónarmið til hstanna á sér því
nr.ður alltof fáa formælendur. Af-
leiðingin hefur svo orðið sú ab
hópur ágætra málara hefur verið
sniðgenginn og beittur argasta
ranglæti í sambandi við málverka-
sýningar erlendis, málverkakaup
til listasafnsins, listamannalaun
o. s. frv. En þetta er önmrr saga.
Bragi Ásgeirsson hefur með því
að sameina í list srnni kunnáttu
og frumlega sköpunargáfu unnið
tj; fyllstu viðurkenmngar, og það
eitt skiptir hér máli. — Málverk
eins og Sumar (mynd nr. 73),
Anna Seduta (mynd nr. 17), Mál-
verk (mynd nr. 51;, Stef í júlí
(mynd nr. 47), Skammdegi (mynd
nr. 23), Suðræn nótt (mynd nr.
31) og Spútnik í himinleik (Gou-
achemynd nr. 5) eru t. d. mikil
Iistaverk.
Sigurd Schulzt, forstjóri Thor-
valdsenssafnsins lýsir einhvers
staðar sýningu Braga í Khöfn með
or'ðunum: „Kultiveret og bragt
under kunstnerisk kontrol, den er
gennemlyset af en kunstnerisk In-
telligens.“ Hér hæfir forstjóri
Thorvaldsenssafnsins í mark. Fág-
un, kunnátta og þroskuð listgáfa
eru höfuðainkenni þessa ágæta
málara. Til hamingju Bragi Ás-
gfirsson!
Gunnar Dal
Mótmæla
„Fundur í verkalýðsfélaginu
Jökli, 3. okt. mótmælir hvers
konar samningum viö aðrar
þjóðir um frávik frá 12 mílna
fiskveiöilandhelgi. Skorar
fundurinn á ríkisstjórn ís-
lands að halda fast við á-
kvöröun Alþingis og þjóðar-
innar allrar um þau réttindi
sem þegar hafa verið tileink
uð, og hvika í engu frá því
marki.“