Tíminn - 23.11.1960, Síða 11
T t MIN N, miffvikudaginn 23. nóvember 1960.
II
—.....................■■■■..............
‘
..............................
i
SJONVARP 00
LESTRARVENJUR
Skáldsögurnar rykíalla í hillum bókasafna, en lest-
ur fagbóka færist í vöxt. Lítil útián unglingabóka
Lestrarvenjur ungs fólks
hafa breytzt með tilkomu sjón
varpsins.
Skáldskapurinn er á und-
anhaldi en í hans stað sækj-
ast unglingarnir meir eftir
fræðilegu lesefni Fagbæk-
urnar vinna á með auknum
kröfum um sérmenntun. Fleiri
bækur um tækni og vísindi
koma nú á markaðinn en
nokkru sinni fyrr því þróun-
in hefur skapað sívaxandi
þörf fyrir þess háttar lesefni.
Jafnvel hinar svokölluðu
unglingabækur eru sífellt
minna le.snar af unglingunum
sjálfum. 1 unglingadeild aðal-
bókasafnsins í Khöfn er helm-
ingurinn barnabækur en hinn
helmingur bókanna er líka til
í deild fullorðinna. Þær bæk-
ur sem sérstaklega eru ætl-
aðar ungimgum má telja á
íingrum sér
Hin neikvæðu áhrif sjón-
varpsins koma fram sem rén-
andi útlán á bókum. í október
lánaði unglingadeildin 3000
bindi, og það er minna en í
sama mánuði í fyrra þótt ung-
lingunum hafi fjölgað.
Þessi breyting kemur mest
niður á lestri þeirra bóka sem
ætlaðar eru til skemmtunar.
Það vinnst ekki tími til að lesa
þessar bækur, og svo er held-
ur ekki hægt að lesa meðan
horft er á sjónvarpið þótt til
séu unglingar sem halda því
fram að lexíurnar séu auðmelt
sri ef útvarpið gaular á með-
an þær eru lesnar.
Aftur á móti kemur það
bóklestri til góða ef fjallað er
um bækur í sjónvarpinu, og
vekur eftxrspurn eftir bókun-
um.
Fyrir nokkru var ensk kvik-
mynd „Trójuhesturinn“ sýnd
í danska sjónvarpinu. Daginn
eftir voru allar bækur á safn-
inu, sem að einhverju leyti
höfðu verið notaðar sem
grundvöllur kvikmvndarinnar,
lánaðar. (Úr Politiken.)
t>essl drengur hefur ekkl tíma til að lesa skáldsögur. Hain les kennslubækurnar sínar og bækur um skák I
Frfstundum.
Þessi stúika
leitar atS efni
til stílageríar.
Bækur fræ’ðilegs
efms eru nú
mest lesnar af
ungu fólki. þar
sem sjó:nvarpi$
hefur náí undir-
tökunum.
Lét ekki að sér hæða
Larsen lét ekki að sér hæða. Hann
var reklnn úr kommúnistaflokknum
danska sem frægt yar orðið, en stofn
aði eigin flokk og þurrkaði sinn
gamia út í kosningunum, sem nú eru
afstaðnar. Larsen fékk ellefu þing-
menn kjörna. Þessi mynd var tekin
af honum þegar hann var að labba á
kjörstað til að greiða sltt atkvæðl.
Fallnir fjalla-
klifrarar
Um 220 menn hafa farizt við klifur
og príl í Ölpunum á þessu ári sam-
kvæmt upplýsingum sem Associated
Press hefur frá Alpaþjóðum. Tími
'jallaklifrara er nú liðinn en hann er
úti ( fyrstu snjóum.
f Ausíurríki fárust 74, í ítaliu 45,
í Þýzkalandl 34 og f Frakklandl 18.
í fyrra var tala látinna af sömu or-
sökum 281 en árlð 1957 fórust 385
manns f Ölpunum.
Reyndir fjallamenn segja að slys-
in stafi mest megnis af þvf, að óvan-
ingar taki ekki tlllit tll ráðlegginga
um fjallgöngubúnað. Margir þessara
manna voru ilia fataðir.
Bönnuð birting
greina um kon-
ungsfjölskylduna
Elísabet Englandsdrottning hefur
unnið mál gegn þjóninum David J.
Payne, se mnú verður meinað að
birta opinberlega í Englandi greinar
um þjónsvist sina hjá drottningar-
mömmunnl og Margréti prinsessu.
Payne, sem nú verður meinað að
frönsk, þýzk og ftölsk blöð og sú
fyrsta hefur þegar séð dagslns Ijós í
frönsku blaði.
Rétturinn bannaði honum birtingu
á greinunum á Bretlandseyjum og
sömuleiðis að opinbera þar á nokk-
urn hátt kunnugleika sinn á brezku
konungsf jölskyldunni.
Tannkrems-
auglýsing
Hún er býsna skemmtileg myndin
sú arna þó ekki sé klárinn frfður til
munnsins þegar hann geiflar hann
svona. Hann er þó bara að gelspa að
því er virðist, og skyldi hann ekki
mega það? Einhver hefur stungið
upp á að tannkremsframleiðendur
noti myndina til auglýsinga. Það
gæti verið tilbreyting frá gömlu aug
lýsingunum með tannburstabrosinu.
«
*