Tíminn - 23.11.1960, Qupperneq 16

Tíminn - 23.11.1960, Qupperneq 16
Miffvikudaginn 23. nóvember 1960. 265. blaff. „Vetrardvöl^ i sumar- blíðu á Kanaríeyjum Mörgum íslendmgum mun vera þannig farið, að þá líður á vefurinn finna beir hjá sér sterka þrá eftir sól og sumar- blíðu. Þá öfunda beir oft þær ágætu þjóðir, serr byggja hin suðlægu sólarlörd. Ferða- skrifstofan Saga hefur því iagt sig í líma við að útvega ódýrt far til suðurlanda cg þægilega gistingu við hæfilegu verði yfir vetrarmánuðina. Eftir miklar samningaumleitanir liefur Sögu tekizt að fá til umráða 30 pláss á „Tourisl Class“ með liinum glæsilegu stórskipum „Windsor Castle“ og „Athlone Castle“ til Canarieyja fyrst í febrúar næsta ár og heim aftur í lok sama mánaðar. Skip þessi sem eru 38 þúsund og 26 þúsund lestir rð stærð bjóða upp á allar þær lystisemdir, sem ferðamenn "kjósa sér á sjóferðum. Jafnframt hefur Saga útvegað sér beint, gistirúm fyrir jafnmarga ferðamenn á ágæt- um gistihúsum á Canarieyjum í 2 vikur, þ. e. á milli ferða þessara nmræddu skipa. Vegna sérstakrar relvildar skipafélagsins, sem Saga hefur mjög nána samvinnu við, svo og einkar hagkvæmra samn- inga við hótelin, hefur tekizt að koma verðinu svo langt niður, að það er lítið hærra en það sem greiða verður fyrir ferðir um mun nálægari lönd. Þrátt fyrir þessi sérstöku kjör er ekki bundið við að fólkið fari í hóp og getur því verið út af fyrir sig eins og það óskar sjálft. Vegna þess hve Apar reknir úr vinnu Þrír sjimpartsar voru nýlega reknir úr húsgagnaverksmiðju einni í Houston, Texas, en þar hófu þeir vinnu í innpökkun- ardeild verksmiðjunnar fyrir nokkru, þar sem eigandinn hugðist ná sér í cdýrt vinnu- afl. Lét hann þjáifa sjimpans- ana sérstaklega til starfans Sjimpansarnir þrír heita Candy, Fudgie og Bobby. Þeim voru Vennd ákveðin handtök og í upp- hafi var verksmiðjueigandinn hinn á-sægðasti með árangurinn. En þar kom að sjimpansarnir urðu leiðir á því að setja húsgögn í kassa og tóku upp á því að setja hver annan í kassana svo að setja varð menn til að gæta þess að við- skiptavinirnir fengju ekki apa í síaðinn fyrir húsgögn í kössunum Eigandinn enn sannfærður Verksmiðiueigandinn. Ben Fried man, er enn sannfærður að apar geti unnið ýmis þau störf, sem menn vinna nú. Handtökin yrðu þó að vera tilbreytingarlaus og jafn- an þau sömu. „En við verðum að temja dýrin og vinn* með þeim í nokkur ár áður en þau geta innt af hendi starfann", bætti Fried- rran við! þiöngt er um pláss bæði á skipun- um og einnig á gistihúsunum á Canarieyjum ei nauðsynlegt að þeir sem hyggja á þátftöku í þess- t'.rr ferðum hafi hraðann á og hafi ramband við Ferðaskrifstofuna Sögu við Ingólfsstræti gegnt Gamla Bíó sem allra fyrst varð- ardi upplýsingar og farpantanir. Skipsfarið frá Bretlandi til Canari- cyja og til baka er 7000 íslenzkar krónur en par við bætist svo gist- ing og uppihaid en það’fer nokkuð cftir hverjar kröfur hinir einstöku þátttakendur gera tii iífsins þar syðra. Líklcgt má telja að marga (Framhald a 2 síðu) Svíakonungur gróf niður á tvo bæi binna fornu Etrúska Gústaf Svíakonungur er mjög áhugasamur fornleifafræffingur. Hérna á myndinni sýnir hann stóran etrúrískan vasa, sem fannst í hinum víðtæku rannsóknum sænskra fornleifafræðinga á Ítalíu tyrir skömmu. Gústaf í , konungur og menn hans fundu þar tvo bæi Etrúska, sem lagðir voru í eyði árið 388 fyrir Krist. 1 Frægasti áhugafornleifa- fræðingur í heimi er vafalaust Gústaf Svíakonungur — og þaS er ekki að ófyrirsynju því að hann rækir þetra áhugamál sitt af hinni mestu kostgæfni. Á fjölmennum blaðamanna- fundi í Róm fyrir skömmu til- kynnti konungurinn, að fimm ára fornleifarannsóknir Svía á svæði 100 km. fyrir norðan Róm hefðu borið mjög athygl- isverðan árangur. en konung- ur sjálfur hefur tekið virkan þátt í þessum rannsóknum. M. a. var leitað að minjum eftir hina fornu Etrúska og skýrði kon- ungur svo frá, að þeir teldu sig hafa komizt niður á leifar tveggja ævafornra Etrúskabæja, Cortuosa og Contenebra, en þessa bæi lögðu Rómverjar í eyði árið 388 fyrir ICrist. Fram til þessa hefur forn- leifafræðingum ekki tekizt að finna þessa bæi, en eftir þrotlaust fimm ára starf hefur það nú tekizt. Gústaf konungur sagði, að árangur þessara rannsókna hefði orðið næiri en nokkur hefði borað að vona. Gömul Maginot-lína Margt stórathyglisvert hefði komið í ljós, m. a. steinflötur, sem verið hefði eins konar undirbygg- iug fyrir miðaldaborgina San Giovenale, þar fundust einnig steimveggir og virki, en talið er, að þau hafi verið eins konar etrúr- ísk Maginot-lína á þeim tímum til varnar hinum herskáu Rómverj- um. Mikið fannst af alls konar keramiki og er innfluttir vasar frá Grikklandi komu í ljós var hægt að ákvarða timann. Svíarnir fundu enn fremur ýmsar merkar minjar frá bronz- og járnöld og fundust þær undir borgum Etrúska. Eins og kunnugt er hefur lengi verið deilt um uppruna hinna fornu Etrúska. HvaSan komu Etrúskar? Nánasti samstarfsmaður kon- ur.gs við fornleifaraniisóknir þess- (Framhald á 2. síðu). Þessi mjólkurbíll, sem hér sést á myndinni, vait norffur á Hvammstanga fyrlr nokkru. Hann kom þeysandi eftir einni götunni þar og siSan vtssu menn ekki fyrr til en hann var tekinn aS velta, og þaS með slíkum gassa, aS brúsarnir á palli hans fiugu hátt tll himna og lentu eins og skæSadrifa allt i kring. Pallhorn- iS fór inn í braggann, sem sésé1 aftan viS bilinn, en «lys nwnu ekki hafa orSHS á mönnum. (Ljósm.: TÍMINN SG&). Fyrirlestur r ir/ Um bandarískar bók- menntir Bandaríski sendikennarinn við Háskóla íslands, prófessor David R. Clark, flytur annan fyrirlestur sinn um amerískar bókmenntir fyrir almenning r. k. fimmfvjdagskvöld. 24 nóv., kl. 8.30 í I. ketonslustoftr háskólans Fyrirlesturinn fjaliar um skáld- verkið „The Scarlet Letter'* eftir Nathaniel Hawthorne (1804—64). „The Scarlet Letter“ sem kom út (Framhald á 2. síðu). Kaldi I dag verður austan kaldi, léttskýjað og hiti um frost- mark, ef veðurstofan reyn- ist sannspá.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.