Tíminn - 27.11.1960, Side 3
TÍMINN, sunnudaginn 27. nóvember 1960.
3
Lýkur í
Páll Steingrímsson
maðurlnn, sem sést i.
Inni. Hann sýnir verk sír. . -„ga
sal Þjóðminjasafnsins um þessar
mundir. Hann notar marglitan
grjótmulning, sem hann blandar
saman við plastkvoðu, til sköpun
ar sinna verka. Síðasti dagur sýn
ingarinnar er f dag, og er hún
opin frá 10 f. h. til 10 e.h.
Vðiskiptajöfn-
uðurinn við
útlönd
Blaðinu hefur borizt frétt
irá Hagstofu íslands um verS-
mæti innt'lutnings og útflutn-
ings í októbermánuði 1960.
Útflutningurinn í þessum
mánuði nam 295 millj. og var
nokkru meiri en í sama mán-
uði árið áður.
Heildarútflutningur mán-
aðanna jan.—okt. bæði árin
var hins vegar svipaður að
verðmæti. í október 1960 nem
innflutningurinn alls 231
milljón. Á tímabilinu jan.—
okt. 1960 er vöruskiptajöfn-
uðurinn óhagstæður um 462
milljónir. Þar af nema kaup
á skipum og flugvélum nærri
277 milljónum.
Nafnspjald á
innbrotssfað
í n-ótt va<r kalla:ð á lögregl- | hefði verið, sem svo ófrið-
iwa úr húsi einu í Vestur- lega lét við annarra hús um
bœnum. Þar búa konur tvœr, nætur. Bar þá svo vel I veiði,
og urðu fyrir því óláni að j að hótellykill fannst í hús-
inn til þeirra réást drukkinn ^ inu. Var nú farið með hann
karlma-ður, gerði sig allan til til hótelsins, sem var merkt-
og lét dólg&lega. | ur, og stóð það heima, að
Hafði hann ráðist inn umjhann var frá innbrjótum. —
glugga, braut rúðuna og
skreið inn um opið. Konun-
um varð illt við, er slíkur
óskapnaður birtist inni á
gólfi hjá þeim og hringdu
þegar í lögregluna og báðu
hana ásjár.
Þegar lögreglan kom á stað
inn. var maðurinn horfinn,
og konurnar einar eftir með
skelkinn og brotna rúðu. Var
nú hafizt handa með að
finna út, hver dólgur sá
Prakkarasögur úr
Vesturbæmim
og
Fjöldi nýrra báta á
Vestfirði á þessu ári
Útfærsla landhelginnar gerir aukningu
útgerðarinnar mögulega.
Undanfarið hefur mjög
fjölgað fiskibátum Vestfirð-
inga. Velbátaútgerðin er
greinilega í örum vexti. Þessi
vöxtur á sér ýmsar rætur.
Fyrst er að telja útvíkkun
landhelginnar, sem tvímæla-
laust hefur haft í för með sér
stórlega aukinn afla fyrir Vest
fjörðum sem annars staðar.
Auk þess er veruleg fólks-
fjölgun staðreynd á flestum
stöðum, og er þessi aukning
bátaflotans bráð nauðsyn til
að skapa atvinnu íyrir fólkið.
Á þessu ári hafa verið keyptir
tveir nýir bátar til Flateyrar, tveir
tij Þingeyrar, einn á Tálknafjöi'ð
og einn á Patreksfjörð. Auk þess
hefur vélbáturinn Sunnutindur
yerið keyptur frá Djúpavogi til
Tsafjarðar. Bolvíkingar eru nú í
þann veginn að fá nýjan bát, og
sömuleiðis kemur nýr bátur innan
skamms til Súðavíkur Þessi nýju
skip eru yfirleitt 75—95 lestir að
stærð.
skáldsaga úr sveitinni.
Helgafell hefur sent frá sér | sveitalífið. Sagan ber nafnið
nýja drengjabók fyrir börn og \ Átök. Páll Þorsteinsson al-
fullorSnœ. Nefnist hún Gvend þingismaður ritar aðfaraorð
að sögunni og segir þar frá
höfundi, en hún er húsfreyja
í Lónssveit austur.
ur Jóns og við hinir, og er
eftir Hendrik Ottóson frétta
mann. Ber bókín ujiáirtitil-
inn: Prakkarasögur úr Ve&'t-
u.rbœn-um,
Hendrik Ottóson hefur áð-
ur gefið út bók um strákana
í Vesturbænum en hér er um
nýtt safn að ræða. Fyrri bók
in hlaut ódæma vinsældir og
ekki er að efa að þessi sé
síðri. Bókin er 163 blaðsíður
og vönduð að öllum frágangi.
Átök
Þá hefur íslenzk skáldkona
kveðið sér hljððs, Guðiaug
Benediktsdóttir, sem sendir
frá sér langa skáldsögu um
Hafði sá gleymt að skila lykl
inum til næturvarðarins, og
skildi hann hins vegar eftir
sem nafnspjald hjá fyrr-
greindum konum. — Þetta
var utanbæj armaður.
Ágæt béraSs-
bátið Fram-
sóknarmanna
Framsóknarfélag Borgfirð-
inga hélt héraðshátíð sína sl.
laugardag að Hlöðum í Hval-
firði. Var samkoman fjöl-
menn og ríkti almenn ánægja
með hana. Ræður fluttu
Halldór E. Sigurðsson, alþm.
og Daníel Ágústínusson. Jón
Óskarsson, varaform. Sam
bands ungra Framsóknar-
manna flutti ávarp. Þá söng
Erlingur Vigfússon, tenór-
söngvari, við undirleik Ragn
ars Björnssonar, söngstjóra,
og Karl Guðmundsson leikari
fór með skemmtiþætti og
hermdi eftir ýmsum skörung
um þjóðarinnar.
H UTÁX un HHMl
Danska þjóftþingift
Kaupmannahöfn, 26. nóv. —
Hið nýkjöma danska þjóð-
þing kemur saman n. k.
þriðjudag. Af 179 þingmönn
um hafa 54 þingmenn ekki
setið á þingi áður. Aldurs-
forseti þingsins Ole Björn
Kraft, einn af leiðtogum
íhaldsflokksins mun stjórna
fyrsta þingfundinum.
Goður afli ísa-
(jarðarbáta
ísafirði í gær. — Héðan er
róið á hverjum degi, og er
afli allgóður, yfirleitt fást
4—8 lestir á bát með línu á
dag. Héðan róa 10 bátar,
fjórir frá Hnífsdal og fimm
frá Bolungarvík. Tíðarfar er
með eindæmum gott. Enn er
bilfært til Reykjavíkur, og
er haldið uppi föstum áætl-
unárferðum með vöruflutn-
inga. Hér milli fjarðanna eru
enn allar heiðar færar, og
hefur ekki þurft að moka, og
er það óvanalegt um þetta
leyti árs. GS
Skautum stolið
í fyrradag um kl. 11 bar svo við,
að stúlka nokkur, 13 ára, sem verið
hafði á skautum á Tjörninni, tók þá
af sér og lagði á bekk hjá Iðnó. Síð-
an brá hún sér frá stundarkorn, en
er hún kom aftur, voru skautarnir
horfnir.
StúLkan gaf sig þá á tal við stúlk
ur, sem þar voru nærri, og tjáðu
þær henni, að þær hefðu séð stráka
hóp á þessum slóðum, æði grunsam
iegan, en ekki sáu þær þá taka skaut
ana.
Stúlkan fór þá heim til sin og
tjáði móður sinni tiðindin. Móðirin
brá þegar við og hringdi í nokkrar
verzlanir, ef ske kynni að skautarn
ir hefðu verið boðnir þar fram. Jú,
í Goðaborg höfðu komið 5 strákar
og selt þar skauta. Sögðu þeir, að
systir eins þeirra ætti þá, og hefði
beðið strákana að selja þá fyrir sig.
Afgreiðslumaðurinn varaði sig ekki
á lýginni og stúlkan fékk sk >vi
sína aftur. En nú er eftir a3 hafa
hendur í hári piltanna. Eru stúlk-
urnar, sem veittu þeim athygli niður
á Tjörn, svo og >>'.• ’•••'- sem við
hópinn kann.«';' •'■> rann
sóknarlögrt 3am
kvæmt upplýsingum afgreiðslumanns
ins í Goðaborg voru þeir allir úlþu
klæddir, en þeir, sem höfðu sig mest
í frarnmi, voru skolhærðir, annar
Ijósskolhærður en hinn dökkskol
hærður.
Datt á bíl
Á jöunda tímanum í fyrrakvöld
féll maður á bíl á gatnamótum
Laugavegs og Smiðjustígs. Var mað-
ur þessi að koma úr leikfimi í leik
fimishúsi Jóns Þorsteinssonar og
kvartaði um svima. Er talið, að hann
muni hafa sundlað, og það hafi vald
ið fallinu. Hann lenti aftast á bíl,
sem ók niður Laugaveginn, en mun
ekki hafa meiðzt neitt sem heitir.
Hemlar biluðu
Rétt fyrir hádegi í gær lenti fólks
bíil aftan á vörubíl á gatnamótum
Aðalstrætis og Túngötu. Ástæðan var
sú, að hemlar biluðu skyndilega á
fólksbílnum. Hann skemmdist heil-
mikið, en siys urðu ekki á mönnum.
Rann í gír
Þá bar það til tíðinda rétt um
hádegið, að bíll, sem skilinn var eftir
rétt hjá gatnamótum Rauðarárstigs
og Skúlagötu, brá undir sig betri
hjól.unum og rann svo sem þrjár
lengdir sínar. Þar nam hann staðar
á öðrum bíl, sem þar stóð kyrr. Talið
er, að sá sem rann hafi verið skilinn
eftir í þriðja gír, en sá gir ekki hald-
ið honum kyrrum.
Gatnamótaárekstur
Rétt eftir hádegið varð harður
gatnamótaárekstur á mótum Ægis
götu og Bárugötu. Þar rákust saman
tvær fólksbifreiðar, og skemmdust
báðar mjög mikið. Slys urðu ekki
á mönnum.
Lýst eftir skellinötSru
í vikunni var skellinöðru stolið
frá Nýlendugötu 19 B. Númer henn-
ar er R—809, gerð Victoría, grá að
l'it.
Fyrir hálfum mánuði — 13. nóv. —
var skellinöðru stolið frá biðskýli
við Kalkofnsveg. Númerið er R—443,
gerð Rixe, litur grænn. — Þeir, sem
kynnu að hafa orðið varir við um-
ræddar skellinöðrur, eru beðnir að
Iáta rannsóknarlögregluna vita.
Spaak stytJur tillöguna
um nýjan liðsafla NATO
PARÍS — NTB, 26. nóv. —
Paul Henry Spaak, aðalfram
kvæmdastjóri NATO talaði
á þinguannafundinum í
morgun og studdi mjög þá
hugmynd, að bandalagið
kæmi sér upp herafla er
senda mætti með skyndi á
vettvang þar sem átök ættu
sér stað og hætta væri á því
að slík átök gætu breiðzt út.
Slíkur liðsafli gæti reynzt
mjög áhrifaríkur og hefði
mjög heppileg sálræn áhrif.
Dillon og Anderson
London, 26. nóv. — Banda-
risku ráðherrarnir Ander-
son og Dillon hafa nú lokið
viðræðum viö brezka ráö-
herra og halda þeir að lík-
indum heimleiðis í dag. Ekki
er talið, að þeir hafi borið
fram svipaðar kröfur við
brezka ráðamenn o>g þeir
gerðu í Bonn við v-þýzku
stjórnina.
Deilt um upptöku
Mauretaníu í S.Þ.
NeÐ York, 26. nóv. — Stjóm
málanefnd S.Þ. hélt í dag
áfram viðræðum um upp-
töku Mauretaníu í bandalag
S.Þ. e>n hún fær sjálfstæði á
mánudag. Marokkó og ýmis
Arabaríki hafa mjög barizt
gegn upptoku Mauretaníu,
en Frakkar og fleiri lönd
hafa lagt til að landið fengi
inntöku í S.þ.