Tíminn - 27.11.1960, Blaðsíða 6
6
T1MIN N, sunnuíaginn 27. nóvember 1960.
Þjóðin verður að rísa sem einn mað
Þegar vinstri stjórnin var
mynduð 1956, var ákveðiS í
stjórnarsáttmálanum að færa
út landhelgina en ekki hve
mikið né hvenær Ríkisstjórn
in vildi að um betta mesta
mál þjóðarinnar, síðan frels-
ismál hennar leystist, yrði
haft samráð mill' allra flokka
— líka stjórnarandstæðinga.
Því var sett upp sam-
starfsnefnd með fulltníum frá
cllum flokkum. Smátt og smáft
varð ljóst, að Sjálfstæðisflokkur-
inn ætlaði að verða hinni fyrri
skemmdarstefnu sinni í stjórnar-
andsföðunni trúr — líka í þessu
vandasamasta máli, sem til úr-
lausnar hefur komið lengi. Forð-
azt var sem heitan eld að taka
afstöðu og ábyrgð, og tillögum
svarað með unnanbrögðum og
vífilengjum.
Augljóst var, að þjóðareining-
in um landhelgismálið megnaði
ekki að ná til leiðtoga Sjálfstæð
isflokksins. Sjálfstæðisflokkur-
inn var reiðubúinn að nota þetta
mál út í yztu æsar eins og öll
önnur, til þess eins að tefla ref-
skák sína gegn ríkisstjórninni.
Þetta var þó ekki hægt að setja
fyrir sig, þótt alvarlegt væri, og
það því fremur sem við sannfærð
umst um, því meir, sem fieira
gerðist og nær dró úrslitum, að
ef vinstri stjórnin sundraðist án
þess að hafa fært út landhelg-
ina, væri útfærslan úr sögunni
um ófyrirsjáanlegan tíma.
Framsóknarflokk-
urinn varð að
finna leiðina
Við urðum því að finna leið
til þess að færa út, sem vinstri
stjórnin gat staðið saman um.
Þessa leið varð Framsóknarflokk
urinn að íinna og við þetta varð
að miða meðferð málsins.
íslendingum bar að greina frá
fyrirætlunum sínum í Atlants-
hafsbandalaginu samkvæmt sátt-
mála þeirra samtaka.
Við ráðherrar Framsóknar-
flokksins vorurr. ráðnir í að nota
aðstöðuna í NATÓ til að reyna
að fá viðurkenningu á einhliða
útfærslu og vinna að skilningi
á okkar málstað — en við vorum
líka ráðn.r í að tyrirbyggja að
málið drukknaði þar í endalausu
þófi og við vorum ráðnir í að
knýja fram útfærsluna, þótt við-
urkenning íengist ekki.
Öðru negin við okkur voru
þeir, sem ekki vildu mikið til
vinna að tryggja vjðurkenningu
fyrirfram. Hir.u megin þeir,
sem vildu endalaust póf og ekki
virtust mega til bess hugsa að
stíga lokaskrefið andspænis full-
kominni óvissu um hvort það
yrði viðarkennt af nokkurri
þeirri þjóð, sem við höfðum nán-
ast samstarf við. En til þess
vorum við ráðherrar Framsókn-
arflokksins reiðubúnir. ef þyrfti,
en heldur ekki nema að full-
reyndum leiðum til viðurkenn-
ingar. Við töldum skylt að reyna
til hlítar.þótt okkur væri vel Ijóst,
að hverfandi líkui væru fyrir
viðurkenningu fyrirfram, þar
sem andstaða þessara þjóða
beindist fyrst og fremst gegn
því að ganga inn á rétt nokk-
unrar þjóðar til einhliða út-
færslu landhelgi.
Romið að úrslita-
stund
Mikil vinna hafði verið lögð í
að kynna okkar málstað. en nú
var komið að úrslitastundinni.
Genfarráðstefnunni fyrri var
iokið. Þar hafði 12 mílna fisk
veiðilandhelgi fengið mikinn byr,
þótt ekki næði fuilu samþykki.
Nú var ljóst, að tii skarar varð
eð skríða.
Fyrst varð að fá hreint úr því
skorið, hvort nokkur möguleiki
væri til þess að fá út úr viðræð-
unum í NATÓ hreina viðurkenn-
ingu á einhiiða rétti til útfærslu.
En slík viðurkenning hefði þýtt
algeran sigur okkai í landhelgis-
málinu í víðustu merkingu, því
að með slíku var ekki aðeins opn
uð friðsamleg og fyrirhafnarlaus
leið til útfærslu í 12 mílur, held-
ur brotinn isinn ti’. enn frekari
útfærslu í framhald’ af því.
Hér var því ekki lítið að vinna.
— Til að fá úr þessu skorið var
skeytið sent 18. maí 1958 af ráð-
herrum Framsóknarflokksins og
Alþýðuflokksins — en ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins vildu ekki
slíka lokakönnun á þessu atriði.
í skeytinu var sagt, að feng-
ist viðurkenning á einhliða rétti
íslendinga til útfærslu, yrði til
athugunar tekið að lull útfærsla
í 12 milur yrði gerð á 3 árum,
en grunnanur yrðu þá færðar
EYSTEINN JÓNSSON
Ræða Eysteins Jónssonar um landhelgis-
málið í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld
út. Þetta var borið undir for-
mann Sjálfstæðisflokksins, eins
og hann hefur sjálfur játað, en
þeirri steínu í málinu trúr að
taka enga ábyrgð á einu né
neinu, sem gæti orðið til þess
að leysa málið, tók hann enga
afstöðu til þess. Hitt er svo ljóst
af því, sém síðar kom fram, að
forráðamenn Sjálfstæðisflokks-
ins vildu láta halda viðtalsþóf-
inu í NATÓ áfram þótt fyrir
lægi algerlega neikvætt svar frá
framkvæmdast.ióra NATÓ um
viðurkenmngu a einhliða út-
færslu.
Það er svo einn þáttur í ógeðs-
legum skrípaleik þeirra nú, sem
ætla að fara aftan að þjóðinni
; landhelgismálinu, að láta eins
og þessum tilraunum hafi verið
ljóstað upp nú, þótt þær væri
þeim vel kunnar frá byrjun og
væru m.a. ræddar á kosninga-
fundum og í blöðum í tveimur
Alþingiskosningum, þar sem
Framsóknarflokknum var m.a. af
Alþýðubandalaginu legið á hálsi
fyrir þetta — en Framsóknar-
menn síður en svo boriö kinn-
roða fyrir fremur en nokkuð,
sem hann hefur aðhafzt í land-
helgismálinu. Það nýja í málinu
er einvörðungu, að í vandræð
um sínum reyna þeir, sem ætla
að svíkja, að svæfa dómgreind
manna, með því að bera þessar
tilraunir lii að fá viðurkenningu
fyrir einbliða útfærslu.saman við
fyrirætlamr sínar um að verð-
launa Breta fyrir ofbeldið með
því að afhenda þeim bað, sem
við erum búnir að vinna — með
því að hleypa veiðiþjófunum inn
á íslenzka bátaflotann í okkar
eigin landhelgi.
Framsóknarflokk-
urinn hafnaði ráð-
stefnu á vegum
NATO
Þegar það lá fyrir 1958, að
viðurkenuing á einhliða rétti til
útfærslunnar var alveg ófáanleg,
var komð að lokaþætti landhelg-
ísmálsins. Framkvæmdasljóri
NATÓ hafði nú stungið upp á
sérstakri ráðstefnu um landhelg-
ismálið á vegum NATÓ.
Afstaða Framsóknarflokksins
var nú tekin þessi. Ráðstefna
kemur ekki til mála, þar sem
fyrir liggur að viðurkenning er
ófáanleg og hik nú er sama og
að tapa málinu. Ákvörðun um
útfærsluna ber að taka strax en
láta hana vera í 12 mílur að ó-
breyttri grunnlínu þar sem fyrir
fram samþykkt er áfáanleg og
taka gildi 1. september og nota
tímann þangað "til, til að kynna
okkar málstað.
Alþýðubandalagið vildi út-
færslu strax en gat fallizt á af-
stöðu Framsóknarfiokksins.
Afstaða Alþýðuflokksins var
alveg óljós, er. viðhöfð voru
hvers konar undanorögð.
Var nú afstaða Framsóknar-
flokksins bori.n u’ndir forystu-
menn Sjálfstæðistlokksins og
hefur frá því öllu verið skýrt
áður opinberlega.
Forystumenn Sjáifstæðisflokks
ins neituðu að sainþykkja út-
færsluna og vildu ekki vera með
í því að íafna ráðstefnu á veg-
um NATÓ. Kröfðust áframhald
andi viðræðna á vegum NATÓ,
þótt þeim væri vel kunnugt um
þau svör, sem þaðan höfðu bor-
izt, um að engir möguleikar væru
á viðurkenningu.
Þessi afstaða foringja Sjálf-
stæðsflokksins var í nákvæmu
samræmi við þann fasta ásetn-
ing þeirra, sem alltaf kom betur
og betur í ljós, að íe.vna að not-
færa sér landhelgismálið póli-
tískt og Laka ekki a sig nokkru
sinni nokkra ábyrgð á því að
vera með í nokkurri iausn,
hversu mikil nauðsyn sem á því
kynni að vera fyrir þjóðina, að
samstaða gæti myndazt. Þeir
vissu að i málinu varð að taka
áhættu. Hana vildu þeir ekki
laka. Eftir á átti að segja ef
það passaði: Það átti að fara
öðru vísi að. — í málinu var
einnig hægt að gera yfirboð. Það
átti að segja: Við vildum meira.
Þokkalegur leikux — finnst
mönnum ekki.
Stjórninni varð að
halda saman
Við ráðherrar Framsóknarfl.
vorum á hinn bóginn sannfærðir
um, enn sem fyrr, að tækist okk-
ur ekki að halda stjórninni sam-
an og færa út, þá væri málið tap-
cð. Þá murdu undansláttarflokk
arnir ná tökum á málinu og þá
var ekki mikio vafamál hvernig
færi, enda geta menn farið nokk
uð nærri um hvenær þeir flokk-
ar, sem aú ætla að færa land-
helgina inn aftur — hvenær þeir
flokkar hefðu fært landheigina
út í 12 mílur með einhliða á-
kvörðun sg án þess að vita nokk
uð um hvort sú ákvörðun yrði
viðurkennd í verki af nágranna-
og samstarfsþ.ióðum okkar. En
það var þetta, serr þurfti að
gera, ef brjota áttj niður mót-
stöðuna gegn einhliða rétti til
útfærslu.
Hér mun ekki reynt að segja
írá lokaþættinum ’ ríkisstjórn-
inni, en bað er nukkuð einkenn-
andi fyrir þau átök, sem urðu
til að fá Alþvðuflukkinn inn á
það, sem ufan á varð — að tvisv-
ar sinnum var for.-ætisráðherra
búinn að biðja um ríkisráðstund
til að leggja fyrir iausnarbeiðni
ríksstjórnarinnar og einu sinni
höfðum við gefið upp alla von
um að okkur auðnaðist að leysa
málið. En þrátt fyrir allt þá
tókst það og með því var land-
helgismálinu borgið Valt þetta
að lokum á því, að forystumenn
AlþýðufloKksins voru þá enn
hræddari við reikningsskil í land
helgismálinu framm, fyrir þjóð-
inni — en Breta, enda þá ekki
búnir að kaupa sér líftryggingu
hjá íhaldinu.
Útfærsian í 12 milur mun jafn
an verða talinn merkur atburður
í sögu þjóðarinnai — og út-
rærsla okkar r 12 mílur hefur
haft stórkustleg áhrif á afstöðu
i landhelgismálunum á alþjóða-
vettvangi, 1 þá átt að brjóta nið-
ur yfirgang þeirra, sem vilja
stunda ránsveiðar á landgrunni
annarra.
Og allt hékk þetta á bláþræði
þessa maídaga vorið 1958 en
bjargaðist samt.
Á bláþræði - en
bjargaðist
Útfærslan átti að gilda frá 1.
sept. og átti að nota tímann til
að skýra okkar málstað fyrir öðr-
um þjóðum, m.a. innan NATÓ,
sem fyrr segir. Þennan tíma eða
þangað til útfærslan kom í gildi
var afstaða okkar Frámsóknar-
manna hin sama og mótaðist í
skeyti frá 18. maí, (þótt utan-
ríkisráðherra þóknaðist að orða
hana öðruvísi í skeyti sínu frá
17. ágúst), en við höfnuðum
samningum um málið sem fyrr.
En Alþýðuflokkurinn lá flatur
fyrir hverju gylliboði um samn-
inga sem fyrr, að maður nú
ekki tali um fcrystu Sjálfstæðis-
flokksins.
Óheilindi Mbl.
Sumarið 1958 var örlagatími
hér norður við heimsskautsbaug-
inn. Rfkisstjórnin hafði tekið
sína ákvörðun, tekið áhættu, sem
varð að taka, og nú reið á hvern-
ig aðrar þjóðir brygðust Við. Al-
menningur í landinu stóð að
baki stjórnrnni. Um það þarf eng
inn að efast. Nú reið mest á, að
sú þjóðareining, sem raunveru-
lega var til um útfærsluna kæmi
skýrt fram, svo að enginn, sem
hafa kynni illt í hyggju, væri í
vafa um að hann ætti einhuga
þjóð að mæta, sem ekki yrði
Uúguð frá ákvörðun sinni.
En þá skeði það, sem vafalaust
hefur nokkuð örlagaríkt orðið
og lengi mun minnzt verða.
Aðalmálgagm Sjálfstæðis-
flokksins, sem Bj. B. stýrði, var
ekki beitt til þess að styðja á-
kvörðunina um útfærslu, sem
rú hafði verið tekin af lögiegri
stjórn með þingmeirihluta að
baki og lífsnauðsyn var fyrir
þjóðina að fengi að fullu stað-
rzt —. og þó vissu þeir, sem þar