Tíminn - 27.11.1960, Side 7
T í MIN N, sunnudagiim 27. nóvember 1960.
7
ur gegn skerðingu landhelginnar
réðu húsum, að erindrekar Breta
íylgdust nákvæmlega með öllu
hér til að kanna hve sterku ís-
lendingar væru í máhnu. Hve
vel þeir stæðu saman og allt með
það fyrir augum að beita ís-
lendinga ofbeldi, ef þeir teidu
sig sjá veilu i samstöðu þjóðar-
innar, sem leitt gæti til undan-
halds í þeirra þágu
Við þessa aðstöðu var Morgun
blaðið notað undir forustu Bj.
Ben.. til þess að deila á og rífa
niður á allar lundir og tortryggja
með öllu hugsanlegu móti ákvörð
un ríkisstjórnar'innar um út-
færslu landhelginnar, sem fram
undan var 1. sept.
Það var hamrað á því, að Sjálf
stæðisflokkurinn hefði viljað
meiri og lengri viðræður, eins
og það var kallað, í stað útfærsl-
unnar. Eins og á stóð var þetta
ekkert annað en hreinlega tilboð
um samninga, enda ekki skilið
nema á einn veg af Bretum. Þeir
vissu vel, að Sjálfstæðismönnum
var vel kunnugt það, sem á milli
hafði farið í NATÓ, og að öll
þessi hróp um meiri og meiri
' viðræður gátu ekki þýtt annað en
að Sjálfstæðismenn teldu að
ganga ætti til móts við þeirra
sjónarmið.
Grafið undan
látlaust
Allt sumarið var sleitulaust
alið á því í Morgunblaðinu, hve
stórkostlegur ágreiningur ríkti
um útfærslu landhelginnar og
allt, sem að því lyti. — Það hafði
verið ágreiningur meðal þeirra,
sem ákvarðanir áttu að taka. En
hann var leystur, nema ágrein-
ingur þeirra forustumanna í Sjálf
stæðisflokknum, sem óleysanleg-
ur var. Það var augljóst orðið,
að þjóðin stóð að baki því, sem
ríkisstjómin hafði gert í málinu.
En um það stóð ekkert í Morgun
blaðinu og þaðan af síður hvatn-
ingar til allra að standa fast
saman um það, sem gert hafði
verið, vegna hættu utan frá. En
Bretar lásu Morgunblaðið og
þeim var ekki ljóst, að það tal-
aði ekki einu sinni fyrir munn
almennings í Sjálfstæðsflokkn-
um þetta sumar, hvað þá þjóð-
ina.
Svo langt gekk að hörðu
þurfti að beita tii að koma í
blaðið ályktunum um samstöðu
í landheigismálinu þegar þær
fóru að berast, Vegna þess ekki
sízt hve mörgum blöakraði
sundrungarstarf blaðsins á þess
ari örlagastund.
Hámarki náði þessi áróður til
að gr'afa undan ákvörðuninni um
útfærsluna og gera hana tor-
tryggilega og veika í augum sam-
starfsþjóða okkar — með því að
forustumenn Sjálfstæðisflokksins
héldu því blákalt fram, að Komm
únistar hefðu ráðið ferðinni í
landhelgismálinu. Þetta væri
þeirra mál orðið.
Á þessu var staglazt í Morgun-
blaðinu allt sumarið— en það
var ekki nóg að B. Ben. stæði
fyrir því. Ólafur Thors varð líka
að fara á stúfana og lýsa því yfir
í ræðu m. a., og í Mbl., „að ráð-
herrar Framsóknarflokksins
væru eins og bundn’r fangar aft-
an í stríðsvagn Kommúnista.“ í
landhelgismálinu.
Þá var heldur ekkert tilsparað
í Mbl., að koma þvi á framfæri.
að Alþýðuflokksmenn hefðu ver
ið kúgaðir í landhelgismálinu. Á
því áttu Bretar að sjá, að Al-
þýðuflokksmenn voru ekki eins
ótilkippiiegir og ætla mætti af
þátttöku þeirra í útfærslunni.
Var furða að Breiar teldu sig
geta boðið íslendingum siti af
hverju eftir að hafa fengið slík-
ar upplýsingar frá háttsettum
ínönnum að baki viglínu íslend-
iuga, um sjálfa útlærsluna og
hvað að baki henni stæði? Hafa
menn íhugað ti Ihlílar þá botn-
lausu spillingu. sem í þessari
froinkomu telst, að ekki séu við-
höfð önnur orð. sem ættu betur
við.
Þessi taumlausi aróður Morg-
unblaðsins allt sumarið 1958,
hlaut að gefa Bretum þá hug-
mynd, að við sundraða þjóð væri
að eiga í landhelgismálinu, sem
hlyti að láta undan og semja, ef
henni væri sýndur hnefinn. Með
þessu varð forustulið Sjálfstæðis
flokksins þess valdandí, að Bret-
ar lögðu út í ofbeldisverk sín á
fiskimiðum íslendinga, og er
þung ábyrgð þeirra manna, sem
slrkt kalla yfir þjóð sína.
• •
Orlaganótt
við ísland
Aðfaranótt 1. september 1958
var mikil örlaganótt við ísiand.
Þá gerðust þeir atburðir, sem
tímamótum ollu í landhelgis-
máii þjóðarinnar.
Togarar allra þjóða færðu sig
út fyrir 12 mílna mörkin, nema
Bretar. Þegar togarar annarra
þjóða færðu sig út úr hinni
nýju landhelgi, til þess að viður
kenna hana þar með í verki,
sigldu brezku herskipin inn í
nýju landhelgina til þess að
reyna að halda þar uppi fisk-
veiðum með ofbeldi og kúga fs-
lendinga með því til undan-
halds. Hina sundruðu þjóð á
vegum Kommúnista, sem Morg-
unblaðið hafði verið að lýsa fyr
ir Bretum allt sumarið.
Ég hef oft sagt áður og segi
enn, að þegar togarar allra ann-
arra en Breta færðu sig út fyrir
aðfaranótt 1. september, unnu ís-
lendingar sigur í landhelgismál-
inu, og mikið eigum við þeim
þjóðum að þakka, sem viður-
kenndu þá rétt okkar í verki.
Ekki þarf að fara í neinar graf
götur um, að þar nutum við þess,
sem fram hafði farið innan
NATÓ til að skýra okkar mál.
Ennfremur eðlilegrar tilhliðrun-
arsemi, sem við höfðum látið
koma fram, að við værum til með
að sýna, gegn fullri viðurkenn-
ingu á okkar einhliða rétti til
útfærslu.
Þar nutum við einnig þess, að
við vorum í NATÓ og í allri land
helgisbaráttu okkar hefur okkur
verið mikill styrkur að veru okk-
ar í NATÓ, þótt ekki hafi það
náð að firra okkur ofbeldi Breta.
Og vera okkar í NATÓ er, ásamt
fleiru, trygging fyrir því að land-
helgismálið er raunverulega
leyst, og tilslökun í því nú bein
svik við málstað íslendinga.
Rödd Mbl.
drukknaði
Þann 1. september 1958 sigr-
uðu íslendingar í landhelgis
málinu. Röddinni í Morgun
blaðinu var drekkt í þeirri öldu,
sem nieð þjooinm reis til sam-
stöðu um 12 mílna fiskveiðiland
helgina nýju og gegn ofbeldi
Breta.
En nú urðu þáttaskil í stjórn
málum landsins. Undansláttar
flokkarnir í landhelgismálinu
náðu tökum á málefnum þjóðar-
innar. En það þurfti að halda
tvennar kosningar og það tók
meira en ár. Jarðveguiinn var
heldur ekki upp á það bezta til að
tala um undanslátt og samninga •
meðan viðureign við herskip
Breta og veiðiþjófa í landhelg-
inni var svo að segja daglegt
br'auð íslendinga. Enda var Rödd
in, sem áður var svo^ óþreytandi
að lýsa sundrungu fslendinga í
landhelgismálinu, útfærslu land-
helginnar eftir fyrirskipun Komm
únista og nauðsyn þess að semja
og semja, —enda var Röddin nú
jafn áköf að lýsa yfir því, að eng-
inn undansláttur frá 12 mílunum
í nokkurri mynd kæmi til mála.
Það var lika sem óðast verið að
kjósa.
Á Alþingi tóku forustumenn
Sjálfstæðisflokksins þátt í að
samþykkja þetta sama og voru ó-
þreytandi að sverja fyrir alla
möguleika til undanslátar frá 12
mílna fiskveiðilandhelginni. Allt
virtist í góðu horfi og engin veila
í neinu og margir voru farnir að
trúa því, að þjóðareiningin í land
inu næði orðið til leiðtoga stjórn-
arflokkanna og allir stæðu saman
gegn ofbeldi Breta.
En svo fór því miður, að í ljós
kom, að svo var ekki, og að þeir
t.d.,, sem héldu að forusta Sjálf-
stæðisflokksins hefði skipt um
skoðun frá því um sumarið 1958,
höfðu rangt fyrir sér. Eftir kosn-
ingarnar , sem þurfti að klára
fyrst, var beðið eftir landhelgis-
ráðstefnunni í Genf. Sú ráðstefna
styrkti enn stórkostlega málstað
íslendinga. (Sögulega réttinum
var hafnaö og stóraukið fylgi við
12 mílna fiskveiðilögsögu.)
En ekki var ráðstefnunni samt
fyrr lokið en undanhaldið byrj-
aði. Fyrst kom sakaruppgjöfin,
sem gat átt rétt á sér, ef jafn-
framt var gert alveg endanlega
ljóst, að ekkert undanhald kæmi
til mála, né nokkrir samningar út
af ofbeldi Breta. Þá gat hún létt
Bretum að láta af ofbeldinu.
En það er svo furðulegt, að
tæpast fást orð yfir, að menn,
sem ætluðu sér að semja við of-
beldismennina, skyldu byrja á
því að gefa þeim upp allar sakir
áður en þeir settust niður með
þeim til að semja við þá. Ætli
slíkt sé ekki bara fágætt í allri
heimssögunni. Með sakaruppgjöf-
inni, eins og hún var fram-
kvæmd, og með því að taka upp
samninga í framhaidi af henni,
munu Bretar telja sig hafa fengið
staðfestingu á því, að það væri
engin tilviljun hvernig Morgun-
blaðið var skrifað sumarið 1958,
og að þeir hafi, þegar allt komi
til alls, ekki reiknað skakkt, þeg-
ar þeir drógu þær ályktanir um
sumarið, að þeim mundi óhætt að
sýna herskipin. Bak við víglínu
íslendinga í landhelgismálinu
væru menn, sem vildu slaka til,
ef þau væru sýnd. Og brezkir for-
ráðamenn hafa langa æfingu í að
sjá veilurnar í fari þeirra, sem
þeir vlja sýna yfirgang og hafa
glöggt auga fyrr veiku hlekkjun
urn. Þeir hafa alllaf treyst á óheil
ndi forustuliðs stjórnarfl. og
byggt á þeim, og að undir byggi
sú skoðun Bj. Ben., að ekki yrði
isngra komizt en Bretar vildu, og
staðfestist það af öllu tali hans
fyrr.og síðar.
Hvernig stendur
málið nú?
Með aðförum ríkjsstjórnarinn-
ar hefur málstað fslendinga verið
spillt — og nú er hiópað: Hvern-
ig á að leysa fiskveiðideiluna.
íslendingar verða að gera eitt-
hvað til að leysa deiluna.
Annað veifið er svo talað eins
og vígdrekar Breta iiggi tilbúnir
og hótað að senda þá inn, ef ekki
er samið. Hitt veifið er sagt, að
vígdrekar komi ekki, en eitthvað
sem sé jafnvel verra, enginn veit
hvað. Við okkur, sem berjumst af
öllu afli móti því að brezka tog-
araflotanum sé nú hleypt inn í
landhelgina, er sagt: Hvernig
viljið þið leysa deiluna?
Við svörum því með því. að
biðja menn að líta á hvernig mál-
ið stendur, þegar moldinni er
blásið frá.
Allar þjóðir nema Bretar, hafa
viðurkennt 12 mílna útfærsluna
i verki.
Allir vita, að Bretar geta alls
ekki látið togara sína fiska hér
við land undir herskipavernd.
Reynsla þeirra er svo ömurleg af
þess háttar veiðum, að slíkt fær
engum dulizt.
Friðun landhelginnar má heita
alger í reynd og fiskgengd við
strendurnar miklu meiri en áður.
Jafnvel þeir, sem vilja nú beita
sér fyrir samningum og launa
Bretum ofbeldið með fríðindum
á kostnað íslenzku fiskimannanna
og þjóðarinriár,' hafa viðurkennt,
að 12 mílurnar hafa sigrað.
Það er bókstafltga ekkert í
þessu niáli, sem nálgast bað nokk
uð að gefa ástæðu til að fórna
því, sem við höfum þegar unnið.
Hví skyldum við gera slíkt.
Annað mál væri að taka tillit
til annarra þjóða í sambandj við
óflun vðurkenningar á einhliða
pkvörðunum okkar cf um enn
frekari útfærslu í 16 mílur eða
20 mílur væri að ræða, en það
væri hliðsíætt því. sem fyrir lá
1958.
Fátt sýnir betur sekt og vand-
ræði þeirra, sem fyrir samning-
unum við Breta standa, en til-
raunir þeirra til að bera það sam
an að afhenda Bretum í verð-
launaskyni fyrir ofbeldið — það,
sem við erum búnir að vinna —
nýju landhelgina, — að bera
þetta saman við tilraunina 1958,
til þess að fá fyrirfram viður-
kenningu á einhliða útfær'slu í
stað algerrar óvissu um, hvort
nokkur nágrannaþjóðanna mundi
viðurkenna útfærsiuna.
Nú erum við búnir að fá viður-
kenningu allra í reynd nema
Breta, sem ekki geta fiskað í
landhelginni áfram eins og þeir
hafa reynt. Við erum búnir að
sigra í 12 mílna málinu, einnig á
alþjóðavettvangi, og þurfum ekki
að semja um vansæmandi undan-
slátt við einn né neinn. —
Þeir, sem fyrir þessu standa
r,ú eru líka svo þri tnir að rök-
um fyrir því, að íslendinga reki
riauður tii slíkrar '.’ppgjafar, að
þeir eru farnir t.d. að afsaka
samninga með því, að það þurfi
að kaupa með fríðindum í land-
helginni leyfi til að landa ísfiski
í Bretlandi. Þá höfum við það, að
slíkur er skilningur þessara
manna á þýðingarmesta réttinda-
máli þjóðarinnar — landheigis-
málinu — að þeir eru reiðubúnir
að láta landsréttindi íslands fyrir
fisksöluleyfi í Bretlandi og það
eftir allt, sem á undan er gengið.
Hvað ætli mikið yrði eftir af fisk-
veiðilandhelginni að nokkrum ár
um liðnum. ef far.ð verðui að
. nota hana sem gjaldmiðil í verzl-
unarsamningum við önnur lönd.
Það er svo enn táknrænt um
þetta lið, sem nú ætlar að semja
við Breta, að það stendur þessa
dagana að tillögu á Alþingi um
að senda íslenzka vélbátaflotann
til fiskveiða suður að Afríku-
ströndum um leið og Bretum er
ætlað að koma inn í landhelgina.
Fiskgengdin við landið hefur
nú aukizt verulega vegna stækk-
unar fiskveiðilandhelginnar.
Menn horfa nú vonglaðir fram á
enn batnandi afla við strendurn-
ar og byggja á því framtíðarvonir
sínar.
Það er furðuleg ófyrirleitni að
láta sér til hugar koma að hleypa
nú brezka togaraflotanum inn í
landhelgina gersamlega að á-
stæðulausu, leyfa veiðiþjófunum
að láta nú greipar sópa um svæð-
ið, sem búið er að friða. Það má
þá Iíka nærri geta hvernip að-
i’arir Bretanna yrðu í landhelg-
inni núna, ef þeim verður hleypt
inn fyrir, eftir allt sem á undan
er gengið, og þeir munu þykj-
ast vita nvaða aðfarir bað eru,
sem mest gefi í aðra hönd í við-
skiptum við íslendinga.
Gegn þessu verður bjóðin að
rísa og láta þá, sem fyrir þessu
standa, vita nú þegar að þeir
muni glata fyigi og trausti, ef
þetta verður gert. Mun þá mál-
inu verða bjargaé á síðustu
stundu.
Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags-
ins voru haldnir 23. og 24. nóv.
síðast liðinn, Það var strengja-
kvartett Bjórns Ólafssonar, sem
lck tvo strengjakvaríetta Vita et
mors eftir Jón Leifs og kvartett
nr 12 í Es-dúr op. 127 eftir Beet-
hoven. Kvartett Jóm Leifs, Líi og
dauði, er hugnæmt verk og vel
unnið. í efmsskránni segir, að það
sc endurmmningar og eftirmæli
uir, dóttur hans, sem hann missti
á sviplegan hátt 1? ára gamla.
Kvartettinn er bví eins konar Tor-
rek höfundar. Hann er í þremur
þattum. Sá fyrsti bei heitið
Bernska, sá næsti Æska og sá síð-
r.vti Sálumessa. Eilíið Það er í
fyrsta sinn nú í haust, sem þessi
kvartett er fluttur héi á landi, og
e:ga þeir félagar þakair skilið fyrir
það verk.
Síðustu strengjakvartettar Beel-
hovens teljast ein hin æðsta tón-
Lst, sem nokkurn tíma hefur verið
srmin. Þeir eru það síðasta, sem
hann samdi. Kvartettinn op. 127
er mikið vark að vöxtum en meira
að gæðum. Sérstakkga er annar
þátturinn fallegur. Leikur þeirra
fjórmenninganna var snurðulaus
og áferðargóður og bar þess vitni,
j'' þeir hafa lagt sig fram til að
leysa þetta sem bezt af hendi.