Tíminn - 27.11.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.11.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 27. nóvember 1960. /uí/&Mza______ um /iz/p&œa — Nei, sagði Arlene hlæjandi — hér hefur enginn komið — nema sölu- maður nokkur, sein var að bjóða hálsbindi, en ég keypti ekkert. — Það var leitt, ég hetði vel getað þegið eitt háisbindi núna. Hálsbindi til sölu Smásaga eftir Simon Almar ★ Dyrabjalla~i hrmgdi og Arlene gekk fram og opnaði. Úti fyrir stóð maður með slitna ferðatösku i hendi. Hann opnaði töskuna og hampaði handfylli af lit- skærum hálsbindum. — Vantar ekki fallegt háls bindi, frú? — Nei takk, sagði Arlene og ætlaði að loka, en mað- urinn hafði þá sett fótinn milli stafs og hurðar. — Nælon, silki, ullarbindi, frú, eftirlætisgjöf handa eig inmanninum .... mjög 6- dýr .... Skyndilega datt af honum sölumannssvipurinn og hann virti konuna betur fyrir sér. — Arlene! hrópaði hann upp yfir sig. — Það var ó- vænt að sjá þig hér. Arlene brá í brún, en hún var fljót að átta sig og sagði með jafnaðargeði: — Svo þú ert orðinn sölu- maður, Antóníó. Hann skellti aftur tösk- unni en sýndi ekki á sér fararsnið. — Þú hefur aldeilis komið ár þinni fyrir torð, sagði hann, — einbýlishús í bezta hverfi bæjarins .... tveir bílskúrar og lystigarður .... ég segi nú bara það! Býð- urðu mér ekki inn fyrir? Arlene var nógu glögg til til að skynja hótunina sem fólst í málrómnum. Hún yppti öxlum og vék sér til hliðar, benti honum að koma inn fyrir. — Hefurðu lyst á kaffi- sopa? spurði hún. — Áttu ekki eitthvað sterk ara? sagði Antóníó og glotti meðan hann virti gaumgæfi lega fyrir sér rikmannleg húsgögnin. Teygði úr sér í djúpum hægindastól.— For stjórinn hlýtur að eiga sér vínkjallara? Ja, sýndist mér ekki rétt? Stóð ekki forstjóri á hurðinni? Arlene náði í flösku úr vín- skápnum og setti fram tvö glös. — Maðurinn minn rekur jámverksmiðju, sagði hún og fékk sér sæti fyrir fram- an gestinn. Á nokkrum and- artökum skutu upp kollin- um minningamar frá París — námsárin. Þá hafði Anton íó lagt ýmislegt fyrir sig, hann hafði verið dansari, söngvari, happdrættismiða- sali, ljónatemjari og fl. Hann hafði þótt með afbrigðum fríður, svo konur máttu ei vatni halda í návist hans. Nú hafði aldurinn markað hann rúnum, og fötin og ó- rakað andlit hans báru því vitni að hallaði undan fæti. Þegar hann hafði lokið úr glasi sínu og fyllt það á ný, sagði hann: — Það fe? vel um mann í þessum stól, það verð ég að segja. Hvenær kemur maðurinn þinn heim? Eg hef fyllsta hug á að hitta hann að máli. — Jean er vanur að koma um fimm leytið, sagði Arlene hann þá kemur. Stundum lætur hann ekki sjá sig. Hvers vegna langar þig til að hitta hann? — O, ég hefði yndi af því að segja honum frá æsku- dögunum í París — heldurðu það mundi ekki gleðja hann að heyra um sambúð okkar þá? Þegar við héldum til saman í risíbúðinni í Rue Mouffetard? Hvað þá, Ar- lene, ertu búin að gleyma þessum yndisstundum okk- ar? Arlene fékk skyndilega löngun til að fá sér eitt- hvað hjartastyrkjandi. Hún tæmdi glasið. Svo hló hún. — Nei, ég hef ekki gleymt því, Antóníó....ég minn- ist þessara daga oft með sárum trega .... við höfð- um ekki nema til hnífs og skeiðar .... en þó vorum við sæl og hamingjusöm. Antónió geiflaði sig. — Hamingjusöm? Það var nú svona og svona. Þú hlýt- ur að hafa það betra núna. Gift ríkisbubba, vel klædd, glæsileg kona með nýtízku hárgreiðslu .... morð fjár í bankanum gæti ég haldið. Hann var þegar farinn að velta því fyrir sér hvað hann gæti farið fram á háa upp- hæð fyrir að hypja sig burt án þess að segja eiginmann- inum frá æskudögunum í París. Augnaráð Arlene var orð- ið fjarrænt og dreymandi. — Peningar eru ekki sama og hamingja, sagði hún. — Sumum virðist það ef til vill, en .... þegar maður hefur rekið sig á, þá veit maður betur. Jean er tuttugu ár- um eldri en ég, hann er sköllóttur og hefur ýstru. Hann drekkur of mikið og daðrar við hverja konu, sem hann kemst í tæri við. Eg hef oft verið komin á fremsta hlunn með að skilja við hann. — Þú segir þetta nú bara, elskan, sagði Antóníó. — Nei, mér er fúlasta al- vara, sagði Arlene, — ég vildi heldur búa í kvisther- bergi í París — með manni, sem ég elskaði — en hér í stóru einbýlishúsi í litlum kaupstað. Ef ég ætti kost á því, mundi ég fara strax í fyrramálið. Eða í kvöld! Ferð þú aftur til Parísar, Antóníó? — Já, það var nú ætlunln — ég hef litla íbúð ekki langt frá Rue Mouffetard, en .... — En ertu kvæntur? — Nei, að vísu ekki. Eg mundi aldrei kunna við mig í hjónabandi. Það er bara eitt herbergi og eldhús. — Já, en það er nóg! hróp aði Arlene með glóð í aug- um, — taktu mig með þér til Parísar, Antóníó . . . ég kem ef þú vilt! Antoníó hvarflaði undan augnaráði hennar. — Og yfirgefa forstjórann, einbýlishúsið, lystigarðinn og .... — Og allt, hrópaði Arlene, og rödd hennar var þrungin ástriðu, — það fer jám- brautarlest klukkan fjögur, við getum náð þeirri lest. Antóníó hvolfdi enn í sig úr einu glasi. Hann hafði ekki búizt við að málin snerust þessa sveif. — Geturðu tekið með þér nóga peninga? — Bara nokkur þúsund franka, það eru matarpen- ingamir, sagði Arlene, — en við skulum ekki þrasa um peninga. Núna þegar við höfum loksins hitzt aftur ef tir tíu löng ár .... Það er eins og lifið sjálft kalli á mig. Eg hleyp upp og læt það nauðsynlegasta ofan í tösku strax. Drekktu bara það sem eftir er í flöskunni. Tíu minútum seinna horfði Arlene út um svefnherbergis gluggann sinn á Antóníó læð ast út á veröndina og hlaupa yfir garðinn í áttina að göt- unni. Hún varpaði öndinni léttar. Eginmaður hennar kom heim nákvæmlega klukkan fimm. Hann var þritugur að aldri, hár og herðibreiður, vel vaxinn og fríður. Þegar hann hafði gengið frá bílnum inni í skúmum, hljóp hann léttilega inn i stofu og þreif eiginkonuna í fangið. Hann spurði fyrst eftir börnunum. Síðan spurði hann: — Hefur nokkur komið i dag? — Nei, sagði Arlene hlæj- andi, — bara maður, sem var að selja hálsbindi. En ég keypti ekkert af honum. — Eg hefði þó vel getað þegið eitt bindi, sagði Jean. — Hann seldi þau of dýrt, sagði Arlene.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.