Tíminn - 27.11.1960, Síða 9
TÍMINN, sunnudaginn 27. nóvember 1960.
9
Á vegum Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs er nýkomið út Ritsafn
Theódóru Thoroddsen skáldkonu,
í útgáfu Sigurðar Nordal, prófess
ors, mikið rit og vandað að frá
gang), svo sem hæfir verkum
þessarar mikilhæfu og ástsælu
skáldkonu. Sigurður Nordal ritar
afbragðs vel um Theódóru fram-
an við skáldritin. — Þjóðin dáir
þessa skáldkonu mest fyrir Ijóð
hennar og þulur, sem lengi hafa
lifað á vörum alþýðu manna, en
Theódóra ritaði margt fleira af-
burða vel, svo sem þætti af mönn
um, minnlngar ýmsar, hugvekjur
og þýðingar.
Tíminn birtir hér með leyfi tvo
þætti í ritsafni Theódóru, frá-
sögn af landskunnum förumanni
frá síðustu öid, og litla hug-
vekju, sem í senn er fögur og
stórbrotin, þótt stutt sé.
Það var laust eftir 1870 á
sprengikvöld, að við ungvið-
in á Breiðabólsstað á Skóga-
strönd sátum sátum kringum
grútartýru og bjuggum út
ösku- og steinapoka, til þess
að allt væri til taks næsta
morgun, er öskudagsfagnað-
urinn byrjaði. Þá var bað-
ið að dyrum, við krakkarnir
þutum út; fyrir dyrum stóðu
karl og kona og báðust gist-
ingar. Þau voru sýnilega
langt að komin; bar konan
úttroðinn pokasnigil á bak-
inu, en karlmaðurinn fjórð-
ungspott.
Við leiddum þau í baðstofu,
því að við vissum, að öllum
var heimil gisting á bæ for-
eldra minna. Þegar þeim
hafði verið unninn beini, fór
móðir mín að spyrja þau
spjörunum úr, hvað þau
hétu, hvaðan þau væru,
hvert þau ætluðu o.fl. Sagð-
ist þeim svo frá:
Þau hétu Pétur og Guðrún
og voru hjón. Voru þau kom-
in gangandi alla leið norð-
an af Melrakkasléttu, höfðu
búið þar lítilfjörlegu búi,
átt nokkur börn, flest á legg
komin, en svo kom skæð um-
ferðaveiki í sveit þeirra, tóku
börn þeirra veikina og dóu
öll nema eitt eða tvö, ég
man ekki hvort heldur, þau
yngstu. Varð þeim svo mikið
um þær raunir, að þau höfðu
ekki sinnu á að hirða um bú-
ið og eirðu ekki í héraðinu,
komu barninu eða börnun-
um í fóstur, yfirgáfu hreysið
og héldu af stað, hún með
skiptaföt þeirra á bakinu, en
hann með pottinn, til þess
þó að hafa eitthvert eldhús-
gagn, þegar þau settust að.
Var nú ferðinni heitið vest-
ur undir Snæfellsjökul;
hafði Pétur heyrt, að þar
væri björgulegt pláss í ver-
stöðvunum undir Jökli og
hugðust helzt að setjast þar
að.
Þau gistu hjá okkur í tvær
nætur, því að mamma sagði,
að þeim mundi full þörf að
hvíla sig daginn eftir, og lík-
legast biði þeirra ekki sú
sælan undir Jökli, að þeim
lægi svo mjög á að komast
þangað.
Nokkrum árum síðar bar
Pétur aftur að garði hjá
okkur, var hann þá sendi-
maður prestsins á Setbergi
í Eyrarsveit, átti hann að
FrúTHEODORA THORODDSEN
^fVEér faiiiist Eiann
merkur heiðursmaður"
Þáttur af Pétri landshornasirkli
fara suður í Kjós að sækja
þangað kú fyrir prestinn.
Ég man, að móðir min
spurði hann eftir högum
þeirra hjóna og hvar þau
hefðu dvalizt, síðan þau
komu síðast.
Sagði Pétur, að þau hefðu
verið hér og þar undir Jökli,
en ættu nú heima í Eyrar-
sveit; væru þar í þurrabúð
við Bryggjuna. Afkoman
væri nú svo, að þau hefðu til
hnífs og skeiðar, meðan þau
gætu unnið og eitthvað feng-
ist úr sjónum, og annars og
meira krefðust þau ekki.
Eftir þetta liðu mörg ár,
þangað til ég sá Pétur gamla,
en það var haustið 1884. Ég
var þá nýgift og flutt til ísa-
fjarðar. Þá var það eitt sinn,
að mér er sagt, að maður
vilji hafa tal af mér.
Ég geng fram og kenndi
þegar manninn, að það var
Pétur. Spurði ég, hvað hon-
um væri á höndum.
„Ja, það er nú svona“,
þetta var orðtak hans, „frú
mín góð, að ég veit, að þér
eruð nýflutt hingað og þekk-
ið máske fáa, og ætlaði ég
að láta yður vita, að ég er
fús á að gera fyrir yður hand
arvik, ef þér þurfið með“.
Ég þakkaði honum fyrir og
sagði, að mér þætti gott að
eiga von á aðstoð hans, ef ég
þyrfti við. Varð og sú raun
á, að ég kallaði fremur til
hans en annarra um snún-
inga, meðan hans naut við.
Það var svo handhægt að
grípa til hns. Aldrei átti Pét-
ur svo annríkt, að hann teldi
eftir að hlaupa spor eða
vinna verk, sem aðrir þótt-
ust of fínir til að gera, og þó
átti hann sinn metnað. T.d.
kom það eitt sinn fyrir, með-
an maðurinn minn var sýslu
maður í ísafj arðarsýslu, að
piltur innan við lögaldur
hafði hnuplað einhverju og
átti, að dómi laganna, að fá
það, sem kallað mun föður-
leg hirting. Ég man, að
manninum mínum þótti illt
að þurfa að fullnægja þessu
lagaákvæði, en hér var ekk-
ert undanfæri, og fór hann
nú á stúfana við Pétur gamla,
hvort hann vildi ekki hjálpa
sér með að framkvæma þessa
málamyndarefsingu.
„Ja, það er nú svona, sýslu
maður góður, að það situr
ekki á mér að neita að vinna
verk, sem ég fæ aura fyrir,
og þetta er í rauninni ekk-
ert óheiðarleg vi'ina, og
mætti mér því standa á
sama, þó að ég gerði þetta
fyrir yður, en ég á börn, og
ekki að vita, hvernig þau
litu á málið, og vona ég, að
þér misvirðið ekki, þó að ég
geti ekki orðið við bón yð-
ar“. Þar með var mál þetta
útrætt í milli þeirra, og vissi
ég til, að maðurinn minn
mat Pétur gamla meir eftir
en áður.
Þó illt sé til frásagnar, þá
verð ég að kannast við, að
enn í dag er mér ókunnugt
um, hvers son Pétur var. Á
ísafirði var hann tíðast kall
aður „Pétur gamli“. Ekki veit
ég heldur, hvar hann hefur
öðlazt auknefnið „lands-
hornasirkill"; þó tel ég lík-
legast, að hann hafi fengið
það á ísafirði, það mátti
heita, að uppnefni og nafn-
giftir lægju í landi þar
vestra um og fyrir aldamót-
in, hvernig sem það er nú.
Auðvitað var nafnið dregið
af því, hve víða Pétur hafði
flækzt; hafði hann nálega
dvalizt um langa og skamma
tíma í öllum sýslum lands-
ins nema Skaftafellssýslum;
þangað hafði hann aldrei
komið, en eftir að hann kom
til ísafjarðar, hélt hann
kyrru fyrir, þar sem eftir
var ævinnar.
Guðrúnu konu sína missti
Pétur kringum 1890. Harm-
aði hann hana mjög, enda
hafði hún verið dyggur föru
nautur hans á öllum flæk-
ingi þeirra, en hann undi
illa einlífinu og tók nokkru
eftir lát hennar saman við
roskna konu, sem hét Ingi-
björg, bjuggu þau saman,
meðan bæði lifðu, en heyra
mátti það á tilsvörum Pét-
urs, að hlýrri og hugþekkari
hefði Guðrún verið sér, þótti
honum Ingibjörg nokkuð
stygglynd, man ég, að hann
sagði eitt sinn við mig, er ég
innti hann eftir glasi, sem
hann var vanur að fá mjólk
í hjá mér. (Frh. á 12 s.).
„Grátum ekki, munum heldur“
„Grátum ekki, munum
heldur“, sagði Sigmundur
Brestisson við Þóri frænda
sinn. Þeir stóðu þar hjá,
sveinarnir, er feður þeirra
voru vegnir, og grét Þórir,
hann var þá ellefu vetra en
Sigmundur níu.
Hér var víkingseðlið svo
ríkt í sveininum, að hann
hugsaði strax til hefnd-
anna, og því varð að kosta
kapps um að muna öll at-
vik, því ekki gátu þeir rekið
harma sinna fyrst um sinn
Mörgum árum síðar, er þeir
höfðu náð aldri og voru
orðnir afburðamenn að vask
leik og vopnfimi, — Sig-
mundur bar af Þóri i öllu,
•— réðu þeir þá flesta af dög
um, er verið höfðu í atför-
inni að þeim Bresti og Beini.
„Grátum ekki, munum
reldur“. Ekki er það ætlan
mín með línum þessum að
hvetja til langrækni né
hefnda, enda er það i ósam-
ræmi við tímann, sem alltaf
er að hampa samúð og kær-
leika og fyrirgefningu sem
því hnossinu, er allir ættu
eftir að stunda og öðrum að
sýna. Ávextirnir sýna sig!'.
En að öllu slíku slepptu,
þá er það án efa
affarasælast hverjum ein-
stökum að gleyma hagl-
hríðum lífsins, en festa þeim
mun betur í huga sér hlý-
indin og birtuna, sem það
hafði á boðstólum.
„Sá grét ei gull, er aldrei
átti neitt“. Að visu ekki, en
sá, er gullið átti, má muna
marga gleðistund, er hann
naut og ve:i öðrum með
auði sínun >ppin geta
hitt alla, og krónur eru velti
gjarnar, og „mas að hyggja
á mammons grát, þó mylgr-
ist nokkuð úr auði“. Hafi
honum verið vel varið, með-
an hann var við hendur fast
ur, fylgir honum blessun, er
hann er á braut genginn.
Gamalmennið örvasa var
endur fyrir löngu ungur og
hraustur. Þá voru bonum
allir vegir færir, og þá var
gaman að lifa, grípa gleðina
í fang sér um leið og henni
brá fyrir, teyga mungát ást-
arinnar, nema lönd og ryðja
brautir fögrum hugsjónum.
Það er margt að muna frá
þeim árum, sem stytt getur
þennan vegspotta, sem eftir
er af lífsleiðinni.
Einstæðingurinn átti fyrr
meir maka, börn,. frændur
og vini. Þó allt sé það blásið
burt sem barr af kvisti, þá
sér hann spor þeirra allt í
kringum sig, minningin um
þá verður að ljósálfum, er
hvísla honum í eyru margt
frá samvistartímanum, og
bregða upp mndum af ó-
gleymdum yndisstundum,
og í rauninni gengur hann
hvorki einn né óstuddur að
þeim dimmu dyrum.
Gamla konan, bogin í baki,
gráhærð, hrukkótt, tann-
laus og dapureyg, getur látið
sér lynda að hafa goldið þá
skuld, sem elli og slit heimta.
Hún man þá tíð, að hún
var „allra rósa rós“. Engin
sté léttara dansinn, engin
var svo fagurhærð, fríð og
íturvaxin sem hún, það voru
að minnsta kosti fleiri en
einn og tveir, er sögðu henni
það hér á góðum árum. Það
leikur bros um skorpnar
varirnar, er hún hugsar til
þeirra daga. Nú eru tímarnir
hinna ungu, og hún vék grát-
og gremjulaus úr sínum reit.
„Grátum ekki, munum
heldur“. Munum allt fagurt,
sem fyrir augun brá, alla
yndishljóma., er oss barst til
eyrna, allt það góða, er vér
nutum, munum það, gleðj-
umst af því, en grátum það
eigi, þetta var allt lánsfé, er
oss bar að láta af hendi, þeg-
ar lánardrottinn krafðist.
Því einu máttum vér halda,
er vér gætum geymt i huga
vorum á kvikmyndaræmu
minnisins. Kostum kapps um
að festa ekkert á hana af
skuggamyndum lífsins, svo
bjarta myndin haldist ávallt
hrein og óflekkuð.