Tíminn - 30.11.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.11.1960, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, miðvikudagmn 30. nóvem,ber’156p. Sifjaskrá Einars Þorsteinssonar skipstjóra frá Eyri við Skötufjörð Ekki ætla ég það neitt efamál, að áhugi íslendinga á ættfræði bafi allmjög aukizt o síðustu ára- tugum. Verður hér engin tilraun gerð til þess að skýra orsakir þessa, og væri það þó ekki ómerki- legt viðfangsefni. Ekki skal held- u” reynt að rökræða kosti og ó- kosti, sem þessum áhuga kunna að fyigja. En áhugi flestra beinist fyrst og fremst að peim ættum, sem þeir vita nokkur skil á áður, svo sem ætt þeirra sjálfra eða ar.narra manna í néruðum, þar sem þeir eru kunnugir. Órækur vottur um almennan ætt fiæðiáhuga er það, að ættfræði- bækur, sem út hafa verið gefnar, eru flestar ófáanlegar eftir nokkur ái Fyrir skömmu koro út ný ætt- f,’æðibók, 115 fjölritaðar blað- síður í stóru broti. Bókin nefnist „Sifjaskrá Einars Þorsteinssonar sHpstjóra frá Eyri við Skötufjörð“ eða nánar tiltekið „mðjatal tveggja bænda við ísafjarðardjúp, Magn- lisar Þórðarsonar á Arngerðareyri í ísafirði og Guðmundar Egilsson- at á Eiði í Hestfirði og kvenna þeirra.“ Jóhann Eiríksson inn- heimtumaður í Reykjavík hefur tekið bókina saman, en gerð er hún að undirlagi Baldvins Einars- sonar forstjóra í Reykjavík en hr.nn er sonur Einars skipstjóra Þorsteinssonar og fyrri konu hans, Sigrúnar Baldvinsdóttur (systur Jóns alþingismanns Baldvinsson- ar) Um ættfeðurna, Magnús a Arn- gerðareyri og Guðmund á Eiði, er það að segja, að þeir voru mjög jafnaldra, báðir fæddir 1772. Magn ús dó 1834, en Guðmundur 1845. Framætt Magnúsar er kunn (Vell- ingsætt), en ekki er vitað um for- eldra Guðmundar. Niðjar pessara manna í 5. liði eru víða komnir tii starfa 1 þjóðféiaginu, en 6. liður og sums staðar sá 7. er sem óðast að vaxa úr grasi. Magnús Þórðarson var langafi Einars skipstjóóra Þorsteinssonar. Þúðji maður frá Magnúsi er einnig Ásgeir Guðnason, er lengi var kaupmaður á Flateyn. en séra Jón Auðuns dómpfófastur er fjórði niaður frá Magnúsi Guðmundur Egilsson var einnig langafi Einars Meðal anr.arra n.ðja hans eru kaupfélagsstjórarn- ii Trausti Friðbertsson á Flateyri (5 liður), Salómon Einarssor. á Haganesvík (4. liðui) og Albert Guðmundsson á Sveu.seyri (4. lið- ur), Björn Ólafur Páisson rithöf- uiidur (5. liður) og Sigursveinn Johannesson menntaskólakennari á Akureyri (5. liður í niðjataii Magnúsar eru taldir hátt á fjórða hundrað niðjar hans, o? þó raunar allmiklu fleiri þeir JÓHANN EIRÍKSSON sem einnig eru komnir af Guð- mundi Egiissym og taldii þar. Niðjar Guðmundar eru taldir um hálft ellefta hundrað, og tekur því mðjatal beggja, Magnúsar og Guð- nvundar, yfir full fjórtán hundruð manns, auk þess sem mesti fjöldi ætta víðs vegar um land hefur venzlazt þessu fólki. Um hvern mann ; niðjasKránni er þess getið, hvar og hvenær hann sé fæddur og enn fremur r.efndur dánardagur og ár og dán- arstaður og giftingaidagur og ár og giftingarstaður, eftir því sem við á. Auk þess er að sjálfsögðu aJlra getið, karla og kvenna, sem gifzt hafa inn í ættina. ásam! fæð- ingardegi og ári og faeðingarstað þeirra og nöfnum foreldra. Alls ir.unu vera nefndir i bókinni yfir þrjú þúsund menn. Það er miklu meira vandaverk en margur mun hyggja að semja r.iðjatal sem þetta svo, að vel sé. Veldur þar mestu, hve ótrúlega erfitt er um öflun öruggra og tæm andi heimiida. Kirkiubækur hafa verið misjafmega trutt skráðar og illa tekizt til um varðveizlu þeirra á sumum stöðum. Kirkjubækur síð ustu ára, sums staðai áratuga, eru í vörzlu soknarpresta i hir.um ( dveifðu sóknum landsins. Þjóð-j skráin, sem Hagstofa íslands sem- j ur og varðveitir, er ekki gerð í| ættfræðilegu skyni, hótt hún geti i hins vegar weitt um bau efni marg i vislegar upplýsingai sem um-j stangsmikið væri að fá á annan hatt, sumar hverjaj að minnsta kosti. Niðjaskrá, sem nær tii síðustu. ára, er því varla ur.nt að semjaj ar. þess að byggja á manntölum og persónulegum upplýsingum kunnugra manna En hvort tveggja1 reynist stundum furðulega ótryggt. Það má því kallast ógerningur eða þvi sem næst að semja niðjaskrá, sem nær til mörg hundruð manna, . hvað þá til þúsunda, svo að engu sheiki. v Þrátt fynr mikla aiúð og vand- virkni, sem Jóhann Eiríksson hef- ur sýnt við samningu sifjaskrár- irnar, hefur honun. ekki tekizt með öllu að komast framhjá því, að sumum dagsetningum í riti hans ber ekki saman við það, sem í kirkjubókum stendur — Nú er það vitaskuld svo, að mig, sem þessar línur skrifa, brestur með öliu þekkingu til þess að vita um nema fáar einar dagsetningar af ölium þeim fjölda, sem í bókinni eru, en mal mitt miðast að sjálf- sögðu við það, sem ég þekki sjálfur. Mestu máli skiptir í bók sem þessari, að ættfærslur séu réttar og traustar, en það ætla ég, að þær séu hér. Á einum stað hefur höfundur þö villzt á alnöfnum frá sama bæ, Kristnum Guðmundsson- um frá Vífiismýrum (bls. 31). Það er ekki Kristinn sonur Guðmund- ar Einarssonar á Vífilsmýrum, stm venzlaður er í ætt frá Guð- roundi Egiissyni, heldur Kristinn sonur Guðmundar Ág Jónssonar á Vífilsmýrum. Ritvillur eru nokkrar í bókinni, sumar komnar ir.n í fjölritun, sem annars er vel og snyrtilega af hendi leyst (hjá Fjölritaranum í Rvík). Flestar eru ritvillurnar meinlausar, eins og þegar stúlka er kölluð Ólög ífyrir Ölöf). Mis- '’itanir í ártölum eru háskalegri, er. þær munu ekki margar og bera nieð sér, að um ÝilRtF/fcF'áð rséða. Nókkrar leiðréttiiié'áf,rÓ'if ^ýiðaukar eru aftan 'við bókina Þar -ii það þó ekki leiðrétt, að fallið hefur niður nafn yngsta (fiórða) sonar Magnúsar Þórðarsor.ar og Arn- fr’ðar (smbr. bls. 2 efst), en höf- undur segir mér, að hann hafi beitið Þórður og verið fæddur 1816. en dáið 6 júlí 1836. ó- kvæntur og barnlaus Nafnaskrá er í bókinni, og eyk- u,- það notagildi hennar ákaflega mikið. Við nokkurn samanburð fæ ég ekki betur séð en nafnaskráin sé mjög vandvirknisiega gerð. til- vitnanir eru réttar og nöfn hafa ekki fallið niður En Herdís Þórð- ardóttir moðir Þórðai Maríasson- av (bls. 34) og Herdís Þórðardóttir móðir Kristínar Þórlaugar Guð- mundsdóttur (bis. o2) er sama kcnan. Hún var tvígift. Fyrri mað- ur hennar, Marías Þórðarson, drukknaði með Sturlu á Stað 1898, en hún giftist síðav Guðmundi Júlíusi Pálssyni. Við Vestfirðingar, sem gaman höfum af ættfræði, megum vel fagna þessari bók. Það hefur ekki svo mikið verið gefið út af ritum r.m það efni, varla annað en Strandamenn séra Jóns Guðnason- ar, Arnardalsætt þeirra Ara Gísla- sonar og Valdimars Björns Valdi- irarssonar og Ættir Kristjáns Al- berts Kristjánssonar og konu hans (eftir Þorvald Kolbeins), allt raun ar merk rit, — og svo þessi bók. Á Jóhann Eiríksson þakkir skilið fyrir starfið og þó einkum fyrir þá þolinmæði og nostgæfni, er hann hefur sýnt til þess að vanda- srmt verk vrði sem bezt af hendi leyst. Þess skal að lokuir. getið, þeim ti. fróðleiks, er það vilja vita, að Sifjaskrá Einars skipstjóra Þor- sieinssonar er ekki lil sölu í bóka- búðum. Nokkur eintök af henni munu hins vegar vera fáanleg hjá höfundinum á Háteigsvegi 9, Reykjavík, og hjá Hfclga Þórarins- syni frá Látrum, Barónsstíg 61, Reykjavík, og kosta 100 krónur. Mundi ýmsum mönnum ekki þykja það lakari bókakaup en hvað annað. Ólafur Þ. Kristjánsson Trésmíðavélar Sænsk sambyggð og band sög, ti) sölu aC Súðavogi 40, sím’ 24832 Ljósmæðrafélag / Islands heldur kaffikvöld 1 Tjarnar kaffi, uppi, miðvikudaginn 30. nóv kl. 20,30 Fjöl- mennið. MINNING Gísli Ólafsson. HÖFN HORNAFIRÐI Fæddur 28. október 1950. Dáinn 16. nóvember 1960. ÞaS vita fáir, vlnur minn hve vel þú afbarst sjúkdóm þinn þú lézt sem aiit þér léki i hag, þú lifSir sérhvern glaðan dag. Þann elskar Guð, sem ungur deyr og andar Drottins mildi þeyr um vanga hans og vermir hlýtt uns vaknar aftur lifið nýtt. Nú falla tár um föla kinn er faðir kveður drenginn sinn, sem Drottlns mjúka heilög hönd nú hefur leitt í drauma lönd. Og móðurhöndln mild og kær, sem margar sorgir dulið fær, nú hefur lagt i hlnsta sinn að hjarta sínu vanga þinn. Það huggun er og harma bót, að hvert, sem liggja vegamót við sjáumst aftúr seinna þar í sæluríki unaðar. Frá fræhidsystkinum. V.V.V.W.X.' ,.X»V*‘V''V*X‘'V‘X*V*V'X‘X«X«'V*,V‘V»X*,V*'V*V*'V''V*"V Vegna jarðarfarar, fyrrverandi forstjóra Brynjólfs Stefánssonar verða skrifstofur vorar lokaðar eftir hádegi, miðvíku- daginn 30. nóvember. SjóvátrqqqiMgjpaq islandsl Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag, miðvikudaginn 30. nóvember, kl. 12 —3,30 e.h. vegna jarðarfarar t Brynjólfs Stefánsscnar fyrrverandi forstjóra EKKI ER OFSÖGUM af því sagt, að illa er búið að öryrkjum i þessu landi. Þeim er ætlað að llfa af hreln usfu lúsarsfyrkjum. Nú, eftlr hækk unina, fá þelr 1100—1200 kr. á mánuði. Hvernig er hægf að ætlast til að öryrkjar lifl af þessu? Biðjl þetta fólk svo bæjarfélagið um uppbætur á sinn lífeyri fær það stundum, með eftirgangsmunum, 50—100 kr., stundum ekkert. Dugar oft ekkert minna en að fá í lið með sér harðsnúinn lögfræí"ing eða prest, ef nokkur úrlausn á að fást. ÉG VEIT EKKI BETUR en 5 ár séu liðin síðan Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar var falið að ••na að finna öryrkjum í bænum störf við þeirra hæfl. Mér er ekki kunnugt um einn einasta öryrkja, sem þessl ráðningarstofa hefur út vegað vinnu. Að því er ég betz veit fékk ráðningarstofan beina skipun frá borgarstjóra á sínum tíma um að útvega mér starf. Árangurslaust. Er engu líkara en öryrkjar megi ekkl vlnna fyrir sér að því leyti sem þeir þó geta. [ FYRTA GEKK ÉG á fund eins af framfærslufulltrúunum og bað um uppbót á styrkinn. — Geturðu ekkl borðað hjá mági þínum, var svar þessa heiðurs manns. Hvaðan kom honum heimild tll þess að gefa ávísun á náðarbrauð venzlafólks míns? — Fyrir nokkru hrlngdi kunningi minn til eins af framfærslufulltrúunum og fór fram á að hann létl slg hafa pen inga fyrir útvarpi. Dagarnir eru langlr hjá öryrkjum. Svarlð var: — Geturðu ekkl hlustað á ú'tvarpið hjá mágl þínum? Aftur var það mágurinn, sem átti að bjarga. Gott og vel. En hvað elga þeir þá tll bragðs að Mka, sem enga mágana eiga? Mér finnst nú ekki mega minna vera en þessir menn sýni fulla kurteisi, þegar tll þeirra er leitað um aðstoð í neyð. ÉG BÝST VIÐ að flestir séu sammála um, að fullerfltt sé fyrir öryrkja að láta þann styrk, sem þeir fá, endsst fyrir mat. Og hverju er þelm þá ætlað að klæðast, svo á annað sé ekki minnzt? — Öryrkl. Almennar tryggingar h.f. Brunabótafélag fslands Samtrygging fel. botnvörpunga Samábyrg3 fsí. á Fiskiskipum Trygging h.f. Tryggingamiðstöðin h.f. Vátryggingafélagið h.f. Vátryggingaskrifslofa Sigfúsar Sighvatssonar h f. Verzlanairyggingar h.f. ÞAKKARÁVÖRP> Öllum þeim, nær og fjær, er minntusí mín á e.nn eða annan hátt á 60 ára afmæli mínu, sendi ég mínar innilegustu óskir. Lifið heil. Styrkár Guðjónsson Miklubraut 76.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.