Tíminn - 30.11.1960, Blaðsíða 14
14
T f MI N N, miðvikudaginn 30. nóvember 1960.
— Samkvæmt landsvenju,
á ég að bera þig yfir þrösk
uldinn.
— Þú færð það ekki, ég er
alltof þung, svaraði hún.
Hann ætlaði að grípa til
hennar, en hún slapp undan
honum og inn í dimmt her-
bergið. Hann heyrði, að hún \
var að fálma eftir eldspýt-
um, og svo kviknaði á lamp-
anum.
Clay kom á eftir henni, en
þegar hún sneri sér við til
þess að láta hann taka sig í
fangið, varð honum litið til
gluggans við dymar.
— Bíddu andartak, sagði
hann fljótmæltur. — Mér
datt dálítið í hug.
Hann gekk út í litla eldhús
ið, opnaði dyrnar hægt og
læddist meðfram limgerðinu
þar til hann sá framhlið kof-
ans. Birtan af tunglinu var
æði dauf, og svartar skugga
myndirnar teygðu sig alveg
inn að veggnum. En hann
sá þó skuggamynd mannveru
einnar, sem bar við ljósleit-
an gluggann.
Hún var ekki nógu stór til
þess að það gæti verið Matt,
en samt hafði hann séð hana
fyrr.
Clay fikraði sig áfram þar
til hann var kominn svo ná-
lægt, að hann gat gripið
gluggagæginn aftan frá.
Mannveran veinaði eins og
sært dýr, brauzt um af meira
afli en Clay hefði getað imynd
að sér að leyndist í kerlingar
skrokk, sem ekki var annað
en skinn og bein og illa lykt
andi fatadruslur.
Clay varð litið inn um glugg
an um leið og hún veinaði og
sá, að Kate snarsneri sér við
og fölnaði af skelfingu.
— Allt í lagi ástin mín!
hrópaði hann. — Nú tókst
mér að góma hana. Opnaðu
dymar fyrir mér!
Hún hlýddi umsvifalaust,
og hann ýtti kerlingunni á
uxdan sér inn.
Þegar Kate sá hana æpti
hún dauðhrædd og hörfaði
undan.
Kerlingin beygði sig í kút
eins og hún byggist til árásar
á hann, en hann hallaði sér
upp að hurðinni og leit hvasst
á hana.
— Þetta er amma Virkert,
sem á heima hinum megin
við fjallið, sagði Kate með
andköfum.
— Svo þú þekkir hana?
spurði Clay og hafði ekki aug
un af kerlingunni.
— Já, ég þekki hana, svar
aði Kate hrædd, — en ég get;
ekki skilið hvaða erindi hún
á hingað.
— Eg lít eftir eigum ömmu
Epperson, því að hún bað mig
þess, tautaði sú gamla.
— Hvaða eigum? spurði
Clay fastmæltur.
Hin smáu, svörtu augu henn
ar gneistuðu.
— Það gróa margar jurtir
hér, sem enginn þekkir nema
PEGGY GAODYS:
sagði hann. — Heldur þú, ég
viti það ekki? En ég skil ekki
hvernig hún hefur komizt á
snoðir um þetta.
En þá minntist hann þess
að þau hefðu verið mjög ó-
gætin, þegar þau voru fyrst
saman uppi á fjaþinu. Kerl-
ingin gat hafa verið svo ná-
lægt þeim, að hún hefði heyrt
hvað þau töluðu. Hann
21
☆
DALA
stúlk
a 11
við Mandy, svaraði hún og
hrækti í áttina til hans. —
Hún hefur ekki not fyrir þær
lengur, en hún hefur ekkert
á móti því, að ég brúki þær,
og ég ræð þér frá að standa
í vegi mínum ungi maður. Eg
veit að þú hefur verið í fang
elsi, og þú ert ekki verðugur
þess að vera kennari í Harp-
ers hverfi.
Kate og Clay litu óttaslegin
hvort á annað.
— Þetta hafa engir vitað
nema ég og þú, Kate, mælti
Clay, og Kate varð náföl í
framan.
— Clay, þú veizt, að ég hef
aldrei nefnt það við nokkurn
mann! andmælti hún.
Þau höfðu steingleymt kerl
ingunni, og það notfærði hún
sér. Um leið og þau slepptu
af henni augum, hafði hún
skotizt fram að dyrum og
sloppið út.
A Clay hljóp á eftir henni en
varð of seinn.
— Eg er fegm, að hún er
farin, sagði Kate, þegar Clay
kom inn aftur. — En hvern
ig hefur hún komizt að þessu?
Clay hristi höfuðið og
starði svipbrigðalaust fram
fyrir sig. Hún horfði á hann
eitt andartak, en svo fór hún
að gráta.
— Clay, þú heldur þó ekki
að ég hafi farið að segja
nokkrum frá því, snökti hún.
— Eg myndi heldur deyja.
Hann tók utan um hana og
dró hana að sér:
— Gráttu ekki vina mín,
nefndi þetta við Kate, og hún
tók undir það.
Hann sá á svip hennar, að
henni hafði dottið eitthvað
í hræðilegt í hug, og hann beið
| þolinmóður, þar til hún sagði
j honum það.
| — Hún er skyld Matt Car-
íew, sagði hún.
[ — Ekki furða ég mig á því,
svaraði hann beiskjulega. —
j Því auðvitað er allt versta
j fólkið hér í ætt við hann. En
| þú skalt muna það, að hann
j er ekki djöfullinn sjálfur.
Hann er bara maur, og ég
skal lofa okkur því að halda
honum í skefjum. Og' ge'ti ég
klófest gamla heksið aftur,
þá skal ég svei mér taka hana
i karphúsið!
— En hún er raunveruleg
galdranorn, Clay! andmælti
Kate hrædd. — Alveg eins og
! amma Epperson.
j Hann sat á sér að svara
j henni meö hrottaskap, enda
i var honum lj óst, að hún var
; haldin sömu hjátrú og aðrir
j í sveitinni. Hann varð aö gefa
jhenni tíma til þess að Vinna
! bug á henni.
— Elsku barnið mitt, sagði
hann. — Áhyggjur þínar eru
ekki á rökum reistar. Það eru
hvorki til nornir né draugar,
og þó svo væri, þá er kerling
in sú ama sú síðasta í þeim
flokki. Nú skulum við gleyma
henni, og þú getur reitt þig
á, að ef ég á eftir að hitta
hana hér í námunda við kof
ann afur, þá skal hún eiga
mig á fæti. Finnst þér ekki
tími til kominn að við för-
um að hátta?
Hún reyndi að brosa, en
hann sá, að hún var enn ná-
föl, og það var dimmt yfir aug
um hennar. Hann reyndi að
fá hana til þess- að gleyma
viðburðum kvöldsins með því
•að sýna henni ástarhót, e;i í
fyrsta skipti mistókst hon-
j um það. Hann bölvaði Vick-
ert kerlingunni, þar sem hann
lá við hliðina á Kate, sem ekki
gat sofið heldur.
Hvernig yrði þetta hjóna
band, ef þau fyndu ekki frið?
15. kafli.
Það var síðdegis á föstudag
og Clay hafði verið giftur í
eina viku. Hann kom gang-
andi upp stíginn úr skólan-
um. Hann var í slæmu skapi,
því að hann hafði farið inn
í búð Bills Eppersons til að
vitja um bréf og var þá sagt,
að frú Lacey hefði tekið bréf
sem hann átti og farið með
það upp eftir.
j Honum gramdist þessi
j slettirekuskapur ekkjunnar,
j þótt hann hins vegar gerði
sér ljóst, að hún vildi aðeins
sýna honum vinskap. Eða fór
hún til þess að bera út slúður
sögur? Hann glotti óánægður
yfir sinni eigin tortryggni, og
stakk höfðinu í bitra goluna.
Það mátti sizt ske nú, að
hann léti dalinn og ibúa hans
fara í taugamar á sér, éftir
að hann var giftur og stað-
ráðinn i að setjast hér að um
aldur og ævi. Hann gat ekki
einu sinni glatt sig við heit
ar móttökur eiginkonunnar,
því að hann var nauðbeygð
ur til þess að þola nálægð ekkj
unnar um .stund.
Kate gekk á móti honum
niður brekkuna, eins og hún
gerði ævinlega án tillits tíl
veðurs, og hann tók hana i
fangið og kyssti hana heitt
og innilega og skeytti ekkert
um ekkjuna, sem stóð i úti-
dyrunum og brosti að aðför-
um hans.
— Það gleður mig að sjá,
hvað þið eruð skotin hvort
í öðru sagði hún, þegar þau
voru komin upp að húsinu.
— Við höfum aðeins verið
gift í eina viku, svaraði Clay
og reyndi að gera sér upp vin
gjamlegra viðmót, — og ég
hef ekki hugsað mér að ganga
í skrokk á henni fyrr en eftir"
nokkrar vikur.
— Eg lifi það víst ekki, að
þú ráðist á kvenfólk með bar
smíðum, sagði hún.
Þegar hann var kominn inn
í kofann, sagði hún hvert er
indi sitt væri.
— Eg er komin til þess að
bjóða ykkur í brúðkaup, kenn
ari.
— Brúðkaup? endurtók
hann, og datt í hug Jessie-
Mae og Heard gamli, en þá
tók hann eftir daufum roða
j á kinnum ekkjunnar. — Já,
j það er sannarlega kominn
I timi til að þið gerið alvöru
úr því.
— Presturinn kemur á
sunnudaginn, og þá á hann
að gefa okkur saman, sagöi
ekkjan. — Og Kate hefur gef
ið samþykki sitt.
— Kannski viltu llka fá
samþykki mitt? mælti Clay
og hló.
— Það er ekki nauðsynlegt,
j svaraði hún, — en þú gætir
j máske gefið mér meðmæli.
— Segðu Buck að ég sé eins
og sumir hundar, gelti en bíti
ekki.
— Þú varst að fá bréf, Clay,
sagði Kate og tók bréf ofan
af arinhillunni.
Enda þótt utanáskriftin
væri vélrituð og umslagið
merkt stórverzlun 1 Atlanta,
þá vissi hann óðar, hver
hafði sett undirskrlft sina
UTVARPIÐ
Miðvikudagur 30. nóvember:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
13,00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18,00 Útvarpssaga barnanna: „Á
flótta og flugi" eftir Ragnar
Jóhannesson (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18,50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20,00 Framhaldsleikritið: „Anna
Karenina" eftir Leo Tolstoj og
Oldfield Box; V. kafli. Þýð
andi: Áslaug Árnadóttir. —
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
20.25 Pianótónleikar: Robert Rief
ling leikur verk eftir Harald
Sæverud.
20,40 Upplestur: Úr Mýrdal, kafli úr
bókinni ísland í máli og mynd
um (Einar Ól. Sveinsson próf.).
21.10 Einsöngurr: Robert McFerrin
syngur negrasálma.
21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn
Lúkas" eftir Taylor Caldwell
(Ragnheiður Hafstein).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Rétt við háa hóla“: Úr ævi
sögu Jónasar Jónssonar bónda
á Hrauni í Öxnadal, eftir Guð
mund L. Friðfinnsson; VI. (Höf.
les).
22.30 Harmonikuþáttur (Henry J.
Eyland og Högni Jónsson hafa
umsjón með höndum).
23,00 Dagskrárlok.
FJRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
20
— Hvers vegna fór Talji inn í
skóginn? spyr Eiríkur.
— Hann fór að leita Axels! Við
fórum á eftir, við héldum kannske
að Axel væri í hættu....
— Hvað þekkir þú til Tjala?
spyr Vulfstan, og til Axels?
— Ég þarf ekki að svara til saka
fyrir þér, segir Eiríkur, en morð-
ingjan skal ég finna og refsa hon-
— Og ég skal sjá til að þeim
myrta verði veitt síðasta virðing,
bætir hann við. Vulfstan ræskir
sig: — Með þínu leyfi viljum við
heltz fara með þann dauða að
tjaldi okkar og grafa hann sjálfir.
Eiríkur horfir á eftir þeim og
hrukkar ennið. — Hví er Dönunum
svo umhugað að við rannsökum
ekki líkið? muldrar hann.
um.