Tíminn - 30.11.1960, Blaðsíða 8
8
T f MIN N, miðvikudaginn 30. nóvember 1960.
í dag er sjötugur Stígur Sæ-
land lögregluþjónn í Hafnar-
firði. Stígur hefur gegnt starfi
lögregluþjóns í 40 ár sam-
fleytt, síðustu árin þó verið
fangavörður. Fréttamaður
Tímans brá sér heim til Stígs
og innti hann frétta af löng-
um starfsferli.
— Þú ert Hafnfirðingur að
uppruna?
— Já, faðir minn var
Sveinn Auðunsson sjómaður
hér í Firðinum. Hann var
bæjarfulltrúi um skeið og
stofnandi verkamiannafélags
ins Hlífar. Mig minnir að fé-
lagið sé stofnað 1906. Það var
ekki hlaupið að því að stofna
til slíkra samtaka á þeim ár-
um. Atvinnurekendur urðu ó-
kvæða við og reyndu að gera
verkalýðnum allt til miska
sem þeir gátu. Félagsmönnum
var sagt upp starfi og fengið (
fólk sunnan með sjó í stað- !
inn. Þeir fengu jafnvel stúlk
ur frá Færeyjum til að vinna.
Það átti að útiloka bæjarfólk
ið.
— Þú gerðist lögregluþjónn
1920?
— Já, áður hafði ég unnið
margt til sjós og lands, svar-
ar Stígur, — ég hafði unnið
daglaunavinnu, vegavinnu og
var á sjó. Eg reri meöal ann-
ars frá Dritvík, Grindavík og
Skálum á Langanesi. Það var
orðið lítið um útræði f Drit-
vík á þeirri tíð. Ekki nema
tveir bátar. Annan átti Þor-
steinn Jónsson borgari á
Seyðisfirði og hjá honum var
ég formaður. Við vorum fjórir
á bátnum. Svo varð ég leiður
á þessu og lét .strákana róa
með mig í veg fyrir bát, sem
sigldi hjá.
— Þú hefur stungið a<f?
— Já, það aflaðist ekkert
og ég nennti ekki að vera að
þessu. Svo fór ég norður að
Skálum, þar var heldur líf-
legra. Þar voru um hundrað
manns á verstöðinni. Þar var
ég líka formaður og var eig-
andi að bát á tímabili. Þar
reri ég líka hjá Þorsteini borg
ara. Hann keypti lifur og stein!
bræddi hana.
— Steinbrœddi?
— Já, hafði heljarstóra;
potta á hlóðum, svo var ausið
úr pottunum á tunnur. Við
vorum hafðir í þessu í land-
legum.
— Aldrei lent í neinurn
hrakningum?
— Nei, ekki svo heitið geti.
Þó komumst við stundum í
h&nn krappan þegar róið var
frá Grindavík. Það var mikið
brim á sundinu og einu sinni
fyllti skipið. En við komumst
klakklaust úr þeim háska.
— Svo kvœnist þú.
— Já, gifti mig 1916. Konan j
mín er Sigríður Sæland. Raun'
ar hét ég ekki Sæland þá, ég j
var bara Sveinsson, Sæland!
er ættamafn, sem ég tók1
mér seinna. \
— Hvernig er nafnið til
komið?
— Það var ekkert sérstakt
tilefni til þess. Mér þótti það
bara fallegt. Eg held það sé
bæjarnafn á Flatey í Skjálf-
anda.
Bauð ölæðismönnunum inn og
tökst að spekja þá með kaffi
Rætt við Stíg Snæland lögregluþjón,
sem er sjötugur \ dag.
STÍGUR SNÆLAND
— Hvað voru, margir lög-
regluþjónar í Hccfnarfirði þeg
ar þú byrjaðir 1920?
— Við vorum ekki nema
tveir, svarar Stigur, Magnús
Jónsson hét hinn. Það voru
lítil skilyrði fyrir lögreglu-
þjón hér í bænum þá. Það var
engin lögreglustöð og ekki
einu sinni fangahús. Ekki
einu sinni skýli. Við urðum
bara að reyna að siða mann-
skapinn. Það gekk oft erfið-
lega. Verst var það á vertíð-
unum, þegar aðkomusj ómenn
voru. Þá var drykkjuskapur
mikill. Það varð að koma þeim
heim til sín sem hér bjuggu,
hinum um borð í skipin.
Þetta slampaðist einhvem
veginn. — Það urðu aldrei
hættulegir bardagar. í eitt
skipti urðu snörp átök í Gút
emplarahúsinu, við urðum
tveir að ryðja húsið. í annað
skipti logaði allt Árnabó í
slagsmálum. Þá varð líka aö
ryðja húsið.
— Eg man eftir einu gaml
árskvöldi, þá var ég á ferð
um bæinn og kom að Hótel
Björninn. Þar voru fjórir öl
óðir menn og börðu húsið ut
an með ópum og óhljóðum.
Eg skipaði þeim að hætta j
þessu, þekkti einn þeirra,
hafði róið með honum. Þeir
vildu ekki láta skipast. Heimt
uðu að þeim væri hleypt inn!
og látnar veitingar í té. Eg
sagði þeim, að þeir skyldu
bara koma heim til mín og
fá kaffi. Þeir létu seejast.
lötruðu með mér ljúfir eins
og lömb. Konan mín var ekki
beint hrifin að fá þá í heim-
sókn en bar þeim kaffi og
kökur, og þeir voru hinir ró-
legustu. Þá spurði einn þeirra:
„Heyrðu Stígur minn, meg-
um við ekki hella út i hjá
þér?“ Eg benti þeim á gútempl
araflaggið á borðinu og sagði
þeim, að það væri mitt svar.
Og þar við sat.
— Þú ert reglumaöur?
— Já, hef aldrei smakkað
áfengi, svarar Stígur, búinn
að vera í stúku frá þvi ég var
8 ára gamall. Eg er núna heið
ursfélagi í Daníelsher nr. 4
og líka Umdæmisstúkunni
nr. 1 og reyndar líka heiðurs-
félagi Stórstúkunnar. Það var
gott líf í bamastúkunni hjá
okkur í Daníelsher. Það er
ein elzta starfandi stúka á
landinu, stofnuð 1885. Eg er
búinn að vera þar gjaldkeri
frá 1924.
— Þú hefur tekið mikínn
þátt í félagslifinu?
— Já, ég er líka í Slysavarn
arfélaginu, er þar heiöursfé-
lagi, við bæði hjónin.
— Var ölvun meiri í gamla
daga en nú?
— Eg álít að drykkjuskap
ur unglinga hafi aukizt, svar
ar Stígur, — áður voru það
helzt fullorðnir menn sem við
áttum í höggi við. Og það var
leiðindaaðstaða, hvergi al-
mennileg fangageymsla eins
og ég sagði þér. Það var fanga
klefi í kjallaranum hjá Bæj-
arútgerðinni, þar voru ölvað
ir menn geymdir ef mikið lá
við. Þar voru þeir eftirlits-
lausir að öðru leyti en þvi
sem við lögregluþjónamir
gátum sinnt þeim. Svo voru
þeir hafðir í gamla barna-
skólanum um tíma.
— Við fengum fangahús ár
ið 1946 og síðan var ég viö
fangavörzluna, heldur Stígur
áfram. Þar voru tveir og tveir
í klefa.
— Er það satt, að þú hafir
spilcvð vi& fangana?
— Nei, svarar Stígur, — en
ég færði þá stundum saman j
fjóra í klefa, svo þeir gætu
spilað bridge. Og sagði þeim
til. Það var nú ekki annað. i
Það er stundum betra að fara j
áð þessum mönnum með
góðu.
— Hvencer var fjölgað lög-
regluþjónum í Firðinum?
— Það var í stríðsbyrjun,
þá var meira að gera hjá okk
ur, svarar Stgur, — annars
vorum við orðnir þrir. Sá
þriðji bættist í hópinn 1925.
Það var Kjairtan Ólafsson,
faðir Magnúsar ritstjóra. J
Hann var lögregluþjónn í
nokkur ár.
Árið 1932 var okkur þremur
sagt upp. Það voru kreppu-
tímar, og bæjarfélagið hafði
ekki efni á að borga okkur
kaup.
— Og va<r þá enginn lög-
regluþjónn?
— Við vorum ráðnir aftur
upp á byrjendalaun. Svoleið
is fóru þeir að því.
— Urðuð þið ekki illir?
— Jú, en það var ekki um
annað að gera, við sóttum
allir um stöðurnar aftur og
vorum ráðnir. Það var ekk
ert annað að fá og við þótt-
umst bara heppnir.
— Er þér ekkert sérstaklega
minnisstœtt frá starfsferlin-
um?
— Það væri helzt þegar
dómsmálaráðherra hringdi
til okkar og spurði, hvort ekki
vantaði fanga í fangageymsl
una hjá okkur. Þá var einn
strokinn þegar að var gáð.
Ráðherrann sagði að fanginn
dveldist i góðu yfirlæti á heim
ili sínu en bað okkur að sækja
þó pilt. Við ókum heim til ráð
herrans á samri stundu. Þaö
var Bjarni Benediktsson í
þann tíð. Þar sat strokufang
inn inni í stofu með heilt kart
on af sígarettum á hnjánum.
Hann hafði brotizt út úr klefa
sínum og farið beint heim til
Bjarna til að semja um náð
un. — Bjami spurði, hvort
hann mætti hafa eldspýtar
með sér í klefann. Það varð
úr að ég tók fram eldspýturn
ar, svo drengurinn gæti reykt,
það má ekki reykja nema
frammi á gangi. -j.
BÆKUR OG HÖFUNDAR
Ivar Orgland þýðir Ijóð
Steins Steinarr á norsku
Ivar Orgland, hinn kunni saminna ljóða. Samtímis þýð
r.orski sendikennari við Há- inSum á ljóöum Steins kem
..... ur ný ljóðabók frá hans hendi
skola Islands lætur ekki deig- og nefnist ATLANTIDER og
an síga við þýðingar íslenzkrr er þetta þriðja ljóðabók Org-
VISU
Ijóða. Hann dvelur að
ekki hér á landi lengur. held-
ur heima í Noregi og á bessu
hausti hefur Fonna Forlag í
Osló sent trá sér tvær bækur
eftir hann.
Eins og kunnugt er samdi
Ivar Orgland mikla ritgerð
um Stefán frá Hvítadal og
þýddi ýmis ljóð hans. Eftir:
hann er einnig bók þýðinga
á ljóðum Tómasar Guðmunds
sonar ENNO SYNG VAR-
NATTI og önnur með kvæð-
um Davíðs Stefánssonar JEG
SIGLER í HAUST.
Nú kemur bókin PA VEG-
laust K bgkéj cmfæyp bgkéj
ing“ af ljóðum Steins Stein-
arr. Þetta er stórt úrval af
ljóðum Steins og framan
við þýðingarnar er allmikil
ritgerð um Stein og skáld-
skap hans. Kvæðin eru valin
til þýðingar úr öllum ljóða-
bókum Steins, en þó einna
flest úr Ferð án fyririieits.
Bókin er einstaklega vel úr
garði gerð og á kápu er mynd
af málverki eftir Þorvald
Skúlason.
En Ivar Orgland sendir
einnig frá sér bækur frum-j
lands. Hinar fyrri eru LILJE
IVAR ORGLAND
OG SVERD, sem út kom 1950
og MJÖD OG MALURT, sem
út kom 1959 og hafði að
geyma skopkvæöi. Sést á þess
ari nýju bók eigi síður en hin
um fyrri, að Orgland er all-
gott skáld. Atlantider er ekki
stór bók en fagurlega gjörð.
Þessar nýju bækur Orglands,
svo og hinar fyrri, munu fást
í íslenzkum bókaverzlunum,
og mun marga fýsa að eign
ast þær. -AK