Tíminn - 02.12.1960, Síða 6
6
T f MIN N, föstudaginn 2. desember 1960.
ING
Þjóðin verður að gera framkvæmda
Herra forseti!
Við höfum átta þingmenn
úr Framsóknarflokknum.leyft
okkur að flytja á þskj. 92 til-
lögu til þingsályktunar um
undirbúning löggjafar um
framleiðslu- og framkvæmda-
áœtlun þjóðarinnar. Vil ég nú
leyfa mér að gera grein fyrir
þessu máli og þeim ástæðum,
sem við flm. teljum vera til
þess að taka upp þá starfsemi,
sem hér er um að ræða.
Hér í höfuðstaðnum eru í
smíðum tvö stórhýsi — á veg-
um íslenzkra aðila í heilbrigð
ismálum, Landsspítalinn nýi
og bæjarspítalinn í Fossvogi.
Vinna við þessi hús bæði var
— að mig minnir — hafin
samtímis vorið 1953. Þau eiga
að hafa rúm samtals fyrir 400
sjúklinga. Nú, eftir 7 ár, virð-
ist hvortveggja framkvæmd-
in eiga langt í land. Segjum,
að þeim verði báðum lokið að
fullu eftir 8 ár — sem raunar
mun ekki verða — og komi þá
að notum samtímis. í níu ár
er þá búið að verja til þessara
tveggja nauðsynja-fram-
kvæmda, hvorrar fyrir sig,
nokkrum tugum milljóna.
Þetta fé hefur verið lagt fram
smátt og smátt, og engin
króna kemur að notum fyrr
en eftir 8 ár. Ef annaðhvort
húsið hefði verið látið sitja
fyrir, hefði það verið fullgert
eftir, segjum 4 ár. Þá var
hægt að byrja á hinu, og það
hefði með því móti komið j afn
snemma að notum og það nú
gerir. En með því að kljúfa
verkið, hefir þjóðin verið án
eins fullkomins sjúkrahúss
með 200 sjúkrarúmum í 4 ár,
sjúkrahúss, sem hún hefði
getað haft til afnota þennan
fjögra ára tíma án þess, að
það hefði nokkurn auka-
stofnkostnað í för með sér. —
Hér er um að ræða annars
vegar framkvæmd tveggja
aðila, sem stefna að sama
marki án samvinnu um ár-
angur, hinsvegar um fram-
kvæmdaáætlun, sem þjóðfé-
lagið hefði haft hag af. Ég
tek þetta aðeins sem dæmi, en
þau eru fleiri.
Og nú munu menn bæta
við: Þetta sama á sér stað um
vegagerð og hafnargerð. —
Eitthvað kann að vera til í
því, en þar er þó sá munur á,
að vega- og hafnarfram-
kvæmdir koma yfirleitt að
nokkru gagni jafnóðum og
þær eru gerðar.
Ég skal nefna fleiri dæmi,
sem koma þessu máli við:
Fjölskylda verður að fresta
byggingu íbúðarhúss, þegar
það er komið undir þak, sakir
fjárskorts. Byrjar aftur eftir
1—2 ár. í þessi 1—2 ár glatar
hún vöxtum af fé sínu, og í
landinu er þeirri eða þeim í-
búðunum færra í 1—2 ár.
Bóndi, sem gæti heyjað fyrir
200 ám og hirt þær, hefir ekki
nema 100, af því hann vantar
stofnfé til að auka bústofn-
inn. Að þessu er tjón bæði
Framsöguræða Gísla Guðmundssonar í neðri deild 23. nóv. s. 1.,
um bingsályktunartillögu Framsóknarmanna, um undirbúning
löggjafar um framleiðslu- og framkvæmdaáætlun þjóðarinnar. -
fyrir þjóðfélagið og bóndann.
Byggðarlag fer í eyði aí því,
að höfn vantar eða veg, og
áunnin verðmæti eyðileggj-
ast. Kannske hefði það ekki
farið í eyði, ef menn hefðu
vitað, að von væri á höfninni
eða veginum eftir 2—3—4 ár
eða svo, og því mætti treysta.
Ég hefi stundum verið að
fara yfir aðalmanntalið frá
1950. Siðan er margt breytt.
En þó er það enn íhugunar-
efni, sem þar stendur. Þar
stendur m. a., að 9,7% af
þjóðinni stundi eða hafi
framfæri af fiskveiðum —
fiskverkun þá auðvitað ekki
meðtalin — og að nærri eins
margir, eða 9,1% af verzlun,
14,2% stunda eða hafa fram-
færi af þjónustustörfum svo-
nefndum. Þá eru taldir opin-
berir starfsmenn, skemmti-
kraftar o. fl. Ég ætla ekki að
ræða þessar tölur, en þjóðin
gerir lítið til að skipuleggja
vinnuafl sitt, gerir sér sem
slík yfirleitt ekki nákvæma
grein fyrir, hvernig hún ver
kröftum sínum. Hún gerir sér
sem slík heldur ekki nægilega
grein fyrir, hvernig hún geti
eða vilji verja kröftum sín-
um og fjármunum á komandi
árum eða hve mikið fé sé
hægt eða hagkvæmt að fá að
láni hjá öðrum, og til hvers á
hverjum tíma, eða hverja
greiðslumöguleika erlend lán
geti skapað.
Ég minnist þess, og við
minnumst þess sjálfsagt
fleiri, að á stríðsárunum voru
margir þeirrar skoðunar, að
saltfiskur væri úr sögunni
sem ein af aðalútflutnings-
vörum íslendinga. Nú vantar
saltfisk til að fullnægja eft-
irspurninni. Þess má líka
minnast, að stundum hafa
verið uppi háværar raddir um
offramleiðslu á kjöti og
mjólk. Nú er sýnt, að þessi
framleiðsla þarf að aukast
mjög á komandi árum til
neyzlu innanlands og allar
líkur eru til þess, að hag-
kvæmt verði, að kjöt haldi á-
fram að vera útflutningsvara.
Hér er enn eitt dæmið um
nauðsyn þess, að gera sér
grein fyrir því, sem framund-
an er.
Fyrirhyggjusamir einstakl-
ingar gera oft áætlun fram í
tímann um atvinnurekstur
sinn og framkvæmdir. Bæjar-
og sveitafélög gera nú yfir-
leitt fjárhagsáætlun fyrir eitt
ár um tekjur og gjöld sin og
fyrirtækja sinna, þótt sú á-
ætlun sé að vísu stundum
nokkuð lausleg. Alþingi sem-
ur fjárlög fyrir eitt ár i senn.
En fjárlögin eru áætlun um
rekstur ríkissjóðs og rekstur
ríkisfyrirtækjanna, jafnframt
því sem þau fela í sér ákvarð-
anir, sem hafa lagagildi. En
mörg fyrirtæki og margir ein-
staklingar láta sjálfsagt undir
höfuð leggjast að gera slíkar
áætlanir, sem því nafni gætu
nefnzt. Og um starfsemi þjóð-
arinnar í heild hafa slíkar á-
ætlanir fram í tímann al-
mennt ekki verið gerðar.
Á vegum ríkisins hefir þó í
seinni tíð nokkrum sinnum
verið stofnað til áætlunar-
geröar af þessu tagi, en í
hvert sinn á takmörkuðu
sviði, a. m. k. í reynd. Stund-
um hefir þá verið um það að
ræða að gera tillögur um
lausn mála, sem fólu J sér
nokkra áætlun. Það er bezt að
segja það eins og það er, að
bæði hjá þingmönnum og rík-
isstjórnum hefir oft komið
fram talsverður áhugi fyrir
því, að setja á laggirnar áætl-
unarstarfsemi, en löngum
hefir minna orðið úr en
skyldi og stundum ekki mikil
alúð við það lögffag fara ej^
þeim áætlunum, seih gerðar
hafa verið. Hugmyndir
manna um gildi áætlana af
þessu tagi virðast oft hafa
verið fremur óljósar. Þó kosn-
ar hafi verið og skipaðar
nefndir til að gera áætlanir,
hefir árangurinn yfirleitt
orðið nokkuð í molum. Þó
hygg ég, að sú áætlunarstarf-
semi, sem átt hefir sér stað,
hafi orðið til gagns og geti
orðið til gagns fyrir þá, sem
við hana fást eftirleiðjs.
Skipulagsnefnd atvinnu-
mála, sem svo var nefnd, var
skipuð af rikisstjórninni árið
1934, og mun hafa starfað um
tveggja ára skeið. Hún gaf út
árið 1936 mjög ýtarlega grein-
argerð, meira en 500 bls. að
stærð í stóru broti, sem átti
að vera I. bindi nefndarálits,
en síðara bindið var aldrei
prentað, og veit ég ekki, hvort
handritið hefur geymzt. Þessi
nefnd fékk sér til ráðuneytis
sænskan hagfræðing, Lind-
berg að nafni, og gerði hann
allmargar ritgerðir fyrir
nefndina, sem fyrirhugað var
að prenta í II. bindi. — Einn
af nefndarmönnunum, Arnór
Sigurjónsson, gaf út árið 1939
bók, sem nefndist: „Hvernig
skal byggja landið?“ og má
segja, að þar sé um áætlanir
að ræða.
í erindisbréfi nefndarinnar
dags. 20. ágúst 1934, var henni
meðal margs annars falið að
,,koma fram með, að rann-
sókn lokinni, rökstuddar til-
lögur og sem nákvæmastar á-
ætlanir um aukinn atvinnu-
rekstur, framkvæmdir og
framleiðslu í landinu“. í 1.
bindi nál. eru líka margar til-
lögur, sem styðjast við áætl-
anir, sem nefndin gerði. Væri
freistandi að ræða það efni,
og bera saman við það, sem
gerzt hefir síðan. En rit þetta
er merk heimild um ýmislegt
í þjóðarbúskap fslendinga
fyrir aldarfjórðungi og um á-
hugamál manna og fyrirætl-
anir á þeim tíma.
Árið 1942 kaus Alþingl
milliþinganefnd í raíorku-
málum. Sú nefnd átti m. a. að
gera tillögur um fjáröflun til
„að byggja rafveitur í því
skyni að koma nægilegri raf-
orku til ljósa, suðu, hitunar
og iðnrekstrar í allar byggðir
landsins á sem skemmstum
tíma“. Samkv. ályktun Al-
þingis um þetta mál, átti
j afnframt að rannsaka,
„hvernig auðveldast sé að
fullnægja raforkuþörf lands-
manna, hvarvetna í landinu".
Þessi raforkumálanefnd gerði
allsherjar rafvæðingaráætlun
og áætlun um að tengja sam-
an orkuver í ýmsum lands-
hlutum með háspennulinum.
Upp úr þessu var sett raforku-
löggjöf. Ég kem að þessunv
málum síðar.
Árið 1943 kaus Alþingi
milliþinganefnd til þess að
„gera áætlanir og tillögur um
framkvæmdir í landinu, þeg-
ar stríðinu lýkur“. Sú nefnd
lét m. a. gera skýrslur um
skiptingu þjóðartekna eftir
atvinnuvegum, en ekki var sú
skýrsla prentuð. Nefndin
gerði líka áætlun um bygg-
ingu íbúðarhúsa ’að stríðinu
loknu, og er sú áætlun prent-
uð í riti um byggingármála-
sýninguna í Reykjavík 1944.
Nefnd þessi var lögð niður,
þegar nýbggingaráð tók til
starfa 1944, og mun það hafa
tekið við skjölum hennar og
gögnum.
Nýbyggingaráð, sem svo var
nefnt, var skipað af ríkis-
stjórninni árið 1944, og starf-
aði til 1947. Um það voru sett
sérstök lög á Alþingi, nr. 62
a ýo*nwm v&ft g j&mum v&fi
Cóndi á Suöurlandi leit inn tll min
í fyrradag og var töluvert þung-
1 orður. Hann sagði m. a.:
„ÉG SÉ ÞAD í MORGUNBLAÐINU,'
að þelr láta mikið af því þar, hve
miklð sé talað á Suðurlandi um
einhvern ólestur í sambandi við I
Mjólkurbú Flóamanna. Ég kannastj
ekki við þetta, miklu fremur að,
talað sé um stórhug og myndarskap
þar. En það er talað um ýmislegt
fleira á Suðurlandl. T. d. er nú
mjög rætt um nýfallinn hæstarétt
ardóm, sem Hákon Guðmundsson
raktl ýtarlega og vel í þætti sínum
í útvarpinu nýlega.
Þetta mál reis út af því, að fang-
ar frá Lltla-Hrauni voru í afréttar-
för með gæzlumönnum og struku,
en komu síðar niður í Hreppa og
stálu jeppabifreið, sem þeir óku
til Reykjavíkur og stórskemmdu,
er lögreglan elti þá. Tjón bóndans
var um 20 þús. kr. en hann fær
það að engu bætt.
MENN MINNAST t. d. á það á Suð-
urlandi núna, hvort málalyktir
hefðu kannske ekki orðið á annan
veg, jafnvel seftur gerðardómur í
málið, ef eigandi jeppans hefði ver
ið Ingólfur Jónsson, ráðherra. Hon
j um tókst betur að fá „skaða" sinnj
af völdum ríkisins bættan.
Mönnum þykir þessi dómur um
jeppann í andstöðu við alla réttar-
vitund manna, hvað sem um laga-
bókstaf er að segja. Séu lögin svona
þarf áreiðanlega breytingar við.
Rikið tekur sér vald til þess að
láta fangagæzluna fara fram með
miklu frjálslegri hætti en venju
lega fangavist, af þesari ráðstöfun
ríkisins og beinum afskiptum lög
reglunnar í eltingarleik, hlýzt
stuldur og tjón á bifreið. Dómarar
komast hins vegar að þeirri niður
stöðu, að rikið sé alls ekki skaðá
bótaskylt, heldur verði eigandi
jeppans að bera allan skaða. Þetta
er fráleitt og neðan við allt venju
legt ’réttarsiðferði f viðsklptum
MENN BERA ÞETTA GJARNAN
saman við brúna á Rangá hjá
Hellu. Þar bregzt ríkið betur við.
Þar er brú flutt til um hundrað
metra, og sú ráðstöfun ríkisins er
talin valda eignatjóni hjá verzlun
armanni, sem byggt hafði við gömlu
brúna. Þó er enginn skipulagsupp
dráttur eða skjalfest heit af hálfu
rikisins um að brúin skuli um alla
framtíð vera á gamla staðnum.
Samt er þetta tjón metlð bótaskylt
á hálfa milli'1 - eru því að
velta því fyrir sér hvernig farið
hefði ef svo hefði viljað fil, að
einkabtll Ingólfs á Hellu hefði ver
ið stolið, þegar strokufangarnir
komu af fjalli.
ÞAÐ ER NÚ MJÖG RÆTT um það
á Suðurlandi, sagði sunnlenzki
bóndinn, að fyrst ríkið beri enga
ábyrgð á þeim föngum sinum, sem
það lætur lifa i allmiklu frjálsræði
austur þar, né tjóni, sem hlýzt af
eltingarleiknum, sem stafar af þess
ari lauslegu gæzlu, sé alveg óbú
andi við það fyrir Sunnlendinga,
að hafa hælið þarna og eiga sifellt
yfir höfði sér tjón, á lífl eða eign
um, hvers konar slys og annan
ágang, án þess að hafa nokkrar
vonir um bætur af hálfu ríkisins.
Er jafnvel talað um, að fáist ekkl
annar og siðmannlegri réttargrund
völlur í þessum málum, eigi Sunn
lendingar ekki annan kost en safna
undirskriftum um það, og láta for
ystumenn sína fylgja því fram, að
hælið verði tafarlaust lagt niður
á þessum stað og fært út fyrir f jórð
ungsmörkin, hvort sem elnhverjir
fást þá fúsari til þess en Sunnlend
ingar að taka á sig áhættuna".
Þetta sagði sunnlenzki bóndinn,
og mál hans virðist á miklum rök
um relst. — Hárbarður.