Tíminn - 02.12.1960, Síða 7
7
TÍMINN, föstudaginn 2. deseniber 1960.
27. nóv. það ár. Um það segir
í 2. gr. laganna: „Hlutv.erk
þess er að búa til heildaráætl-
un, fyrst um sinn miðaða við
næstu fimm ár, um nýsköpun
íslenzks þjóðarbúskapar. Skal
þar áætlað, hver atvinnu-
tæki, byggingar og annað
þurfi til sjávar og sveita til
þess, að allir íslendingar geti
haft vinnu við sem arðbær-'
astan atvinnurekstur, svo og
hvernig bezt væri fyrir komið
innflutningi fáanlegra tækja
og efnis á næstu árum með
það fyrir augum, að hagnýta
sem bezt auðlindir landsins.
Þá skal nýbyggignaráö gera á-
ætlun um, hvar tækin skuli
staðsett og tillögur um bygg-
ingar og aðrar framkvæmdir
í því sambandi".
Nýbyggingaráði voru jafn-
framt falin önnur verkefni,
sem lítið áttu skylt við áætl-
anagerð, og hafa eflaust haft
truflandi áhrif á áætlunar-
gerðina. Svo fór, að hin fyr-
irhugaða 5-ára áætlun um
það, sem kallað var „nýsköp-
un þjóðarbúskaparins", var
aldrei birt — og mun ekki
hafa verið samin. En mér er
tjáð, að gerð hafi verið og
vélrituð fiskveiðaáætlun og
áætlun um flutning milli ís-
lands og annarra landa og að
skipakaup eða skipasmíði hafi
átt að byggjast á þessum áætl
unum, ennfremur skipasmíða
áætlun og mannaflaáætlun í
sambandi við aukningu skipa-
flotans.
Fjárhagsráð tók við af ný-
byggingaráði árið 1947. Það
var föst stofnun, sem starfaði
fram á árið 1954, að ég ætla.
í fjárhagsráði voru gerðar
fjárfestingaráætlanir fyrir
eitt ár í senn og sömuleiis
gjaldeyrisáætlanir, bæði fyrir
eitt ár í senn og sömuleiðis
tíma, eins og yfirleitt mun
hafa tíðkazt í gjaldeyris-
nefndum. En um áætlanir
lengra fram í tímann mun
ekki hafa.verið að ræða.
Atvinnumálanefnd ríkisins,
sem svo hefir verið nefnd, var
kosin á Alþingi árið 1955 til
að „gera tillögur um eflingu
núverandi atvinnuvega og
nýjar atvinnugreinar til fram
leiðslu- og atvinnuaukningar
og hagnýtingu náttúruauð-
æfa landsins". Henni var m.
a. einnig ætlað að gera tillög-
ur um samræmingu ýmis-
konar rannsóknarstarfsemi,
og mun hún hafa haft sam-
ráð eða samvinnu við rann-
sóknarráð ríkisins.
Atvinnutækjanefnd var
skipuð af ríkisstjórninni haust
ið 1956 til þess að gera tillög-
ur í atvinnumálum, einkum í
þeim landshlutum, er þar
væru verst á vegi staddir, og
fjallaði hún í reynd aðallega
um atvinnulíf við sjávarsíð-
una. Nefndin afgreiddi vorið
1958 þrjár áætlanir til rikis-
stjórnarinnar, miðaöar við
þessa landshluta. Skýrslur
hennar um atvinnuástand og
aðstöðu til atvinnureksturs í
bæjum og þorpum á Norður,
Austur- og Vesturlandi voru
prentaðar árið 1958 og sams
konar skýrslur um bæi og
þorp á Suðurlandi árið 1959.
Nú undanfarin ár héfir
verið unnið að 10 ára áætlun
um hafnarframkvæmdir í
landinu skv. ályktun Alþingis
26. marz 1958.
Þá þykir mér ástæða til að
vekja athygli á því, að árið
1950 var á vegum Stéttarsam-
bands bænda samin 10 ára á-
ætlun um fjárfestingu land-
búnaðarins, þ. e. um bústofns
aukningu, ræktun, byggingu
útihúsa og íbúðarhúsa, véla-
og verkfærakaup o. fl. þ. h.,
svo og um lánsfjárþörf land-
búnaðarins á sama tíma og
um aukningu á framleiðslu
landbúnaðarvara til útflutn-
ings. Þessa 10 ára áætlun
samdi Bergur Sigurbjörnsson,
viðskiptafræðingur, fyrrv. al-
þingismaður „í samráði við og
með aðstoö“ formanns Stétt-
arsambandsins og nokkurra
annarra nafngreindra manna,
sérfróðra um þau efni, sem á-
ætlunin fjallar um. Ekki er
mér fullkunnugt um, að hve
miklu leyti hlutaðeigandi að-
ilar hafa haft þessa áætlun
til hliðsjónar, eftir að hún var
gerð. Hún mun þó hafa verið
allmikið notuð og endurnýj-
uð, t.d. í sambandi við lán-
tökur erlendis. Þessi áætlun
var birt í Árbók landbúnaðar-
ins árið 1951. Nú þegar áætl-
unartíminn er liðinn, er
næsta fróðlegt að bera hana
samán við það, sem skeð hefir
í fjárfestingarmálum land-
búnaðarins á árunum 1951—
60. Eg vek athygli á því, að
hér er um framkvæmdaáætl-
un að ræða en ekki fram-
leiðsluáætlun, þ. e. a. s. áætl-
un um framléiðslu landbúnað-
arafurða, nema að þvi er
varðar aukniAgu á útflutn-
ingi þessara vara. Þó má
segja, að i bústofnsáætlun-
inni felist einnig a. m. k. laus-
leg áætlun um framleiðsluna.
Árið 1954 var stofnað til
þess með lögum, að gerð væri
10 ára áætlun um rafvæðingu
landsins. Jafnframt var lög-
fest útvegun lágmarksfjár-
magns til áætlunarinnar, 250
millj. króna, og upphæð hvers
árs á þessu 10 ára tímabili.
Framkvæmdaáætlunin skyldi
síðan samin, er nægileg sér-
fræðileg athugun lægi fyrir.
Á sínum tíma var svo þessi
framkvæmdaáætlun samin
fyrir tímabilið 1954—63, og
sundurliðuð eftir árum.
í sambandi við undirbúning
i fjárlaga, — sem ég veik að
áðan, — hafa hinar sérstöku
stofnanir ríkisins gert áætl-
anir til eins árs í senn um
starfsemi sína, sem auðvitað
eru á mjög afmörkuðum svið-
um. Þá munu sumar þeirra, t.
d. landssíminn, hafa gert
framkvæmdaáætlanir fyrir
nokkur ár í senn.
Á vegum Framkvæmda-
banka íslands hefir um nokk-
urt árabil verið unnið að
skýrslu- og áætlanagerð, og
hefir hagdeild bankans haft
það verk með höndum. Hér
mun vera um að ræða ýmsar
framkvæmda- og framleiðslu
áætlanir til skamms tíma, svo
og skýrslur um þjóðartekjur.
Þetta verk mun öðrum þræði
hafa verið unnið vegna þátt-
töku fslands í efnahagssam-
vinnu Evrópu og að einhverju
leyti við hana miðað.
Ég hefi talið það sjálfsagt
og ómaksins vert að rifja upp
fyrir háttv. alþingismönnum,
að vísu mjög lauslega það, sem
gerzt hefir í þessum málum.
Þetta stutta yfirlit sýnir, að
GÍSLI GUÐMUNDSSON
allmiklu starfi hefir á undan-
förnum áratugum verið varið
til að gera sér grein fyrir
verkefnum framtíðarinnar,
og að í því sambandi hefir oft
verið um að ræða áætlunar-
gerð á takmörkuðu sviði, þó
að form þeirrar áætlunar-
gerðar hafi sjaldnast verið
með föstu sniði. En þessi
starfsemi hefir verið í brot-
um, samhengi vantað, til-
gangurinn oft ekki svo ljós
sem skyldi. Nefndir hafa ver-
ið settar á laggirnar, verkefni
þeirra ákveðin, oftast hér á
Alþingi, með skyndisamþykkt
um, án þess að þær hafi verið
eins rækilega undirbúnar og
vera þarf, ef áætlunarverkið
á að koma að fullum notum.
Við flutningsmenn tillög-
unnar teljum, að hér eigi nú
að verða breyting á, og að
nauðsnlegt sé að gera sér
grein fyrir, hvernig vinna beri
að áætlunum og hver megin-
tilgangur áætlunargerðar eigi
að vera.
gerir tillögur sínar um, hvern
ig áætlunin skuli samin. í
fyrsta lagi það, að framleiðslu
og framkvæmdir þurfi að
miða við vöxt þjóðarinnar. í
öðru lagi við það, að þjóðin
verði á framfaraleið. í þriðja
lagi, að þjóðin þurfi að byggja
land sitt, að jafnvægi eigi að
vera í byggð landsins.
Nefndinni er ekki ætlað að
gera áætlanir. Henni er ekki
ætlað að starfa langan tíma.
En við teljum að áætlunargerð
um þessa meginþætti þjóðar-
búskaparins sé svo vandasöm
og svo mikið undir henni
komið, að áður en byrjað er
að vinna að henni, eigi að
setja um það sérstaka löggjöf,
hvernig hún eigi að vera og
hvernig að henni skuli unn-
ið. Við teljum vafasamt, að
það sé á færi Alþingis nii að
setja slíka löggjöf. Þess vegna
þurfi að skipa nefndina til að
undirbúa löggjöfina. Það mál
þarf að ræða við sérfróða
menn hér- á landi, hagfræð-
inga, og svo er fyrir að þakka,
að við eigum nú orðið mörgum
vel lærðum hagfræðingum á
að skipa, sem einmitt á því
sviði geta orðið að miklu liði.
En það er líka full ástæða til
þess, að nefndin kynni sér á-
ætlanagerð með öðrum þjóð-
um, ekki sízt hjá þeim þjóð-
um, sem mesta reynslu hafa
á þessu sviði. Það þarf ekki
að þýða, að við teljum æski-
legt að taka upp stjórnarfar
þeirra éða vinnulag að öðru
leyti. Og þó að reynt sé, að fá
þjóðarheildina til að vinna
eftir áætlun eða með hliðsjón
af áætlun, þarf það ekki að
hafa í för með sér, að innleiða
almennt sérstök rekstrarform
í atvinnulífinu, t. d. rikis-
rekstur. Áætlun um fram-
leiðslu og framkvæmdir þjóð-
arinnar getur verið ríkis-
rekstraráætlun eins og hún er
í sumum löndum. En hún get-
ur alveg eins verið áætlun um
einkarekstur eða blandaðan
rekstur. Það er hægt að gera
áætlun um þróun atvinnu-
greinanna í slíkum rekstri, og
það er hægt að stuðla að því
á ýmsan hátt, að einstakling-
ar og fyrirtæki hafi eðlilega
hliðsjón af gerðri ðætlun,
þjóðaráætlun eða landsáætl-
un, sem miðuð er við, að þjóð-
inni fjölgi, að hún haldi á-
fram á braut framfaranna og
að byggð haldist yfirleitt um
iand allt.
í tillögu þeirri, sem fyrir
liggur, á þskj. 92, er gert ráð
fyrir, að skipuð verði 5 manna
nefnd, bankastjóri Fram-
kvæmdabankans og einn
maður, tilnefndur af liverjum
þingflokki. Verkefni þessarar
5-manna nefndar á að vera
að undirbúa löggjöf um það,
hversu semja skuli fyrir ár
hvert og fyrir nokkur ár í
senn áætlún um framleiðslu
og framkvæmdir í landinu.
Samkvæmt tillögugreininni
er nefndinni ætlað að hafa
þrjú sjónarmiö í huga, er hún
Það sem fyrir okkur flm.
vakir, er að athugaðir verði
möguleikar á því að gera áætl
anagerð að föstum lið í starf
semi þjóðfélagsins, að ekki
verði látið nægja eins og hing
aö til að setja á laggirnar
nefndir, sem starfa tímabund
ið á takmörkuðu sviði án sam
hengis. Það er vandaverk að
ákveða, hvernig slíkri starf-
semi skuli hagað, svo að gagn
verði aö. Trúlegt er, að ríkis-
stofnun þurfi að hafa stjórn
þessa verks. En það er áreið-
anlega heppilegast, að fleiri
komi til, samtök fyrirtækja, at
vinnustéttir, bæjar- eða hér-
aösstjórnir, ríkisstofnanir o.fl.
En ákveða þarf, hvað hverjum
skuli ætlað að vinna og hvern
ig áætlunarefnið verði saman
dregið. í sambandi við sjíka
áætlanagerð þarf að skapast
þjóðaráhugi á uppbyggingu
framtíðarinnar, heilbrigður
þjóðarmetnaður, heilbrigður
metnaður stétta, atvinnu-
greina og byggðarlaga í þá átt
að láta ekki sinn hlut eftir
liggja við að efla þjóðarbú
vort og gengi þelrra, sem í
landinu búa.
í tillögunni, sem fyrir ligg
ur, er gert ráð fyrir fram-
leiðsluáætlun og framkvæmda
áætlun fyrir ár hvert og
lengri tíma. En það er ekki
nóg að tala um áætlanir. Menn
verða að gera sér grein fyrir,
um hvaö áætlanir eigi að
vera. Á þessar tvær áætlanir
viljum við benda sem megin-
þætti. En það kemur af sjálfu
sér, að éf unnið er að slíkum
áætlunum, munu fleiri áætlan
ir koma til, eins og vikið er
að í greinargerðinni. Það þarf
að gera áætlun um yinnuafl
þjóðarinnar á hverjúm tíma,
um fjármagn og gjaldeyri,
neyzluáætlun o.fl. Um það
ræði ég ekki nánar á þessu
stigi, enda skortir mig til þess
sérfræðilega þekkingu að
leggja á ráðin um það efni.
Þar þurfa hagfræðiiígarnir að
koma til sögunnar.
Naúðsynlegt er að gera sér
grein fyrir því, að áætlanir,
eins og hér er aðallega um
rætt, framkvæmda- og fram-
leiðsluáætlun, hvort sem hún
nær langt eða skammt fram
í tímann, er hægt að gera á
tvennan hátt fyrst og fremst.
Það er hægt að gera líkinda-
áætlun, eins konar veðurspá,
þar sem dregnar eru líkur af
reynslu og reynt að gera sér
grein fyrir, hvað gerast muni,
án þess að sá aðili, sem áætl-
unina gerir, ætli sér sjálfur
aö hafa á það veruleg áhrif
eða gerir tillögur um ráðstaf-
anir. En það er líka hægt að
gera frumkvæðisáætlun, áætl
un, sem að meira eða minna
leyti er byggð á tillögum
þeirra, sem áætlunina gera.
Þarna mundi vinnubrögðum
verða hagað nokkuð eftir
stjórnarstefnunni á hverjum
tíma. Þaö, sem fyrir okkur
flm. vakir, kemur fram í orða
lagi tillögunnar á þskj. 92. En
jafnvel þótt aðeins sé farin
hin fyrri leið, að eingöngu sé
um líkindaáætlun að ræða,
hefur hún eigi að síður mikil
vægu hlutverki að gegna. Það
mætti líkja slíkri áætlun við
vörður á fjallvegi, þar sem ó-
kunnugir eiga leið um. Áætlun
af hinu taginu, frumkvæðis-
áætluninni má e.t.v. fremur
líkja við það, þegar verkfræð
ingur markar fyrir nýjum
vegi.
Eg veit, að margir hafa ver
Framhald á 13. síðu.