Tíminn - 02.12.1960, Side 11

Tíminn - 02.12.1960, Side 11
| TÍMINN, föstudaginn 2. desember 1960. 11 Björn Jónsson verzlunarstjóri — ekki gott a'ö segja hvernig þeir hlutir velta fyrr en þar að kem,ur. Bækur á jóla- markaði Nú fer a.8 verða jólalegt að litast um í búðunum hérí í Reykjavík því verzlunar- stéttin fer að hlakka til jól- enna löngu á undan börnun- jm. Það getur þó varla talizt umælisvert þótt slfks sjáist n.erki um þessi mánaðamót, en kaupmönnum er mislagið að gæta hófs í þesum efnum surr:.' hafa jafnvel ekki aet- að stfíft sig um að hengja út jólaskrautið snemma í nóv- ember eða fyrr, þó eru þeir í minni hluta — verzlunar stéttinni ril lofs. En nú finna allir á sér að jólin nálg'ast. Það sést á birt unni og þarf enginn að líta í búðarglugga til að komast að raun um það. Eigi að sið ur fara menn nú hvað úr hverju að hugsa fyrir jóla- gjöfum og mun þá mörgum sem fyrr verða tíðratað í bókabúðirnar, því góð bók er alltaf virðuleg jólagjof og hentar hverjum marir vel Við skruppum niður i, Hafnarstræti í fyrradag og| litum inn í bókabúð Norðra, j þó ekki í því skyni að kaupa bækur, það verður að bíða, heldur til að spjalla stund- arkorn við verzlunarstjór- ann, Björn Jónsson. Við tók um hann afsíðis og báðum j hann að segja okkur eitt- hvað um bókasöluna. — Það er náttúrlega erfitt að segja nokkuð um hana á þessu stigi málsins, svaraði hann. Bækurnar eru ekki allar komnar fram og sala ekki hafin fyrir alvöru. Það er rétt að byrja að hreyf- ast, svona ein og ein bók. Maður gerir ráð fyrir að sal an muni ganga vel, en glögga mynd hefur maður ekki fengið af henni enn sem komið er. — Hvað heldurðu að kom- . inn sé út mikill hluti þeirra bóka sem væntanlegar eru fyrir jól? — Það er líka erfitt að gera sér grein fyrir því. Stærri forl' eru sennilega komin með ó-aar bækur að nokkuð miklu leyti, en svo koma ýmsir einstakl., sem gefa út eina og eina bók og þar eru varla öll kurl komin til grafar. Það mætti segja mér að um það bil tveir þriðju af þeim bókum, sem eru væntanlegar fyrir jól væru komnar á markað. Þó vil ég ekki fullyrða slíkt. — Þykir ekki heldur óvæn legt að gefa út bækur þegar liðið er nær jólum? — Nei, algengast er aö bækurnar komi ekki fyrr en um mánaðamót nóvember- desember. En það er óhætt að segja að bækurnar hafi komið með fyrsta móti í ár. Það er óvanalega mikið af nýjum bókum á markaði nú þegar. — Aftur á móti er það mjög óæskilegt að bækur komi mjög seint., til dæm- is viku fyrir jólin. Þær bækur dragnast aftur úr í jólasölunni eins og hdnar, sem koma of snemma. — Hvað um bókafjöldann, núna samanborið við önnur ár? — Mér virðist ýmislegt benda til að útgáfan verði j nokkru minni en undanfarin ár. Bókaútgáfa var óvenju- * 1 mikil í fyrra. Aftur á móti urðu þá margir illa úti og koma vafalaust ekki með bækur í ár nema miklu færri og sumir jafnvel alls ekki. — Hvenær hefst jólasalan fyrir alvöru? — Ekki fyrr en komið er nokkur framyfir þessi mán- aðamót. Fram að þeim tíma kaupir fólk meira fyrir sjálft sig eina og eina bók, sem það hefur beðið eftir með ó- þreyju. En um jólasölu er eins og jafnan allt í óvissu á þess um tíma, ekki gott að segja hvernig þeir hlutir velta fyrr ; en þar að kemur. Það hefur j verið anzi mikill samdráttur; í verzlun á þessu' ári, al- i mennt. Mjög áberandi að! fólk hefur minna fé handa j á milli og horfir þá frekar í hverja krónuna. Þess vegno. má gera ráð fyrir samdrætti á þessu sviði sem öðrum sviðum verzlunarinnar. -unfíK* Hvaö er starfsfólkið margt hér í bókabúðinni? — Við erum fjögur að öll um jafni. Um jólin bætum við starfsfólki við. Tíminn Hún gaumgæfir bókina. verður að skera úr um það hvað sú þörf verður mikil, en ég geri ráð fyrir að við verðum sex til sjö í mestu jólaösinni. — Og veitir þá ekki af? — Ja, það vona ég að minnsta kosti. Athyglisverður þáttur í endurreisn hestamennsku Skemmtileg strákasaga? Annað hefti tímarits Landssam bands hestamannafélaga er nýkom ið út og er vandað að efni eins og l. hefti tímaritsins, sem út kom í sumar. — í þessu nýja hefti er m. a. skemmtileg frásögn frú Guð rúnar Daníelsdóttur (Daníelsson- ; ar) frá uppvaxtarárum hennar og j samskiptum föður hennar við ; hesta sína. Gunnar Bjamason og Vignir Guð I mundsson segja frá „sólskinsdög- j um hjá þýzkum hestamönnum" í skemmtilegum frásögnum frá veru sinni í Þýzkalandi og Hvítasunnu- mótinu í Schliichtern síðastl. sum- ar. Eru þessar frásagnir allrar at- hygli verðar og líklegar til að vekja áhuga margra á þvi markverðasta í hestamennsku Þjóðverja. — Verð ur e. t. v. seinna að þessu vikið nánar. — „Gamlar myndir“ eru birtar þarna af útför Sigurðar Gíslasonar lögregluþjóns, sem var kunnur hestamaður á Suðurlandi og víðar á sinni tíð. Eru þessar myndir og eins þær, sem komu í 1. heftinu skemmtilegt innlegg í sögu liðins tima og æskilegt að fram verði haldið á þeirri braut. BST Erásagnr um fjórðungsmót hesta niannafélaganna á Sauðárkróki og í Borgarfirði eru í þessu hefti, ásamt frásögn af kappreiðunum, | sem haldnar voru í sambandi 'við I fjórðungsmótin. „Um Gjallai'brú“, minningarorð ' um Stúart Mclntosh dýralækni, J sem fórst í Brúará síðastliðið sum- í ar, eftir Vigni, og um æskuna og j hestinn skrifar Björn M. Halldórs- | son eftir tektarverða grein, sem j gefur manni tilefni að spyrja eins I og Björn: „Skynlaus skepna. Hvað er það“? Þórður Kristleifsson segir frá horfnum góðhestum. Páll dýra- læknir skr'ifar um meðferð og hirð ingu hesta, sérstaklega um helti. Margt fleira er í ritinu, m. a. grein um skeið eftir ritstjórann og hesta vísur, sem er fastur' liður í hverju hefti. — Ritstjóri Hestsins okkar er Vignir Guðmundsson blaðamað- ur, en með honum eru í ritnefnd Matthías Matthíasson, Einar G. E. Sæmundsson og Jón Brynjólfsson. — Útgáfa þessa tímarits er' athygl- isverður þáttur í endurreisn ís- lenzkrar hestamennsku og mætti ætla að rit sem þetta verði mörg- um aufúsugestur. Ætti það að verða metnaðarmál öllum hesta- mönnum og hestaunnendum að i gera útbreiðslu þeirra eigin tíma- rits sem mesta, og veg þess sem stærstan. — Ritið er þess vert. G. Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.