Tíminn - 08.12.1960, Qupperneq 2
2
T f M I N N, fimmtudaginn 8. desember 1960.
Frá Alþingi
(Framhald af 7. siðu).
Um 13. gr.
Lagt er til að hækka fram
lag til Skipaútgerðar ríkisins
um 3,3 millj. kr. eða eins og
forstjórinn lagði til í sinni til-
lögu. Áður hefur verið gerð
grein fyrir þessu máli í nál.
þessu, og vísast til þess.
Um 14. gr.
Lagt er til að hækka styrk
inn til íslenzkra námsmanna
erlendis um 750 þús. kr. Til-
laga þessi er fram borin vegna
þess, að vitað er, að fjárhags
erfiðleikar námsmanna hafa
vaxið mjög vegna efnahags-
aðgerða ríkisstjórnarinnar á
s.l. vetri. Vitað er, að margir
efnilegir námsmenn hafa
þurft að hætta námi, og er
hér gerð tilraun til að koma
í veg fyrir, að svo verði um
fleiri.
Um 16. gr.
Lagt er til að hækka fram-
lag til kaupa á jarðræktar-
vélum úr 1 millj. kr. samkv.
tillögu fjvn. í 2,3 millj. kr.
Fjárveiting til kaupa á jarð-
ræktarvélum hefur fallið nið-
ur í 2 ár. Þá var fyrir hendi
geymd fjárveiting frá fyrri ár
um. Nú hefur henni verið eytt
og meira en það. Ógreitt er
framlag vegna tveggja véla,
sem fluttar voru inn á þessu
ári. Ef tillaga okkar verður
samþykkt, verður unnt aö
flytja til landsins tvær vélar
á næsta ári. Finnst okkur það
algert lágmark. — Þá leggjum
við til, að fjárveiting til til-
raunaráðs búfjárræktar
hækki um 100 þús. kr. Til-
raunaráðinu er nauðsyn að
fá þessa litlu upphæð, svo að
starfsemi þess biði ekki
hnekki. — Við legjum svo til,
ajð tekinn verði upp nýr lið-
ur til ráðgefandi nefndar um
byggingu útihúsa 1 sveitum,
200 þús. kr. Þessi nefnd hef-
ur ekki getað starfað vegna
fjárskorts. Hins vegar er
mikil þörf á starfsemi henn-
ar. Þessi fjárveiting mundi
nægja til þess, að nefndin
gæti leyst af hendi eðlilegt
og nauðsynlegt starf.
Lagt er til, að aukið verði
framlag til að leita að nýjum
fiskimiðum um 1 millj. kr. og
til síldarleitar og fiskrann-
sókna einnig um 1 milj. kr.
Hér er um svo mikið nauð-
synjamál að ræða, að því verð
ur vart trúað, að við þessari
beiðni verði daufheyrzt. Auk
þess hefur árangur af þess-
ari starfsemi orðið mikil, og
þjóðin hefur ekki efni á að
halda að sér höndum um að-
gerðir í þessu efni.
Lagt er til, að fjárveiting til
rannsókna í þágu atvinnuveg
anna verði aukin um 500 þús.
kr. Er hér um að ræða aukið
starfsfé til iðnaðardeiidar og
búnaðardeildar og til fjár-
ræktarbúsins á Hesti. Er hér
aðeins lagt til að bæta úr
brýnustu þörf, svo að starf-
semi þessi þurfi ekki að bíða
mikinn hnekki vegna fjár-
skorts.
Um 19. gr.
Lagt er til að lækka liðinn
„til óvissra útgjalda“ um 3
millj. kr. M.a. er gert ráð fyr-
ir, að dregið verði úr veizlum
og öðrum slíkum kostnaði á
vegum ríkisstjórnarinnar og
fyllstu varfærni gætt um slík
útgjöld. — Enn fremur er lagt
til, að liður um fyrningar, sem
er 6 millj. kr., falli niður.
Um 20. gr.
Framlag til bygginga á jörð
um ríkisins leggjum við til að
hækki um 500 þús. kr. Ólokn
ar skuldbindingar munu nú
vera á þriðju millj. kr. — Lagt
er til, að liðurinn til atvinnu
og framleiðsluaukningar
hækki um 5 millj. kr. Eins og
horfurnar eru í atvinnumál-
um þjóðarinnar nú, þykir
ekki ráðlegt að draga úr að-
stoð ríkisvaldsins við at-
vinnuuppbygginguna, heldur
hið gagnstæða. Svipaðri fjár-
hæð var varið til atvinnu- og
framleiðsluaukningar á yfir-
standandi ári og hér er lagt
til að verði gert. — Þá leggj-
um við til, að niður falli í þess
ari grein nýr liður til að end
urnýja bifreiðar ríkisstofn-
ana, 800 þús. kr. Eðlilegt er,
að slík gjöld teljist með út-
gjöldum þeirra ríkisstofnana
er endurnýja bifreiðar sínar.
Hins vegar eiga þau ekki
heima í eignahreyfingum rík
issjóðs'.
Þær breytingartillögur, sem
hér hefur verið gerð grein fyr
ir og við flytjum á sérstöku
þskj., eru alls að fjárhæð sem
hér segir:
Til lækkunar á gjöldum
ríkissjóðs kr. 13694737.00
Til hækkunar
á gjöldum
ríkissjóðs — 13650000.00
Mismunur: lækkanir
umfram hækanir kr. 44737.00
Tillögur okkar, ef sam-
þykktar verða, hafa því lítil
sem engin áhrif á niðurstöðu
tölu fjárlagafrv.
Þegar ríkisstjórnin gerði
þjóðinni grein fyrir „viðreisn
inni“, komst hún m.a. svo að
orði um tilganginn: „Er það
megin tilgangur þeirrar stefnu
breytingar, sem ríkisstjórnin
leggur til, að framleiðslu-
störfum og viðskiptalífi lands
manna sé skapaður traustari,
varanlegri og heilbrigðari
grundvöllur en atvinnuveg-
irnir hafa átt við að búa und
anfarin ár.“
Stefna ríkisstjórnarinnar,
samdráttarstefnan, hefur ver
ið framkvæmd í 9 mánuði.
Engin tilraun hefur verið gerð
til að trufla framkvæmd henn
ar. Áhrifa hennar gætir nú
í vaxandi mæli, samt ekki á
þann veg, er stjórnarliðar
hugðu, heldur sem lömun á
þjóðarlíkamanum. Vegna
hennar ríkir nú meiri óvissa
í atvinnu- og viðskiptalífinu
en fyrr og meiri óvissa um
afkomu ríkissjóðs á næsta ári
en nokkurn tíma áður.
Við viljum að lokum endur
taka það, að aðeins með því
að víkja frá stefnu ríkis-
stjórnarinnar, samdráttar-
stefnunni, getur þjóðin aukið
framleiðslu sína og tekið aft-
ur upp þróttmikið fram-
kvæmda- og athafnalíf.
Alþingi, 3. des. 1960.
Halldór E. Sigurðsson
frsm.
Halldór ÁsTrímsson
Garðar Halldórsson
Enginn sparna'Sur i
(F.rarohald ai 1. síOui.
árið og það viðurkennt af
stjórnarliðinu. Þá voru út-
gjöld hækkuð um 300 milljón
ir kr. Mátti því ætla að út-
gjöldin ættu að standa í stað
eða lækka, ef mark hefði verið
takandi á sparnaðarhjalinu.
Tekjuáætlun út í bláinn?
Halldór ræddi einnig um
tekjuhliðina. í fjárlögum 1960
var tekjuáætlunin miðuð við
20% samdrátt frá innflutn-
ingi ársins 1959. Hvort það fær
staðist, jafnframt því að sagt
er, að innflutningur hafi verið
gefinn frjáls og greitt fyrir
auknum viðskiptum. Fram-
sóknarmenn bentu á, að ef
kjaraskerðingin ætti ekki að
verða meiri en 3%, eins og
stjórnin sagði, þá fengist þessi
innflutningsáætlun hvergi
staðizt. Nú er sagt að reiknað
sé með minni innflutning og
í ár og jafnframt að of mikil
bjartsýni sé að áætla sömu
tekjur til ríkissjóðs af sama
magni af innflutningi og var
á síðasta ári. — Samt á hinn
svokallaði „bráðabirgðasölu-
skattur“, sem settur var á í
vor, að standa áfram, þrátt
fyrir gefin loforð um að hann
skyldi falla niður um áramót.
Engar upplýsingar
Við höfum beðið um að fá
að sjá innflutningsáætlun fyr
ir árið 1961, en slíkar innflutn
ingsáætlanir hafa ætíð verið
gerðar og lagðar fram. Okkur
hefur verið sagt af ráðuneytis
stj. i efnahagsráðuneytinu að
engin slík áætlun væri til. Eng
in gjaldeyrisáætlun var heldur
til, að því er sagt var. Fjár-
veitinganefnd fékk enga áætl
un um gjaldeyristekjur. Held
ur enga áætlun um notkun er
lends lánsfjár. Heldur enga
greiðslujafnaðaráætlun, eins
og siðar hefur verið að leggja
fram. En hér er ekki öll sagan
sögð, varðandi það, hvað tekju
áætlunin er laus i reipunum.
Fram hafa verið lagðar þrjár
tekjuáætlanir. 1) Á fjárlaga-
frv. frá í okt., 2) endurskoðun
áætl. frá efnahagsmálaráðu-
neytinu frá 24. nóv. og áætl.
meirihl. fjárveitinganefndar
frá 30. nóv.
Ef nokkuð er að marka áætl
un efnahagsmálaráðuneytis-
ins um tekjur á þessu ári, en
á því hefur orðið meiri inn-
flutningur en áætlaður er á
næsta ári og þar að auki inn-
flutningur sem ætlað er að
gefa minni tekjur í ríkissjóð,
þá hlýtur tekjuáætlun meiri-
hluta fjárveitinganefndar að
vera algjörlega út í bláinn, því
að eitt stangast á annars
horn. — Nema að fyrir meiri
hlutann sé lögð önnur gögn
en fyrir fjárveitinganefnd í
heild, en það ætla ég ekki em
bættismönnum að óreyndu, —
sagði Halldór E. Sigurðsson. —
Nánar verður sagt frá umræð
um á morgun.
Haukur Morthpns
(Frnmh at 16 ‘.ífiu >
öll lögin. Upptakan. var gerð í
Kaupmannahöfn í haust og er til
fyrirmyndai.
Plötukápur eru laglegar og allur
fiágangur. Eins og fyrr segir er
það nýtt fyrirtækt Faxafón, sem
gefur út þessar nýju plötur Hauks.
Þetta eru fyrstu plöturnai sem
fyrirtækið gefur út og ma segja
að vel sé hleypt heimdraganum.
4 nýjar brýr á
Austurlandi
í nýútkomnu tölublaði
Austra, blaðs Kjördæmissam-
bands Framsóknarmanna í
Austurlandskjördæmi, er sagt
frá því, að fjórar brýr hafi
verið gerðar á Austurlandi í
sumar. Þar er viðtal við Sigurð
Jónsson, vegaverkstjóra, en
hann hefur unnið við brúar
gerð síðan árið 1945, þar sem
frá brúarsmíðinni er skýrt.
Þegar viðtalið er tekið, en
það mun vera 23 f.m. var
flokkurinn að ljúka við Selár
gilsbrú á Stöðvarfjarðarvegi.
Það er mesta mannvirki þeirra
sem gerð voru í sumar, brúar
gólfið er 43,80 m. á lengd, en
haf milli landsstöpla er 32
metrar. Mesta hæð frá ár-
botni er 13,4 metrar.
Fyrsta brúin, sem reist var
í sumar, var brú yfir Höskulds
staðaá í Breiðdal. Hún er að-
eins 4 metra löng, en stöpul-
hæð einnig fjórir metrar. Þá
var Garðá á Jökuldalsvegi
eystri, 6 metra brú, stöpulhæð
5,25 metrar. Loks var gerð brú
á Húsá á sama vegi, hún var
17 metra löng.
Hiís Jénasar
Haralz
Fræíimaíur
(Framh aí t síðu).
Jóni M. Samsonarsyni hafi ver
ið veittur styrkurinn, en á
hann var bent af hálfu Há-
skóla íslands. Jón M. Samson
arson lauk meistaraprófi í ís-
lenzkum fræðum frá háskólan
um s.l. vor og hlaut ágætis-
einkunn. Jafnframt því að frá
þessari styrkveitingu er skýrt,
vill Háskóli íslands lýsa á-
nægju sinni yfir því, að fyrsti
styrkþeginn skyldi vera ís-
lenzkur fræðimaður.
(Frá Háskóla íslands).
Póstþjófnaður
(Frarahald ai 16 sfðu)
Hús Jénasar
Haralz
í aðsendri grein, sem ný
lega birtist hér í blaðinu,
var hús, sem Jónas Haralz
ráðuneytisstjóri, hefur í
smíðum, talið miklu stærra
en það raunverulega er. Er
þetta hér með leiðrétt.
V_____________
Lagaillarde
svlptur
þinghelgi
framdi daginn eftir að hann var
hækkaður í tign. 1000 kr hafði
verið heitið hverjum þeim er
kæmi lögreglunni á sporið. Þær
fcafa nú fallið í hlut leigubifreið-
arstjórans í Lyngby — sem hefur
nú fengið góða greiðslu fyrir „túr-
inn“ til Hafnar.
Gullleitin
Kirkjubæjarklaustri, 6. des. —
Hingað eru nú komnir tveir
skriðbílar til þess að nota við
gullleitina fyrirhuguðu. En
mælitækin, sem nota á til þess
að „hlusta" sandinn eru enn
ókomin. Trúlega verður ekki
hafizt handa um framkvæmd
ir við leitina fyrr en sól tekur
aftur að hækka á lofti, því
vinnudagurinn er ódrjúgur í
skammdeginu. V.V.
PARIS — NTB, 7. des. -
Franska þjóðþingið samþykkti
í dag með yfirgnæfandi meiri
hluta, að svipta uppreisnar-
leiðtogann Lagaillarde þing-
helgi, en hann komst sem
kunnugt er undan til Spánar
fyrir nokkrum dögum og rauf
þar með drengskapareið um
að fara ekki úr Frakklandi.
Einn verjandi Lagaillarde
kveðst hafa hitt hann að máli
í Madrid í gær, og bað Lagaill
arde hann fyrir skilaboð á þá
leið, að hann hefði ekki að
frjálsum vilja rofið drengskap
areiðinn — það yrði skýrt síð
ar. Einn hinna fimm uppreisn
armanna, sem hvarf ásamt
Lagallarde var í dag hand-
tekinn í Suður-Frakklandi,
skammt frá landamærum
Spánar.
.;Bingóu á Selfossi
Framsóknarfélag Selfoss heldur skemmtisamkomu 1
Selfossbíói annað kvöld.. og hefst hún klukkan S
s.d. Spilað verður ,,Bingó“ Góð verð'aun.
Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir dansi
Síðasta skemmtun félagsins fyrir iói. — All>r velkomnit
meðan húsrúm leyfir.
Suimudagsfundur F.U.F. í Reykjavík
Næsta sunnudag, 11. des., verður fyrsti sunnudagsfund-
ur Félags ungra Framsóknarmanna t Reykjavík á vetr-
inum. Fundurinn verður haldinn í Framsóknarhúsinu
og hefst kl. 14,00.
Umræðuefni: Utanrikismál.
Frummælandi: Þórarinn Þórarinsson alþingismaður.
F.U.F.