Tíminn - 08.12.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1960, Blaðsíða 3
ur ríki kalla herlið sitt eim trá Kongó — eftir handtökuna á Lumumba þjark í öryggisráðinu mikiti N%v York, Leopoldville— NTB, 7.12. — Ástandið í Kongó er enn aS komast á nýtt og ef til vill alvarlegra stig en nokkru sirtni fyrr Á sama tíma sem Zorin, aðalfull trúi Rússa hjá S.Þ. lagð: fram tillögu á fundi öryggisráðsins á þá leið, að herlið Mobutos yrði afvopnað og Lumumba falin stjórn landsins, bárust í dag þær fregnir til New York, að stjórnir nokkurra þeirra ríkja er herlið hafa í Kongó á vegum S.Þ. hafi á- kveðið að kalla lið sitt heim eftir handtökuna á Lumumba og hina nýju þróun málanna í þessu landi ringulreiðar- innar. Aðalmálgagn egypsku stjórn arinnar skýrði frá því í dag, Samningur við Tékkóslóvakíu Hinn 16. nóvember s.l. var undirritaður í Prag nýr við- skiptasamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu og gildir hann í þrjú ár, til 31. ágúst 1963, en vörulistar, sem jafn- framt var samið um, gilda í eitt ár frá 1. sept. 1960 til 31. ágúst 1961. í samningnum er gert ráð fyrir sölu til Tékkóslóvakíu á frystum íiskflökum, frystri og saltaðri síld, fiskimjöli, lýsi, niðursoðnum fisk- aíurðum og ýmsum öðrum afurð- um svo sem húðum, görnum, osti, kjöti og ull. Á móti er gert ráð fyrir kaupum á ýmsum vöruteg- undum frá Tékkóslóvakíu, svo sem vefnaðarvörum, skófatnaði, gieri og glervörum, ýmiss konar éhöldum, vélum, bílum, járn- og stálvörum, sykri og ýmsum fleiri vörum. Jafnframt viðskiptasamningnum var undtrritaður nýr greiðslu- samningur milli landanna sem gildir til 31. ágúst 1961 en fram- lengist eftir það sjálfkrafa um eití ár í senn, ef honum er ekki sagt upp með þriggja mánaða ivrirvara. Af íslands hálfu önnuðust samn ingagerðina þeir dir. Oddur Guð- jónsson, Pétur Pétursson, forstjóri, B.iörn Tryggvason, skrifstofu- stjóri og Ami Finnbjörnsson, framkvæmdas'tjóri. U taniríkisr áðuney tið, Reykjavík, 7. desember 1960. að ríkisstórnin hefði kallað heim herlið sitt í Kongó — í ljós hefði komið að S. Þ. hefðu gengið erinda heims- valdasinna þar I landi og ekki lyft litla fingri til að aðstoða Lumumba gegn _ skrílherliði Mobutus ofursta. í blaðinu er ráðist harðlega á Eisenhower og Hammarskjöld, og eru báðir sakaðir um linku í Kongómálinu. — Ríkisstjórn Ceylon tilkynnti einnig í dag, að herlið hennar í Kongó yrði senn kallað heim, sama gerði ríkisstjórn Júgóslavíu, og búizt er við, að Ghanastjórn tilkynni bráðlega, að herlið hennar verði enn fremur kall að heim.' Bréfaskriftir Títós Óstaðfestar fregnir herma, að Tító hafi ritað Nehrú, Sek- ou Toré, Nkrumah og fleiri leiðtogum hlutlausra ríkja, bréf og beðið þá um að draga herlið sitt heim frá Kongó í mótmælaskyni við handtöku Lumumba. Edward Kennedy og tveir bandarískir öldunga- deildarþingmenn ræddu í dag við Dayal fulltrúa Hammar- skjölds í Kongó — á meðan ,fundur þeirra stóð yfir urðu þeir vitni að því að stuðnings maður Lumumba réðst á stuðningsmann Kasavubu og urðu mikil átök. Bandaríkja- mennirnir munu ræða við Kasavubu á morgun, en síðan halda blaðamannafund. Þjark í öryggisráðinu | Zorin aðalfulltrúi Rússa, sem situr í forsæti á fundum ör- yggisráðsins þessar vikurnar, (Framhald á 15 siðujj í'|111 , i Um svipaö’ leyti og fyrsti snjórinn féll hér á landi, gerði bylgusu útl i Danmörku. Snjórinn varð ekki mlkill, en nóg til þess að vegir urðu hálir og margir bílar lentu í árekstrum og skurðum þess vegna. Þessi mynd er þaðan og sýnir einn bílinn í skurði. Dráttarvélin valt — ökumaöur slapp Búðardal, 7. des — f fyrri- nótt kom það fyrir vestur í Dölum, að dráttar\él rann út af vegi og valt alveg yfir sig. Ökumanninum tókst þó að iosa sig af vélinni í tæka tíð og slapp ómeiddur. Vélin mun hins vegar hafa be.vglast eitthvað, en þó miklu minna en við mátti búast. Vestur í Haukadal í Dalasýslu var starfsmaður kaupfélagsins í Búðardal á ferð á dráttarvél í fyrrinótt. Nokkui nálka var á veg inum, eins og oft vill verða að vetrarlági og skipíi ‘ þáð engum tíigum að á einum svellbunkanum tók vélin að renna svo ekki varð við neitt ráðið. Ökumaðurinn sá þegar hvað verða vildi og fékk með snarræði srtokkið af vélinni én hún rann út af veginum og valt yfir sig. Maðurinn slapp ó- meiddur og má það mikil mildi teljast, en vélin mun hins vegar hafa skemmzt eitthvað en þó von- um minna. Dráttarvélaslys alltíð Dráttarvélarslys eru tekin að gerast alltíð hérlendis hin síðari ár en þó e.í.v. ekki fleiri en við n.á búast þegar þess er gætt. hvað margar vélar eru urðnar í eigu landsmanna og á fæstum þeirra hús né nokkuð annað, sem verða má til hlífðar ökumanni, ef útaf ber. St. Þ. Kommúnistar styðja Nato! „Litli-McCarthy“ á Mbl. ortSínn alblindur í ofstækinu — Sér alls statSar rautt SvartleiSari Mbl. i gær er góð sönnun þess, hve McCarthylsminn er orSlnn svæsinn og blindur á MorgunblaSlnu undlr forystu „Lltla- McCarthys". „Llfli-McCarthy" gerir betur en aS kippa ( kynlð — hann er tvímælalaust orðinn föðurbetrungur. — Það þarf að visu að ganga iangt í ofstækinu tli að skjóta hinum fræga og stóra MeCarthy heitnum ref fyrir rass. Á blómatímum hans í Bandaríkjun- um voru saklauslr borgarar ofsóttir og útskúfaðlr úr samfélaginu og stimplaðlr kommúnlstar jafnvel fyrir það eitt að þeir höfðu í fyrndlnnl átt kunningja með róttækar skoðanir. Menntaðir og gáf- aðir borgarar með sjálfstæðar skoðanir, sem höfðu ef til vill leyft sér að halda því fram, að ríkistryggingar og sjúkrasamlög væru til fyrirmyndar, voru stimpiaðir kommúnistar og fjandmenn Bandaríkj- anna. — Síðar var reyndar viðurkennt í Bandaríkjunum að McCarthy hefði verið sturlaður og nú er sá höfðingi kominn til feðra sinna og McCarthy-isminn hefur verið kveðinn niður í Bandaríkjunum. — En nú er nýr „spámaður" komlnn fram á sjónarsviðið, „Lltli- McCarthy" á Morgunblaðinu. Hann segir í gær að það stoði ekkert fyrir Framsóknarmenn að lýsa því yfir að þeir styðji NATO og séu fylgjandi vestrænu samstarfi og fordæmi alheimskommúnismann, — þeir eru alveg jafnmiklir kommúnistar fyrir það, seglr „Lltli- McCarthy". Byggir hann þá skoðun sína á því, að í leiðara TÍMANS í fyrradag segir, að það sé skoðun Framsóknarflokkslns enn elns og hún hefur ætíð verið og skýrt mörkuð að hér skuli ekki vera erlendur her á friðartímum. Það hefur elnnig verið skoðun Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Nú virðist vera komlð annað hljóð í strokkinn: Herinn á að vera hér um aldur og ævi, hvernig sem málum sklpast. Að dómi „Litla-McCarthys" á Mbl. er hver sá, sem leyfir sér að láta í Ijós sjálfstæða skoðun sína og óbifandi sannfæringu, sem ekki kemur heim vlð sjúklegan og þrælslundaðan þankagang hans sjálfs, kommúnisti, — hann er kommúnisti, um það þarf engum blöðum að fletta. Ástandið er meira eð segja orðið svo slæmt, að það styður skoðun „Litla-McCarthys" um „kommúnistaorðið", ef „kommúnist inn" segist vera fylgjandi þátttöku í NATO! Innbrot í Austurstræti f fyrrinótt var brotizt inn í verzl. L.H. Muller í Austurstræti. Þjófurinn braut þar upp hurðir, hellti úr skúff um á gólfið. Ekki hafðist annað upp úr krafsinu en nokkrar krónur í skiptimynt. Þá var reynt að fara inn í verzlunina sjálfa en ekki tókst það. í léiðinni kom þjófurinn við á lög fræðiskrifstofu Gústafs Ólafssonar i sama húsi. Var þar brotin læsing á hurð og rótað i hirzlum en engu stolið. Kvikmyndavél o fl. stoliS Aðfaranótt þriðjudags var brotizt inn í Kr. Kristjánsson h.f. við Suður landsbraut. Þar voru stungnar upp fjórar hurðir, skápar og skúffur. Urðu af þessu talsverðar skemmdir. Stolið var kvikmyndatökuvél, raf magnsrakvél, verkfærum, auglýsinga bíllíkönum og 400 krónum í pening- um. Drukkinn bílstjóri eltur Laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld varð árekstur á horni Laugarnesveg ar og Laugalæks. Annar ökumaður inn, sem talinn var hafa valdið árekstrinum, nam ekki staðar, held ur forðaði sér. Var bílnum veitt eft irför og er komið var að mótum Laugarness og Kleppsvegar, lenti bíll flóttamannsins á Ijósastaur og kastað ist síðan út af veginum. Va>r bíllinn óökufær eftir þessa útreið. — Af ökuþórnum er það að segja, að hann sparn hælum í rass og hugðist forða sér á hlaupum. Þeir, sem eltu, voru þó greinilega meiri hlauparar og hann hafi verið undir áhrifum og er málið í rannsókn. Datt á götu, meiddist í baki Kl. 14,45 í gærdag datt kona fyrir utan Bjömsbakarí I Aðalstræti. Kvart aði hún um eymsli í baki og var fiutt á slysavarðstofuna. Konan heitir Sig ríður Ottósdóttir. Árekstur á Hlemmi Kl. 9,20 í gærmorgun varð árekst ur á Hlemmtorgi. Annar bíllinn snögg bakkaði og lenti á leigubíl, sem hafði numið staðar fyrir aftan. Skemmdir urðu nokkrar á leigubíln um. Keí jurnar slógust í VW Kl. 10,40 í gærmorgun vildi það til, er vörubíll var að fara inn í stæði við Laugaveg 15, að keðjur á aftur hjóli bílsins slógust í frambretti á Volkswagen, sem þarna var. Beygl aðist brettið eitthvað. Haríur árekstur Kl. 11,45 varð harður árekstur milli tveggja fólksbíla á mótum Ægisgarðs og Tryggvagötu. Allmikl ar skemmdir urðu á báðum bílunum. Snerist i hálfhring Kl. 13,10 varð harður árekstur milli Skoda og Buick á mótum Bar- ónsstígs og Eiríksgötu. Við árekstur inn snerist Skodinn í hálfhring á götunni. Skemmdir urðu mikiar, I einkum á Skodanum. Enn einn áreksturinn þar.... Kl. 14,12 varð enn einn árekstur- inn á gatnamótum Ægisgötu o-g Öldugötu. Lenti þar saman Opel Caravan og Volga fólksbíl. Nokkrar skemmdir urðu á Opelnum. Árekstr ar hafa verið tíðir á þessum stað. Árekstur á Steindórsplani Um fjögurleytið í gær varð árekst ur á bílastæði Steindórs við Hafnar- stræti. Skemmdir urðu litlar á bílum þeim, sem hlut áttu að máli. Hálka og aftanákeyrsla Kl. 16,15 varð árekstur milli pickup bíls og oríuflutningabíls á Laugalæk við Laugarnesveg. Lenti olíubíllinn aftan á pickupbílnum. Mikil hálka var þarna á götunni. Kranabí!) rakst á „strætó“ Kl. 16,42 var kranabíll á ferð á Laugavegi, rétt austan Nóatúns. Rakst hann þá utan í strætisvagn, sem var á austurleið. Skemmdir urðu óverulegar. Mikil hálka krefst varútSar Ilvorki meira né minna en átta árekstrar höfðu átt sér stað í Reykja vík um sexleytið í gærkveldi. Margir I árekstranna urðu beinlínis vegna : hálkunnar, sem var mjög mikil á J götum bæjarins í gær. Ekki verður , ofbrýnt fyrir ökumönnum að taka tillit til aðstæðna og aka varlega í hálkunni. Það getur firrt bæði þá j og aðra tjóni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.