Tíminn - 08.12.1960, Side 6

Tíminn - 08.12.1960, Side 6
TÍMINN, fimmtudaginn 8. desember 1960. 6 Sigfús Blöndal: Endurminn- ingar. Hlaðbúð, Reykjavík 1960. Allir íslendingar munu kannast við Sigfús Blöndal, höfund hinnar stóru íslenzk-dönsku orðabókar. Hann er og einnig kunnur sem Jjóðskáld. Eftir hann er Drottn- ingin í Algeirsborg og önnur kvæði, er út kom 1917 og Sunnan yfir sæ, gömul og ný kvæði, er komu út 1949. Hann þýddi úr grísku sorgarleikinn Bakkynjurn- ar eftir Euripides, og kom hún út ú prenti árið 1923. Hann fékkst og við sagnfræðiritun. Stærsta sagnfræðirit hans, sem út hefur komið á prenti, er Væringjasaga, þ.e. saga norrænna. rússneskra og enskra hersveita í þjónustu Mikla- garðskeisara á miðöldum. Að loknu stúdentsprófi frá Latínuskól anum í Reykjavík, vorið 1892, sigldi hann til háskólans í Kaup- mannahöfn, þá aðeins 18 ára gam- all. í Höfn átti hann síðan heima allt til dánardægurs, árið 1950. S’gfús Blöndal var einn af lærfS- ustu og fjölmenntuðustu íslend- ingum samtíðar sinnar. Sérstak- lega var hann mikið lærður í mál- um og sögu. Hann var cand. mag. bæði í latínu, grísku og ensku. Ifann var um nærri 40 ár bóka- vörður við kgl. bókasafnið í Khöfn cg lengi lektor í ísl. nútíðarmáli við Kaupmannahafnarháskóla. Hann sat í stjórnum ýmissa fræði- og menhingarfélaga, og sá um út- gáfur af Píslarsögu Jóns Magnús- sonar, Ævisögu Jóns Indíafara, Ódysseifskviðu Hómers, endur- skoðaði þýðingu eftir Sveinbjörn Egilsson, o. fl. Lárus H. Blöndal, er skrifar eftirmála við Endurminningar Sigf. Bl„ segir að S. Bl. hafi ætlað sér að skrifa ævisögu sína, en honum entist eklri ævi til þess. Ef honum hefði auðnazt að lúka ævisögu sinni, hefði hún orðið mikið mál, enda hafði hann kynnzt fjölda mörgum merkum mönnum og víða farið. Endurminningar S.Bl. ná aðeins fram til þess tíma er hann sigldi til Kaupmannahafnar, haustið 1892. Þær ná því aðeins yfir bernskuár hans og skólaár í Lat- ínuskólanum. Þó eru þær nær 300 bls. með allmiklu leturmagni á hveirri síðu. Þær hefjast á því, ao hann segir frá ætterni sínu. Föðurætt hans var hin nafnkunna Blöndalsætt. Segir hann að ein- kenni hennar hafi verið þau, að sumir hafi verið fríðir menn og bjartir, aðrir dökkir og þung- brýndir. Þá segir hann að ætt- gengt hafi verið að þykja vænt um söng og skáldskap, og hafi ymsir verið allvel hagmæltir menn og sumir söngmenn með afbrigð- um. Faðir hans var Björn Lúð- víksson Blöndal, en móðir hans Guðrún Sigfúsdóttir prests á Und- ivfelli af Reykjahlíðar- og Blönd- aisættum. Foreldrar hans bjuggu að Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi er hann fæddisf árið 1874, en Luttu árið eftir að Snæringsstöð- um í Vatnsdal. Voru þau fremur fátæk alla ævi. Jafnframt því er S Bl. segir frá fyrstu bernskuár- i'ffl sínum Iýsir hann ýmsum þjóð- háttum þar nyrðra og getur þeirra n:anna þar er honum urðu minn- isstæðastir. En af þeim mönnum er hann kynntist á bernskuárum sinum í Vatnsdalnum ræðir hann niest um séra Þorvald Bjarnason á Melstað, er var mikill Iærdóms- „Trúverðug og óhlutdræg frásðgn^ Sigfús Blöndal og fræðimaður. Hann keypti mihið af bókum og lánaði föður Sigáús- ar bækur, er hann las appirátt fyrir heimilisfólk sitt á vedrrar- kvöldum við grútarlampaljós eða kertaljós. En mjög ungur hefur S gfús sólgið í sig alls konar íróð leik úr bókum og verið stálminn- ugur á allt, sem hann heyrði ’lesið eða las sjálfur. Foreldrar hans fiuttu búferlum til Reykjavíkur, er hann var á níunda ári. Hefst nú frásaga hans af lífinu í fbeykja- vík, veru hans þar og lýsmg og frasagnir um fjöldamarga menn, er hann kynntist þar. Tólf ára gam al’ settist hann í Latínuskólann. Og á hinum fyrsta vetri 'hans í Latínuskólanum drukknaða faðir hans, en með hjálp góðra manna, aðallega þó dr. Björns M. Ólsens, er þá var kennari við Lattnuskól- ann, Sighvats Bjamasonajr síðay bankastjóra, dr. Jónasserrs, land- læknis o. fl. gat hann haldið á- fram námi. Tvö sumur yar hann í Stafholtsey hjá Páli lækni Blön- dal. Fjöldamargir menn boma við sögu í þessum æskuminningum. Er höfundur góðgjarn í dómum um menn, en segir þó fná einstaka kátlegum atburðum um nafnfræga roenn, svo sem um drykkjuskap Benedikts skálds Gröndals, er var kennari við Latínuskólann og var vikið úr embætti vegna óreglu all- mörgum árum áður en S. Bl. kom í skólann. Ein sagan inn Gröndal hljóðaði þannig: „Einu sinn var Gröndal að drekka inni í „káetunnfi“ (svo var óæðri hlutinn kallaðui’ á „Hótel í?land“) með einhverjum sjó- mönnurn. Honum mislíkaði eitt- hvað við þá og fór að skamma bá, og kallaði þá „dón.a". — „Því ertu að drekka með akkur, ef við erum dónar?“ spurði einn. — „Það skal ég segja þér, þalð er af því, að ég get verið dóni líka“. sagði Gröndal, „það er sem sé sá munur á mér og ykkur, að þegar ég er fullur, þá er ég dóni, en þið eruð dónar bæði fullir ag ófullir.“ En höfundur segir að drykkju- skapur Gröndals haíi samt aldrei evðilagt hann, „en því miður fór svo um marga í Rieykjavík. enda var þar í rauninni mikil drykkju- skaparöld". Segir hann að góð- templarareglan hafi breytt miklu ium lífið í Reykjavík, þegar hún Ikcm, og verið á þeim tímum til pnikilla bóta. Mjög vel ber hann-þeim báðum ísoguna, Jóni Þorkelssyni rektor og i'Birni Ólsen. Lofar hann mjög fkennslu Ólsens. Segir hann um fþá: „voru vinir mínir og bjarg- vættir, og báðir héldu tryggð við mig til dauðadags". Ekki þótti Jón Þorkelsson rektor eins fallinn til skólastjórnar sem vísindaiðkana. S. Bl. segir þó eina sögu er sýnir, að hann gat á skemmtilegan hátt jafnað deilur pilta: Heimavistarpiltar er bjuggu á „Litlalofti" og „Langalofti" lentu kvöld eitt í harðvítugum slags- málum, og barst leikurinn að íbúð rektors, er kom fram til að hasta á piltana. Hættu þeir allir slags- málunum, nema einn, er kdllaður var Eyvi sterki, á hann var kom inn berserksgangur. Rektor kallar ttl hans og segir: „Hættu, annars ber ég þig“, og tók um leið upp vasaklút sinn og blaktaði honum á handlegg Eyjólfs. „Nei góði rektor, meiðíð þér mig ekki!“, sagði Eyvi. „Á, kenndirðu til?“ sagði rektor, „þú mátt sjálfum þér kenna.“ Þá hlógu piltar og allt féll í dúnalogn. Höfundur segir frá mörgum skólabræðrum sínum, er sumir urðu síðar nafnkunnir menn, svo sem Magnúsi Sæbjörnssyni lækni, er var mjög mikill námsmaður, séra Ásmundi Gíslasyni prófasti á Hálsi, Þorsteinr Gíslasyni rithöf undi og ritstjóra, séra Guðmundi frá Gufudal o. m. k. Lýsir hann skólalífinu með mikilli nákvæmni. Skemmtilegar eru frásagnir höf. af kynnum sínum við Grím skáld Thomsen á Bessastöðum. Er sýni- legt að Grími skáldi hefur fallið veJ við hinn gáfaða, unga mennta mann, er þegar á unga aldri sökkti sér niður í lestur úrvals- rita bæði íslenzkra og erlendra, og var snemma vel að sér í forn- bókmenntum Grikkja og Róm- verja. En þótt þeir Grímur Thom- ! sen og Sigfús Blöndal hafi í mörgu Aerið mjög ólíkir, bá var það sam e.ginlegt þeim báðum að dá forn- a.darbókmenntir Grikkja og báðir 1 voru lærðir í fornbókmenntum Rómverja, en Sigfös dáði þær meira en Grímur. Tvö sumur var S. Bl. þing- sveinn meðan hann var í Latínu- skólanum, og þótti lionum það skemmtilegt starf. Ekki fannst honum Benedikt Sveinsson sýslumaður vera mælsk- asti maður þingsins, eins og sumir áiíta hann hafa verið. S. Bl. fannst hann of æstur. Telur hann Jón Jónsson í Múla mesta mælsku- roann þingsins á þeim árum, og get ég trúað að sá dómur hans sé réttur. Þegar ég var ungur heyrði ég Jón í Múla tvisvar halda ræður, og var ég hrifinn af rök- vissum og snjöllum málflutningi hans. Þá fannst höf. mikið til um mælsku séra Sigurðar í Vigur. Það má sjá af þessum minn- ii'gum, að höfundur hefur ungur byrjað að halda dagbók. Hann nefnir fjölda rita á ýmsum málum, er hann las á skólaárum sínum og segir frá því hvernig honum geðjast að hverju þeirra. Öll er frásögn hans nákvæm og virðist að öllu leyti mjög trúverðug og ó- hlutdræg. Það sem helzt mætti setja út á hana er, að hún væri of nákvæm, því að sums staðar hefði frásögnin má'tt vera styttri að skaðlausu. En fegurðarþrá og góðvild, fjölhæfni og frjálslyndi speglast í allri frásögn hans. Útgáfa bókarinnar er hin smekk legasta, og er hún prýdd mör'g- um myndum. Þorsteinn M. Jónsson Þrfár barnabækur Bambi Börnin hans Bamba Snati og Snotra Vinsæl og falleg barna- bók eftir Steingrím Ara- son með snjöllum teikn- ingum eftir Tryggva Magn ússon. Þessi skemmtilega bók vertiur hverju barni kærkomin VertS kr. 20,6k Fallega ævintýrið um skógarhjörtinn unga sem Walt Disney gerði svo glæsilega úr garíi. Eftir- lætisbók barnanna VertJ kr. 20,60. Ævintýri um Bamba og fjölskyldu haiis ? skóginum. Skemmtileg og fögur bamabók. Verí kr 15,45 •i Allar þessar bækur erti ágætar jólagjafir. Bókaútgáfan Björk HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAND3 A laugardag verSur dregiS í 12. flokki. i 2.630 vinningar aS fjárhæS 3.730 000 krónur. * KAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.