Tíminn - 08.12.1960, Síða 5

Tíminn - 08.12.1960, Síða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 8. desember 1960. 5 / ............................ .................................... Útgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramKvæmdastióri Tómas Arnason Rit stjórar Þórarinn Þórarinsson 'áb i, Andrés Knst.iánsson Fréttast.ión Tómas Karlsson. Auglýsingast.i Egiíl Bjamason Skrifstotur ( i Edduhúsmu — Simar 18300-- 18305 Auglýsingaslmi 19523 Afgreiðslustmi: 12323 — Prentsmiðian Edda h.f I slóð McCarthys Bandaríkjamenn viðn^kenna það nú almennt, að fátt hafi sett meiri blett á stjórnmál þeirra um langt skeið en þau miklu áhrif, sem McCarthy öidungadeildramaður hafði í Bandaríkjunum um 3—4 ára skeið á sjötta tug þessarar aldar. Eins og kunnugt er, var það starfsaðferð McCarthys að stimpla alla andstæðirga sína kommúnista eða undir- lægjur þeirra. Meðal þeirra, sem hann flokkaði þannig, voru nær allir forystumenn demokrata í Bandarlkjun- um, fjöldi manna í utanríkisþjónustu Bandaríkianna, fjöldi menntamanna o. s. frv. Vegna þess, að McCarthy var slunginn og óvæginn áróðursmaður, tókst honum að ná miklum áhrifum um skeið. Jafnvel ýmsir þeir, sem voru andvígir honum, þorðu ekki að rísa gegn honum. Svo fór þó, að almenn- ingur fór smátt og smátt að sjá í gegnum blekkingar hans. Ýmsir forystumenn kirkjufélaga og háskóla gengu þar í fararbroddi. Að lokum reis sjálf öldung-deild Bandaríkjaþings upp og fordæmdi McCarthy. Þegar hann lézt fyrir skömmu síðan, var hann maður einangr- aður og fyrirlitinn. Það er nú tvímælalaust ósk allra frjálslyndra Banda- ríkjamanna, að McCrathyisminn gangi ekki aftur í landi þeirra. En McCarthyisminn er samt ekki liðinn undir lok. Seinustu árin hefur hann gengið aftur öðru hverju í ýmsum löndum, þar sem afturhaldssamar stjórnir reyna að setja kommúnistastimpilinn á umbótasinnaða and- stæðinga sína. Þannig kallaði Syngman Rhee alla andstæðinga sína kommúnista. Sama gerði Menderes í Tyrklandi Og nú er þessi söngur byrjaður í stjórnarblöðunum á íslandi, í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. Allt kapp er nú lagt á það, í þessum blöðum að koma kommúnistastimpli á Framsóknarmenn. Þegar Framsóknarmenn berjast gegn vaxtaokri og lánsfjárhöftum, kalla stjórnarblöðm þá kommúnísta. Þegar Framsóknarmenn fordæma þá óþörfu og ranglátu kjaraskerðingu, sem bændur og launþegar hafa orðið fyrir af völdum viðreisnarinnar hrópa stjórnarolöðin: Þetta eru kommúnistar. Þegar Framsóknarmenn for- dæma aðgerðir, sem þrengja að frelsi og framtaki hinna mörgu einstaklinga, æpa stjórnarherrarnir: Framsóknar- menn hanga aftan í kommúnistum. Vissulega á barátta Framsóknarflokksins gegn stjórn- arstefnunni ekkert skylt við kommúnisma Hún á jafn- lítið skylt við kommúnisma og umbótastarf Roosevelts og Trumans í Bandaríkjunum. McCarthy stimplaði þá kommúnista. Lærisveinar McCarthys á íslandi telja sér því vel leyfilegt að setja kommúnistastimpilinn á Fram- sóknarmenn. Furðulegt mætti það vera, ef menn létu blekkiast af McCarthyismanum í Mbl. og Alþbl. Hitt ætti að vera miklu líklegra, að það sannaði enn betur, hve óverjandi stjórnarstefnan er, að ta'smönnum hennar finnst að þeir eigi ekki annars úrkosta en að fara í slóð McCarthys. Efndír Gunnars Á seinasta þingi lofaði fjármálaráðherrann að vinna að lækkun útgjalda hjá ríkinu. Eins cg nú horfir, munu fjárlögin fyrir 1961 verða einum 90 millj. hærri en fjár- lög seinasta árs. Þetta segja stjórnarblöðin að sé að standa við orð Fólk, sem talað er um Jóhannes páfi 23. Fisher erkibiskup í BANDARÍSKUM blöðum er nú mjög farið að ræða um há tíðahöldin, sem fara fram í Washington 20. janúar næstk., er’ Kennedy tekur formlega við forsetaembættinu af Eisenhow er. Meðal annars er rætt um það, hvort Kennedy verði ber höfðaður eða með hatt, er inn setning hans í embættið fer fram. Allir fyrrv. forsetar hafa borið pípuhatt, þegar þeir tóku við embættinu, nema Eisenhow er, sem hafði venjulegan svart an hatt. Nú er spurningin, hvort Kennedy brýtur venjuna á ný og verður berhöfðaður, en hann gengur jafnan án höfuðfats. Kennedy gerði það nýlega til gamans að setja upp hatt, og var að sjálfsögðu tekin af hon um mynd við það tækifæri. FREGNIR frá Leopoldville herma, að Mobutu telji sig nú vera búinn að ganga þannig frá Lumumba, að hann sé úr sög unni sem stjórnmálamaður. Hann hefur látið misþyrma Lumumba á ýmsan óvirðulegan hátt í fangabúðunum og látið taka kvikmynd af aðförunum. Myndin verður sýnd víðsvegar um Kongó og á að skapa slíkt óálit á Lumumba, að hann komi ekki framvegis til greina sem neinn virðingamaður. M.a. mun það sýnt á myndinni, er her maður treður upp í Lumumba, allmiklu skjali, en það er sein asta yfirlýsingin, er Lumumba birti sem forsætisráðherra. ÞAÐ GERÐIST fyrir einum 420 árum, að Henry VIII. Bretakonungur sleit sambandi við páfastólinn og gerði brezku kir'kjuna óháða páfavaldinu. Á stæðan var sú, að páfinn vildi ekki veita kóngi leyfi til hjóna skilnaðar. Síðan hefur enska kiirkjan staðið óháð öðrum 'kirkjusamtökum og erkibiskup inn af Kantaraborg verið æðsti yfirmaður hennar. Öllu meiri skyldleiki hefur' þó haldizt milli ensku kirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar en t.d. milli ensku kirkjunnar og mótmælenda. Sá atburður gerðist nú á dög unum, að páfinn og erkibiskup inn af Kantaraborg hittust í fyrsta sinn síðan ''ln aðurinn var'ð fyrir 42 Fisher erkibisbup heim. þá páfann í embættlsbústað hans í Róm. Viðræður þeirra urðu hin ar bróðurlegustu, en vafasamt þykir þó, að þær dragi til nán ara samstarfs milli kaþólsku kirkjunnar og ensku kirkjunn ar, a.m.k. ekki í náinni framtíð. Það er eigr að síður talið sögu legt, að þessir kirkjuhöfðingjar skuli hafa ræðzt við. FAROUK, fyrrv. Egyptalands konung dreymir enn um það, að Nasser verði steypt af stóli. Hins vegar gerir hann sér Iitlar vonir um, að hann endurheimti konungdóminn að nýju, en tel ur son sinn, Ahmed Fuad prins, hafa meiri líkur til þess. Hann leggur því mikið kapp á að mennta son sinn sem bezt. Fuad prins, sem er átta ára gamall, dvelur nú á heimavistarskóla í Sviss. Meðan Fuad stundar nám sitt í Sviss, dvelur jafnaldri hans, sem lika er sonur umtalaðs manns, við nám í Egyptalandi. Það er sonur Lumumba, Pat (Framhaid á 13. síðuj.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.