Tíminn - 08.12.1960, Síða 9
T.-fHMt’I'N N, fhnmtudaginn 8. desember 1960.
9 '
Fremsti fugla-
málari landsins
Það er engin tilviljun að Hösk
uldur Björnsson frá Diiksnesi
hefur jafnan kosið að lifa í fá
imenninu, vinna í kyrrþey. Fyx'st
heima í Hornafirði og á Laugar
vatni, og síðan í Hveragerði, þar
sem hann hefur búið um sig og
fjölskyldu sína, varanlega. Þar
ber öil umgengni vott um snyrti
mennsku og næman fegurðai'
smekk, — jafnvægi.
Þannig hefur líf hans og list
þróazt, án verulegra stökkbreyt
inga, jafnt og þétt, líkt og tær
elfa er myndazt af fjallalækjum,
en fellur síðan straumþung í jöfn
um farvegi. Honum er ekki farið
eins og sumum listamönnum 20.
aldarinnar, sem mæla allt með
hraðamæli, — og elta tízku dags
ins. — Elta skurnið en fleygja
kjarnanum.
Höskuldur er einn sá lista
manna vorra , sem lagði grund
völl að listsköpun hér á landi,
með dómgreind og samvizkusemi.
Áður en alda upplausnar og sýnd
armennsku skall yfir. Þeir, sem
fylgzt hafa með þroskaferli lista
mannsins vita að hann hefur
stöðugt vaxið, bæði hvað tækni
og listræn vinnubr'ögð snertir. |
Hann nær sterkum og miklum
áhrifum, bæði á stórum og smá
um myndfleti. Teikningin er
styrkur hans. Þessir eiginleikar
hans, og skilningur á kyrrlátri
fegurð náttúrunnar, hafa skapað
færni sem aðeins er fáum lagin.
Annar meginþáttur í list hans er
heiðarleiki gagnvart lögmálum
náttúrunnar, hinu guðdómlega í
tiiverunni.
Margt hefur Höskuldur Björns
son vel gerf í málverkinu, helztu
verkefni sín hefur hann sótt í ríki
dýranna, sérstaklega fuglalífið.
Æskuárin eru tengd fögru og ris
miklu umhverfi, svipmiklum
jöklum, vötnum og litríkum eyj
um — þar sem æðurin kveður
sín kyrrlátu Ijóð og ungirnir'
mynda slóð í döggvott grasið, en
sandlóan trítlar milli steina.
Fuglamyndir þessa mikla nátt
úruskoðara Skipa honum í hóp
hinna færustu listamanna á
þessu sviði. Það krefst mikillar
þolinmæði, að kynnast heimi
fuglanna. Staðföstum listamönn
um hefur jafnan enzt það ævi
langt. Þeir þroskast úr leitandi
teiknara í málara, sem hefur tök
á að lýsa, og sýna töfra þessarar
heillandi veraldar.
Á Norðurlöndum ber tvo lista
menn einna hæst, á þessu sviði.
Svíann Liljefors og danska lista
manninn Jóhannes Larsen. Mér
varð fyrst ljóst hvað skapar mik
Lnn dýramálara, er ég las bók
B. Liljefors „Ut i Markarna“.
Það er nauðsynlegt að lifa á
meðal dýranna, vetur og sumar,
sjá þau í réttu umhverfi án
styggðar. Siðast en ekki sízt
ástríðufull löngun til að túlka
séreinkenni þeirra og háttu.
Liljefors var mikill veiðimaður
og jafnframt náttúrudýrkandi, á
efri árum greip hann frekar til
blýantsins en byssunnar'.
Jóhannes Larsen er íslending
um að góðu kunnur og margir
eiga smærri ver'k hans og viðhafn
arútgáfu af nokkrum íslendinga
sögum, er gefnar voru út á
dönsku 1930, með myndskreyt
ingu listamannsins. Hann veit ég
manna glöggastan á útlit og eðli
fugla, hann þekkti þá á vængja
taki og háttum úr órafjarlægð. í
ævisögu þessa merka Fjónbúa, er
sagt frá kynningu hans við fugl
ana, hvernig hann stig af stigi
vann trúnað þeirra. Á gamals
aldri játaði hann þó, að mikið
skorti á að hann þekkti fuglana
til hlítar.
Þeir, sem reynt hafa, vita hvað
verksvið þetta er erfitt, og að það
krefst sérstakrar skapgerðar.
Höskuldur virðist gæddur þessum
eiginleikum í ríkum mæli. Á síð
ari árum hefur hann náð tökum
á þessu verkefni, túlkar það með
öryggi hins þroskaða dýramálara.
Áður teiknaði hann, og málaði,
músarrindla, sandlóur og aðra
smáfugla af ást og nákvæmni. —
Nú tekur hann djarfar á við
fangsefninu; málar erni í veiði
hug, veiðibjöllur sitjandi á steini
í stóizkri ró, spóa á heiðinni og
andir á pollum. Bezt lætur hon
um að túlka æðarfugl á skerjum
eða í varplöndum, og svo rjúpuna
í gervi vetrar og sumars. Slík
handbrögð sjást ekki nema hjá
kunnáttumönnum.
Margháttaða viðurkenningu
hefur Höskuldur hlotið fyr'ir
verk sín ,eru þau dreifð víða um
lönd. Hér á landi kann almenn
ingur betur að meta þau en opin
berir aðilar. Á Listasafni ríkisLns
sjást aðeins tvö verk og ekki hin
beztu. Ekki hafa sumir hinna'
skrifandi og dæmandi starfs
bræðra vandað honum kveðjurn
ar.
Á síðari árum hefur Höskuldur
Æðarfugl á skeri
Gamall kofl við Sauðárkrók
„Bezt lætur honum'
I
að túlka æðarfugl á
skerjum eða í varp-
löndum, og svo rjúp-
una í gervi vetrar og
sumars. Slík hand.
brögð sjást ekki
nema hjá kunnáttu-
mönnum“.
haft hinar stærri sýningar eystr'a
bæði á Selfossi og í Hveragerði.
Veldur því sennilega meðfædd
hlédrægni og ástæða sú, sem
áður var nefnd.
Kínverskt máltæki segir:'
„Hver þjóð eignast þá listamenn
sem hún á skilið“. Þetta er mik
ið spakmæli. Þjóðinni er’ bjarnar
greiði að hefja til skýjanna lista
menn, er böðlast í heimi listanna
kunnáttu og getulausir. Mynd
listamenn, er ekki gera greinar
mun á fugli og flugvél. Mála lóma
eða himbrima sitajndi á sama
hátt og það væru gæsir, og láta
svani hefja sig til flugs eins og
æðarfugl!
Til eru gagnrýnendur (semj
hér á landi eru nefndir dómarar) j
er telja kunnáttu og lærdóm fjöt
ur um fót. Það eitt list, sem er'
bjagað og ljótt. Leiðir þar blind'
ur blindan, hrópandi „nútíma!
!ist“. Hitt er auðvelt að sanna að j
list 20. aldarinnar er að óveru
legu leyti byggð upp af óhlutlæg
um formum, gjör't fyrir fólk, sem
vill fá veggskraut í samræmi við
húsgögnin. Höskuldur Björnsson
hefur aldrei látið slíkar dægur
flugur trufla sig, auglýsingabrell
ur og deilur eru honum ógeð
felldar. Vinir hans fuglarnir eru
góðir félagar og fegurð íslenzkr
ar náttúru hans lögmál. Þar finn
ur1 hann kjarna tilverunnar og
vinnugleði.
Það er ástæða til að óska
'löskuldi og fjölskyldu hans tilj
•nmingju með sýningu þá, sem
:ú stendur yfir í Hveragerði og
framtíðina.
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal. I
Fugl á kvisti
Hver ert þú sjálfur?
HVER ERT ÞÚ SJÁLFUR
nefnist bók, sem ísafoldar-
prentsmiðja hefur gefið út
eftir Pau! Brunton í þýðingu
Þorsteins Halidórssonar
Bókin fjallar um „skýring-
ar á þeim duldu lögmálum,
sem gilda í andans heimi“,
eins og segir í kynnlngu.
Sami höfundur hafði áður gef
ið út bók, sem nefndist
Leiðin dulda, og segir höf-
undur, að þessi bók sé yfir-
gripsmeira og nákvæmara rit
um sama efni. Tilgangur
hennar sé að benda á yoga-
aðferðir við hæfi vestrænna
manna, en ávextir slíkrar
ástundunar verði rósemi
hjartans, stjórn á hugsunum
og tilhneigingum og mögu-
leikar á sambandi við æðri i leitin.
máttarvöld sér til þroska. —
Þessi bók eigi fyrst og fremst
að hjálpa mönnunum til
sjálfsþekkingar.
Bókin er stór, nokkuð á
fjórða hundrað blaðsíður í
stóru broti. Kaflafyrirsagnir
gefa nokkra hugmynd um efn
ið. í fyrri hluta eru þær:
Maðurinn er ráðgáta; grein-
ing efnislíkamans; greining
tilfinningalífsins; greining
hugsanalífsins; eilífðin á bak
við tímann; uppspretta allrar
snilli. — í seinni hlutanum,
sem nefnist: ÆJfingar, eru
kaflafyrirsagnir þessar: Fág-
un tilfinningalífsins — hug-
stjórn — sjál'fsrannsókn —
dularmagn andardráttarins
— dularmagn augans — laun
helgar hjartans — yfirsjálfið
yfirsjálfið að verki —