Tíminn - 08.12.1960, Síða 14

Tíminn - 08.12.1960, Síða 14
M T f MIN N, fimmtudaginn 8. desember 1960. — Ef heppnin væri me<5, gætum við kannske lagt sóma samlegan veg, svo fólk gæti komizt hingaS og dvalizt í sumarleyfum eins og í Hnetu gróf og Hellisgerði, hélt frú Harper áfram. — Fólk, sem kæmi meS hluti sem við' gömlu manneskjumar höfum aldrei séð. Við þörfnumst þín héma, kennari. Við þörfn- nmst þin og viljum hafa þig. Clay hikaði. — En hvað segja karlmenn irnir? spurði hann. — Kærðu þig kollóttan um karlmennina, kennari, svar aði hún fastmælt. — Það er- um við konurnar sem ákveð um það, hvað bezt sé fyrir börnin og Harpershverfi yfir leitt. Karlarnir hefðu áreið- anlega komið með okkur upp eftir, ef þeir hefðu ekki skammast sin fyrir, hvernig, þeir hegðuðu sér í gær. Konj umar þeirra eru héraa, kenn | ari, og þær styðja mig allar einhuga. Er það ekki, konur? | Hún sneri sér að hópnum. — Það er rétt, frú Harper! ! Kona nokkur gekk fram úr' hópnum ,og Clay varð undr- andi við að sjá, að það var frú Beasley. — Eg á engin orð til þess að lýsa því, hvað ég er þakk lát yður fyrir það, sem þér ætluðuð að gera fyrlr dóttur mína, sagði hún og titraði. — Eg hefði heldur viljað sjá hana liðið lík en að hún gift ist Heard gamla, en ég sá enga undankomuleið. En svo tókuð þér til yðar ráða og út veguðuð henni skólavist. Eg veit ekki, hvers vegna þér gerðuð það, en ég mun minn ast þess í bænum mínum svo lengi sem ég lifi. — Ætlið þér að leyfa henni að fara, frú Beasley? spurði Clay. — Og það sem meira er, ætlar maðurinn yðar að leyfa henni að fara? Óvenjulegt bros lýsti upp andlit hennar. — Hann mun áreiðanlega lofa henni að fara, svaraði hún ákveðin. — Það skal hann gera, ellegar ég skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið! Og það er ákveð ið mál, að hinir krakkarnir skulu allir koma í skólann til yðar! — Það er nú undir því kom ið, hvort hr. Judson stjóraar skólanum fyrir okkur, sagði frú Harper. Ef þú vilt ekki vera kyrr, höfum við enga möguleika, kennari. Það opin bera hlutast ekki til um að senda okkur kennara fram- ar, það er sannfæring mín. Viltu vera kyrr og hjálpa1 okkur. Clay þagði góða stund og hugsaði sig um, því að hann! gerði sér Ijóst, að hann varð að taka ákvörðun, sem varð aði allt líf hans. — Eg verð kyrr! sagði! hann. i Kate kingdi munnvatninu' með erfiðismunum, og þegar! hún horfði á hann, geisluðu í PEGGY GADDYS: sveit, ef hann væri hvergr nærri. Við gerðum honum þetta skiljanlegt, og nú er hann fluttur burtu, og kem- ur ekki til baka. Clay hló og leit til hennar með virðingu. — Það er bezt að við stofn um kennara- og foreldrafé- lag undir eins, sagði hann. — Með aðstoð þess býst ég við að geta komið hverju því 28 ☆ DALA stúlk an augu hennar af slikri ánægju að honum lá við að fá of- birtu í augun. — Já, frú Harper, sagði hann aftur, og nú var röddin styrk ari. — Eg verð kyrr! Hópurinn fagnaði með hrópi, og á næsta augna- bliki voru þau Kate og Clay umkringd af vinnulúnum kon um, sem klöppuðu þeim vin gjarnlega á herðarnar og þrýstu hendur þeirra. — Þetta er mikill dagur fyrir okkur, sagði frú Harp- er og þurrkaði tárvot augun án þess að fara hjá sér, — og nú getum við farið róleg ar heim 'og eldað mat handa körlunum okkar. Eg skal trúa þér fyrir nokkru, kenn ari, konumar hérna hafa vanizt því að hlýða mönnum sínum, en ég er ósköp hrædd um, að þær láti meira til sín taka í framtíðinni. • — Og þegar karlarnir | verða þess varir, þá skella þeir allri skuldinni á mig, j sagði Clay glaðlega, — og j koma aftur einn góðan veður I dag til þess að hengja mig! — Ef þeim skyldi detta nokkuð slíkt í hug, sagði ein í hópnum, — þá skulum við konurr koma fjölmennar og hengja þann þrjót, sem mest hefur til þess unnið. Hinar pískruðu af kæti. — Og ég var nærri búin að gleyma einu mikilvægu at- riði, sagði frú Harper. — Matt Carew mun ekki gera þér ónæði héðan í frá. Við konur rrðum ásáttar um, að Harpershverfi yrði rólegri I máli fram, sem ég tel horfa til heilla. — Mæl þú manna heilast- ur! sagði frú Harper. Kate og Clay stóðu á tröpp unni og horfðu á eftir kon- unum, sem gengu niður stíg- inn. Síðan vék hann augliti sínu upp á móts við fjöllin, og Kate skotraði augunum kvíðandi á hann. — Clay, ertu viss um það, að þú hafir valið rétt? spurði hún. — Viltu i raun og veru vera kyrr? . Hann horfði enn nokkra stund og virti fyrir sér um hverfið og þegar hann loks leit framan í hana, hafði hann einkennilegt blik í aug unum. — Það er fjári skrýtið, Kate, sagði hann, — en í gær þegar þeir skipuðu mér að fara héðan sem skjótast, þá hefði ég farið alla manna fús astur og það svo langt, að þeir hefðu orðið að borga 100 krónur undir póstkort, ef þeir hefðu viljað skrifa mér. En eftir það, sem þessar kon ur hafa sagt hér í dag, þá get ég ekki hugsað mér nokk urn stað í veröldinni, sem ég vildi frekar búa á en hér. Þú hefur kennt mér nokkuð sem er mikils virði. Þú hef- ur látið mig finna gleðina af því að verða öðrum til gagns og hjálpar. Það var greinilegt, að hún 'Mldi hann ekki. — Jessie-Mae hefði verið rekin í hjónaband með þessu andstyggilga svíni, ef þú hefðir ekki vakið áhuga minn á henni, sagði hann hægt, til þess að gera bæði sjálfri sér og henni auðveldara að skilja hvað hann var að fara. — Nú verður henni hlíft við því, og hún fær tækifæri til þess að llfa frjálsu og hollu lífi. Og frú Harper hefur vafalaust rétt fyrir sér, þegar hún segir, að hin börnin hafi rétt til þess að njóta sömu tækifæra. Hér getur maður í raun og veru fundið til þess að maður sé að gera gagn, og það er mikilsverðara en nokk uð annað hér í heimi, Kate. Hún horfði á hann og augu hennar ljómuðu. — Þér er þá ekki illa við fjöllin og fólkið hérna? Hann leit yfir dalinn og þrýsti henni að sér. — Nei, mér er ekki illa við fjöllin, og mér er farið að þykja vænt um fólkið. En þig, Kate, elska ég meira en allt annað, og ég mun elska þig svo lengi sem ég lifi. Andartak stóð hún og grúfði sig að brjósti hans og það var eins og hún nyti þess eins og heyra hljóminn í rödd hans. Svo lyfti hún höfðinu, og augu hennar Ijómuðu af gleði, enda þótt þau væru full af tárum. — Þá held ég við getum farið inn aftur og tekið upp úr töskunum, Clay, hvíslaði hún. Þau leiddust inn um dyrnar og hurðin féll hægt að stöf- um að baki þeim. SÖGULOK. Fimtudagur 8. desember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni", sjómannaþátt ur (Kristín Anna Þórarinsdótt ir). 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Svava Jaíkobsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Fréttir, veðurfregnir og tónl. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir og tónleikar. 19.30 „Fjölskyldur hljóðfæranna": Þjóðlagaþætti.r frá UNESCO, v menningar og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna; II. þátt ur: Belghljóðfærin. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Lárentíusar saga Kálfssonar VI. (Andrés Björnsson cand. mag.). b) Haustnótt í kirkju, frásögn Ingivalds Nikulásson ar (Séra Jón Kr. ísfeld flytur). c) íslenzk tónlist: Lög eftir Hallgrím Helgason. d) Erindi: í skóla hjá séra Þorvaldi í Sauðlauksdal; síðari hluti (Lúð vík Kristjánsson rithöfundur). 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Bl. Magn ússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Skin eftir skúr", skáldsögukafli eftir Jón Mýrdal (Séra Sveinn Vikingur). 22.30 Kammertónleikar: Tríó í Es dúr op. 100 eftir Schubert (Lev Óborín leikur á píanó, David Oistrakh á fiðlu og Knúsévit- sky á knéfiðlu). 23.05 Dagskrárlok. Síldarstúlkur Síldarútvegsnefnd óskar eftir aS ráða til viðbótar nokkrar stúlkur til vinnu við síldarsöltun. Nánari upplýsingar á vinnustað í húsum Bæjar- útgerðar Reykjavíkur við Grandaveg. Sími 23352. Síldarútvegsnefnd LOKAÐ Vegna jarðarfarar verður IÐNAÐARMÁLASTOFN UN ÍSLANDS lokuð í dag, fimmtud. 8. des., kl. 1—4 síðdegis. EÍRÍKUR VÍÐFÖRLl Merki Jómsvíkinga 27 Eiríkur hefur fundið hestinn, sem morðinginn flúði á, og nálgast hann með varúð. Hann varpar skikkju sinni og veður út í ána. í flýtinum hefur hann gleymt að taka með sér vopn sín og hefur ekkert sér til varnar nema lítinn skeiðahníf. Allt í einu kemur hann a-uga á Tjala, sem situr upp við tjástofn, hann er skringilega stífur þarna sem hann situr, og Eiríkur verður nú enn órólegri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.