Tíminn - 08.12.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.12.1960, Blaðsíða 16
Ungur póstmaður stal 25 þús. krónum frá starf sbróður sínum Stórfelldur póstþjófnatiur upplýstur í Danmörku: Ey'Öslusemi hans og einkennisklætSna'Öur kom lögreglunni á spcriÖ eftir hinn úthugsafta verknaí Óvenju djarft rán var ný- lega framið í Danmörku er póstmöppu með verðmætum að upphæð 25 þús. dönskum krónum var rænt úr póstbif- reið í Frede á meðan að póst- mlðurinn, sem ók bifreiðinni gekk inn i pósthús staðarins. Þegar þótti fullvíst, að þjófn- aður þegsi hefði verið vel skipu- lagður og að einhver kunnugur hefði verið þar að verki. Ránið var framið 2. desember s. 1. og siðan hefur ránsmannanna verið leitað og málið rannsakað niður 1 kjölinn með þeim árangri að í fyrradag játaði 21 árs gamall póst- rnaður Kurt Jörgensen á sig ránið skömmu eftir að hann háfði verið hækkaður í tign, en hafði áður ekið á þeirri póstleið er ránið var framið á. Búningurinn átti að skýla Kurt Jörgensen var klæddur fcinum rauða búningi danskra póst manna er hann framdi þjófnaðinn. Ætlaði hann, að það myndi auð- velda honum verknaðinn, enginn tæki eftir því þó að einkennis- klæddur póstmaður færi með póst poka — en það var þó einkennis- klæðnaðurinn, sem varð til þess að koma upp um hann að lokum. Jörgensen fékk hugmyndina um að fremja þennan óvenjulega þjófnað eftir að hann hafði sjálfur ekið á þessari leið vitandi um þá fjármuni er póstmennirnir höfðu oít með í förum. Hann vissi, að hægt var að komast inn um bak- dyrnar á póstbifreiðinni með þeim lykli er bifreiðarstjéirinn skildi oft eftir í framhurðinni — sem hann þó ekki mátt gera og hann vrssi einnig að á föstudögum flutti pósturinn mestu fjármunina, viku legan elli- og ör'orkulífeyri. Eftirför í myrkri Síðari hluta föstudagsins 2. des- cmber tók hann sjálfur bifreið á ltigu í Lyngby, en þar á hann heima og ók í myrkrinu í humátt á eftir póstbifreiðinni. Er hún r,<m staðar við Amalienvej faldi Jórgensen sína bifreið þar skammt frá og beið í myrkrinu þar til.bif- reiðarstjórinn fór út — og skildi lykilinn eftir í bílhurðinni. Og á svpstundu opnaði hann afturhurð- ina og greip hinn innsiglaða sekk með 25 þús. kr. verðmætum í — 20 þús. kr. í peningum og 5 þús. í tékkum og skuldabréfum, og snaraðist með fenginn í bifreið- ina, sem beið hans þar skammt frá. Síðan ók hann til Fiskebæk, rauf innsiglið og tók 20 þús. krón- ernar, en stakk sekknum með af- gangnum inn í heysátu á rannsókn arstöð — síðan ók hann heim til Lyngby og faldi peningana á ýms- im stöðum í bænum, en tók að- e,ns 3000 sjálfur. Tvær bifreiSar í takinu En þá var það sem hann gerði það sem varð til þess að koma upp um hann. Þó að hann hefði sjálfur leigubifreið til umráða — að vísu án bifreiðarstjóra — tók b.ann sér aðra leigubifreið — í þetta sinn með bílstjóra og bað hann að aka sér til Kaupmanna- hafnar. Enn klæddist Jörgensen hinum rauða einkennisklæðnaði og var bersýnilega mjög taugaó- síyrkur. Bílstjórinn, sem ekkert vissi þá um ránið veitti taugaó- styrkleika Jörgensens athygli og furðaði sig á þessu ferðalagi póst- mannsins — auk þess vissi bíl- stjórinn að Jörgensen hafði tekið aðra bifreið á leigu^ sem hann skildi eftir í Lyngby. f Höfn náði Jörgensen póstmaður í kunningja s;nn og a.ftur var ekið til Lyngby. Lögreglan kemst á sporið Er lögreglan eftir ránið sendi aítur og aftur frá sér tilkynningu þ-ar sem hún bað menn um að skýra frá allri grunsamlegri eyðslu semi mundi bifreiðarstjórinn í Lyngby eftir hinu furðulega ferða- iagi hins einkennisklædda póst- þjóns til Kaupmannahafnar — og lögreglan var strax komin á sporið. Með leynd fylgdi hún Jörgensen C'.tir og rannsakaði nákvæmlega live miklu hann eyddi — en Jörg- cnsen lifði hátt næstu dagana ertir þjófnaðinn — eftir nokkura daga eftiiför var Jörgensen hand- tekinn og rannsóknarlögreglan lcgði þá skjöl á borðið er sönn- uðu, að umræddur póstmaður hefði eytt meira fé á fáum dög- um en hann nýlega hafði fengið útborgað. Og eftir nokkurra klst. yfirheyrslur játaði Jörgensen póst ur á sig verknaðinn. sem hann (Framhald á 2 síðu) 278. blað. Fimmtudaginn 8. desember 1960. Haukur syngur fjögur ný lög — og Simbi sjomaður ferðast út um allan heim Út eru komnar tvær nýjar hljómplötur sungnar af okkar vinsæla Hauki Morthens. Út- gefandi er nýtt hljómplötu- fyrirtæki, Faxafón. Þá er þess að geta að Odeon hefur gefið út Simba sjómann á ensku fyrir heimsmarkaS. Á þessum tveimur nýju plötum eru alls fjögur lög, Með blik í auga eftir O. Guðmundsson við texta eftir Þorstein Halldórsson, Síldai'stúlkan eftir óþekktan höf- und, við texta eftir Árna Björns- son, Gústi í Hruna eftir óþekktan höfund, og loks Fyrir átta árum eftir Einar Markan við texta eftir lómas Guðmundsson. Gamalt revíulag Sennilega kannast ýmsir við hann Gústa i Hruna, en þetta lag var í revíu nokkurri sem hér var leikin fyrir svo sem tuttugu árum. Ekki er vitað um höfund þessa ágæta lags, en upphaflega var það samið sem vals, en á plötunni syngur Haukur það í nokkuð öðr- um dúr! ,tSimbi" á heimsmarkað Simbi sjómaður gerir nú víð- reist, en hið heimsþekkta plötu- iyrirtæki Odeon hefur gefið lagið ut á plötu, sem ætluð er heims- markaðinum. Á enskunni heitir lagið Lonesome Sailorboy Hitt lagið á plötunni heitir Black Ang- Haukur Morthens heldur hér i fyrsta eintakinu af Simba sjómanni — á íslenzku. Myndina tók Ijósm. blaðslns i Kaupmannahöfn í fyrra. ei. Þess má geta að þessi plata er þegar komin til landsins og er seld í Fálkanum. Góð upptaka Það er hin kunna hljómsveit Jörn Grauengárds, sem leikur með Hauki á þessum nýju plötum. Grauengárd hefur einnig útsett (Framhald á 2. síðu) Þegar er hinn 21 árs gamli póstmaður hafði játað á sig verknaðinn, var farið með hann . :.■> hann faldi póstmöppuna. Á myndinni til vinstri er verið að fara með hann inn í aðalstöðvar lögreglunnar — á myndinni til hægri sést . : i sekkinn, sem fannst í heysátc

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.