Tíminn - 14.12.1960, Síða 5

Tíminn - 14.12.1960, Síða 5
TÍMINN, miðvikudaginn 14. desember 1960. útgetandl: FRAMS0KNARFLOKKURINN. P’ramKvsemdastióri Tómas 4rnason Kit stjórar Þórarinn Þðrarmsson 'áb i. Andrés Kristiðnsson Fréttastióri Tómas Karlsson Augiysingast.i Egill Biarnason Skritstotur i Edduhúsinu - Stmar 1831)1) 18305 Auglýsingastmi 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðian Edda h.f Sjóðurinn galtómi og fleytifuiii Það er ekki ósennilegt, að útflutningssjoðurinn eigi eftir að verða talinn merkilegt fyrirbært ísienzkum stjórnmálum. Sjóðurinn nefur nefnilega á síðari mrsser- um ýmist verið sagður galtómur eða fleytifullur af pen- ingum á sama tíma, allt eftir því, hvort betur hefur hent- að valdhöfunum í það og það skiptið. í októbermánuði 1959 eða rétt fyrir kosningarnar, sem fóru fram þá, lýsti þáverandi forsætisráðherra, Emil Jónsson, yfir því, að sjóðurinn væri fullur ar peningum og hefði hagur hans aldre* staðið með meiri blóma. Mán- uði seinna lýsti Ólafur Thors, sem þá var nvorðinn for- sætisráðherra, yfir því, að sjóðurinn væri mik'.u minna en galtómur, heldur vantaði i hann hundruð milljóna Þetta gjaldþrot útflutningssjóðs var svo notað sem höfuðrök- semd þess, að óhjákvæmilegt væri að gerbreyta um stefnu og láta „viðreisnina“ leysa útflutningssjóðskerfið af hólmi. Þegar „viðreisnarlöggiöfin“ var sett, var halhnn á útflutningssjóði talinn svo mikill að nauðsynlegt var talið að leggja á 5% útflutmngsgjald í 1—2 ár til greiðslu á þessum halla. Mánuði seinna var hins vegar komizt að þeirri niðurstöðu, að 2Vh % myndi nægja. Meira þyrfti nú ekki til að jafna hallann, en minna mætti það hins vegar ekki vera.. Svo mikill væri hallinn á sjóðnum. Nú nokkrum mánuðum seinna er það svo upplýst, að sjóðurinn sé ekki aðeins hallalaus. heldúr ráði hann yfir fjármagni, er nægi til að greiða um 120 millj. vátrygg- ingargjöld útgerðarinnar á þessu ári Séu þessar seinustu upplýsingar réttar. þá er það ber- sýnilegt, að hagur útflutmngssjóðs hefur verið mjög sæmi legur á síðastl. hausti og allar upplýsmgar, sem þá voru gefnar um hina lélegu afkomu hans og notaðar voru tii að réttlæta „viðreisnina“ hafa verið tilbúningur einn. Þetta er augljós sönnun um. að þess var ekki minnsta þörf að gera þær kjaraskerðingarráðstafanii sem felast í „við- reisninni“, heldur hefði mátt tryggja neilbrigðan rekstur atvinnuveganna og losna við uppbótarkerfið i áföngum, án nokkurrar teljandi kjaraskerðingar. ,,Viðreisnin“ var þvi vissulega ekKi gerð af nauðsyn. Tilgangur hennar var ekki að koma atvinnuvegunum á nýjan traustan grundvöli. enda hefur grundvöllur beirra aldrei ótraustari verið en nú. Tilgangurinn var að kutna hér á þjóðfélagi hinna ,góðu, gömlu daga“ — þjóð*élagi hinna fáu ríku og mörgt, fátæku. Það skýr^" nú alltaf betur og betur. Hver var ráðherrann? í aðsendri grein, sem birtist í Alþbl í gær, segir m. a.: „Og nú kaupum við 40 millj. kr. togarabákn enda þótt hver heilvita maður hafi tyrir löngu séð, að rekstur slíkra skipa er fyrirfram dauðao.æmdur“. Fróðlegt væri, ef Alþbl. vildi upplýsa, hvaða ráðherra það var, sem lét ríkið ábvrgjast þesst togarakaup — og ekki virðist vera heilvita að dómi þessa greinarhöfundar blaðsins. ERLENT YFIRLlT Mikið atvinnuleysi í Kanada Diefenbaker boíiar ráðstafanir gegn erlendu einkatjármagni EKKERT land vestan tjalds býr nú við eins mikið atvinnu- leysi og Kanada. í lok október- mánaðar nam tala atvinnuleys- ingja þar 370 þús. eða 6% af vinnufæru fólki í landinu. Allar horfur eru taldar á því, að at- vinnuleysið muni halda áfram að vaxa yfir vetrarmánuðina og tala atvinnuleysingja geta kom- izt upp í 600—700 þús. Af hálfu stjórnarandstæðinga í Kanada hefur því verið haldið fram um nokkurt skeið, að fjár- málastef na ríkisstj órnarinnar, en íhaldsmenn hafa farið með völd í Kanada síðan 1957, myndi leiða til vaxandi samdráttar og atvinnuleysis. Hagfræðingar stjórnarinnar hafa hins vegar haldið því fram, að ástandið myndi brátt lagast af sjálfu sér, ef hið opinbera væri ekki með neina sér'staka íhlutun. Á síðast liðnu ári spáðu þeir því, að fjár- hagsástandið myndi fara batn- andi á árinu 1960. Reynslan varð á aðra leið, því að atvinnu leysingjar voru 62% fleiri í október 1960 en í október 1959. SEINAST í október fóru fram aukakosningar í fjórum kjör- dæmum í Kanada. Úrslitin urðu þau, að íhaldsflokkurinn tapaði miklu fylgi í þeim öílum og missti tvö þingsæti, annað til Frjálslynda flokksins, sem er helzti stjórnarandstöðuflokkur- inn, og hitt til nýstofnaðs verka mannaflokks. Úrslit þessi urðu til þess, að Diefenbaker forsæt- isráðherra kallaði þingið sam- an mun fyrr en ráðgert hafði verið og hafa atvinnuleysismál- in verið helzta viðfangsefni þess síðan það kom saman. Stjórnin hefur boðað margar ráðstafanir til úrbóta, sem síðar verður nokkuð vikið að. Eitt hið athyglisverðasta, sem hefur komið fram í þessum umræðum, er sú skoðun Diefen- baker's forsætisráðherra, að efnahagserfiðleikar Kanada stafi ekki að óverulegu leyti af þvi, að erlent einkafjármagn eða nánara sagt amerískt einka- fjármagn ráði orðið alltof miklu í kanadisku atvinnulífi. Áður hafði James Coyne, aðalbanka- stjóri þjóðbankans, haldið þessu sama fram. Báðir halda þeir þvi fram, að alltof mörg kanadisk fyrirtæki lúti erlendri stjórn, sem miði rekstur þeirra meira Ritfregn: Elinborg Lárm>- dóttir: Sól í hádegisstað. Horfnar kynslóðir I. Saga frá 18 öld. Bókaútgáfan Norðri, 1960. DIEFENBAKER við hagsmuni sína en hagsmuni Kanpda. Coyne fullyiðir t. d. hiklaust, að ekkert frjálst land hafi leyft erlendu einkafjár- magni að ná eins miklum ítök- um á atvinnulífi sínu og Kan- ada. Þetta hafi skekkt uppbygg- ingu atvinnulífsins og þar gætt meira og minna annarlegra sjónarmiða. Hin erlendu yfirráð, sem hér ræðir um, byggjast á því, að auðfélög og auðmenn í Bandaríkjunum hafa lagt fé í fyrirtæki í Kanada og náð þann- ig tökum á þeim. Slík fjárfest- ing bandarísks einkafjármagns i Kanada er nú talið nema allt að 16 billjónum dollara. Eigend ur þessa fjármagns vilja að sjálfsögðu fá góðan arð af fé sínu og flytja hann úr landi. Af þeim ástæðum hefur þessi fjár- festing óhagstæðari áhrif á þjóð arbúskap Kanada en erlent láns fé, sem Kanadamenn tækju sjálfir til eigin fyrirtækja, og borguðu með venjulegum vöxt- um og afborgunum. Báðir leggja þeir Coyne og Diefenbaker áherzlu á, að Kanadamenn verði að leggja áherzlu á það í vaxandi mæli að byggja upp eigin fyrirtæki, er séu óháð erlendu einkafjár- megni. Annars bíði Kanada ekki annað en að verða efnahagslegt leppríki Bandaríkjanna. Diefen baker hefur nýlega boðað ráð- stafanir til að draga úr áhrifum erlends einkafjármagns í land- inu, en hins vegar ekki tilgreint nánara enn hverjar þær muni verða. Ameríska vikuritið „Newsweek" spáir því, að þær muni beinast gegn óeðlilegum yfirráðum bandarísks fjármagns yfir kanadiskum náttúruauðlind um og fyrirtækjum. VAFALAUST er það rétt hjá þeim Coyne og Diefenbaker, að hin miklu ítök bandarísks einka fjármagns í Kanada eiga drjúg- an þátt í þeirri óáran atvinnu- lífsins, sem hefur orsakað at- vinnuleysið. íhaldssöm stjómar stefna, sem Diefenbaker hefur fylgt, verður þó ekki hvítþveg- in af því að eiga einnig sinn þátt í atvinnuleysinu. Stjórnin hefur tr'eyst alltof mikið á það, að allt myndi lagast af sjálfu sér, að- eins ef ríkið héldi að sér hönd- um. Þess vegna er nú komið sem komið er. Sitthvað bendir nú til þess, að Diefenbaker ætli að breyta hm stefnu. Hann hefur boðað ýmsar r’áðstafanir gegn atvinnu- leysinu, t. d. að auka bankalán til minni iðnfyrirtækja, auka lán til íbúðabygginga. auka op- inber framlög til ýmissa verk- legra framkvæmda o. s. frv. Þá hefur Diefenbaker gert ýmsar ráðstafanir, sem eiga að sýna að Kanada haldi þrá't fyrir allt sjálfstæði sínu gagnvart Bandaríkjunum. Hann hefur ný lega látið hermálaráðherra víkja, sem var talinn hafa sýnt Bandaríkjamönnum of mikla undirgefni, og hann hefur hald ið áfram vinsamlegum og vax- andi viðskiptum við Kúbu, þrátt fyrir deilur Castr'ös og Bandaríkjastjórnar. Flestum blaðamönnum, sem hafa ritað nýlega um þessi mál, kemur þó saman um, að erfitt muni fyrir Diefenbaker að halda velli í næstu kosningum, nema honum takist áður að vinna bug á atvinnuleysinu. Þ. Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ ) / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ j / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ Jónas Þorbergsson: Sól í hádegisstað ELINBORG LÁRUSDÓTTIR Nýkomin er á markaðinn þessi 22. bók skáldkonunnar Elínborg'ar Lárusdóttur: Róm an um horfnar kynsló'öir 18. aldar. Af efni bókarinnar verö ur ráðið aö hún hefst á önd- verðri öldinni, um þær mund ir er Hörmangarafélagiö danska er í bezta gengi aö þrúga og arðræna íslend- inga og Skúli landfógeti hefst handa um baráttu sína gegn hinum hötuðu arðræningj- um einokunarverzlunar Dana á landi hér, þegar saman fara harðindi og verzlunar- áþján, sem hrekja fjölda manna á vergang og til hung urdauða. Þó er þessi ömurleiki ekki í fyrirrúmi, heldur baksvið skáldverksins. Porsvið sög- unnar er rausnarheimili Há- konar ríka í Dal, viðureignar hans við sýslumann héraðs ins, ófyrirlátssemi hans á aðra hönd en rausn hans og dreng lyndi á.hina. Heimili Hákonar og Þuríðar verður möndull sögunnar, það sem af er. Mörg önnur heimili koma við sögu því misfarir í ástum er meg inuppistaða. Stefán, sonur hjónanna í Dal og Beta, fóst urdóttir þeirra eru þar í fyrir rúmi og valda meginspurn- ingum lesandans, en örlög CFranihald a 13 siðui.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.