Tíminn - 14.12.1960, Síða 9
TIMIN N, miðvikuðaginn 14. desember 1960.
9
Vinur minn, Sigurður Gunn
(írsson, fyrver. skólastjóri í
Húsavík, er seztur aö á Suð
umesjum. Það var ekki sér-
lega frumlegt tiltæki.
Lengi, lengi hefi ég ætlað,
œtlað að „senda honum tón-
inn“ að skilnaði. En þegar
leiðir skildi í sumar, brá ég
mér á flakk — og allt flakk-
líf hefnir sín á þeim, sem
skyldum hafa að sinna, en
skjóta á frest. Þess vegna
verður tónninn nokkuð síð-
sunginn.
En geta skal þess, sem gert
er. Svo merkan 20 ára starfs
feril á Sigurður Gunnarsson
að baki hér í Húsavík að þess
ber að minnast með. viður~
Tcenningu og þökk.
Vel man ég það, er fund-
um okkar bar saman sumarið
1940. Satt að segja þótti mér
þessi ungi kennari óvenju-
lega glæsilegur maður — hár,
þreklegur og fríður sýnum.
Eftir nána kynningu og mik
ið samstarf veit ég nú, að
hans innri maður er ekki síð
ur eftirtektarverður og mætur
en hinn ytri.
Hann er fjölgefinn maöur,
bæði til anda og handar. Hver
sem s&o er gefinn, á opna
leið tll margs konar menn-
ingarlegra áhugamála og við
fangsefna. Ekki kæra allir sig
um að ganga þá leið. Sigurð
ur hefur gert það. Afburða~
maður er hann að starfs-
áhuga og starfsorku.
Fáir eru ljúfari og góð-
gjarnari í umgengni og af-
skiptum en hann. Helzt mætti
það að finna, að honum væri
ósýnt um eina tegund tillit-
semi. Hann gerir háar kröfur
til annarra um áhuga, fórn-
fýsi og vinnuþol. Spauglaust
er, eins og flestir skilja, að
komast í hendurnar á slíkum
mönnum, einkum ef þeir gera,
eins og hann, hæstar kröfur
til sjálfs sín.
Þegar Sigurður var kvadd-
Séra FriíSrik A. FriSrikssoh. Húsavík:
Geta skað þess. sem gert er
ur hér í sumar, flutti einn
bezti vinur hans — einn sam
starfskenna’rinn — ræðu og
líkti honum við bónda þann,
sem fer á fætur með hiú sín
fyrir allar aldir og heldur
beim við verk fram undir
brúnamyrkur. Þetta var bæði
í gamni og alvöru sagt. Eg
get gert þá játningu, að eng
j inn maður hefur átt drýgri
bátt en hann í því, að full-
klyfja mig bögglum annríkis.
Annað mál er það, að mér
hefur aldrei láðst að vera
honum þakklátur fyrir það.
Uppeldismálum hefur hann
helgað líf sitt og krafta. Hag
nýt fræðsla, samfara siðrænu
kristilegu uppeldi. er hugsjón
hans og markmiö. Þetta er
bakgrunnur allra starfa hans
— einnig þeirra, sem margir
j mundu telja utan við skyldu
i verksvið hans sem skóla-
manns.
Sigurður gerðist skólastjóri
Barnaskóla Húsavíkur haust
ið 1940. Kom þegar í ljós, að
hann var starfsfús og stjórn
samur skólastjóri. Hann setti
reglur og fékk þeim hlýtt. Má
í því efni benda t.d. á bætta
umgengni nemenda um skóla
húsið. Á skólaborðum, sem þá
voru ný eða gerð sem ný,
sést varla rispa eftir 20 ára
notkun. Slíkt hefðu þótt
fréttir í mínu ungdæmi.
Samkennari segir: „Eg hefi
engan mann þekkt, er opnari
væri fyrir nýjungum í skóla-
málum en S. G. Hann hefur
viljað taka upp hverja þá
nýja kennsluaðferð, sem til
bóta mætti veröa. Eitt hans
fyrsta verk var að efna hér
til kennaranámskeiðs, og fékk
til þess einn merkasta barna-
kennara landsins, Aðalstein
Sigmundsson. Það var sannar
lega nýmeti, sem hann bar á
borð. Upp úr þessu spratt m.
a. vinnubókargerðin, sem á-
vinningur hefur þótt að“.
SIGURÐUR GUNNARSSON
Stofnun Gagnfræðaskóla
Húsavíknr var mikilvægt átak
í skólamálum Húsavíkur. Þar
vann Sigurður að með oddi og
egg. Og ekki munu vera deild
ar meiningar um það, að fyrst
og fremst er það sívakandi á-
huga og þrautseigju hans að
þakka, að upp er risið það veg
lega fræðslumusteri, sem nýi
barnaskólinn á Húsavík er.
Með slíkum ummælum er
engri rýrð kastað á ágæta
hlutdeild annarra manna í
því stórátaki — alþingis-
manns, bæjarstj órnar, bæjar
verkfræðings o. fl. Vel var
þetta viðurkennt í ræðum
manna í haust, er nýja skóla
húsið var vígt. Var Sigurður
einn þeirra, er bæjarstjórn
bauð sérstaklega til hátíða-
haldanna.---------
Svo vökull og virkur sem
hann hefur verið um skyldu-
störf og skólamál, þá fer því
fjarri, að áhugi hans hafi ein
skorðast við þau — nema þá
óbeinlínis.
Með aðstoð samkennara
sinna hefur hann haldið uppi
unum, þvi nær frá byrjun
veru sinnar hér, og er það orð
ið mikið starf. Frá upphafi
hefur Kirkjukór Húsavikur átt
í honum ákaflega þarfan liðs
mann. (S. er söngvinn — hef-
ir hljómfagra bassarödd). Fyr
ir 10 árum var sunnudaga-
skóli Húsavíkursafnaðar stofn
aður, mjög að áeggjan Sigurð
ar, og hefir það varla komið
fyrir síðan, að hann væri þar
ekki sóknarprestinum til að-
stoðar. Um líkt leyti gekkst
hann fyrir stofnun Bama-
verndarfélags Húsavíkur, og
hefir verið llfið og sálin i
starfi þess.
í árslok 1955 var honum fal
in formennska sóknarnefndar
og rækti hann það hlutverk
af sínum alkunna áhuga og
skyldurækni. Beitti hann sér
fyrir ýmsum góðum málefn-
um, og hafði til þess fullt
traust og góða samvinnu sókn
arnefndar. Skrúðhús kirkjunn
ar var stækkað, snyrtingu kom
ið fyrir í kjallara ,undirbúin
kaup á pípuorgeli, mjög vönd
uð girðing sett um kirkjulóð-
ina og gerð af henni skipulags
teikning. í tvö sumur — og
lengur þó — vann hann kaup
laust að myndun og fegrun
þessarar lóðar. Árangurinn af
því áhugastarfi kom furðu
fljótt. í ljós. Þess mun ekki
langt að bíða, að lóðin verði
verulegt bæjarprýði.
Sumarið 1957 var veglega
haldið 50 ára vígsluafmæli
Húsavíkurkirkju. Var það vel
til fallið, því hún hefur fram
að þessu verið talin ein af til-
komumeiri kirkjum landsins
— reist af miklum stórhug fá
menns og fátæks safnaðar.
Átti Sigurður frumkvæði að
því, að á þessu afmæli tók
söfnuðurinn (eða sóknar-
nefndin fyrir hönd safnaðar
ins) ákvörðun um tvennt —
að taka upp árlegan kirkju^ag
og að stofna œskuiýðsfélag
kirkjunnar.
Kirkj udagurinn hefur verið
haldinn 3 ár í röð og tekizt
vel. Á kirkjudeginum sl. vor
var sýndur helgileikurinn
„Bartímeus blindi“, eftir séxa
Jakob Jónsson. Þótti það flest
um mikið í fang færzt — öðr
um en Siigurði. Búninga þurfti
að útvega frá Reykjavík. Sýn
ingin fór fram í kirkjunni við
mikla aðsókn og vakti hrifn
ingu. (Njáll B. Bjamason,
kennari, fór með hlutverk
Bartímeusar).
Æskulýðsfélagið er enn í
mjr.idun, þótt stofnað sé. Von
andi nær það vexti og þ'roska.
Kirkjulega æskulýðshreyfing
in er ung með þjóðinni, en
hefur miklu hlutverki að
gegna. Smám saman ryður
hún sér til rúms og öðlast
reynslu, form og festu.
Sigurður hafði mikinn á-
huga á að reist yrði hér safn
aðarhús, þ.e. hús fyrir æsku
lýðsstörf, söngævingar, þama
spumingar o.fl., sem kirkjan
er ekki hentug til, þótt ágæt
sé. En áður en þvi máli væri
Eramhaid á 13 síðu.
einkennir þessa nýríku
tíma. Allt frá hinum hæstu
stöðum til hinna lægstu.
Fátæktin er stundum meiri
og betri uppalandi en auð-
legðin, þótt uppeldi hennar
sé stundum of dýru verði
keypt. Það hneykslast vafa-
laust margir á þessari full-
yrðingu, en lítum á sö-runa.
Hvaðan hafa þau komið flest
eða öll mikilmenni heimsins,
brautryðjendur á ýmsum
sviðum, andlegir eða ver-
aldlegir leiðtogar. Munu
þeir ekki flestir hafa komið
úr stéttum hinna fátæku?
Og hvers vegna? — Þeir
þurftu að temja sér sjálfs-
afneitun og sjálfsaga í upp
vextinum. Það var ekki allt
rétt upp í hendur þeirra.
Auðvitað er fátæktin öðr
um þræði mikið böl, og eng
inn óskar eftir henni, en þó
stendur hitt óhaggað, að
miklir peningar eru „valt-
astir vina“. Á allra síðustu
áratugum hafa skapazt nýj
ar eyðsluvenjur. Eg á ekki
við það, að með bættum hag
almennings getur hann veitt
sér meiri lífsþægindi en áð-
ur og lifað meira menningár
lífi, heldur hitt, að tak-
mörkin á milli þarfa og ekki
þarfa verða sífellt ógleggri,
einkum hjá börnum og ungl
ingum. Það sem þau leyfðu
sér við og við fyrir nokkr-
um árum er að verða að
daglegri þörf í dag. Reyk-
ingavenjan meðal unglinga
og jafnvel barna er t.d. allt-
af að færast neðar og neðar.
í þéttbýlinu blasa freisting-
amar við í hverri búðar-
holu. Auk sælgætisins eru
nú teiknimyndaheftin, leik
aramyndir eða ísinn, sem
búa mætti til úr heila jökla
og hvað það nú heitir allt
saman, sem börn eyða í stór
fé að ógleymdum kvikmynda
húsunum.
Það er einkenni tímanna
að láta sem minnst á móti
sér. Þama fylgist því tvennt
að: Óskynsamleg meðferð
fjármuna — sóun verðmæta
— og sú skapgerðarveiklun,
sem felst í því að láta und-
an öllum löngunum sínum.
Þetta er ekki gott uppeldi.
Of mikið meðlæti og und-
anlátssemi veldur linku í
skapgerðinni -- linku í
þjóðaruppeldinu. Er ekki ein
mitt hér að finna ástæðuna
til þeirrar spillingar, sem
viss hluti æskunnar er hald
inn í dag, sem birtist í
drykkjuslarki og afbrota
hneieð? — Örlög ráðast
heima. —
Vis hinir eldri gefum alltaf
tóninn. Við leggjum grund-
völl þeirra lífsvenja, sem
börn okkar temja sér, annað
hvort með fordæmi eða
meiri og minni eftirláts-
semi við óskir og duttlunga
barna og unglinga, eða blátt
áfram af meira og minna af
skiptaleysi af bömunum,
sem leiðir til sjálfræðis
þeirra, sem enginn veit hvar
endar .
Fyrir skömmu kom til
mín áhyggjufull móðir. Hún
sagði eitthvað á þessa leið:
„Drengurinn minn hefur nú
verið í skóla í 9 ár. Hann er
nú á togara. Þegar hann
kemur í land hefur hann
ekki áhuga fyrir neinu öðru
en bílferðum og áfengi. Guð
hjálpi mér ef hin bömin mín
eiga eftir að ganga þessa
sömu braut.“
„Hann hefur verið í skóla
í níu ár“, sagði hún. Var
þetta áminning til skólans?
hafði skólinn ekki gert það,
sem honum bar? Kannski?
En hafði heimilið gert það?
í minni bernsku og æsku
var arður sumarsins líf fólks
ins, líf vetrarins. Þetta var
nálega lögmál — stálhart
lögmál. Og hamingjan hjálpi
þeim, sem sóaði sumrinu.
Hve margir skyldu þeir vera
nú, sem skila sumarkaup-
inu sínu beina leið, eða eftir
krókaleiðum, í áfengisverzl
un ríkisins?
Það er meiri vandi en
margur heldur að umgang-
ast peninga. Það er því
aldrei byrjað of snemma á
að kenna börnum gildi þeirra
og meðferð. Peningar geta
valdið meiri spillingu en flest
annað, en fyrir peninga má
aftur afla sér geysilegra
verðmæta menntunar og
menningar, alls konar efna
hagslegra verðmæta — ör-
yggis og farsældar.
Skólarnir hafa kannski
gert of lítið til að ala bömin
upp í þessum efnum, en með
starfsemi sparifjársöfnunar
innar, sem nú hefur starfað
í fimm ár í flestum bama-
skólum landsins, er hafin
merkileg tilraun til að
sinna þessu uppeldi veru-
lega. Ef foreldrar um allt
land, og þó einkum í þétt-
býlinu, vildu nú með skiln
ingi og lagni taka þarna í
sama streng — og reyna t.d.
að beina öllum þeim fjár-
munum, sem nú fara fyrir
sælgæti og alls konar mun-
að, inn á sparifjársöfnun
ina, væri mikill sigur unn-
inn. Fjöldi foreldra hlýtur
beinlínis að gefa börnum
sínum meira og minna af
peningum til sælgætiskaupa
og kaupa á erlendum teikni
myndabókum, sem vægast
sagt eru ekki allar fyrir
böm. Það er ákaflega mein
laust að gefa börnum ein-
stöku sinnum aura til að
kaupa eitthvað til bragð-
bætis, en mér þykir sýnt, að
þar sé nú farið langt út fyr
ir hæfileg takmörk. Og það
verður að segja, að slíkar
lífsvenjur í bemsku eru hin
ar háskasamlegustu fyrir
framtíðina. Það getur eng
inn „lifað hátt“ í bernsku
og æsku án þess að bíða
tjón af. Hið einfalda og ó-
brotna líf verður á allan hátt
giftudrýgra. Því fylgir jafn
an heilbrigður og eðlilegur
þroski.