Tíminn - 17.12.1960, Page 3

Tíminn - 17.12.1960, Page 3
TÍMINN, laugardaginn 17. desember 1960. 3 Tvö börn undir bíla í gærdag Annað var komið 4 Fyrir skömmu var bent á það hér í blaðinu, að stór- hættulegt væri að láta ung börn vera ein á ferli við um- ferðagötur bæjarins, ekki bvað sízt nú í skammdeginu og misjafnri færð á götum. í gær urðu tveir barnungir drengir, annar fjögra ára en hinn tveggja ára, fyrir bílum. Sá fjögra ára var þá kominn fjóra kíiómetra frá heimili sínu, og þrátt fyrir eftir- grennslanir lögreglunnar þar á staðnum fannst enginn, sem vandabuntíinn væri drengnum eða vildi við hann kannast) km heiman að frá sér 4 km að heiman Rétt fyrir fj ögur í gær kom \eppi akandi eftir Ægisgötunni til suöurs, og fór yfir Vesturgötuna. Rétt sem hann var kominn yfir, kom 4 ára drengur hlaupandi frá verzlun Silla og Valda og beint fyrir bílinn. Þrátt fyrir að ökumað ur hemlaði snarlega, var hann of seinn, og drengurinn lá fyrir aftan bílinn er hann nam staðar. Dr'eng- urinn heitir Ásgeir Gunnarsson, Sólheimum 27. — Hann var sem sagt kominn 4 km. heiman að frá sér. Þrátt fyrir miklar eftirgr'ennsl anir lögreglumanna á staðnum, fannst enginn, sem vandabundinn væri drengnum. — Hann var flutt ur á Landsspítalann, talinn meidd ur innvortis og sjáanlega meiddur á höfði. Slysafaraldur í Reykjavík Það er full ástæða til þess að vekja atihygli almennings á því, að frá síðustu áramótum til þessa dags, eru 1764 árekstrar í Reykja- vík bókaðir hjá rannsóknarlögregl unni í Reykjavíkð. Á sama tíma í fyrra voru þeir 1755, en hinn 12 þessa mánaðar var einum færrr árekstur skr'áður á árinu en í fyrra. Hitt er þó enn verra, en það er sú staðreynd, að í þessum mán- uði hafa 15 manns slasazt í um- ferðarslysum í Reykjavík, þar af 8 börn. Tíminn hefur áður bent á það, að ennþá meiri nauðsyn er til aðgæzlu allra aðila í umferðihni í jólaösinni en endranær, og ekki hvað sízt eru foreldrar alvarlega varaðir við að láta böm sín vera nokkurs staðar þar, sem hætta er á slysum. Það er betra að halda börnunum inni, þótt það vekr óá- nægju þeirra, en að þurfa að vita þau slösuð á sjúkrahúsi. Robert Kennedy dómsmálaráðherra Kennedy skipar sííusfu embættin: — og repúblikaninn Dillon íjármálarátSherra metS samþykki Eisenhowers og Nixo'ns Washington—NTB, 16.12. John Kennedy skipaði í dag Douglas Dillon í embætti fjár- málaráðherra í hinni nýju stjórn sinni, sem við tekur 20. janúar. Samtímis tilkynnti Kennedy, að bróðir hans, Robert Kennedy myndi verða dómsmálaráðherra hinnar nýju stjórnar. Byron White verður skipaður aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er lögfræðingur í Denver. Með útnefningum þessum má segja, að hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna sé fullskipuð. um í ríkisstjórn Eisenhowers og er meðlimur republikanaflokksins, andstöðuflokks Kennedys. Robert Kennedy er aðeins 35 ára að aldri, stjórnaði kosningabaráttu bróður síns frá upphafi og þykir frábær skipuleggjari. Það hefur aldrei gerzt fyrr í sögu Bandaríkjanna, að forseti hefur skipað bróður sinn í embætti ráð herra. Annars var Robert Kennedy vel þekktur áður en hann hóf störf fyrir bróður isinn, því að þjóðarfrægð vann hann sér fyrir nokkrum árum er hann var lögfræðilegur ráðunaut- ur þingnefndar er rannsakaði spill ingu í bandarískum verkalýðsfélög um. Klukkan rúmlega tvö í gær varð tveggja ára barn, Grettir Ingi Guð mundsson, til heimilis að Fálka- götu 20, fyrir bíl móts við Dun- 'haga 18. Bílistjórinn mun (hins vegar ekki hafa oi’ðið þess var, að bíll hans fór yfir drenginn, og ók því þurt. Verið var að taka bílinn af stað, er þetta varð. Drengurinn var fluttur í Landakotsspítalann viðbeinsbrotinn og mikið skr'ámað- ur á andliti. Ekki er nákvæmlega Ijóst, hvernig það atvikaðist að hann varð undir bílnum, en á smekknum á smekkbuxum hans voru greinileg för eftir hjól bíls- ins. Talstöðvar hjá Bæjarleiðum og Hreyfli s.f. í 'gær tóku bifreiðastSSyarnar Bæjarleiðir og Hreyfill talstöðvar í notkun í nokkrum bifreiðum sínum. Nýjung þessi er enn á byrjunarstigi, og vantar mikið á að talstöðvar séu komnar í alla bíla þessara stöðva. í tilefni af þessum áfanga buðu for ráðamenn stöðvanna blaðamönnum á sinn fund. Því miður verður fásögn af þessu að bíða vegna rúmleysis í blaðinu, en væntanlega verður hægf að birta hana á morgun. Frá Alþingi (Framhald af 7. síðu). á þessu ári. Var þá gefin út skipun um, að helmingur þeirrar innstæðuaukningar, sem verða kynni hjá nefnd- um innlánsstofnunum, skyldi afhendast seðlabankanum til geymslu. Enn fremur skyldi sama gilda um innlánsdeildir kaupfélaga, samkvæmt heim- ild, sem núverandi stjórnar- flokkar beittu sér fyrir og komu inn í lögin á þessu ári. Með fjárheimtunni frá við skiptabönkunum, sparisjóðum og innlánsdeildum, eru lagðar hindranir í veg einstaklinga og félaga, sem þurfa að afla lánsfjár til atvinnurekstrar og framkvæmda. Til þess að ryðja þeim hindrunum úr vegi þarf að nema úr lögum heim ildina til fjárheimtunnar. Það er tillaga mín, að frum varpið verði samþykkt með þeim breytingum, sem hér hafa verið nefndar. Breyting artillögurnar flyt ég á sérstöku þingskjali. Alþingi, 15. des. 1960. Skúli Guðmundsson. Tillögur um bráöabirgöalagfæringu á launum opinberra starfsmanna; 12. og 13. flokkur falli niður og laun barnakennara hækki Fullfrúar stjórnarandstöð- unnar í f járveitinganefnd þeir Halldór E. Sigurðsson, Garð- ar Halldórsson, Halldór Ás- grímsson og Karl Guðjónsson flytja breytingartiilögur við frumvarpið til fjárlaga fyrir 1961 um bráðsbirgðabreyt- ingu og lagfæringu á launa- kjörum opinberra starfs- manna. Eru tillögurnar sniðn- ar eftir tillögum, sem þing starfsmanna ríkis og bæja samþykkti í haust og ítrekað- ar voru með einróma sam- þykkt í stjórn B.S.R.B nú fyrir skömmu, en í stjórninni sitja, m.a, tveir af þingmönn- um stjórnarliðsins þeir Ólaf- ur Björnsson og Sigurður Ingimundarson. Breytingartillaga þessi er eins og fyrr segir aðeins um bráða- birgðabreyting og lagfæringu, en kveður ekki á um almenna launa- liækkun. Lagt er til að tveir r.eðstu flokkarnir á launalögunum falli niður, þ.e. 13. og 14. launa- fiokkur. Laun í þessum flokkum eru svo lág, að þau geta ekki tal- izt mannsæmandi. í 13. fl. eru bjTjunarlaun 3.196,52 á mánuði en hámarkslaun 3.959,52 eða árslaun 47.514,25. í 14. fl. eru byrjunarlaun 2.806,42 á mán. en hámarkslaun 3.578,00 eða 42.936,25 í árslaun. — Ef tillagan nær samþykki fara þeir, sem nú þiggja laun, samkv. 13. og 14. fl. í 12. fl., en þar eru hámarkslaun 4.356,19 á mán. eða 52.274,25 í árslaun. Þá er einnig lagt til að opin- btrir starfsmenn hækki um einn launaflokk eftir 10 ára starf. Sumir opinberir starfsmenn hækka um launaflokk eftir vissan árafjölda, en hér er lagt til að það taki til allra opinberra starfs- manna. — Reykjavíkurbær hefur tekið þessa reglu upp og er eðli- legt að ríkisstaifsmenn njóti þess einnig. Þá leggja þeir til að laun barna kennara verði hækkuð um 8%. Yrði. það til samræmingar við iaunakjör gagnfræðaskólakenn- ara. Kennaraekla er nú mikil í landinu og stafar hún af hinum bágu launakjörum kennara Laun eru svo lág að menn sækja ekki í stéttina, hverfa að öðrum störf- um arðvænlegri. Víða horfir til algjörra vandræða vegna kennara- ‘ skorts. Haildór E. Sigurðsson mælti fyrir þessum breytingartil- lógum. Sagði hann að þessar til- lcgur væru miðaðar við, að bæta úr brýnustu þörfinni og lagfæra það sem ekki væri hægt að kom- ast hjá. Sagðist hann vona að þessar hógværu tillögur fyndu hljómgruna meðal þingmanna, enda væri ástæða til að ætla það, þar sem tveir af þingmönnum stjórnarliðsins hefðu staðið að samþykkt sams konar tillagna í stjórn B.S.R.B. nú fyrir skömmu. Dillon repúblikani Douglas Dillon hefur um sjö ára skeið gegnt mikilvægum embætt- Stéttarsamband bænda hundsað í frumvarpi ríkisstjórnarinnar 1 um að 2M>% útflutningsgjaldið | renni upp í greiðslu á vátrygging-j ariðgjöldum bátaútvegsms er jafnj framt kveðið á um að af afgangsfé útflutningssjóðs skuli renna í rík issjóð og verða ráðstafað í þágu landbúnaðaæins „samkvæmt á- kvörðun ríkisstj órnarinnar". Út- flutningsgjaldinu er varið til vá itiryggimgariðlgjialdanna að beiðni og að fengnum tillögum L.f.Ú. Skúli Guðmundsson flutti breyt- ingartillögur við frumvarpið um' að afgangsfénu, sem eftir í út- flutningssjóði kynni að vera og innheimt hefur verið af útflutn- ingi af landbúnaðarafurðum, skuli ráðstafað samkvæmt tillögum Stéttarsambands bænda. Má það telja eðlilega og réttmæta tillögu til samræmingar þar sem hluta sjávar’útvegsins af gjaldinu er var ið eftir tillögum L.Í.Ú. Breytingartillaga þessi var felld af stjór’narliðinu við atkvæða- greiðsluna eftir 2. umr. Uppreisnin bæld niíur Fraimháld af 1. síðu. ust til Djiboti í kvöld er það haft eftir landstjóranum í Harrar-fylki, að uppreisnarmenn hafi nú verið gjörsigraðir, sumir þeirra hafi verið fangelsaðir, en aðrir hafi lagt á flótta. Allt verði nú senn með kyrrum kjörum í Addis Ab- eba og skv. sömu fregnum er við því búizt að keisarinn flytji út- varpsræðu til þjóðarinnar þegar er hann kemur til höfuðborgar- iimar. Enn óvissa í tilkynningu, sem keisarinn lét fara frá sér í Líberíu í dag, sagði m.a. að haun væri þess fullviss, a^ ástandið kæmist í eðlilegt horf innan skamms. Það er skoðun sérfræðinga og fréttamanna í London, að ljóst sé a'ö stór hluti af her Etiópíu og fiugliði hafi reynzt keisaranum hollur, en staðan sé þó mjög ó- liós. Ljóst sé einnig, að sambands ríkið Eritrea hafi frá því að bylt- ingin var gerð ekki sýnt neinn biibug á hollustu sinni við keis- arann. Samráð við Eisenhower Kennedy tilkynnti sjálfur skipanir þessar og skýrði frá því um leið, að á morgun myndi hann tilkynna um útnefningu póst- og símamála r'áðherra, en þá ætlar hann sér að vera kominn suður til Florida. Upplstý var í Washington í dag, að útnefning Dillons hefði verið gerð í samráði við þá Nixon og Eisenhower og þykir þetta benda til þess, að Kennedy vilji sýna, að hann vilji hefja stjórn sína yfir flokkspólitískar línur — annar re- pulikani gegnir ráðherraembætti í stjórn hans, hinn nýskipaði land- varnaráðherra McNamara. Veitt landvist (Framhald af 1. síðu). flóttamanna. Er í samningi þess um kveðið á um aS aðildarríkin skuli láta flóttamönnum, sem dvelja löglega í viðkomandl ríki, í té ferðaskilríki. — Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu í gaer, sagði Klatt að hann hefði áhuga á að dveljast hér í 2 ár eða svo, og halda síðan til V. Þýzkalands eða Bandaríkjanna. Þegar að því kemur mun Klatt, eftir þessu að dæma, ferðast á ís lenzkum ferðaskilríkjum. Keflavíkurvegur Framhald af 1. síðu. or ekki reynzt kleift að fá upplýs- Ingar um málið. Loks auðnaðist að toga þessar upplýsingar fram, en Gunnar Thor oddsen fjármájaráfflierra svaraffi þessu á Alþingi í gær eftir aff Ey- steinn Jónsson hafffi ítrekaff fyrir- spurn til ráðherrans um málið. Sagffi Gunnar aff ríkisstjórnin myndi ta.ka lán til framkvæmclar- innar af þeim innstæffum, sem Bandaríkin eignast hér vegna sölu á vörum hingaff samkvænit hinum svokölluffu „PL—480“ lánum. Me'ðvitundarlaus í ána (Framh af l síffu). og í ána. Krap var í ánni. Haföi bílstjórinn fengið rothögg áður en hann kastaðist út og lá hann ósjálfbjarga og meðvitundar- laus í krapelgnum í ánni. Farþegi í framsæti kastaðist einnig út og lenti undir bílnum og lá þar ósjálfbjarga. Bjargaði félögum sínum Þriðji maðurinn sat í aftur- sæti jeppans. Komst hann út og dró bílstjórann meðvitundar- lausan upp úr ánni. Telur lækn irinn á Hvammstanga að bíl- stjórinn hefði ugglaust drukkn- að þarna á ánni, ef ekki hefði komið til aðstoð piltsins. — Síð an tókst honum að lyfta bílflak inu ofan af þeim, sem undir því lá, og bjarga honum. Fluttir til Fornahvamms Nokkru siðar bar þarna að flutningabíl frá Skagafirði á suðurleið og flutti hann þre- menningana til Fornahvamms. Um það leyti sem komið var þang jað, komst bílstjórinn til meðvit jundar. Hringt var til læknisins j á Hvammstanga og kom hann ! að vörmu spori. Voru þremenn- ingarnir síðan fluttir í sjúkra- húsið á Hvammstanga um kvöldið. Tveir þeirra liggja þar enn, en bílstjórinn hélt heim- leiðis í dag. Mun hann hafa fengið snert af heilahristing. Af hinum tveimur er það að segja, að sá sem varð undir bílnum, er bringubeinsbrotinn, tognaður á handlegg og öxl, og auk þess marinn víða. Sá, sem sat í aft- ursætinu og bjargaði báðum fé- lögum sínum, liggur einnig á sjúkrahúsinu, skorinn á fæti og víða illa marinn. Bíllinn er talinn gerónýtur og er það mál manna, að sjaldan eða aldrei hafi þeir séð bíl jafn illa leikinn. Bílnum var náð úr gilinu í gær og var hann fluttur áleiðis norður. — J.J.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.