Tíminn - 17.12.1960, Side 5
D
TÍMINN, laugardaginn 17. desember 1960.
Útgetandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN.
FramJfvæmdast.ióri: Tómas 4rnason Kit-
stjórar Þðrarmn Þórannsson 'áb i, Andrés
Knstjánsson Fréttastjóri Tómas Karlsson.
Auglýsingast.1 Egill Bjarnason Skriistofur
i Edduhúsinu — Símar 18300 18305
Auglýsingaslmi 19523 Afgreiðslusimi:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
Bandamennirnir frá
sumrinu 1958
Þegar stjórnarliðar Komast í mest þrot við að verja
„viðreisnina“, er það ein helzta þrartalending þeirra að
halda því fram, að vinsiri stjórnin hafi skilíð svo illa
við, að óhjákvæmilegt nafi verið að gera einherjar ne.vð-
arráðstafanir líkt og .,vðreismna“
Fyrir stjórnarliða eru þessar fullyrðingar hins vegar
haldlitlar, því að fyrir liggur vitnisburður hagfróðustu
manna þeirra um það, að þetta er blekking ein. Sjálf-
stæðisflokkurinn lét nefnilega hagfræðinga sína gera út-
tekt á fjárhagsástandinu í desember 1958 begar Ó'afi
Thors var falin stjórnarmyndun eftir fall vinstri stjórn-
arinnar. Hagfræðingar ílokksins skiluðu ýtarlegu áliti og
voru niðurstöður þeirra kunngerðar í ytirlýsingu er
Sjálfstæðisflokkurinn lét birta í Mbi Niðurstöður beirra
eru þær, að ekki þurfi annað en að taka aftur viðbórar-
kauphækkunina, er vai knúin fram sumarið 1958, til
þess að atvinnuvegirnir geti gengið hallalaust, án nýrra
skatta, og kaupmáttur launa haldist eins og hann var
fyrir umrædda kauphækkun, en hann var þá 10—12%
meiri en hann er nú,
í þessu sambandi er ekki ófróðlegt að rifja það upp,
hverjir stóðu að þessan viðbótarkauphækkun, því að
merkilegar nýjar upplvsmgar hafa nýlega komið fram
varðandi það efni.
í efnahagslöggjöfinm. sem var sett vorið 1958 var
ákveðin nokkur kauphækkun strax til þess að mæta
þeim verðhækkunum, or hlytust af löggjöfinm. Vissir
aðilar töldu þetta hins vegar ekki nægilegt og Deittu
sér því fyrir meiri kauphækkun, og lókst að koma henni
fram.
Það hefur að vísu ailfaf verið kunnugt, hvaða aðilar
þetta voru, en þó hefur það aldrei verið upplýst betur
en í umræðunum, sem fóru fram á Albingi í fyrrakvöld.
Einar Olgeirsson var að tala og kenndi hann vissum sér-
fræðingi um fall vinstri stjórnarinnar. Ólafur Thors
greip þá fram í fyrir Einari og spuröi hvort annar mað-
ur væri ekki sekari um fall vinstri stjórnarinnar. Jafn-
framt benti Ólafur á Einar. Einar svaraði jafnharðan
og hvað það rétt, að hann hefði haft talsverða samvirmu
við Sjálfstæðismenn og vissan hluta Alþýðuflokksins
sumarið 1958 um að knýja fram kauphækkun, er bessir
aðilar hefðu þá talið réftmæta. Ólatur þagnaði og setti
hann rauðan við þessar upplýsingar Einars.
En það var þessi kauphækkun, sem varð vinstri
stjórninni að falli. Vegna hennar þurfti að gera ráðstaf-
anir haustið 1958 er ekki náðist samkomulag um Ól-
afur Thors hafði það upp úr samstarfinu við Einar 01-
geirsson sumarið 1958. hann stefndi að. Er hann hef-
ur ekki látið þar numið staðar að taka aftur umrædda
kauphækkun, heldur tekið miklu meira.
Það ástand. sem vinstri stjórnin skildi v'ð, var ems
og áður segir þannig, að það var hægt samkvæmt mati
óvinveittustu hagfræðinga, að tryggja áfram sama kaup-
mátt launa og var fyrir umrædda kauphækkun en kaup-
máttur þeirra var þá 10—12% meiri en hann er - dag.
Viðskilnaði vinstri stjórnarinnar verður því síður en
svo kennt um þá miklr kjaraskerðingu. er nú hefur átt
sér stað. Hún rekur rærur til þess að stórgróðamenn-
irnir hafa fengið fulla uppskeru af bandalagínu frá
sumrinu 1958, en hlutur launafólkstns hefur- orðið stór-
felld kjaraskerðing.
Stigii
Halldór Stefánsson: Sagan af
manninum, sem steig ofan á
höndina á sér. Heimsknngla,
Reykjavík 1960.
Söguefni Haildórs Stefánssonar
er nógu forvitnilegt: hvað verður
um mann, sem ratar í þá ógæfu
að stíga ofan á höndina á sér?
Þetta er næstum háð eina, sem
sagt vérður nýrri skáldsögu hans
til verðugs lofs, enda er lesandi
litlu nær um úrlausn þessa máls
að bókarlokum, hins vegar býsna
þreyttur. Það er því miður ekki
vegna fyrirferðar bókarinnar eða
af því að húr, knýi ti. svo örðugr
ar hugarstarfsemi; hún er bara
leiðinleg.
Helgi Jón heitir maðurinn, sem
verður fyrir þessu leiðinlega slysi,
og hann heldur því vandlega
leyndu bókina á enda hvernig
hann bar sig til við það, bæði fyrir
öðru sögufólki og lesandanum.
Hins vegar ratar hann í ýmsar
raunir af oessu tilefr.i og segir
mest af þeim í fyrra parti bókar-
innar, sem gerist í lítt skilgreindu
sjávarþorpi þar sem söguhetjan er
upprunnin. Helgi Jón hrökklast
úr atvinnu sinni vegna handar-
meinsins og- það er gert gys að
honum, hann fer einförum og er
stúrinn unz hann finnur ofur'litla
huggun í faðmi traustlegrar ekkju
og þar kemur að hann gerir henni
barn. Ekkjan á unga dóttur, Siggu,
sem dreymir um að gerast dans-
mær og einhver lauslegur tauga-
titringur hefst milli þeirra ung-
mennanna. Þarna segir enn frem-
ur af formanni Helga Jóns og
konu hans, höltum skóara og fleira
þorpsfólki, uppruna Helga Jóns
hjá heldur leiðinlcgum foreldrum
og frá góðum kennara, sem sagði
b á hön
börnunum sannleikann um bylting
una í Rússlandi, fór í fjallgöngu
með kvenmanni og var fyrir þessi
glöp gerður brottrækur úr þorp-
inu. í seinna parti tekur Helgi
Jón sig upp og fei suður til
Reykjavíkur, og er úr því ekki
minnzt á handarmeinið góða. í
Reykjavrk kemst hann í tæri við
ýmsan vafalýð, braskara smáa og
stóra, smyglara og þjófa, kynn-
ist sömuleiðis nokkrum verkamönn
um, félögum sínum, sem er þó
lítt lýst, lendir með þeim í bíl-
slysi og hittir hrekkjótta stúlku,
sem telur honum trú um að hann
sé dauður og kominn á annað plan.
Hann vinnur ýmsa vinnu, ræðst á
Keflavíkurflugvöll og stendur í
smyglflutningi þaðan, hættir því
og hefur þá dregið saman hundrað
þúsund krónur, dreymir um að
taka barn sitt og ekkjunnar Guð-
nýjar til sín, ræðst í íbúðarkaup
(sem geta allt eins reynzt tómur
prettur og fjárfletting), fær sér
ráðskonu — auðvitað ekkju —-
og fer að vitja barnsins. Ekkjan
vill þá sízt láta barn sitt, Sigga
er fermd og hætt við dansinn, þau
kveðjast, hann stendur einn eftir
og ætlar víst suður — til hinnar
ekkjunnar. Þannig fer þá fyrir
manni, sem stígur ofan á höndina
á sér: hann lendir upp í til ekkju.
Kannski er tilætlan höfundar að
þetta verk hans sé tekið sem saga
af ungum manni á tímamótum,
manni, sem losnar úr tengslum við
uppruna sinn og rétt heimkynni
op ratar á villigötur framandi
ómenningar, flækist í net klækja
og pretta og á sér ekki afturkvæmt
þaðan, stendur uppi snauður að
lokum og hefur misst allt yndi
sitt: mikil harmsaga nýrra tíma
á íslandi! Með talsverðum góðvilja
má ef til vill finna sitthvað, sem
d sér
bendir í þessa átt, eða eitthvað
svipaða, í verkinu. En ef svo er,
— skelfing hefur þá tekizt iUa til.
Saga Helga Jóns er ekki harm-
saga og heldur ekki farsi, þótt
efniviðurinn gæti virzt þénlegur
til slíks. Hún er eiginlega hvorki
fugl né fiskur, skortir alla sam-
tengjandi hugmynd, allt, sem haldi
henni uppi og Ijái verkinu skáldleg
an þrótt. Höfundi hefur með öllu
mistekizt að gæða höfuðpaurinn
sjálfan, Helga Jón, lífi og litum,
hann skortir með öllu skáldlegt
gildi. Ævintýri hans heima og
syðra eru aðeins flöt frásögn hé-
gómlegra atvika, sem ekkert býr
undir, söguna skortir alla dýpt og
alla hæð. Örlög Helga Jóns eru
varla trúverðug og þaðan af síður
táknræn fyrir eitt eða neitt, aðeins
hláleg. Sama er að segja um annað
sögufólk, þótt af sumu þeirra sé
brugðið upp ekki ólaglegum svip-
myndum, þá helzt ekkjunni Guð-
nýju og Villu, borgarstúlku í kana
bisniss. Þessar persónur eru dregn
ar gamalkunnum dráttum og aðr-
ar í enn rikara mæli: níðskældinn
skóari, forstokkaður klerkur, raup
ar.di og slarnfenginn braskar'.verka
maður með sterklegar vinnumerkt
ar hendur. Og stílsmáti höfundar
hæfir verki hans vel, hann er grár,
Hatur, ósögulegur þó ekk með
öjIu laus við tilfyndni á stöku
stað.
„En allar þessar minningar voru
svo undarléga fjörefnalausar" seg
ir á einum stað í bókinni, og þau
orð má herma upp á hana sjálfa:
hana skortir öll pau fjörefni,
sem gera bók að skáldverki.
Það er kannski illgirnislegt, en
mér liggur rið að segja það Hall-
dór Stefánsson hefði betur stigið
ofan á höndina á sér áður en hann
tók að skrifa þessa bók. Ó. J.
Sjálfsævisaga mikils söngvara
Fjodor Sjaljapin: Sjaljapin
segir frá, Sjálfsævisaga. Maja
Baldvins þýddi. Akureyri —
Kvöldvökuútgáfan. 1960.
í sveitaþorpi skammt frá stór-
borginni Kasan, þar sem stórfljót-
ið Volga beygir til suðurs, er hinn
heimsfrægi söngvari og leikari,
Fjodor Sjaljapin fæddur árið 1873.
Sjálfsævisaga hans, sem Kvöld-
vökuútgáfan á Akureyri hefur ný
lega sent frá sér, nær frá bernsku
og æskuámm hans fram að alda-
mótum, en þá er hann búinn að fá
viðurkenningu sem mikill söngvari
og leik'ari í heimalandi sínu.
Sjaljapin er alinn upp við fá-
tækt og misskilning. Faðir hans
var fær skrifstofumaður, en eyddi
oft miklum hluta mánaðarkaups
síns í fyllirí. Sjaljapin segir frá
því, að eitt sinn er faðir hans
kom heirn eftir rúmlega tveggja
daga drykkju, og kona hans spurði
hann grátandi: „Hvar fáum við
nú í matinn“? en faðir hans öskr-
ar: „Haltu kjafti! Farðu til fjand-
ans! Láttu mig í friði! Þú kvelur
mig og særir. Ég geri ekkert ann
að en þræla og strita. Ég þykist
eiga fyrir því að fá mér í staup-
inu endrum og eins“. Faðir Sjalja-
pins barði hann oft, lét hann fara
að vinna strax og hann megnaði
nokkuð, vildi gera úr honum iðn-
aðar'mann, en skeytti ekkert um,
þótt þeir, sem drengurinn vann
hjá, færu illa með hann. Iðnaðar-,
mennirnir drukku á tyllidögum,
svo að þeir vissu ekki sitt rjúkandi
ráð. Eitt sinn vann Sjaljapin slag
hörpu í kappdrætti, en hann þráði
að læra að syngja og spila á hljóð
færi. Foreldrar hans lokuðu slag-
hörpunni og bönnuðu honum að
koma nærri henni, nema þegar
hann var veifcur, þá fékk hann að
sofa ofan á henni í stað þess að
sofa á gólfinu. Skammir fékk hann
og hjá föður sínum fyrir áhuga
hans á söng. Hann komst þó í
barnaskóla og gekk námið ágæt-
lega. En yfirleitt voru bernskuár
hans ömurleg. Foreldrar hans
flæktust með hann til Suður-Rúss-
lands, og að því kom að hann varð
að fara að heiman til þess að létta
á heimili foreldranna, og að síð-
ustu varð móðir hans að gerast
betlari, til þess að hún og maður
hennar gætu dregið fram lífið.
Sjaljapin ferðast borg úr borg,
stundum taka söng- og leikflokkar
hann og fær lítilsháttar kaup, því
að hæfileikar hans duldust þeim
ekki. Þess á milli var hann atvinnu
laus, oft soltinn, klæðlítill og í
lélegu húsnæði. Hann segir frá
daglegu lífi fólksins, er hann
kynntist, og menningarstigi þess.
Einstaka menn eru honum góðir
og oft er hann fyrirlitinn, sem
auðnuleysingi og flækingur. Hann
lendir í ástarævintýrum, fer Ul
OF SEINT, ÓÐINSHANI
heitir ný ikáldsaga eftir Suður
Afríku rithöfundinn Alan
Paton í býðingu Andrésar
Björnssonar gefin út af Isa-
toldarprentsmiðju.
Sagan gerist í litlum bæ
í byggðum Búanna á Transvaal-
hásléttunni, og kynþáttavandamál-
ið er rauði þráðurinn í sögunni,
og mikil örlög spinnast af járn-
keisar'aborgarinnar við Nevafljút,
og varð óperusöngvari við keisara
lega leikhúsið. Ekki líkaði honum
þar vel að öllu leyti. „Reyndar hef
ég aldrei orðið var við góðan fé-
lagsskap í nokkru þjóðleikhúsi",
segir hann. Við listdómarana féll
honum ekki heldur: „Annars held
ég að gagnrýni og mannvonzka
fari oftast saman“, segir hann.
Árið 1898 kvongast hann ítalskri
dansmeyju, sem hafði hrifið hann
nokkru áður við fyrstu sýn. Hann
var óperusöngvari í Moskvu er
brúðkaupið fór fram, erfiðleikar
æskuáranna að baki og hann við-
urkenndur í heimalandi sínu sem
mikill listamaður. Úr því barst
frægð hans til annarra landa, en
þá sögu segir ha-nn ekki í þessari
bók.
Æskusaga Sjaljapins sannar
hinn forn-íslenzka málshátt: „Þótt
náttúran sé lamin með lurk, íeitar
lögum Búanna, sem kv-eða svo á,
að enginn hvítur maður megi
snerta svaria konu, né hvít kona
þýðast svartan ma-nn.
Áður hefur komið út í ís-
lenzkri þýðingu bókin Grát ást-
kæra fósturmold eftir Alan Paton.
mikil og góð skáldsaga. Þessi síðari
skáldsaga höfundarins er mjö af
sama bergi br-otin og vafalítið
engu áhrifaminni. Bókin er um
220 blaðsíður að stærð o? frá-
gangur vandaður.
hun út um síðir“.
Þorsteinn M. Jónsson.
Ný Suður-Afríku skáldsaga