Tíminn - 17.12.1960, Síða 8
8
TÍMINN, laug'ardaginn 17. desember 1960.
Sextugur í dag:
Karl Hjálmarsson
kaupfélagsstjóri á Hvammstanga
Aldarfjórðungsaf-
mæli Lögreglufél.
ELINBORG LÁRUSDÓTTIR:
SOL I HADEGISSTAÐ
„Eg held að ég hafi ekki í mörg ár lesíð eins skemmti-
lega sögu sem þessa. Hvergi gætir mælgi. Hvergi of eða
van. Oft hefur skáldkonunni tekizt vei í fyrri bókum sín-
um og oft miög vel, en samt finnst mér þess’ skáldsaga
bera langt af öllum fyrri skáldsögum hennar . “
Þorst. M. Jónsson í Tímanum 15.12. 1960.
Samvinnuhreyfingiii á íslandi
hefur átt því láni að fagna, að eiga
jafnan á að skipa mörgum mikil-
hæfum forystumönnum. Einn úr
þessari vösku sveit, Karl Hjálmars
son, kaupfélagsstj'óri á Hvamms-
tanga, er 60 ár'a í dag.
Karl er fæddur að Ljótsstöðum
í Laxárdal í Suður-ÞingÖyjarsýslu,
sonur Hjálmars Jónssonar og Ás-
laugar Torfadóttur frá Ólaísdal.
Snemma hleypti Karl heimdrag
anum og fór í Eiðaskóla. Upp úr
því í Samvinnuskólann og lauk
þaðan burtfararprófi. Frá þeim
degi hefur Karl helgað samvinnu-
félögununj krafta sína og enginn
meðalmaðúr reynzt í þeixri þjón-
ustu. Hann starfaði fyrst hjá Kaup
félagi Borgfirðinga í Borgarfirði
eystr'a en gerðist kaupfélagsstjóri
á Þórshöfn 1930. Þaðan fluttist
hann að Hvammsstanga og hefur
veitt forstöðu Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga frá því 1947.
Af þeim mönnum, seim voru
kaupfélagsstjórar 1930 er Karl einn
af þremur, sem enn eru við þau
störf, og segir það sína sögu. Á
hann því, jafnframt sextugsafmæl-
inu jþrítugsafmæli sem kaupfélags
stjóri.
í starfi sínu hefur Karl reynzt
hvort tveggja í senn mikill fram-
kvæmdamaður og hagsýnn að
sama skapi. Undir forystu hans
beitti Kaupfélagið á Þórshöfn sér’
m.a. fyrir að koma upp frystihúsi
og að útvega fiskflutningaskip til
þess að koma ísuðum fiski á er-
lendan markað. í stjórnartíð Karls
hefur Kaupfélagið á Hvamms-
tanga komið upp mjög myndar
legu húsi yfir verzlunarrekstur
sinn og byggt mjólkurbú. Mun
starfa Karls lengi gæta í viðkom
andi byggðarlögum.
Karl Hjálmarsson er tvíkvænt
ur. Var fyrri kona hans Halldóra
Ásgrímsdóttir, Norðmýlmgur að
ætt. Hún andaðist 1936. Síðari
kona Karls er Þórdís Ingimars
dóttir frá Þórshöfn.
Karl Hjálmarsson er drengskap
armaður mikill svo sem hann á
kyn til, hver's manns hugljúfi, list
elskur með afbrigðum, ánægjuleg
ur félagi og nýtur trausts og vin-
sælda allra þeirra, er af honum
hafa kynni. Samvinnumenn munu
í dag senda honum hlýjar og hljóð
ar þakkir fyrir störfin í 30 ár og
VesturHúnvetningar vænta þess,
að mega njóta fylgdar hans og for
sögu enn um mörg ár.
75 ára í dag:
Skarphéðinn Sigurðsson
bóndi, Minna-Mosfelli
Sú er venjan að geta manna að
nokkru við sér'stök tækifæri. Og
það því fremur, sem meiri tilefni
eru að. Mörgum þykir þetta góður
siður, — nema þá helzt þeim, sem
fyrir því verða hverju sinni. En
víst er, að þetta getur verið nokk-
urs virði fyrir seinni tíma, ef rétt
er frá sagt og öllu stillt í hóf. —
En svo er um suma menn, að
þeim er óljúft að þeirra sé að
nokkru getið, á opnum vettvangi
og sízt af öllu að nokkurt lof sé
á þá borið, þótt ástæða sé til. Og
svo er um þann mann, sem hér
verður nokkuð sagt frá, en hann
er Skarphéðinn Sigurðsson, bóndi
á Minna Mosfelli í Mosfellssveit,
sem er 75 ára í dag.
— Skarpbéðinn er Mýramaður
að uppruna, fæddur að Heyholti
í Borgarhreppi 17. desember 1885.
Hann ólst upp þar vestra og var
m.a. samfleytt í 14 ár hjá hinum
kunna norðanpósti Jóni Jónssyni
í Galtarholti. Á þeim árum var
Skarphéðinn oft í póstferðum með
Jóni, en það voru á stundum erfið
ferðalög og slarksöm, sérstaklega
á vetrum, sem r'eyndu mjög á dugn
að og harðfylgni manna. Segir
nokkuð af þessum ferðum í „Sögu
landpóstanna“.
— Hingað suður fluttist Skarp-
héðinn 1915 með Jóhanni Eyjólfs
syni alþm. frá Sveinatungu, og var
hjá Jóhanni fyr'stu búskaparár
hans í BrautarholtL Þaðan fór
hann að Vífilsstöðum til Þorleifs
Guðmundssonar, sem þá var bú-
stjóri þar, — og það olli straum
hvörfum í lífi hans.
Svo hefur Skarphéðinn látið
ummælt, að vera sín á Vífilsstöð-
um hafi verið á við gott búnaðar-
námskeið eða öllu heldur verulegt
búnaðarskólanám, því þar hafi
hann öðlazt þá þekkingu á vali og
meðferð búfjár, sem hann hafi
búið að síðan. — Telur hann Þor-
leif hafa verilð afburSamann í
öllu, er að búskap laut, og auk
þess sérstakan mannkostamann,
sem mikill ávinningur var að kynn
ast. Vera Skarphéðm á Vífilsstöð-
um varð honum líka að öðru leyti
til varanlegrar hlífshamingju, því
þar kynntist hann sinni ágætu
konu Karínu Guðmundsdóttur í
Urr’iðakoti, Jónssonar frá Setbergi,
Guðmundssonar. Þau eíga 3 upp-
komna syni, og eru 2 þeirra en'n
heima.
— Katrín er afburða húsmóðir
og mannkostakona, sem hefur ver-
ið manni sínum samhent í öllu
því ,sem ger't hefur heimili þeirra
umtalað og rómað.
— Eftir tveggja ára veru á
Vífilsstöðum réðist Skarphéðinn
til Eggerts Briem í Viðey og var
hjá honum í mörg ár. Eggert bjó
þá stórbúi í Viðey, en hafði hyggt
40 kúa fjós í Reykjavík, — svo-
nefnt Br'iemsfjós, sem margir
muna, — og hafði kýrnar þar á
vetrum. Hafði Skarphéðinn alla
umsjá með kúnum og sölu mjólk-
urinnar öll árin, sem hann var hjá
Briem. Síðan tók Skarphéðinn Við
eyna á leigu og bjó þar miklu búi
í mör'g ár. Hafði hann um eitt
skeið yfir 50 nautgripi í Viðey,
auk sauðfjár og hrossa.
Vorið 1937 fóru þau hjónin al-
farin úr Viðey og fluttist að Minna
Mosfelli í Mosfellssveit, og þar
hafa þau húið síðan.
— Ýmsum þótti það hæpinn bú-
hnykkur að flytja með 30 kýr og
annan fénað úr Viðey á miklu
minni og ýrari jörð, sem lítil lífc-
indi virtust til að gæti framfleytt
stórbúi, a.m.k. ekki fyrst í stað. |
En þetta tókst, — og betur en efni
(Framhald á 11 síðu)
í dag, 16. des. á Lögreglu-
félag Reykjavíkur 25 ára af-
mæli, en félagið var stofnað
þann dag 1935. Félagsmenn
eru nú 165 og hefur féiagið
unnið að ýmsum málum, jafnt
innan lögreglunnar sem utan.
í tilefni afmælisins kvaddi
stjórn félagsins fréttamenn á
sinn fund, og skýrði Erlingur
Pálsson, yfirlögregluþj., sem
gegnt hefur formennskn í fé-
laginu í tvo áratugi, frá starf
semi félagsins fyrr og síðar.
Frumkvæðið að stofnun fé-
lagsins átti Magnús Eggerts-
son, núverandi varðstjóri í
rannsóknarlögreglunni. Var
haldinn fundur að tilhlutan
hans 3. des. 1935, og félagið
síðan formlega stofnað 14.
des. sama ár.
Fyrstu stjórn félagsins skip
uðu: Formaður Jakob Björns
son, ritari Matthías Svein-
björnsson, féhirðir Björn Vig-
fússon, meðsjórnendur Jón
Jónsson og Geir Sigurðsson.
Formennsku í félaginu hafa
gegnt síðastliðin 25 ár eftir-
taldir menn: Jakob Björnsson
12 ár, frá 1935—1937, Magnús
Eggertsson 1 ár, 1938, Hall-
grímur Stefánsson 1 ár, 1947,
Kristinn Helgason, 1 ár, 1954;
j Erlingur Pálsson 20 ár. —
Núverandi stjórn skipa: For-
: maður Erlingur Pálsson; rit-
ari Þórður Kárason; gjaldkeri
Bogi J. Bjarnason; varaform.
Óskar Ólason; meðstjórnandi
Páll Eiríksson.
Lögreglusjóður
Fyrsta mál stjórnarinnar
var að koma á nýrri reglu-
gerð um niðurröðun auka-
vinnu hjá lögreglunni. Lög-
reglunni var kunnugt um, að
sjóður hafði verið stofnaður
með kansellíbréfi frá 8. júní
1811, er nefndur var Lögreglu
sjóður, og nam á 4. þús. krón-
ur. Hafði sjóður þessi verið
lítt ræktur og aldrei komið
lögreglunni neitt að gagni.
Gerði félagið kröfu til að fá
umráð sjóðsins í sínar hend-
ur og fékk því framgengt.
Þegar Kristján konungur X.
heimsótti landið í síðasta
skipti árið 1936, stofnaði hann
lögreglusjóð fyrir löareglu
Reykjavíkur, gaf stofnfé í
sjóðinn og lét semja fyrir
hann skipulagsskrá. Lét kon
ungur þess getið, að þetta
væri gert af sinni hendi í þakk
lætis- og virðingarskyni fyrir
framúrskarandi góða frammi
stöðu lögreglunnar við heim-
sókn hans. Eftir að lögreglan
fékk umráð yfir gamla sjóðn
um, var hann lagður við hinn
nýstofnaða sjóð og hefur nú
þegar inni að halda álitlega
fjárupphæð.
Sérstaða lögreglumanna
Lögreglufélagið stofnaði
sinn eigin slysa- og sjúkra-
sjóð árið 1945. Stofnfé sjóðs-
ins, kr. 1.000,00 gaf Steingrim
ur Guðmundsson, prentsmiðju
stjóri, lögreglufélaginu sem
heiðurslaun fyrr vasklega
framgöngu, þegar kviknaði í
prentsmiðjunni Gutenberg 2.
ágúst 1944. Bæjarstjórn Rvík-
ur gaf kr. 10.000,00 í sjóðinn
á 20 ára afmæli félagsins.
Lögreglufélagið hefur ætíð
látið kjarabótamál lögreglunn
ar til sín taka og beitt sér
fyrir því, að fá viðurkennda
sérstöðu lögreglustarfsins. Þá
hefur verið fyrir forgöngu Lög
reglufélagsins gerð sérstök
samþykkt um laun fastráð-
inna lögreglumanna Reykja-
víkur. Einnig hefur Lögreglu
félagið fengið viðurkenningu
ríkisstjórnarinnar og bæjar-
stjórnar Reykjavíkur sem sjálf
stæður samningsaðili í kjara
málum sínum.
Menningarmál
Margs konar menningar-
mál hefur Lögreglufélagið
beitt sér fyrir, svo sem auk-
inni menntun og utanförum
lögreglumanna, haldið uppi
og styrkt karlakór, sem sung
ið hefur venjulega á árshátíð
um lögreglunnar, haldið söng
skemmtanir í Reykjavík og
víða út á landi og tekið þátt
í Norðurlanda kórsöngsmóti
lögreglumanna við góðan orð
stír í Stokkhólmi.
Árið 1944, í janúar, tók lög
reglufélagið opinbera afstöðu
til stofnunar lýðveldis á ís-
landi með aðalfundarsam-
(Framhald á 10. síðu).