Tíminn - 17.12.1960, Qupperneq 14
14
TÍMINN, laugardaginn 17. desember 1960.
ágerzt mikið í seinni tíð. Mér
fellur það satt að segja ekki.
— Hm, sagði hann, og gat
átt við hvað sem var.
— Um daginn, þegar ég var
á leið úr vinnu fékk ég eitt
mjög slæmt kast — sortnaði
bókstaflega fyrir augum og
varð að styðja mlg við vegg
langa stund þar til kastið var
liðiö hjá.
— Hvað er langt síðan þér
fóruð að taka eftir þessum
köstum?
— O, það er anzi langt —
nokkrir mánuðir að minnsta
kosti. Pyrst hugsaði ég ekk
ert um þetta ....
Hann tók einhvern hlut upp
úr skúffu í borðinu, það lá
við að hann yrði að rífa
skúffuna út, svo fúin var hún.
Hann sleikti út um, og reis
á fætur:
— Gjörið svo vel að fara úr
jakkanum, sagði hann, — og
brettið svo kjólermina upp,
þetta er nóg, nei nei, bara
aðra ermina.
Eg skildi ekki almennilega,
hvers vegna svona hversdags
legar skipanir gerðu mér ó-
rótt í geði. Kannski var það
andrúmsloftið — það var lævi
blandið og húsið allt skugga
legt.
— Kreppa höndina, sagði
hann.
Svo vafði hann gúmmí-
slöngu þétt um handlegginn
á mér, mér fannst hann herða
óþarflega að.
Það sló út um mig köldum
svita .. ég var hrædd. F/g vissi
ekki við hvað.
Loksins losaði hann um
slönguna.
Eg spurði hann ekki um
niðurstöðu og hann gaf mér
heldur enga skýringu.
Hann settist aftur, studdi
höndum á borðið og spennti
greipar.
— Sofið þér vel?
— Nei, ég á afar bágt með
svefn.
— Matarlyst?
Þegar ég sagði þetta, sá ég
undarlegum áhugaglampa
bregða fyrir í augum hans.
En ég skildi ekki hvers vegna.
— Segið mér, sagði hann.
— Borðið þér lítið vegna þess
að þér hafiö slæma matarlyst
eða af því að .... Hann hik-
aði.
Eg velti fyrir mér, hvað
hann væri eiginlega að fara.
Var nokkur önnur ástæða til
fyrir því að maður borðaði
lítið en sú, að maður hafði
enga matarlyst.
Hann botnaði spuminguna.
— Eða vegna þess
aðstæður yðar eru þannig að
þér getið ekki veitt yður að
borða vel?
En hvers vegna horfði
hann á mig þessu undarlega
augnaráði? Var þetta fyndni?
Eg svaraði ekki. Mér,fannst
ég sfcanda á vegamótum og
ég vildi heldur vinna til að
bíða átekta en velja rangan
veg.
Hann virtist taka þögn mína
sem einhvers konar svar.
8
Hann leit aftur niður á blað
ið, sem lá fyrir framan hann
og sagði:
— Nú, já, ég sé að ég hef
ekki lokið viö að úfcfylla skýrsl
una .... Segið mér hver það
var sem benti yður á mig?
Hvemig stóð á að þér frétt-
uð um mig?
Nú kemur það, hugsaði ég!
Eg krosslagði fætuma og
hélt mér dauðahaldi í skrif-
borðið með hægri hendi. Mig
langaði til að hlaupa burtu.
Burt frá þessu andstyggilega
húsi, burt frá þessu viður-
styggilega augnaráði læknis-
ins. Burt. Burt!
En auðvitað hljóp ég ekki.
Eg sagði:
— Það var gegnum vinkonu
mína. Það var Mia, sem sagði
mér frá yður. Og eftir ofur-
litla þögn bætti ég við:
— Mia Mercer.
Við horfðumst lengi í augu,
ég sagði við sjálfa mig:
— Nú er einvígið hafið.
Hann sagði:
— Hún er látin.
— Eg veit það, blöðin skrif
uðu um það, sagði ég og
reyndi að vera ögn dapurleg,
eins og ég syrgði hana enn
eftir þessa mánuði, sem liðn
ir voru .
— Karlmaður sem drap
var það ekki. Bann
— Já, það var víst einhver
kunningi hennar, sagði ég
hægt.
— Einhver maður, sem hét
Murray.
Það var ótrúlega sárt að
fá nafninu slengt framan í
sig — og það á þessum stað.
Hjartað barðist í brjósti mér
af geðhræringunni.
— Þekktuð þér hann, spurði
hann.
— Eg þekkti fáa úr henn-
ar kunningjahóp. Eg þekkti
bara hana sjálfa.
Hann kinkaði kolli og sat
hugsandi dágóða stund.
— Þeir, sem hún þekkti eru
flognir út um allt, sagði hann
og horfði rannsakandi á
mig. — Netið er rifið og kem
ur engum að gagni lengur.
Eg reyndi að láta sem
minnst á því bera, að ég skildi
hvorki upp né niður. En ég
fann aug'u hans hvíla á mér
sem fyrr.
Svo sagði hann: — Segið
mér. Hvernig bar það til, að
hún nefndi mig við yður?
Voruð þér eitthvað veikar um
það leyti?
— j’a, ekki veik, en ég var
— öllu heldur þunglynd — og
leið ....
— Og hvað sagði hún .. ?
Segið mér það orðrétt.
Það var eitthvað saman við
þetta. Eg varð að vera gætin
og velja orð mín af ýýtrustu
gætni; mér var þó ekki Ijóst
hvers vegna, fremur en svo
margt annað.
Laugardagur 17. desember:
8,00 Morgunútvarp.
12,00 Hádegisútvarp.
13,00 Óskalög sjúklinga (Bryndís"
Sigurjónsdóttir)
14.30 Laugardagslögin.
15,20 Skákþáttur (Guðmundur Arn'
laugsson).
16,00 Fréttir og veðu.rfregnir.
16,05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn .
sen).
16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds
son).
17,00 Lög unga fólksins Þ(orkell
Helgason).
18,00 Útvarpssaga barnanna: „Jólin
koma“ eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur; II. (Höf. les).
18,25 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). .
18,50 Tilkynningar.
19.30 Firéttir.
20,00 Tónleikar: Atriði úr óperunni
„Don Pasquale" eftir Donizetti
(Renato Capecchi, Bruna
Rizzoli, Giuseppe Valdengo,
Petre Munteanu, Claudio
Adorni, kór og hljómsveit San
Carlo óperunnar í Napólí '
flytja; Francesco Molinari-
Pradelli stjórnar).
20.30 Upplestuir úr bókum — og
einnig tónleikar.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Danslög.
24,00 Dagskrárlok.
Munið
að vörurnar frá
Fataverksmiðjunni
HEKLU, Akureyri,
eru vandaðar vörur.
Góðar jólagjafir.
Kaupfelag Vestur Húnvetninga
Hvammstanga
'V*X'X*X»V*V»V'V*V'X'V\.»‘V*,V*%,'V«,V‘XiV*V*X‘,\V»V*,V*V*V«V'X»X‘V«V*V»V*V*X*'V*V»V*'
hana.
.... að hét .
HVER VAR
?
Eftir
Cornell Woolrich
ETRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Merki
Jómsvíkinga
35
— Jómsvíkingana óttast merin
og hata alls staðar í heiminum,
segir gamli læknirinn. — Þeir eru
í félagi sem enginn ókunnugur fær
inngöngu í!
Danirnir vildu sjálfir grafa
hann til að við kæmumst ekki að
þessu....og ég held að þeir séu
allir Jómsvíkingar!
Eiríkur heldur áfram með fylgd
armönnum sínum og mætir um
síðir leitarmönnum. — Hvers
vegna komuð þið ekki str'ax aftur
til kastalans? spyr hann.
— Af því að Danirnir viku úr
leið og héjdu áfram inn í skóginn.
Við höfum rakið slóð þeirra.
— Alltaf vandast málið, stynur
Eiríkur.