Tíminn - 24.12.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1960, Blaðsíða 8
 TIMINN, laugardflglnn 24. desember 1S64 GUÐMUNDUR EINARSSON FRÁ MIÐDAL ' ■1, ■ iápmiif m-. r «jf i, 'i waj :: ■ r. ' r;:; . ; 1 Lappakona — málverk eftir Guðmund. Hann dvaldist um hríð me8 Löpp- um, og frá þeirri dvöl eru margar ágætar teikningar og málverk. GuSmundur frá Miðdal sýnir Kekkonen forseta Finnlands og dr. Jorma Savolainen höggmynd sína af Jean Sibeiiusi, tónskáldi, á sýningunni í Helslngfors. Fjölhæfur og míkíl- virkur listamaður Ragnar Ásgeirsson ritar grein um Guðmund Ein- arsson frá Miðdal í tilefni af fimmtíu ára listferli. Guðmundur Einarsson frá Miðdal hélt nýlega mál verkasýningu í Bogasal Þj óðminj asafnsins, dagana frá 1.—11. þ.m. Það var engin sérstök at höfn við opnun hennar eða lokun, engir „listfræðing- ar“, ekkert Menntamála- ráð eða menntamálaráð- herra bendiaðir við hana, enda var það aðeins einn gamalkunnur og yfirlætis- laus íslenzkur listamaður, sem þarna var á ferðinni með verk sín. Engir „listdómarar" fylltu dálka dagblaðanna til að útskýra ágæti verkanna fyrir s’kilningssljóan al- menning, eða greina frá þýðingu þeirra fyrir okk- ar kæra föðurland — eða jafnvel fvrir list annarra þjóða, það var alls ekkert brambolt í kringum þessa sýningu — verkin sem þar héngu á veggjunum urðu bara að mæla með sér sjálf, tala sínu eigin máli og það sem mestu máli skipti var að þau gátu það. Guðmundur Einarsson frá Miðdal er fjölhæfur listamaður, líklega sá fjöl- hæfasti listamaður sem við eigum. Kornungur að aldri brauzt hann áfram til náms og frama, lengst af 1 Þýzkalandi og stundaði þar nám. Að stunda nám við listaháskóla — aka- demi — þýddi þá að dvelja og starfa þar tilskilinn tíma og leysa af hendi próf raunir, svo sem hinir fyrstu listamenn okkar gerðu, Ás grímur, Kjarval og Kristín Jónsdóttir o.fl. af þeim eldri. En hina síðustu ára tugi hefur verið mjög í tízku að ungt fólk fari utan, oft með styrk frá bví opinb-era, láti innskrifa sig við listaakademi. eða aðra skóla, og láti sjá sig þar í 8—10 vikur, en ekki lensur. og þykist syo hafa lært þar nóg. Auðtrúa menn taka slíkt viít. En það er ekki á færi annara en snillinga að læra t.il- sagnarlaust, snilligáfur eru því miður of fáum gefnar. En Guðmundur frá Miðdal stundaði nárn sitt trúlega og er kunnáttu maður. Hann hefur haldið listsýningar víða um lönd og þær hafa hvarvetna ver ið honum og íslandi til sóma. Erlend listasöfn hafa keypt verk hans, ég gæti vel trúað að fleiri iista- verk séu eftir Guðmund frá Miðdal einan í erlend- um listasöfnum en eftir alla aðra felenzka lista- menn til samans. Það er furðulegt að Menntamála- ráð, sem á að vaka yfir og vernda íslenzkar listir, skuli ekki fyrir löngu hafa boöið Guðmundi frá Mið-. dal að halda sýningu í sal arkynnum Listasafnsins. — Nóg hafa tilefnin verið til slíks boðs', því hann varð fimmtugur fyrir fimmtán árum síðan, fimm ár síðan hann varð sextugur — því sextíu og fimm ára varð hann á þessu ári. Sýning in í Bogasalnum var hald in til að minnast þess að 50 ár voru liðin frá því að hann hóf listnám. En Guðmundur hefur aldrei lotið neinni tízku í heimi listarinnar og því verður hann aldrei neitt tízkufyrirbrigði þar, aðeins góður og gegn og ótrúlega fjölhæfur listamaður sem .hefur stundum mörg sverð á lofti í einu. Hann mótar í leir og heggur í stein, hann hefur fengizt við svartlist — grafik — ára- tugum saman. Hann er brautryðjandi í leirkera- smíði — keramik — á ís- landi og hefur unnið þar hverjum manni betur. — Hann hefur gert fyrirmynd ir að glermálverkum, sem prýða einstakar kirkjur hér á landi, og gjört mynd ir af smiöjámi og fleiri málmum. Nokkrar stærri högg- myndir Guðmundar hafa verið settar upp, þar á með al Sjómannaminnismerki við Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Stytta Jóns biskups Arasonar, Munka- þverá í Eyjafirði. Minnis Hinn eilífi Ólympíueldur — höggmynd sýnd á Ólympíusýningunnl I Helsingfors 1952.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.