Tíminn - 31.12.1960, Side 14
14
TÍMINN, laugardaglnn 31. desember 1960.
skepnan kemst ekki af án —
jafnvel ekki hér í þessum
skuggaheimi — og það er
svefn. Þegar ég hóf leit mína
á kvöldin mundi ég'sjaldnast
hvaða hús ég hafði farið í
kvöldið áður. Þau voru öll
eins, þessi hús, og því fann ég
það ráð að taka með mér lit-
krít og setja lítinn kross á
hverja útihurð, eftir rannsókn
ina. Þá vissi ég hvar ég skyldi
byrja næsta kvöld.
Og hið sama endurtók sig
hvað eftir annað. Upp dimm
ar og hrörlegar tröppur og að
litlu rúðunni í hurðinni. Þar
stóð maður bak við, oftast
var starað á mig eins og naut
á nývirki, þegar hann sá hver
kominn var og síðan: — Því
miður, ungfrú, en við leigj-
um aðeins karlmönnum.
— Nei, ég veit það vel. En
ég er að leita að manni. Hann
heitir Marty. Hann er hár og
gramnur með dökkskollitað
hár. Eftimafnið er Blair.
En ég komst fljótt að því,
að það gagnaði lítið að segja
eftirnafnið. í þessu umhverfi
féll eftirnafnið burt af sjálfu
sér. Þeir kölluðu hvern ann-
an altaf fomafni eða ein-
hverju auknefni, sem Bowery
hafði fest við þá.
Maðurinn bak við rúðuna
blaðaði gegnum skítuga gesta
skrána og spurði stundum
þá, sem sátu í stólunum i for
stofunni: — Vitið þið hvort
rétta nafnið hans Feitasvíns
er Marty?
Þeir klóruðu sér í hausn-
um og hristu höfuðið. — Nei
— sagðist hann ekki heita
Marvin. Það getur heldur
ekki verið hann, sem stúlkan
er að leita að. Hann er lítill
og feitur. Manstu ekki eftir
honum. Hann var hérna um
daginn, svaf í rúminu á móti
mér.
Aftur og aftur og aftur.
__ Leigjum ekki kvenfólki.
— Nei ég veit það. En ég er
að leita manns, sem heitir
Marty. Hár, grannur með dökk
brúnt hár.
Niður tröppurnar aftur,
inn um næstu dyr, upp tröpp
ur. „Marty, hár og grannur
með dökkskollitað hár.“
Einn blaðalesarinn leit
syfjulega upp og tautaði: —
Eg skal veðja milljón að ég
veit hvern hún meinar, Hag
erty. Hann þama, Ástarsorg.
Hann sem alltaf er að tala
við einhvern ímyndaðan kven
mann.
Eg nam staðar aftur.
M.aðurinn bak við rúðuna
beindi tali sínu til mannanna
allra í senn:
— Er enginn sem veit um
hans rétta nafn?
— Blake eða Blair eða eitt
hvað svoleiðis — mig minnir
ég hafi einhvern tíma heyrt
hann segja það.
— Blair, sagði ég og kink
aði kolli. — Hann hét Blair.
Maðurinn kom haltrandi og
bauð hjálp sína.
— Eg skal sýna yður hvar
18
hann er að finna. Niðri í
kránni á næsta homi.
Rúðumaðurinn leit athug-
ull á mig.
— Þér ættuð ekki að fara
þangað, ungfrú. Eg skal senda
einhvern af strákunum eftir
honum.
— Nei, þökk fyrir. Eg vildi
heldur fara þangað sjálf.
Eg hafði aldrei komið inn
i Bowery-krá. En ég hafði les
ið um slíka staði. Eða heyrt
einhvers staðar um þá talað.
Eg man ekki hvar. Og hér
var ég — í hinni dýpstu gröf
hérna megin grafar ....
Eg gekk til barþjónsins. —
Er maður hér, sem kallaður
er Ástarsorg? Eg er að leita
manns, sem gengur undir því
nafni.
Hann gapti. Hann hætti að
þurrka glasið, sem hann hélt
á. Hann starði og starði. —
Ástarsorg? át hann upp eftir
mér.
— Já, Ástarsorg.
Hann muldraði eitthvað of
an í barm sér og mér heyrð
ist það vera: — Það var þá
kvenmaður eftir allt saman.
Þá rann upp fyrir mér ljós.
Hvað höfðu þeir sagt á „hót
elinu?“ Að hann var alltaf
að tala við 6túlku, sem alls
ekki væri hjá honum. Og þeir
höfðu aldrei trúað að það
hefði verið annað en rugl og
raus. Þeir höfðu ekki trúað
að þessi stúlka væri til. Og
nú héldu þeir að ég væri stúlk
an. Þeir héldu að ég væri
draumur hans, sem nú væri
orðinn að raunveruleika, að
ég væri kominn til Bowery til
að leiða hann aftur til lífs-
ins......
Þeim skjátlaðist. Eg var
ekki þessi stúlka. En mig
grunaði hver hún hafði verið.
Loks fékk barþjónnin mál
ið aftur. Hann benti:
— Það er hann sem situr
þama. Sjáið þér hann, þama
upp við vegginn?
Eg sá höfuð hvíla á hörðu
borðinu. Annar handleggur-
inn hékk niður, hinn lafði
fram af borðinu. Eg sá tvö
tóm viskíglös, annað fyrir
framan þessa drungaveru,
hitt stóð hjá 6tólnum á móti
honum.
Eg sneri mér að barþjón-
inum, og var á báðum áttum.
—Haldið þér að ég geti ....
hvemig á að vekja þá, þegar
þeir eru svona?
— Á ég að fara til' hans og [
reyna?
— Nei, ég .... ég ætla að
sjá hvað ég get gert. Ef þér
vilduð bara sjá um, að við
verðum látin í friði. Eg rót-
aði í töskunni og rétti hon-
! um pening.
— Hvað viljið þér drekka,
ungfrú?
— Ekkert, þökk fyrir. Haf
ið þetta fyrir að leyfa mér að
sitja hjá honum dálitla stund.
Eg gekk að borðinu þar
sem hann sat — eða öllu held
ur lá fram á borðið. Allir viku
úr vegi fyrir mér, og ég fann
augnaráð allra í salnum bein
ast að mér.
Eg tyllti mér á stólinn við
hlið hans. Hann hreyfði sig
ekki. Eg sá ekkert líf með hon
um og það hvarflaði að mér
að hann væri dáinn. Eg
greindi ekki svo mikið sem
andardrátt.
Að síðustu tók ég hikandi
í öxlina á honum og beið.
Það stoðaði ekki hið allra
minnsta. Eg sló fastar á öxl-
ina og togaði í hárið á hon
um.
Það stoðaði heldur ekkert
og ég gerðist ákveðnari.
En hann bærði ekki á sér.
Eg reyndi allt sem mér hug-
kvæmdist, en ekkert gagn-
aði-
Þá kom barþjónninn óbeð-
inn að borðinu, mér til hjálp-
ar. Hann hafði með sér krús
fulla af vatni. Hann hlýtur að
hafa fylgzt með mér.
Færið yður augnablik ung-
frú, svo það skvettist ekki á
yður, sagði hann og svo hellti
hann ísköldu vatninu niður
um skyrtuhálsmálið á mann-
inum. Það hlýtur að hafa verk
að eins og nálarstunga, fyrst
það megnaði að þrengja sér
inn í meðvitund hans.
Að lokum bærði hann á sér,
það druntaði eitthvað í hon-
um, hann hristi hausinn mátt
leysislega.
Barþjónninn tók handfylli
af hári og hristi manninn dug
lega og reigði hausinn á hon-
um aftur.
— Opnaðu augun, Ástar-
sorg. Það er komin stúlka að
finna þið. Barþjónninn gaf
einum viðstaddra bendingu og
sagði:
— Haltu honum svona að-
eins augnablik.
Hann gekk að barborðinu
og kom aftur með glas, sem
í var undarlegur vökvi. —
Hérna færðu smáhressingu,
Ástarsorg, húsið borgar.
Maðurinn, sem kallaður var
þessu ömurlega nafni, deplaði
augunum og reyndi aö opna
þau. Það tókst ekki rétt vel.
Eg sagði við sjálfa mig: Það
væri betra fyrir þennan mann
að deyja. Af hverju finnst okk
ur dauðinn voðalegur? Það er
lífið sem er voðalegt.
Barþjónninn hellti vökvan-
um ofan í manninn. Glasið var
að minnsta kosti tómt, þegar
hann setti það á borðið. Hann
hélt enn þéttingsfast í haus-
inn á manninum, en sleppti
svo. Höfuðið dinglaði dálitið
til og frá, en hélzt þó uppi.
Barþjónninn dró sig í hlé
og benti mönnunum, sem safn
ast höfðu í kring um borðið
að fjarlægja sig. — Farið aft
ur að borðunum, strákar. Og
enginn má setjast við borðið.
Ungfrúin ætlar að sitja þar.
Svo sagði hann við mig:
— Eg skal hafa auga með yð
ur. Kallið bara á mig, ef strák
arnir halda sér ekki á mott-
unni.
I
I
1
1
1
GLEÐILEGT NÝÁR!
Tryggingastofnun ríkisins
I
1
1
1
M
I
I
.
1
1
s
I
n
.
GLEÐILEGT NYAR!
Trygging h.f., Vesturgötu 10
n
GLEÐILEGT NYAR!
Vátryggíngarfél. h.f.
Carl D. Tulinius & Co. h.f.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Stálsmiðjan h.ft
n
l
n
i
I
i
Jn
HVER VAR
?
■ Eftir
Cornell Woolrich
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLl
Merki
Jómsvíkinga
Vúlfstan hlær hæðnislega: —
Sverrir lýgur! Maðurinn, sem
komst af frá árásinni hefur ekki
sagt orð þar til hann fyrir skömmu
trúði mér fyrir sannleikanum um
bróðurson minn en það sagði hann
mér á banabeði sínu.
Ég fór þá hingað til að hegna
afbrotamanninum Sverri! En nú
veit ég að þú munt ákæra bæði
hann og Axel fyrir morð.
Eiríkur hristir höfuðið: —
Bolor getur útskýrt samhengið
þegar hann kemst tjl meðvitundar.
— Er hann á lífi? spyr Vúlfstan
órór. Sverrir grípur fram í: —
Gefðu mér þriggja daga frest, Ef-
ríkur konungur, þá lofa ég að koma
aftur með fullnægjandi sannanir
fyrir máli mínu!