Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, föstudaginn 6. janúar 1961. 3 Horfur á sáttum í Belgíu „Viðreisnin,, lögð til hliðar um sinn ÁriS 1960 er nýiega liðiS í ald- anna skaut og 1961 tekið við. Okk ur datt í hug aS ekki væri ófróð- leg't að grafa upp bíla þá í Reykja vík, er hafa númer samsvarandi þessum ártölum og sjást þeir hér að ofan. R-1960 er Hillman station, eign frú Slgríðar Húnfjörð, Ing- ólfsstræti 21 B. Búið var að taka núrner af bílnum og leggja inn hjá bifreiðaeftiriifinu, en Ijós- myndarinn skauzt þangað og tók af því myndl R-1961 er Chevrolet sendiferðabíll við Nýju sendibíia- stöðina. Bílnum ekur Gunnar Hálfdánarson, Þvervegi 40, og sést hann hér hjá „bíl ársins", en dóttir hans, Arnfríður, er skráður eigandi hans. (Ljósm.: TÍMINN, I.M.). Snjóflóð í Dalsmynni Nýlega féll snjóflóð í Dals- mynni við Eyjaf jörð, milli bæj anna Skarðs og Litlagerðis, og teppti þar akveginn. Nokkr- urn tíma um jólin, er Vaðla- heiði varð ófær bifreiðum, var farin leiðin um Dalsmynni, og er svo jafnan gert, er þannig stendur á, þótt sú leið sé nokk uð lengri. En í þetta sinn féllu einn- ig nokkur fleiri snjóflóð í Dals mynni, og vegna hættunnar, sem af þessu stafaði, var ekki lagt í að opna þann veg, held ur var ýtt snjónum af vegin- um yfir Vaðlaheiði. í fyrra- dag og í gær var svo aftur unnið að því með tveimur vél ýtum að opna veginn um Dals mynni. Var búizt við, að því verki yrði lokið í dag. ED. Kröfðust að Lumumba yrði iátinn laus Mannfjöldi safnaÖist a(S viíræíusta'Ö Hammar- skjölds og Kasavubu. — Hermenn Mobutus tvístruÖu honum. Brussel/Leopoldv. 5.1. (NTB) Allir Evrópumenn, sem síð- ustu daga hafa verið hand- teknir í Bukavo, höfuðborg Kivuhéraðs hafa nú verið látn ir lausir. Er þetta samkvæmt skipun Ancient Kashamura, sem er stuðningsmaður Lum- umba og hefur nú öll völd í Kivuhéraði. Kashamura hefur lýst yfir sjálfstæði héraðsins en er reiðubúinn að ganga til sam vinnu við Orientalehérað, þar sem annar stuðningsmað ur Lumumba, Gizenga, ræður ríkjum. Kivuhérað hefur ver ið nefnt kornbúr Kongo. — Hammarskjöld ræddi við Kasa vubu forseta í Leopoldville í morgun að viðstöddum nokkr um fulltrúum SÞ í landinu. Hópur manna safnaðist fyrir utan hús það, sem viðræðurn ar fóru fram í og kröfðust frelsis handa Lumumba. Her- lið Mobutu ofursta hrakti fólk þetta burtu með barsmíðum og meiðingum. Herlið SÞ horfði á aðfarirnar en hafðist ekkert að. Nígeríumenn í liði SÞ í Kongó hafa fellt 14 Balabu- menn í Katangahéraði eftirj að þeir síðarnefndu höfðu ráð; ist á lest og velt henni af spor i inu. Lögðu Balabumenn á! flótta eftir nokkra viðureign og varð ekki mannfall í liði Nígeríumanna. írskir hermen sem sendir voru þeim til hjálp ar, komust ekki alla leið vegna skemmdarverka, sem Baluba menn höfðu unnið á járn- brautarteinunum. Hersveitir Mobutus ofursta reyndu að halda inn í Kivu- hérað frá Ruanda-Urundi en voru hraktar burtu af hersveit úm héraðsins, sem eru vin- veittar Lumumba. Einn Belgi féll í þessum átökum. Þá hefur stjórn Katanga- héraðs neitað að taka þátt í ráðstefnu stjórnmálaleiðtoga í Kongó, sem hefjast á 25. jan. að boði Kasavubu forseta. Seg ir stjórn Katangahéraðs, að þessi ráðstefna eigi að vera í Elísabethville höfuðstað Kat- anga og hefjast 15. janúar. Þetta hafi áður verið sam- þykkt og stjórn Katanga send ir enga fulltrúa til Leopold- ville 25. janúar. Brússel 5.1. (NTB). Það hef- ur verið tilkynnt í Brússel, að Baldvin Belgíukonungui* hafi komið því til leiðar eftir lang ar viðræður við stjórnmála- foringja, að hið umdeilda „við reisnar“frumvarp ríkisstjórn arinnar skuli lagt á hilluna um skeið og athugað nánar. Eyskens forsætisráðherra mun hafa fallizt á, að vísa frumv. að nýju til nefndar en það þýðir, að ekki kemur til um- ræðu né frekari atkvæðagr. um það í þinginu fyrst um sinn. Seinniparts dags var svo hætt hinni almennu umræðu um „viðreisnina" á þingi en tekið til við að ræða um ein- stakar greinar þess en þær eru 162 talsins. Urðu nokkr- ar umræður um í hverri röð greinarnar skyldu ræddar. Ey skens forsætisráðherra sam- þykkti að lokum tillögu jafn aðarmanna um aukafund síðd. á morgun en fyrripart dags verður rætt um 60 mikilvægar breytingartillögur við „við- reisnina". Þrátt fyrir stífni sína er talið að Eyskens hafi fallizt á þessar breytingar sem byggðar eru á tillögum kat- ólska verklýðssambandsins. Menn telja það og vita á gott að Eyskens skyldi samþykkja kröfu jafnaðarmanna um aukafundinn á morgun. Ætla menn, að samkomulag það, sem nú virðist vera að nást með stjórnmálaforingjum geti þýtt endi á verkfallinu strax í byrjun næstu viku. Á Enn átök og mótmælagöngur í dag fóru um 1000 verkfalls menn í Brússel að þinghúsinu og settust þar flötum beinum. Kom til átaka við lögregluna og voru nokkrir verkfalls- menn handteknir. Verkfalls- menn héldu síðan til aðal- stöðva jafnaðarmanna í borg inni. Þar flutti Joseph Stevens Sáttafund ur í dag? Ljóöasafn Tómasar kemurOt á sextugsafmæli hans í dag Skáldið dvelst nú suður á Spáni einn af leiðtogum jafnaðar- manna ræðu og kvað verklýðs félag sitt hafa skorað á verk- fallsmenn utan Brússel að hóp ast til borgarinnar að morgni og taka þátt í öflugum kröfu göngum í borginni. Lítil vinna er enn við höfn ina í Antverpen. Miklar kröfu göngur voru þar í dag. Sömu sögu er að segja frá Liege. Þar særðust lögreglumenn í viðureign við verkfallsverði. Stjórn Belgíu telur að verk fallsmönum fari stöðugt fækk andi og í dag voru fleiri stræt isvagnar á ferð en undan- farna daga. Því er neitað að Eyskens hafi boðið jafnaðar mönnum aðild að ríkisstjórn inni, sömuleiðis því, að kon- ungur hafi haft í hyggju að kalla Paul Henry Spaak til þess að reyna að koma á sátt um. Adenauer 85 ára í gær Sáttarsemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, hélt samninga- fund með samninganefnd sjó- mannasamtakanna og fulltr, útvegsmanna í Alþingishúsinu i fyrrakvöld. Stóð fundurinn fram á nótt. Á fundinum skýrðu aðilar sjónarmið sin fyrir sáttasemj ara. Samningan. sjómanna- samtakanna lét einnig í Ijós vilja til að lækka nokkuð vissa liði í samningatilboði sínu. Sögðust fulltrúar útv,- manna myndu taka það til at hugunar. Næsti fundur með deiluaðilum verður sennilega haldinn í dag. | Tómas Guðmundsson, skáld ! er sextugur í dag, og er pess j minnzt með grein inni í blað; inu. í tilefni sextugsafmælis Tómasar gefur Helgafell út heildarútgáfu af Ijóðum hans, og mun hún væntanleg á { markað í dag. Nefnist bókin Ljóðasafn. og! er nokkuð á þriðja hundrað j blaðsíður. Eru í safninu öll Ijóð úr bókum Tómasar — Við , sundin blá; Fagra veröld; j Stjörnur vorsins og Fljótið' helga, en auk þess ljóðabálk' urinn Mjallhvít, sem ekki hef' ur komið í Ijóðabókum hans! áður, l Kristján Karlsson, ritstjóri, ritar langan inngang um j Tómas, og er sú ritgerð nin j merkasta. Útgáfan öll er hin j vandaðasta. Þrettándagleði í Aíðaskálanum Skíðafæri er nú gott á Hell isheiði, og í kvöld verður mik ið um dýrðir í Skíðaskálanum í Hveradölum í tilefni af þrett ándanum, meðal annars blys- för skíðamanna og kvöldvaka. Konrad Adenauer — kanzlari Vestur-Þýzkalands Bonn 5.1. (NTB) Konrad Adenauer kanzlari Vestur- Þýzkalands varð 85 ára í dag. Heillaóskir hafa borizt til hans hvaðanæva úr heimin- um í dag, m.a. frá Krustj- off, Eisenhower, MacMillan og Nehru að ógleymdum Sir Win ston Churchill og Jóhannesi páfa 23. Adenauer hafði opinbera móttöku í Schamburghöllinni í dag og streymdi þangað mik ill fjöldi gesta og árnaði kanzl aranum heilla á þessum tíma mótum. Ludvig Erhard efna- hagsmálaráðherra flutti ræðu og sagði, að Adenauer verð- skuldaði þökk vestur-þýzku þjóðarinnar. Adenauer hefði með dugnaði sínum og vizku skipað Vestur-Þýzkalandi á bekk með frjálsum þjóðum heims. Adenauer sagði í dag, að framundan væri erfitt ár fyr ir Vestur-Þýzkaland og enn sem fyrr þyrfti sterkar taug ar og mikla þolinmæði til að mæta þeim erfiðleikum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.