Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1961, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 6. janúar 1961. Horfir á jólasveininn Um þessar mundir haida hin ýmsu félög og samtök jólaskemmtanir fyrir börn félagsmannanna. Mæöurnar klæða börnin í bertu fötin og ganga með þeim krlngum jólatréð. Það er voða gaman. Jólasveinninn er auðvitað skemmtilegastur á slíkum skemmtunum, enda hefur hann frá mörgu að segja sá góði maður. Hér er mynd — ekki af jólasveininum — heldur af dreng, sem á hann horfir og hlýðir. Virðist hann hugsandi mjög yfir öllu saman. — Myndin var tekin á jólaskemmtun Starfsmannafélags S.Í.S. Sií hefir nóg að bera , Samtímis því sem myndir og fregnir berast frá blóðsúthellingum, hungri og hörmungum í Kongó, sendir ein erlend fréttamyndastofnun frá sér þessa mynd, sem tekin var skömmu fyrir jólin í Leopoldville og sýnir kóngóska konu bera öl heim til eiginmanns síns, en hann situr hins vegar hema og þjórar. Koan ber tvo ölkassa á höfðinu, og eru þeir báðir um 45 kg. að þyngd, en auk þess hefur hún barn á baki og leiðir annað. Sú hefur nóg að bera, gæti manni virzt. 1 INGÖLFUR DAVÍÐSSON: GRÓÐUR og GARÐAR i I y I á I I. MiðstöSvarhitinn og stofublómin. Kolaofn er úrelt tæki á fs- landi. ViS lifum í miðstöðvar- hituðum íbúðum. En flest stofu blóm eiga erfitt uppdráttar á veturna í þurrahitanum frá miðstöðvarofnunum. Verða mörg þeirra vesaldarleg, fá þuira bletti á blöðin, eða fella þau jafnvel í skammdeginu. Vatnsfyllt íált á ofni er til nokk urra bóta. Uppgufunin gerir loftið rakara. Nægir ekki að moldin sé blaut. Ofvökvun er meira að segja banabiti marga stofublóma á veturna, þegar birtan er lítil. En til eru blóm, sem þola þurra miðstöðvarhit- ann prýðilega. Eitt þeirra er Indíánafjöðrin eða tengdamóð- urtungan (Sansebierie), mjög sérkennileg jurt með stór og stinn, röndótt blöð. (Sjá mynd). Hún þolir flest nema frost og ofmikla vökvun. Ætti að rækta 'hana í hverri stofu og í búðum og skrifstofum. Þolir bæði sterkt sólskin og talsverðan skugga. Auðvelt að fjölga henni með græðlingum. II. Rósir og nellikkur í kæligeymslu. Samkvæmt dönskum tilraun- um geta afskornar nellikkur geymzt óskemmdar 10 daga við um V2* hita á C. Blóm skulu vera í plastumbúðum (skorin þétt). Þegar þau eru tekin úr geymslunni, eiga þau að standa eina nótt í 40* heitu vatni áður en þau eru látin í búðirnar til s'ölu. Árin 1958 og 1959 voru gerð- ar tilraunir með kæligeymslu á rósum og nellikum á Alvarp í Svíþjóð. Reynt var einnig að auka endrngu afskornu blóm- ánna með daufu sykurvatni. Reyndust rósirnar geymast bezt í 1* 'hita. Þær entust verr ef heitara var á þeim í geyrnsl- unni — og blómunum hætti til að fá bláleitan blæ. Ef afskorn- ar rósir voru settar í 4% sykur- vatn, entust blómin 1—2 sólar- hringum lengur en ella, en þá hætti blöðunum til að aflitast og verða daufgrágræn. — Af- skornar nellrkkur eru venju- lega hafðar í heldur hlýrri geymslu en rósir. Sænsku til- 'r'íí&fs" 1) Þeir eru sterkir falli sumra jurtategunda — III. Trjáplöntur geymdar í plastpokum. Trjáplöntum hættir til að týna tölunni eftir gróðursetn- ingu eins og alkunnugt er. Sam- kvæmt brezkum rannsóknum (Forestry Comission) er al- gengasta orsökin sú, að plönt- urnar hafa verið ofþornaðar áður en þær voru gróðursettar. (Er þá miðað við að vel og fast hafi verið gróðursett, en alkunna er, að of laust gróður- settar' plöntur ofþorna fljótt og drepast). Nokkurra ára tilraun- ir í Bretlandi sýndu að hent- ugt var að geyma og senda gróð ursetningarplöntumar í plast- pokurn svo þær ofþornuðu ekki. Reyndust t.d. sitka og rauð- greniplöntur, sem teknar voru upp í nóvember—maí, haldast eins vel og plöntur, sem teknar voru upp á sama tíma og gróð- Gróður og geymsla raunirnar sýndu að þær geymd- ust vel við 1* hita og ekki ætti að hafa hlýrra á þeim en 3—5*. Nellilkkur geymdust (entust) betur ef þær voru hafðar í daufu sykurvatni, heldur en hreinu vatni í svölu geymsl- unni. En væri heitt á þeim, urðu fremur gerlaskemmdir á þeim í sykurvatninu. Reyndist þá mjög til bóta að bæta einnig silfurnitrati í vatnið (0,003% silfurnitratupplausn). Þá ent- ust blómin betur. — Sumir láta örlítið af kaliumpermanganat í vatnið. (Efnið fæst í lyfjabúð- um sem smáir dökkir kristall- ar). Ekki er skipt um vatnið, sem efnin hafa verið sett í, held ur vatni bætt við, þegar þarf. Sumir telja afskorin blóm end- ast betur en ella ef graslaukur er hafður’ með í vatninu. Og graslauksstöngull með rauðleitu eða fjólubláu blómin í toppinn, sómir sér vel í blómvendi inni á stofuborði. — Blóm hafa áhrif hvert á ann- að. Epli t. d. gefa frá sér loft- tegund, sem veldur blóm- ursettar strax aftur. Skógarfura og kantartafura þoldu 4 mán- aða geymslu, og lerkiplöntur allt að því eins langa geymslu, ef þær voru gróðursettar áður en þær byrjuðu að springa út í pokunum. En allar plöntur eyðilögðust á fáum dögum ef þær voru teknar upp og settar í plastpokana eftir að þær voru byrjaðar að vaxa á vorin. — Plönturnar í plastpokunum (polygethylerplast) léttust að- eins allt að 5%, ef pokarnir þá ekki rifnuðu. Plönturnar (þ.e. ofanjaðar'hlutar þeirra) eiga að vera þurrar þegar þær eru látnar í pokana og snúa allar eins. Pokarnir eiga að vera nokk m'n veginn fullir af plöntum. Smáplöntur má binda í knippi, en bezt er þó að hafa þær laus- ar. Óþarfa loft er pressað út og pokanum lokað með snúru. Ör- smá 1—2 göt á pokunum saka lítið, ef ekki á að geyma plnöt- urnar lengur en 3—4 vikur. Eigi að geyma plönturnar lengi, hefur reynzt bezt að setja þær (Framhald á 13. síðu.) HVERS VEGNA hafa bátaformenn á íslandi í áratugi notað svo að segja eingöngu MUSTAD ÖNGLA 2) Herðingin er jöfn og rétt 3) Húðunin er haldgóð 4) Lagið er rétt 5) Verðið er hagstætt Vertíðin bregzt ekki vegna önglanna ef þeir eru frá O. MUSTAD & SÖN OSLO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.